Morgunblaðið - 26.03.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 23
e
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Fyrir og eftir hlé
Lög við ljóð
skólaskáldsins
Á HÁSKÓLATÓN-
LEIKUM í Norræna
húsinu miðvikudag-
inn 27. mars kemur
Háskólakórinn fram
undir stjórn Egils
Gunnarssonar. Á efn-
isskrá eru lög ýmissa
tónskálda við ljóð eft-
ir Guðmund Guð-
mundsson skólaskáld.
Flutt verða lög bæði
við stök ljóð Guð-
mundar og^eins við
brot úr kvæðabálkum
hans, en á því sviði
var hann afkastamik-
ilt. Tónleikarnir eru
um hálftími að lengd og hefjast
kl. 12.30.
Guðmundur Guðmundsson
skólaskáld (1874-1919) átti einkar
létt með að yrkja. Um ljóðagerð
sína sagði hann sjálfur: „Ég flýg
eins og lóan mót sól í söng, / þeg-
ar sál mín er ljóðaþyrst.“ Hann
vakti ungur á sér athygii eins og
viðurnefnið „skóla-
skáld“ ber með sér.
Hann sótti yrkisefni
sín mjög gjarnan til
náttúrunnar, og ást
hans til föðurlandsins
leyndi sér aldrei. Eftir
hann liggja margar
ljóðabækur og margar
ljóðaþýðingar auk
þess sem hann fékkst
við leikritun. Fjölmörg
sönglög eru til við ljóð
Guðmundar, þekktust
eru Vorgyðjan kemur
og Kirkjuhvoll.
Egill Gunnarsson,
sem stjórnað hefur
Háskólakórnum í vetur, lauk prófi
frá tónfræðadeild Tónlistarskólans
í Reykjavík vorið 1992 og hefur
síðan stundað söngnám við sama
skóla auk þess að sinna tónlistar-
kennslu í Reykjavík.
Handhöfum stúdentaskírteina
er boðinn ókeypis aðgangur, en
aðgangseyrir fyrir aðra er 300 kr.
Guðmundur
Guðmundsson
Föstutónleikar
Kórs Vídalínskirkju
í Garðabæ
LEIKLIST
Kjallaralcikhúsid
ÞRJÁR KONUR STÓRAR
Höfundur: Edward Albee. Þýðing:
Hallgrímur Helgi Helgason. Leik-
stjórn: Helgi Skúlason. Lýsing: Bjöm
Bergsteinn Guðmundsson. Leikmynd
og búningar: Elín Edda Árnadóttir.
Hár: Guðmn Erla Sigurbjarnadóttir.
Förðun: Sigga Rósa. Leikarar: Edda
Þórarinsdóttir, Halla Margrét Jó-
hannesdóttir og Helga Bachmann
auk Þorsteins M. Jónssonar.
Suimudagur 24. mars.
ÞAÐ var sérstaklega ánægjulegt
á sunnudagskvöldið að sjá hve gott
leikhús Tjarnarbíó reynist ef hug-
myndaflugið er notað til að sjá út
möguleikana sem húsið býr yfir.
Þótt sviðið sé lítið má með útsjónar-
semi koma þar fyrir fámennum
sýningum sem kreljast sérstakrar
nálægðar áhorfenda og geta borið
sig þótt áhorfendarými sé takmark-
að.
Þrjár konur stórar er einmitt slík
sýning. Edward Albee hefur löng-
um skrifað innhverf verk sem fjalla
um náin samskipti fárra einstakl-
inga. í þessu verki beinir hann sjón-
um sínum að kjörmóður sinni og
samskiptum sínum við hana. Hún
og hennar líf og viðhorf eru í brenni-
punkti, hvort sonurinn finnur fyrir
sektartilfinningu eða hvort hann
hrjáir skortur á sektarkennd eru
spurningar sem áhorfendur fá alls
ekki svarað, því hlutverk sonarins
í verkinu er þögult.
Lýsing var vel unnin og förðun
til fyrirmyndar. Leikmyndin var
hæfilega skrautleg og sviðið nýtt
til hins ýtrasta. Húsmunir í anddyri
voru valdir í stíl og gaf það öllu
húsinu skemmtilegan samræmdan
svip. Búningar voru prýðilegir og
litasamsetningin gaf til kynna að
gamla konan væri þarna heima hjá
sér en yngri persónurnar gestir. Það
eina sem setja má út á var að und-
ir stílhreinni skrifstofudragt var
Halla Margrét í fyrri hlutanum
klædd einhverju sem virtist vera
bómullarbolur, sem átti á engan
hátt við, og sama á við um stutt-
erma peysu sem hún klæðist eftir
hlé.
Verkið er undarlega tvískipt.
Fyrri þátturinn er hefðbundin
raunsæ kynning á þremur persón-
um þar sem þungamiðjan er líf
gömlu konunnar sem er að íjara
út. I seinni þættinum er hver kvenn-
anna þriggja orðin fulltrúi sinnar
kynslóðar en jafnframt og fremur
aðalpersónan hver á sínu æviskeiði.
Seinni hlutinn ber af frá hendi höf-
undar. Hann er mun áhugaverðari
og efnistökin fagmannlegri en í
fyrri hlutanum.
Skilin eru jafnvel skarpari í upp-
setningu verksins en í textanum
sjálfum. Aðstandendur sýningar-
innar hafa að sjálfsögðu gert sér
grein fyrir meira vægi seinni þáttar-
ins en það skýrir ekki þann mun
sem sést á þessum tveimur hlutum.
