Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Af því aðrir þegja
STUNDUM er það
svo að búinn er til
grautur. Hann er svo
lagður í skál og settur
á stéttina fyrir kettina
í nágrenninu að gæða
sér á. Það hópast kett-
ir að en enginn leggur
í grautinn, heldur
læðast kettimir um og
hugsa hvort grautur-
inn er góður en lítið
gerist, hann er víst of
heitur fyrir þá. Nú
ætla ég að ganga fram
og reyna að fá svör
við því hvort grautur
sem hefur velst um í
íslenska kerfinu er of
heitur til að ræða um, ég get ekki
lengur þagað og forðast að segja
sannfæringu mína, verð að reyna
að fá umræðu og svör við vanga-
veltum mínum.
Ég vil velta upp sögu og stöðu
í vitum landsins. Ég réðst til starfa
á Sauðanesvita fyrir hartnær 40
árum og hef síðan búið þar, nú
síðast hjá syni mínum sem tók við
starfinu fyrir 5 árum.
Þegar ég kom á Sauðanes 4.
júní 1959 var ég að koma vestan
frá Djúpuvík þar sem ég tók þátt
í síldaræðinu sem þar var og hafði
verið til sjós frá blautu barnsbeini.
Ég vissi því nokkuð hvað ég var
að fara útí og get ekki sagt að
mér hafi verið þröngvað til að flytj-
ast með fjölskyldu mína norður á
land. Ég þekkti vitana og þekkti
aðstæður á Sauðanesi og það var
í þann tíma nóg, ég gáði ekki að
launakjörum áður en ég tók við
starfinu.
Trausti
Magnússon
VAKORTALISTI
Dags. 26.03.'96.NR. 205
5414 8300 2954 3104
5414 8300 3045 5108
5414 8300 3225 9102
5413 0312 3386 5018
5414 8300 3236 9109
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocard.
KREDITKORT HF.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 568 5499
Panasonic
Ferðatæki RX DS25
Ferðatæki með geislaspilara,
40W magnara, kassettutæki,
útvarpi m/stöðvaminni og
fjarstýringu.
Allt frá fyrstu tíð
hafa laun vitavarða
fylgt lægstu töxtum
frá Dagsbrún og þegar
ég fékk fyrstu launa-
greiðsluna sá ég að
launin voru með því
móti að ekki var hægt
fyrir 7 og seinna 8
manna fjölskyldu að
lifa á laununum einum
saman. Sauðanesi
fylgdu ákveðin hlunn-
indi, fjárhús fylgdu
með en landið var lítið
ræktað. Það varð því
að verða fyrsta verkið
að rækta landið og
kaupa búfé svo að
hægt væri að fullnýta það húsnæði
sem fénu var ætlað og um leið
gera stöðuna á Sauðanesi það
gróðavænlega að hægt væri að lifa
þar með fjölskyldu. Þrátt fyrir að
þetta sé ríkisjörð kom það í minn
hlut að rækta upp landið, það varð
ég að sjá um, stofnunin tók ekki
þátt í því.
Sauðanes stendur vestanvert í
mynni Siglufjarðar, afgirt háum
fjöllum. Árin áður en Strákagöngin
komu til voru sjóflutningar þeir
einu sem hægt var að framkvæma.
í fyrstu var hægt að kaupa vörur
í heildsölu frá Reykjavík og flytja
þær með skipi norður, vörurnar
voru ‘pantaðar og sendar norður
með vitaskipinu Hermóði. Því má
segja að þrátt fyrir slök launakjör
hafi verið hægt að þrauka af því
sem staðurinn og staðan gaf. Því
miður stóðu heildsöluvörurnar ekki
lengi til boða, sá hlunnindapakki
var felldur niður og ekkert gert til
að bæta það upp. Sparnaður, á
kostnað starfskjara vitavarða.
Þetta varð ekki í síðasta skipti sem
það var gert. Á Sauðanesi er hljóð-
viti, annar tveggja á landinu og
þýddi að starfið var unnið allan
sólarhringinn og eins var starfíð
slysavöm, því var ekki hægt að
taka einn dag frí og það þýddi líka
annað, ekki mátti fara í verkfall.
Því var ekki hægt að nota skæð-
asta vopn launamannsins til að
hækka launin. í þau skipti sem
kjarasamningar ríkisins voru í
gangi stigu ráðamenn þjóðarinnar
á stokk og minntust gjarnan á '
mikilvægi starfs vitavarðanna en
skiluðu þeim svo litlu í launaum-
slögin þegar til átti að taka.
