Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Slösuð eftir veltu
Grýtubakkahreppi.
UNG kona, ökumaður jeppabifreið-
ar, var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri eftir að jeppinn valt
skammt sunnan Gljúfurár í Grýtu-
bakkahreppi á sunnudagsmorgun.
Bundið slitlag er á veginum þar
sem slysið átti sér stað og hafði lít-
ilsháttar hálka myndast um nóttina.
Kallað var eftir lögreglu og
sjúkrabifreið, en önnur bifreið kom
að skömmu eftir að slysið átti sér
stað. Konan var ein í bílnum og var
flutt á sjúkrahús á Akureyri. Tölu-
verðan tíma tók að ná henni út úr
bílflakinu þar sem talið var að hún
væri með áverka á hálsi.
Bifreiðin er mikið skemmd og var
fjarlægð af slysstað með kranabíl.
Múlafoss nærri búinn að sigla á Hrís-
eyjarferjuna Sævar
Sveigðu frá á
síðustu stundu
„í MÍNUM huga var þetta spuming
um örfáar sekúndur, annars værum
við ekki hér til frásagnar,“ sagði
Smári Thorarensen skipstjóri á
Hríseyjarfeijunni Sævari en nærri
lá að Múlafoss sigldi á feijuna síð-
astliðið föstudagskvöld.
Smári sagði að um borð í feij-
unni hefðu verið 8-10 manns, far-
þegar og áhöfn, og var verið að
sigla frá Árskógssandi yfir í Hrís-
ey. „Það var myljandi snjókoma og
ekkert skyggni," sagði Smári „en
við sigldum okkar réttu leið, eins
og við höfum gert mörg þúsund
sinnum áður.“
Leist ekkert á blikuna
Múlafoss var á leið frá Dalvík til
Akureyrar þegar atvikið varð. „Ég
var búinn að sjá skipið lengi í rad-
arnum. Ég var í 100% rétti, Múla-
foss átti skilyrðislaust að víkja
þannig að ég hélt minni stefnu en
leist satt að segja ekkert á blikuna
því skipið var komið svo nálægt
okkur. Þegar um 200 metrar voru
á milli okkar sá ég aðeins grilla í
skipið og það virtist ætla að stefna
beint á okkur. Það þýddi ekkert
fyrir mig að stoppa fetjuna og ég
varð því að treysta því að þeir gerðu
eitthvað. Ég var svo að búa mig
undir að beygja beint undan honum
þegar þeir loksins beygðu á síðustu
stundu,“ sagði Smári. „Þetta var
bara spurning um nokkrar sekúnd-
ur að skipið sigldi á okkur. Ég veit
ekki hvað þeir voru að hugsa. Ann-
að hvort hafa þeir ætlað að svína
fyrir okkur, því þeim gengur oft
illa að bera virðingu fyrir okkur
þessum litlu, eða þá að þeir hafa
ekki séð okkur.“
Hríseyjarfeijan Sævar er 30 tonn
að stærð og sagði Smári að hún
sæist vel í radar og í svo slæmu
veðri hlytu menn að fylgjast með
radarnum.
Smári sagðist hafa kallað í Múla-
foss á eftir til að fá skýringar en
sér ekki verið svarað. „Ég get ekki
annað en litið þetta atvik alvarlegum
augum. Þetta er í rauninni fáheyrt,“
sagði Smári sem kvaðst aldrei hafa
komist í hann jafn krappan.
Hönnun bygginga og lóðar Háskólans
Ellefu tillögur
bárust í samkeppni
ELLEFU tillögur bárust í sam-
keppni um hönnun nýbygginga á
lóð Háskólans á Akureyri á Sól-
borgarsvæðinu og heildarskipu-
lags alls háskólasvæðisins.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, sagði að
dómnefnd myndi fara yfir tillög-
urnar og nota til þess næsta mán-
uð. Seinni hluta aprílmánaðar yrði
síðan opnuð sýning á tillögunum
og tilkynnt um úrslit.
Um er að ræða hönnun nýbygg-
inga og aðlögun eldra húsnæðis
þar, en húsrýmisáætlun gerir ráð
fyrir að húsnæðisþörf sé rúmlega
4.800 fermetrar. Heildarskipulag
alls háskólasvæðisins þ.e. núver-
andi Sólborgarlóð og framtíðar-
byggingarsvæði háskólans er sam:
tals um 10 hektarar að stærð. í
samkeppninni var miðað við að
allt svæðið rúmi háskóla með allt
að 2.000 nemendum.
