Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 25 _____LISTIR___ Sól ég sá TÓNLIST____________ Hallgrímskirkja KÓRSÖNGUR Mótettukór Hallgrímskirkju, einsöngvaramir Þóra Einarsdóttir og Sverrir Guðjónsson, ásamt hjjóðfæraleikurum, undir sijórn Harðar Áskelssonar, fluttu verk eftir Thomas Tallis, Gregorio Allegri og Jón Nordal. Sunnudagur- hm 24. mars 1996. í SMÁ formála, í efnisskrá, leggur stjórn- andinn, Hörður Áskelsson, áherslu á gildi listsköpunar fyrir kirkjuna, er hann segir, að „Ljóð og söngvar kirkjunnar hafa verið farvegur heitra bæna“ og ennfremur; „List- in í kirkjunni byggir brýr á milli manna, kynslóða og þjóða, hún dýpkar vitundina fyrir því sem heilagt er og dýrmætt." Tón- leikar Mótettukórsins í kirkju Hallgríms Péturssonar, en hann (og Eysteinn munk- ur) var einn mesti listskapandi íslenskrar kirkju, voru dýrðarinnar fögur trúarstund, sannkallaður lofsöngur til skaparans er gaf manninum listhneigðina, sem honum ber skylda til að ávaxta og þroska. Tónleikarnir hófust með 40 radda messu, Spem in alium, eftir Thomas Tallis (1505-85) og er það eitt af frægari verkum hans. Hann var uppi á tímum mikilla um- brota í ensku kirkjunni og samdi bæði kat- ólska messutónlist og það sem síðar var kallaður „Anglian Chant“, er upphaflega var einraddaður söngur í „samstöfustíl", þ.e. ein nóta á hvert atkvæði, samkvæmt boði Cranmers erkibiskups (í bréfi til Hin- riks VIII). Þessi afstaða siðbótarmanna, sem Thomas Cromwell réði miklu um, varð til þess að Englendingar bókstaflega týndu niður allri kunnáttu í tónsmíði, en fram að þeim tíma höfðu þeir verið fremstir meðal jafningja. Með valdatöku Karls II var reynt að endurreisa enska tónlist og var Purcell þar fremstur í flokki en síðan skeði ekkert, þar til um miðja 19. öldina, að síðari eridur- reisn enskrar tónlistar hófst. Þetta segir- okkur þá sögu, að hættulegt getur reynst, ef stjórnvöld taka að fikta við menninguna, rétt eins og það er varasamt að fikta við sjálft lífríkið, náttúruna. Þessi viðamikla mótetta, Spem in alium, er samin fyrir átta fimm radda kóra og minnir á sambærilegar tilraunir Niðurlend- inga og það sem Gabrieli-frændurnir í Fen- eyjum gerðu. Flutningur Mótettukórsins var fallegur og á köflum þróttmikill og þéttur í hljóman. í öðru verkinu, Miserere eftir Allegri, var söngur kórsins sérlega failega mótaður, en þetta fræga verk er samið fyrir tvo kóra og forsöngvara, sem syngja sléttsálmastef, en lítill og stór kór skipta með verkum um annað tónefni verksins, sem er einfalt að formi til. Víxlsöngur kór- anna byggist á endurtekningum, svo að það hefur gert Mozart hægara um vik að muna verkið og skrifa það upp eftir minni, eins og sagan segir. Lokaverk tónleikanna var Óttusöngvar á vori, 1993, eftir Jón Nordal. Textinn er sóttur í Sólarljóð, katólskan messutexta og Sólhjartarljóð eftir Matthías Jóhannessen, en tónlistin er samin fyrir sópran, kontrate- nór, blandaðan kór, selló, slagverk og org- el. Þarna er leikið með einraddað tónferli, þétt ofna tónklasa og slagverkseffekta á mjög áhrifamikinn máta. Einsöngvararnir voru Þóra Einarsdóttir, sem er nýkomin heim frá námi erlendis og kemur nú fram sem fullmótuð glæsileg söngkona og Sverr- ir Guðjónsson kontratenór. Verkið hefst á söng Sverris, er hann hefur upp raust sína með tilvitnun í Sólarljóð, tilvitnun sem einn- ig er efnislegt niðurlag verksins. Kyrie- kaflinn er í ABA-formi