Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 17 VIÐSKIPTI Bankastjórn íslandsbanka vonast eftir að hagnaður bankans geti haldið áfram að aukast á þessu ári. ÁRIÐ 1995 reyndist íslandsbanka að mörgu leyti gott ár. Erfiðleika- ár efnahagskreppunnar eru nú að baki, sajgði Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, í upp- hafsorðum ræðu sinnar á aðal- fundi bankans. Valur fjallaði einkum um af- komu bankans i ræðu sinni. Fram kom að hagnaður bankans nam 331 milljón á síðasta ári. Vaxta- tekjur voru 6.217 milljónir á síð- asta ári og vaxtagjöld 3.376 millj- ónir. Hreinar vaxtatekjur voru því 2.841 milljón samanborið við 3.068 milljónir árið áður. „Minni vaxtamunur kemur fram í því að vaxtagjöld af innlánum og lántök- um hafa farið vaxandi meðan vaxtatekjur af útlánum og öðrum kröfum hafa nær staðið í stað. Þetta endurspeglar samkeppnina á markaðnum, en hún hefur verið hvað hörðust um innlánin. Vaxtamunur sem hlutfall af heildarfjármagni hefur farið minnkandi jafnt og þétt undanfar- in ár. Hann var 5,8% árið 1990, en var 4,5% á síðasta ári.“ „Aukin og harðnandi sam- keppni kemur einnig fram í því að aðrar rekstrartekjur námu 1.639 milljónum, sem er 385 millj- ónum króna minni tekjur en árið áður. Þar af drógust þóknanatekj- ur einar sér saman um 314 millj- ónir. Um þriðjungur samdráttar- ins skýrist af því að þóknun vegna gjaldeyrisviðskipta var í sam- keppnisskyni felld niður í upphafi ársins. Þá fór þóknun af skulda- bréfum og víxlum minnkandi vegna minni veltu í viðskiptum með þessa pappíra og síðast en ekki síst þá hafa minnkandi van- skil leitt til þess að tekjur vegna Erfiðleikaár efnahags- kreppunnar að baki Framlag í afskriftarreikning minnkaði um helming á sl. ári þeirra, þ. á m. af innstæðulausum tékkum, hafa minnkað umtals- vert. Á árinu var gengistap af veltuskuldabréfum okkar um 50 milljónir, sem stafar af hækkun vaxta spariskírteina og_ húsbréfa á verðbréfamarkaði. Árið áður hafði gengishagnaður af sömu eignum verið 120 milljónir. Geng- ishagnaður af gjaldeyrisviðskipt- um var hins vegar 225 milljónir en hafði verið 170 milljónir árið 1994.“ Kostnaður lækkar um 1,3 milljarða frá sameiningu Þá greindi Valur frá því að rekstrarkostnaður bankans hefði haldið áfram að lækka þrátt fyrir að launakostnaður hefði hækkað um 79 milljónir, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Einnig hafi töluverður kostnaður hlotist af flutningi höfuðstöðvanna á Kirkjusand. Hagræðið af þeirri framkvæmd muni hins vegar skila sér á komandi árum. Hlutfall rekstrargjalda af heildarfjár- magni nam á síðasta ári 5,3% en var 6,9% árið 1991. Sé þróun rekstrargjalda metin á föstu verð- lagi frá árinu 1988, sem er síð- asta ár í starfsemi fjórbankanna, áður en ákvörðun um sameiningu var tekin, kemur í ljós að útgjöld- íslandsbanki hf. Hluthafar 26 .3.1996 M. kr.. % Ef. Alþýðubankans 480,7 12,4 L. Verslunarm. 385,3 9,9 Fiskveiðasj. ísl. 276 7,1 Burðarás hf. 223,4 5,8 L. DagsbrVFrams. 195,1 5,0 Sam. verktakar hf. 108,6 2,8 Lands. ísl. útvegsm. 