LAIMDIÐ
19,7 milljóna fram-
lag sveitarfélaga til
Flateyrar afhent
Morgunblaðið/Egill Egilsson
FORMAÐUR og framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga
skoðuðu m.a. framtíðardrög Flateyrarhepps sem enn eru þó
ósamþykkt.
Flateyri - Stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga afhenti Flat-
eyrarhreppi nýlega 19,7 milljóna
króna framlag annarra sveitarfé-
laga á landinu vegna hörmung-
anna á Flateyuri í fyrrahaust.
29. október 1995 sendi stjórn
Sambands ísl. sveitarfélaga
hreppsnefnd Flateyrarhrepps sam-
úðarkveðjur vegna hinna átakan-
legu atburða er urðu í sveitarfélag-
inu í snjóflóðinu 26. október á því
ári. Jafnframt kom fram í bréfinu
að sambandið myndi beita sér fyr-
ir samvinnu allra sveitarfélaga í
landinu um aðstoð við Flateyrar-
hrepp vegna þeirra erfiðleika sem
hann stæði frammi fyrir vegna
snjóflóðsins.
Eftir að hafa fundað með hrepps-
nefndinni var undirbúin og fram-
kvæmd skipuleg aðstoð allra sveit-
arfélaganna 169 (170 ef Flateyri
er talin með). Nú liggur niðurstaða
þessarar aðstoðar fyrir. Hingað vest-
ur á Flateyri komu formaður og
framkvæmdastjóri SÍS og afhentu
við látlausa athöfn hreppsnefnd
Flateyrarhrepps 19.703.000 kr.
Fram kom í ræðu Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, formanns SIS, að
hver íbúi á landinu hefði greitt sem
næmi 75 kr. í söfnunina. Sveitarfé-
lögin hefðu brugðist vel við þegar
leitað var til þeirra, þannig að söfn-
unin hefði gengið vonum framar.
Sér væri því ljúft og skylt að af-
henda féð sem safnast hefði. Við
ávísuninni tók Steinþór Bjarni
Kristjánsson, fulltrúi hreppsins.
Vilhjálmur lýsti að lokum aðdáun
sinni á því starfi sem unnið hefði
verið frá því atburðurinn átti sér
stað og einnig frá stjórn sambands-
ins á frammistöðu hreppsins.
Steinþór hélt stutta ræðu og
þakkaði fyrir þann stuðning sem
SÍS hefði sýnt eftir hörmungarnar
í haust. Þetta hefði verið mikil
blóðtaka fyrir svona lítið sveitarfé-
lag og án aðstoðar SÍS hefði hrepp-
urinn ekki komist í gegnum þessar
hörmungar sem yfir hann dundu.
Kristján Jóhannesson sveitar-
stjóri hélt einnig stutta ræðu. Hann
færði stjórnarmönnum SIS þakkir
fyrir þetta rausnarlega framlag
sem sveitarfélögin í landinu hefðu
sameinast um að gefa hreppnum.
Kristján þakkaði einnig fyrir skjóta
aðstoð SÍS sl. haust, bæði hvað
varðaði framlag úr bjargráðasjóði
og flýtiafgreiðslu á framlagi til
íþróttahúss.
Það kom fram í ræðu Kristjáns
að þessi aðstoð hefði bjargað því
til dagsins í dag í þeim verkefnum
sem hreppurinn hefði staðið í, því
að þrátt fyrir mjög mikilvæga og
mikla aðstoð ríkisvaldsins þá voru
þeir peningar afmarkaðir til upp-
byggingarstarfa. Einnig kom fram
hjá Kristjáni að fyrsti kennsludag-
urinn í nýja íþróttahúsinu verður
á mánudaginn og húsið verður vígt
eftir u.þ.b. tvær vikur.
Að lokinni stuttri tölu Ólafs
Kristjánssonar, bæjarstjóra í Bol-
ungarvík, og þakkarorðum hrepps-
nefndarmanna var fundi slitið. Að
loknum fundi var formanni og
framkvæmdastjóra sýnt íþrótta-
húsið og kom þá í ljós að þeim er
margt fleira til lista lagt en að
vera í forsvari fyrir Samband ís-
lenskra sveitarfélaga.