og A-þátturinn sunginn af kórnum en B-þátturinn sunginn af einsöngvurunum. Annar kirkjuþátturinn, Sanctus, hefst á sellóinngangi og þar vinn- ur Jón með hljómklasa fyrir kórinn með fallegu inngripi einsöngvara og endar þessi þáttur á rismiklu Hósanna, sungið af kórn- um við undirleik klukkuspils. Síðasti kirkju- þátturinn, Agnus Dei, hefst á sellóinngangi og er að miklu leiti samspil kórs og orgels með smá einsöngsívafi. Þessi þáttur er sér- lega glæsileg tónsmíð. Síðari hluti verksins er unninn yfir Sólahjartarljóð Matthíasar og hefst á orgelforspili. í þessum þætti verður hlutur einsöngvara nokkru meiri en í fyrri hlutanum, þó kórinn eigi þar áhrifa- mikil stef, eins og t.d. í niðurlagi verksins, er kórinn, við undirleik klukkuspils, rétt aðeins snertir á stefinu sem sungið er við upphaf Sólhjartarljóða. Söngur Þóru og Sverris var fram færður af glæsibrag og kórinn var frábær, svo að flutningurinn í heild var hreint út sagt stórkostlegur. Þrátt fyrir sparlega notkun hljóðfæra er hlutverk hljóðfæraleikaranna mikilvægt og áttu þau Inga Rós Ingólfsdóttir á selló, Eggert Páls- son á slagverk og Douglas A. Brotchie á orgel, mikinn þátt í áhrifamiklum flutningi verksins. Ekki er ofsagt að flutningur Óttu- söngva á vori, 1993, hafi verið „success", bæði fyrir frábæran flutning og áhrifamik- ið tónmál verksins, sérstaklega seinni þátt- urinn, við ljóð Matthíasar, sem er fögur smíð. í heild voru þetta glæsilegir tónleikar undir stjórn Harðar Áskelssonar og víst, að það sem hann ritar í efnisskrá eru mikil- væg skilaboð til allra og af sömu ástæðu munu þessir tónleikar verða þeim, er á hlýddu, dýrmætt veganesti um ókomin ár, með þá vissu í hjarta sér, að Guð búi í öllu því fagra, sem maðurinn af sönnum heilind- um gjörir. Jón Ásgeirsson Uppúr mekkinum HELGA Elínborg Jónsdóttir í hlutverki Tyrkja-Guddu. Heimur Guðríðar til Hafnarfj arðar LEIKLIST Sclíossbíó STRÆTI Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suð- urlands: Stræti eftir Jim Cartwright. Þýðandi: Ami Ibsen. Leikstjóri: Olaf- ur Jens Sigurðsson. Frumsýning í Selfossbíói 21. mars. Aðalleikendur: Guðmundur Karl Sigurdórsson, Frið- rik Svanur Sigurðarson, Karen Guð- mundsdóttir, Guðbjörg Amardóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. FYRST þetta, eins og Spaug- stofumenn segja á undan tíðindum sem einhver eru: Sementssallinn, rykmökkurinn sem fylgir fokheld- um húsum hangir í loftinu einsog slæða þegar maður gengur inn í nöturkaldan geiminn sem átti að vera bíó. Fyrsta hugsunin er: ég fæ andarteppu af ryki hér og önnur er mikið er ég feginn að vera ekki með falskar tennur því ég myndi missa þær út úr mér í þessum kulda og sú þriðja er þessi umgerð hæfir eymdarStrætinu eins og kjaftur skel, sniðugt hjá krökkunum og sú fjórða er nú ættu leikfélagsmenn á Selfossi að hugsa grand, nei al- slemm og skipta við bæinn á ár- bakkaleikhúsinu sínu og þessari árbakkavíðáttu og gera hana grand fyrir sín góðu stykki. Bara ef bær- inn tæki nú hitareikninginn. En svo byrja þessir krakkar að leika þetta nöturlega og óskaplega mannsanna stykki, voru reyndar byijaðir á því í anddyrinu með flír- ugum gellum, en nú stígur sjálfur Scullery á sviðið og Guðmundur Karl Sigurdórsson stígur fram í sviðsljósið og stækkar enn af og það mikið. Mikið glimrandi efni er sá piltur í góðan leikara og mikið kann hann nú þegar. Og það sýnir hann svo ekki verður um