Morgunblaðið - 26.03.1996, Page 19

Morgunblaðið - 26.03.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 19 Frakkar staðfesta kjarn- orkubann JIM Bolger forsætisráðherra Nýja Sjálands hrósaði í gær Frökkum fyrir að undirrita sáttmála um kjarnorku- vopnalaust svæði á Suður- Kyrrahafi og sagði að það ætti að greiða fyrir því að samskipti ríkjanna kæmust í samt lag á ný. Vegna undir- ritunarinnar hefur stjórnin í Wellington aflétt takmörk- unum á samskiptum við frönsk stjórnvöld. Skrifuðu Frakkar undir svokallaðan Rarotonga-sáttmála á Fiji- eyjum í gær ásamt Bretum og Bandaríkjamönnum. Kerekou aftur til valda í Benín NICEPHORE Soglo forseti Benin hefur mótmælt úrslit- um forsetakosninga í landinu sl. sunnudag, en stjórnlaga- dómstóll tilkynnti á sunnu- dagskvöld, að samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum hefði Mathieu Kerekou, fyrr- verandi herstjóri, hlotið 52,49% atkvæða en Soglo 47,51%. Soglo bar sigurorð af Kerekou í kosningum árið 1991. Stuðningsmenn Soglo halda því fram, að víðtæk kosningasvik hafi verið höfð í frammi af hálfu Kerekou og fylgismanna hans. Hryðju- verkamaður náðist MAGIED al-Molqi, palest- ínskur hryðjuverkamaður sem dæmdur var í 30 ára fangelsi á Ítalíu fyrir ránið á farþegaskipinu Achille Lauro árið 1985, var klófestur í bænum Estepona á Spáni í gær, þremur vikum eftir að hafa flúið Ítalíu. Talið er að al-Molqi hafi verið að reyna að komast til Norður-Afríku. Hann fékk 12 daga leyfi úr fangelsi fyrir góða hegðun en notaði tímann til að flýja land og á yfir höfði sér viðbót- ar refsingu. Bandarísk yfir- völd hafa fagnað handtök- unni því al-Molqi og vitorðs- menn hans myrtu bandarísk- an gyðing í hjólastól, Leon Klinghoffer, í skipsráninu og fleygðu líkinu fyrir borð. ERLEIMT Umskipti í deilum Kína og Tævans Reuter SKRIÐDREKAR og fótgönguliðar kínverska hersins að æfingum í Fujian-héraði, gegnt Tævan. Fréttastofan Xhinhua sendi frá sér myndina en gat þess ekki hvenær hún hefði verið tekin. Sáttatónn eftir yfir- burðasisnr Lees forseta Taipei, Pekin^. Reuter. STJÓRNVÖLD í Peking og á Tævan virtust í gær sammála um að reyna að slíðra sverðin í áróðursstríðinu undanfarnar vikur og bæta sam- skiptin í kjölfar kosningasigurs Lee Teng-huis Tævansforseta á laugar- dag. Lien Chan, forsætisráðherra og varaforseti Tævans, sagði í gær að ríkisstjórnin íhugaði í fullri alvöru að gera friðarsamninga við stjórn kommúnista í Peking. Fréttastofa kommúnista, Xhinhua, sem fordæmt hefur Lee og kallað hann taglhnýt- ing Bandaríkjamanna, sagði ljóst að þrýstingur af hálfu Kína hefði dreg- ið allan mátt úr „klofningsöflum" meðal Tævana er vildu lýsa yfir sjálf- stæði eyjarinnar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær fagna yfirlýsingum sem bentu til minnkandi spennu í samskiptum Kína og Tævans. Þrátt fyrir sáttatón í samskiptum deiluað- ila hyggst Bandaríkjastjórn áfram hafa tvær öflugar flotadeildir á varð- bergi í grennd við Tævan. Kannanir á Tævan benda til þess að hótanir Kínastjórnar hafi aukið fylgi við Lee er hlaut um 54% at- kvæða. Næstur var frambjóðandi sem vill lýsa yfir sjálfstæði Tævan, andstætt Lee er segist vilja samein- ingu við Kína en setur það skilyrði að lýðræði verði komið á í öllu land- inu. Hann vill á hinn bóginn treysta stöðu Tævans i alþjóðasamskiptum og tryggja sjálfsákvörðunarrétt eyj- arbúa. Kínveijar líta á Tævan sem upp- reisnarhérað en liafa sagst reiðubún- ir að sætta sig við annað þjóðfélag- skerfi á eyjunni ef Tævan verði formlega undir yfirstjórn ráðamanna í Peking. Qian Qichen, utanríkisráð- herra Kína, fullyrti eftir viðræður við Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Peking í gær að því færi fjarri að Kínveijar vildu sporna við lýðræði á Tævan. Náinn samstarfsmaður Lees, James Soong héraðsstjóri, sagði í gær að sameining myndi