86,4 2,2 Sjóvá-Almennar 83,8 2,2 Samt. iðnaðarins 78,3 2,0 Hlutabréfasj. hf. 72,9 1,9 Aðrir hluthafar 1 .888,2 48,7 Samtals 3 .878,8 100,0 in hafa Iækkað á þessu tímabili um 1.300 milljónir, eða tæplega þriðjung. Framlag í afskriftarreikning nam alls 830 milljónum, sem er rétt liðlega helmingur þess sem það var árið 1994. „Hlutfallslega hefur þetta framlag ekki verið lægra síðan árið 1990. Erlendir bankar gera ráð fyrir því að á komandi árum þurfi þeir að jafn- aði að leggja árlega 0,5-1% af útlánum til afskriftarreiknings. Það er sú áhætta sem menn meta af útlánastarfseminni. Ekki er ólíklegt að eitthvað svipað verði uppi á teningnum hjá okkur. Fari svo er enn nokkuð svigrúm til lækkunar á framlagi á afskriftar- reikning á komandi árum.“ Eftir nokkra stöðnun í þróun heildarútlána á árunum 1993 og 1994 jukust útlán á nýjan leik á síðasta ári. í heild námu útlán, eignarleigusamningar og fulln- ustueignir alls 53,1 milljarði í árslok en voru tæpir 52 milljarðar árið 1994. Innlán námu tæpum 34,9 millj- örðum og höfðu aukist um tæp- lega 3%. Eigið fé samstæðunnar í árslok 1995 nam alls 4.897 millj- ónum og var eiginfjárhlutfall 10,2%, en lágmarkshlutfall er 8%. Verslunarlánasjóður með tap í ársbyrjun 1995 yfirtók Verslunarlánasjóður veðdeild bankans og þar með var öll starf- semi sem felur í sér fjárfestingar- lán til lengri tíma sameinuð á einn stað. Þar með voru færðar til Verslunarlánasjóðs fullnustu- eignir sem áður voru bókaðar hjá Veðdeild bankans. Valur skýrði frá því að 131 milljónar króna tap hefði orðið á Verslunarlánasjóði eftir 184 milljóna framlag í af- skriftarreikning útlána. Hreinar vaxtatekjur sjóðsins námu alls um 100 milljónum og höfðu dregist saman um 76 milljónir frá árinu á undan. Heildareignir sjóðsins eru um 9 milljarðar og er því um að ræða fjórða stærsta fjárfest- ingarsjóð iandsins. Gert er ráð fyrir að afkoman muni batna verulega í ár. Glitnir hf., sem sameinaðist Féfangi í upphafi ársins 1995, skilaði aftur á móti mun betri afkomu, eða um 105 milljóna hagnaði samanborið við 67 millj- óna hagnað árið áður. Þá varð um 23 milljóna hagnaður af starf- semi VÍB. Á heildina litið sagði Valur áætlanir fyrir þetta ár miðuðu að áframhaldandi auknum viðskipt- um og lækkun rekstrarkostnaðar. „Þegar litið er á árið í heild standa vonir því til þess að hagnaður geti haldið áfram að aukast.“ hingað og ekki lengra! Nýherji Radiostofan býður allar gerðir öryggisbúnaðar til leigu eða sölu <Q> NÝHERJI RADIOSTOFAN Skipholti 37 sími 569 7600 Vönduð og aðgengileg bók með lýsingum á einkennum og dreifingu yfir 250 fuglategunda og undirtegunda. 44 litmyndasíður með um 500 nákvæmum vatnslitamyndum af 225 tegundum, þar af allmörgum fátíðum. Sígilt skáldverk í fjórum bindum eftir hinn heimsfræga, danska rithöfund Martin Andersen Nexo. Fæst í fallegri gjafaöskju. Óvenjulega falleg og fróðleg bók. Á sjötta hundrað blaðsíðna með skýringum og teikningum af fleiri en 2400 jurtum. Ómetanleg bók handa fólki á öllum aldri sem vill stuðla að góðri heilsu sjálfs sín og sinna nánustu. Auðskildar leiðbeiningar um úrræði til náttúrlegrar heilbrigði, úrval óskaðlegra meðala við algengum kvillum og til bráðahjálpar. Ævisögur og endurminningar, spennusögur, barna- og unglinga- bækur, þjóðlegur fróðleikur, íþróttir og margt fleira BOKALAGERIN Skjaldborgarhúsinu Ármú\a23 « 588-2400 Bókin um Geirfinnsmálið sem skók íslenskt þjóðfélag á árunum 1976-1980 og er nú aftur að koma upp á yfir- borðið. Þorsteinn Antons- son, rithöfundur,fjallar um málsrannsóknina og skyggnist bak við tjöldin í leit að raunverulegu samhengi atburða. mánudaga - föstudaga kl. 9-18 laugardaga 10-14 -hundruð bó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.