villst, bæði sem Scullery og ekki síður sem Skinnið sem tilveran strekkir svo á að hann hvítnar af bræði á hnúun- fJII .. .blabib - kjarni málsint! um. Guðmundur Karl leikur af skýr- mæltu, óþvinguðu öryggi og nær innlifun sem er sjaldséð í áhuga- mannaleikhúsi. Hinir leikararnir gera sitt besta, svo sem eins og gengur á svona sýningum og ekk- ert nema gott eitt um það að segja. Þetta er, þegar á heildina er litið, ein af betri nemendasýningum árs- ins og það kemur mér reyndar ekki mjög á óvart, því a.m.k. tveir af stjörnum þessa kvölds eru aldir upp í litla leikhúsinu við ána sem hýsir hið frjóa og öfluga Leikfélag Sel- foss (og nágrennis, altént upp í Grímsnes a.m.k. og Hreppa, stund- um). Leikstjórinn, Ólafur Jens Sig- urðsson, er hin stjarna kvöldsins. Hann hefur nú þegar sýnt góð til- þrif sem leikari en stjórnar nú leik- riti sjálfur í fyrsta sinn. Hann nær góðum tökum á fílefldri gleði þess- ara ungmenna og tekst að hefja þetta hárbeitta, sára verk langt upp fyrir prívatbrandarastigið sem ein- kennir uppsetningar sem áhuga- menn ráða ekki við. Takk fyrir krakkar. Meira fjör. Guðbrandur Gíslason í KVÖLD, þriðjudagskvöldið 26. mars, gefst Hafnfirðingum tæki- færi til að sjá leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, Heim Guðríðar - -síðustu heimsókn Guðríðar Símon- ardóttur í kirkju Hallgríms, í Hafnarfjarðarkirkju. Sýningin hefst kl. 20.30. Leikritið var frumsýnt á Kirkju- listahátíð í Reykjavík sl. vor en hefur síðan verið sýnt í mörgum kirkjum utan Reykjavíkur og hvarvetna verið afar vel tekið, nú síðast á Akureyri og Selfossi. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Margrét Guðmundsdótt- ir og Helga Elínborg Jónsdóttir, sem báðar leika Guðríði á ólíkum æviskeiðum og Þröstur Leó Gunn- arsson er í hlutverki Hallgríms. Tónlist er samin og leikin af Herði Áskelssyni en búninga ger- ir Elín Edda Árnadóttir. Höfund- ur leikritsins, Steinunn Jóhannes- dóttir, er einnig leikstjóri sýning- arinnar. Tónleikar þriggja barnakóra í KVÖLD verða tónleikar þar sem þrír barnakórar stilla saman strengi sína. Kóramir sem að tónleikunum standa eru Gradualekór Langholts- kirkju, Kór Öldutúnsskóla og Skóla- kór Kársness. Kórarnir muriu syngja hver fýrir sig, en stærsti hluti tónleikanna verður er kóramir syngja saman, alls 120 börn. Flutt verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda frá ýmsum tímum, einnig þjóðlög og samtíðarverk. Kóramir eru með fremstu barna- kórum landsins. Miðaverð á tónleikana er 1.000. kr. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 á Stóra sviði Borgarleikhússins. Tónleikaröð er nýjung í starfsemi LR í Borgarleikhúsinu í vetur. Með- al annarra nýjunga má nefna leik- húsmenntun grunnskólabarna; myndlist í forsal; höfundasmiðju; leikhúsbóksölu; Heimsókn í leikhús- ið; Hádegisleikhús og samstarfs- uppsetningar leiksýninga. Allar frekari upplýsingar um tón- leikana veitir Egill Friðleifsson í síma 5552236. Allar frekari upplýsingar um Tónleikaröð LR veitir Magnús Geir verkefnastjóri LR í síma 5685500 eða fax 5680383. 248 VINNINGAR Auk þess eru dregnar út þrjár utanlandsferðir fyrir tvo á hverjum miðvikudegi í mars. Aðeins dregið úr greiddum miðum. Fylgstu með í Sjónvarpinu! Þú vinnur hvernig sem á það er litið! Vinningar að verðmæti yfir 35 milljónir AöalúrcSráttur iáfé Happdrætti Slysavarnarfélags Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.