verða að veruleika innan fjögurra ára að því tilskildu að Kínastjórn sætti við við að kjörinn yrði með lýðræðislegum hætti forseti alls landsins. Heræfingum lokið Kína skýrði í gær frá því að átta daga heræfingum á meginlandi gegnt Tævan og á hafinu við eyjuna væri lokið á tilsettum tíma. Talsmaður hersins sagði æfingarnar hafa tekist afar vel, hann lagði áherslu á að Kína áskildi sér enn rétt til að beita valdi til að knýja fram sameiningu. Verðhækkun varð í kauphöllum á Tævan er fréttist um sáttaumleitan- ir Lees forseta. Þótt ljóst þyki að Kínveijum hafi mistekist að beygja Tævana til hlýðni hafa hótanirnar beint athygli almennings á eyjunni mjög að samskiptunum við Kína þar sem tævönsk fyrirtæki hafa fjárfest hátt í 30 milijarða dollara, um 2.300 milljarða króna. Um 29% aðspurðra segja bætt samskipti nú mikilvæg- asta verkefni Lees en aðeins um 8% nefna aukið hiutverk eyríkisins á alþjóðavettvangi. Borís Jeltsín forseti um samninginn við forseta Hvíta Rússlands Sameining ekki á döfinni Moskvu, Almatí. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær, að ekki stæði til, að Rússland og Hvíta Rússland sam- einuðust. Drög að samningi milli ríkjanna kvæðu aðeins á um nánari samvinnu. Leiðtogar Kasakstans og annarra ríkja í Mið-Asíu hafa hins vegar lýst furðu sinni yfir samningi þeirra Jeltsíns og Alexanders Lúkashenkos, forseta Hvíta Rúss- lands. Um 30.000 manns komu saman í Mínsk, höfuðborg Hvíta Rússlands, á sunnudag til að mót- mæla honum. Jeltsín sagði áður en hann hélt í heimsókn til Noregs í gær, að ekki væri til umræðu að Rússland og Hvíta Rússland sameinuðust, fréttir um að það stæði til væru byggðar á misskilningi. Lúkashenko tilkynnti þó á laugardag eftir viðræður við rússneska ráðamenn, að ákveðið hefði verið að sameina ríkin og kvaðst hann mundu undirrita samn- ing þess efnis 2. apríl nk. Lúkashenko hafði samt ekki fyrr gefið út yfirlýsinguna en talsmenn rússnesku stjórnarinnar fóru að draga í land og telja margir, að sam- einingarlalið sé ekki síst hugsað sem innlegg í baráttuna fyrir forseta- kosningarnar í Rússlandi í júni og ætlað að höfða til kjósenda, sem sakna stórveldistíma Sovétríkjanna. Sergei Medvedev, talsmaður Jelts- íns, og Júrí Batúrín, öryggisráðgjafi rússnesku stjórnarinnar, líktu báðir væntanlegu sambandi Rússlands og Hvíta Rússlands við samstarfið milli Evrópusambandsríkjanna og sögðu, að tvö ríki Sovétríkjanna gömlu, Rússland og Hvíta Rússland, væru komin lengra á samstarfsbrautinni en önnur. A hæla þeim kæmu síðan Kasakstan og Kírgístan en leiðtoga þessara fjögurra ríkja munu ræða stofnun tollabandalags og fleiri mál á fundi í Moskvu á föstudag. Leiðtogar Kasakastans og Kírg- ístans lýstu í gær furðu sinn með yfirlýsingu Lúkashenkos um póli- tíska sameiningu með Rússlandi og sögðu hana raunar með öllu óskiljan- lega. Kváðust þeir vissulega vilja nánari samvinnu við grannríkin en aðeins sem ráðamenn fullvalda ríkja. Mótmæli í Mínsk Um 30.000 manns komu saman í Mínsk, höfuðborg Hvíta Rúss- lands, á sunnudag til að mótmæla sameiningu við Rússland og var forsætisnefnd hvítrússneska þings- ins kvödd saman í gær til að ræða mótmælin. Jeltsín sagði í gær, að Úkraina vildi einnig nánari samvinnu innan Samveldis sjálfstæðra ríkja en þó væri eitthvað, sem héldi aftur af stjórnvöldum þar. Kvaðst hann mundu forvitnast um það í heimsókn til Kíev 4. og 5. apríl. Ef þú ert með óþægindi í nefi, nefrennsli, kvef eða ofnæmi, ættirðu að prófa NEXÓL nefúðalyfið. NEXÓL fæst í tveimur styrkleikum án lyfseðils: Fyrir börn og fullorðna. Virka efnið xýlómetazólín vinnur gegn stíflu og slímmyndun í nefi. Notið Nexól ekki lengur en 10 daga í senn án samráðs við lækni. Sjúklingar með gláku, hjartasjúkdóma eða skjaldkirtilssjúkdóma ættu ekki að nota lyfið. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.