Hvort sem kenna má um frumsýn-
ingarskjálfta eða ekki var leikurinn
í fyrri hlutanum í molum. Engin
leikkvennanna þriggja virtist finna
sig í hlutverki sínu. Var þetta sér-
staklega áberándi í samleik Eddu
og Höllu Margrétar. Helst var að
Halla Margrét Jóhannesdóttir sýndi
tilþrif á stundum en persóna hennar
er svo óburðug frá höfundarins
hendi að persónusköpunin rann
óhjákvæmilega út í sandinn.
Texti fyrri hlutans byggir mikið
á að setningum sé ekki lokið og
sömu atriðin tuggin upp æ ofan í
æ þannig að samræðurnar virðast
fara í hring. Þetta byggir annars
vegar á minnisleysi gömlu konunn-
ar og hins vegar á því að hún er
miðpunkturinn og ræður um hvað
er rætt. Þess vegna kom sér afar
illa að Helga Bachmann var óörugg
með textann sem hafði þær afleið-
ingar að hrynjandi sýningarinnar
raskaðist og oft fyndinn texti höf-
undar fór forgörðum i flutningi.
Hins vegar var Helga trúverðug í
látæði auk þess sem búningur og
förðun gáfu sannfærandi mynd af
háaldraðri konu.
í seinni hlutanum tók annað og
betra við. Helgu og Eddu jókst ás-
megin í hlutverkum sínum, enda
þau svo annars eðlis að í raun má
segja að þær hafi orðið að skapa
persónur sínar að nýju. Öll elliglöp
voru af gömlu konunni og Helga
lék hana af meira öryggi, enda
flóknar einræður úr sögunni. Edda
fór á kostum og lýsti af henni glæsi-
leiki og þokki. Halla Margrét var
aftur á móti á brauðfótum í per-
sónusköpun sinni og má hiklaust
skrifa það og ýmsa vankanta aðra
á uppfærslunni á leikstjórans reikn-
ing. Staðsetningar og hreyfingar á
sviði voru t.d. á stundum mjög
vandræðalegar.
Þtjár konur stórar er ekkert
tímamótaverk en kannski góður
efniviður fyrir aðsópsmiklar leik-
konur í leit að bitastæðum kven-
hlutverkum eins og reyndin hefur
orðið erlendis. Seinni hlutinn varpar
samt upp ýmsum skemmtilegum
spurningum um sjálfsímynd aðal-
persónunnar á mismunandi ævi-
skeiðum í bland við vangaveltur um
samskipti og væntumþykju/hatur
innan fjölskyldunnar. 1 byggingu
verksins er hins vegar brotalöm sem
erfitt er að horfa framhjá auk þess
sem smáatriði úr ævi höfundar sem
bætt var inn í höfðu oft enga sér-
staka merkingu eða tilvísun í verk-
inu sjálfu.
Þýðing verksins á íslensku var
undir sterkum áhrifum frummáls-
ins, auk þess sem vildi brenna við
að orðaval væri vandræðalega upp-
hafið. Gildi sýningarinnar felst í
seinni hlutanum og því sem vel er
gert þar en það er spurning hvort
áhorfendur leggja á sig að sitja
undir fyrri þættinum til að hreppa
hnossið.
Sveinn Haraldsson
KÓR Vídalínskirkju í Garðabæ,
undir stjórn Gunnsteins Ólafsson-
ar, gengst fyrir föstutónleikum í
Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysu-
strönd í kvöld kl. 21.00 og í Garða-
kirkju á Álftanesi miðvikudaginn
27. mars kl. 21.30. Tilefni tónleik-
anna er 30 ára afmæli endurreisn-
ar Garðakirkju. Á efnisskrá eru
verk sem lúta að föstunni og ber
þar fyrst að nefna kantötuna „í
dauðans böndum Drottinn lá“ eftir
Jóhann Sebastian Bach. Þá verður
flutt átta radda mótetta eftir
frænda hans að langfeðgatali, Jó-
hann Christoph Bach og mun hún
ekki hafa heyrst áður hér á landi.
„Tunga mín af hjarta hljóði“ eða
„Pange lingua“ eftir ungverska
tónskáldið Zoltán Kodály verður
sungið í íslenskri þýðingu séra
Stefáns Thorarensens, sálma-
skálds og fyrrum prests á Kálfa-
tjörn. Þá verður leikinn sálmfor-
leikurinn „Adams barn, synd þín
svo var stór“ eftir Jóhann Sebast-
ian Bach.
Flytjendur auk Kórs Vídalíns-
kirkju verða Marta Halldórsdóttir,
sópran, Guðrún Edda Gunnars-
dóttir, mezzósópran, Einar Clau-
sen, tenór, Eiríkur Hreinn Helga-
son, bassi, Lenka Mátéova, organ-
leikari og Kammersveit Vídalíns-
kirkju, skipuð barokkhljóðfærum.
Stjórnandinn, Gunnsteinn
Ólafsson, tók við starfi organista
og kórstjóra við Vídalínskirkju sið-
astliðið haust. Hann hefur stjórnað
Sinfóníuhljómsveit íslands og
starfað við Þjóðleikhúsið og ís-
lensku óperuna. Þá hefur hann
unnið til norrænna verðlauna fyrir
hljómsveitarstjórn.
MRTOX-VIÍISLl
Gildir
26/3-3/4
TILltOÐ:
Kaupir þú
innrömmun
færðu
kartonið
frítt
ÍSLENSK
MYNMJST
Gott úrval
RAMMA
SPEGLAR:j
m/grá-tónuðu,
im/brún-tónuðu
spegilgleri
Súper-gler
Gler sem ekki
glampar á
INNROMMUN
MIÐSTOÐIN
TILlíOlf
Kaupir þú
tilbúna rammí
færðu
kartonið
frítt
PLAGGÖT
eftir
John Lennon
20% afsláttur
Opið
08-18,
lau. 10-16
Scetir sófar
á óviðjafnanlegu verði
HÚSGAGNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - simi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14.