Á sínum tíma var stofnað félag
vitavarða, sem átti að standa vörð
um hagsmuni vitavarða. Það gefur
augaleið að erfitt er að vinna fyrir
svo dreifðan hóp launamanna, einn
starfsmaður á 50-60 km fresti
meðfram strandlengjunni auk þess
að eiga ekki verkfallsvopn í fórum
sínum. Enda fór svo að þrátt fyrir
að mætir menn og miklir félagar
mínir sætu í forsvari félagsins náði
félagið aldrei að verða annað en
nafnið, verk þess urðu lítil sem
engin.
Það gefur augaleið að Stráka-
göng voru merk samgöngubót og
meðal þess sem þeim fylgdi var
stöðvarhús Pósts og síma vegna
Siglufjarðarradíós. Ekki dettur mér
í hug að lasta það en við byggingu
þess jókst vægi starfsins enn.
Ljósavél er staðsett í vitanum, ætl-
uð heimilisfólki til afnota þegar
rafmagnið fer af staðnum. Strax
frá fyrstu mínútu var ljóst að
stöðvarhúsið fékk afnot af þessari
ljósavél sem neyðarráðstöfun þegar
rafmagnið færi. Ekki er ég til að
lasta slysavarnir sjómanna, en mér
hefur enn þann dag í dag þótt
skrýtið að aldrei, aldrei, allt til
dagsins í dag hefur vitaverðinum
á Sauðanesi verið tilkynnt að hon-
um beri nauðsyn til að keyra vélina
fyrir Póst og síma. Ekki af öðrum
en vakthafandi loftskeytamanni
sem hringdi þá og höfðaði til mann-
úðarástæðna okkar, hvort sem var
á nóttu eða degi, hvort sem það
hefði verið ætlun okkar að keyra
vélina upp eða ekki.
Sumrin ’86 og ’88 urðu skriðu-
Stöðum fyrir vitaverði
hefur fækkað, segir
Trausti Magnússon,
og flestar orðnar að
hlutastarfi.
föll hér sem grófu frá grunni vitans
svo að sýnt þótti að yrði að aka
að honum efni svo ekki myndi hann
fallera í sjó fram. Eftir samtöl við
vitamálastjóra kom í ljós að ekki
var fjármuna að vænta frá þeim
til efniskaupa svo að ég ákvað að
ná í efnið og sjá um að því yrði
komið fyrir. Það má vitamálastjóri
eiga að þegar ég hringdi og til-
kynnti honum að búið væri að keyra
að vitanum þakkaði hann þó fyrir.
Kostnaðurinn þá var um 75.000
krónur. Nú þegar ráðist var í smíði
vegskála við Strákagöng sumarið
1993 var nauðsynlegt að keyra
ljósavélina allan sólarhringinn og
því að huga að henni minnst fjórum
sinnum á sólarhring. Þegar farið
var fram á aukagreiðslu fyrir þetta
aukna starfsframlag var svarið al-
farið nei. Þetta eru dæmi um
ásteytingarsteina sem ég hef rekið
mig á, undirtónninn hefur oft á
tíðum verið: Taktu þetta og gerðu
þig ánægðan með það, annars...
Ekki er því að neyta að húsnæðið
hér, sem er í eigu ríkisins, hefur
verið gert fyrsta fiokks á kostnað
stofnunarinnar en annað fjármagn
virðist ekki liggja á lausu og enn
Einkennileg túlkun
tæknifræðings LIU
GUÐFINNUR G.
Johnsen skrifar svar-
grein í Morgunblaðið
14. febrúar síðastlið-
inn við grein sem ég
skrifaði í Morgunblað-
ið 24. janúar um skil-
yrði LIÚ fyrir lögleið-
ingu sleppibúnaðar.
Athyglisverðar nið-
urstöður skyndiskoð-
unar Siglingamála-
stofnunnar ríkisins á
ástandi sleppibúnaðar,
nefnir Guðfinnur einn
kafla greinar sinnar,
þar segir orðrétt.
„Tíu búnaðir af 01-
sengerð voru skoðaðir.