40 ára afmæli
Rótarýklúbbs
Stykkishólms'
Stykkishólmi - Félagar í Rótarý-
klúbbi Stykkishólms ásamt gest-
um fögnuðu 40 ára afmæli
klúbbsins í Hótel Stykkishólmi
laugardaginn 9. mars sl.
Klúbburinn var stofnaður 26.
maí 1956, í klúbbnum eru nú
22 félagar og meðal þeirra eru
2 af stofnfélögunum, þeir
Bjarni Lárusson og Lárus Krist-
inn Jónsson, sem voru mættir í
afmælishófinu. Afmælishófið
var jafnframt fundur nr. 2000
frá upphafi í klúbbnum. Við
þetta tækifæri var Jóni Magn-
ússyni afhent orða og heiðurs-
skjal þar sem hann var tilnefnd-
ur Paul Harris félagi fyrir
langa og dygga þjónustu í
klúbbnum.
í ræðu forseta klúbbsins,
Kjartans Páls Einarssonar, þar
sem hann rakti stuttlega sögu
klúbbsins, kom m.a. fram að
klúbburinn hefur látið ýmislegt
gott af sér leiða. Nefndi hann
þar m.a. þátttöku í skógrækt í
Vatnsdal undir stjórn Christians
Zimsens, fyrrum apótekara, sem
nú er látinn. Þá sá klúbburinn
um það á sínum tíma að koma
upp útsýnisskífu á Helgafelli,
skemmtanir eru haldnir árlega
fyrir eldri borgara, nemendum
grunnskólans sem bestum náms-
árangri hafa náð hafa verið veitt
verðlaun af klúbbnum. Einnig
unnu klúbbfélagar í sjálfboða-
Morgunblaðið/Árni Helgason
KJARTAN Páll Einarsson af-
henti Jóni Magnússyni Paul
Harris orðuna fyrir langa og
dygga þjónustu í Rótarý-
klúbbi Stykkishólms.
vinnu við félagsheimili og vatns-
veitu á sínum tíma.
Þá er ekki nokkur vafi á því
að umræða um ýmis málefni og
tillögur sem fram hafa komið
innan klúbbsins hafa um árarað-
ir haft góð áhrif á bæjarlífið í
Stykkishólmi.
í stjórn klúbbsins eru nú
Kjartan Páll Einarsson, forseti,
Hallur Viggósson, ritari og Lár-
us F. Hallfreðsson, gjaldkeri.
Fundaröð um
atvinnumál í
Hveragerði
Hveragerði - Fundur um garð-
yrkju- og umhverfismál verður
haldinn á Hótel Hveragerði í
kvöld, þriðjudagskvöld
Frummælendur á fundinum
verða þau Guðmundur Bjarnason
umhverfis- og landbúnaðarráð-
herra, Margrét Frímannsdóttir
alþingismaður, Helena Guttorms-
dóttir, framkvæmdastjóri Grænu
smiðjunnar í Hveragerði, og
Magnús Ágústsson garðyrkju-
ráðunautur. Fundurinn í kvöld er
annar fundurinn í fundaröð sem
H-listinn í Hveragerði stendur
fyrir um atvinnumál.
Fyrsti fundurinn var síðastlið-
inn þriðjudag, þar var fjallað um
iðnaðar- og orkumál. Húsfyllir
var á fundinum og góður rómur
gerður að máli frummælenda sem
voru Finnur Ingólfsson iðnaðar-
ráðherra, Valdimar Hafsteinsson,
forstjóri Kjöríss, Þorvarður
Hjaltason, framkvæmdastjóri
SASS, Þórður Ólafsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Boðans, Dav-
íð Sch. Thorsteinsson, iðnráðgjafi
Hveragerðisbæjar, og Jón Ingi-
marsson, skrifstofustjóri í iðnað-
arráðuneytinu.
Þriðji fundurinn í fundaröðinni
er fyrirhugaður fljótlega þar verð-
ur fjallað um heilbrigðismál og
mun Ingibjörg Pálmadóttir, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra,
verður gestur fundarins.