Sigmar Þór
Sveinbjörnsson
BRAUTARMOLT I OG KRINGLUNNI
Fór tunnan í níu tilraunum út fyr-
ir síðu skipsins, sem var án neins
halla. í einum gálganum var gorm-
ur brotinn í fjögur stykki, en ekki
sjáanlegt að það hefði áhrif á virkni
búnaðarins (enda prófað við
bryggju, enginn halli á skipinu né
búnaður ísaður). Tíunda búnaðinn
var ekki hægt að prófa vegna ytri
aðstæðna, en við skoðun hans kom
í ljós að gormur var margbrotinn.
Niðurstaða: Fimmti hver búnaður
í ófullnægjamdi ástandi.“
„Níu búnaðir voru skoðaðir af
gerð Þór Vestmannaeyjum. Átta
þeirra skiluðu tunnu út fyrir síðu
skips, í þremur þeirra var loft-
flaska_ illa farin af ryði og tær-
ingu. í þeim níunda var loftflaska
tóm þegar að var komið. Niður-
staða: Þriðji hver búnaður í ófull-
nægjandi ástandi (þar af einn
óvirkur).“
Það er athyglivert
hvernig tæknifræð-
ingur LÍÚ túlkar
skýrslu S.r. um
skyndiskoðanir sleppi-
búnaða, enda mark-
mið hans aðeins eitt,
sama hvað það kostar,
að telja embættis-
mönnum og útgerðar-
mönnum trú um að
búnaðurinn standist
ekki þær kröfur sem
til er ætlast og telja
sjómönnum trú um að
við sem erum að reyna
að vinna að öryggis-
málum sjómanna
séum að troða ónýtu
drasli um borð í skipin. Ég ætla
ekki að rökræða við Guðfinn um
Ólsenbúnaðinn það geta aðrir hon-
um nákomnari gert, þó vil ég
minna á að hann er ekki viður-
kenndur, og alla tíð hefur verið
vitað að gormarnir standast ekki
þessa spennu til lengdar og gorm-
urinn hefur ekki nægjanlegt afl til
að bijóta af sér ís, (samanber
skýrslu Iðntæknistofnunar). Þrátt
fyrir þetta má, samkvæmt reglu-
gerð, búnaðurinn vera um borð í
þeim skipum sem höfðu fengið
hann fyrir árið 1988, enda er hann
um borð í 85% flotans og hefur
bjargað mörgum mannslífum.
Í skýrslu S.r. segir að skoðaðir
hafi verið níu Sigmundsbúnaðir og
að átta þeirra hafi skilað tunnu
út fyrir síðu skips (eða 89%). Síðan
segir að níu af níu búnuðum hafi
unnið eðlilega (eða 100%).
Það er athyglivert, segir
Sigmar Þór Svein-
björnsson, hvernig
-------------------^—2-
tæknifræðingur LIU
túlkar skýrslu S.r.
um skyndiskoðanir
sleppibúnaðar.
í skýrslu S.r. eru gerðar athuga-
semdir við þijá gálga í tveimur
skipum. í öðru skipinu var ein at-
hugasemd: „Stoppstroffa slitnaði.“
Stoppstroffa þessi voru tveir band-
spottar, líklega þrettán ára gamlir,
og slitnaði annar þeirra. Það hefur
engin áhrif á virkni búnaðarins
sem björgunartækis þó stoppst-
roffa slitni eftir að búnaðurinn
hefur skilað gúmmíbát í sjó. Þetta
veit Guðfinnur tæknifræðingur, en
notar þetta sem áróðursbragð fyrir
fólk sem ekki þekkir hvernig bún-
aðurinn vinnur.
I hinu skipinu voru tveir gálgar.
í bakborðsgálganum slitnuðu
stoppvírar (líklega tíu til tólf ára
gamlir), vegna þess að þeir voru
ryðgaðir inni í hólknum sem
þrykkti þá saman. Þarna var ekki
hægt að kenna hönnun búnaðarins
um að vírinn slitnaði frekar en það
var hægt með slitnu stoppstroff-
urnar í hinu skipinu, heldur var
um ónógt viðhald að ræða í báðum
tilvikum. Það verður einnig að
hafa í huga þann mikla kraft sem
er þetta starf launað á við lægstu
taxta Dagsbrúnar og engin er stað-
aruppbótin. Lykilorð dagsins í dag
er sparnaður. Með þessi orð að leið-
arljósi hefur nú stöðum fyrir vita-
verði fækkað og þær flestar orðnar
að hlutastarfi. Ljósvitarnir eiga nú
að sjá um sig sjálfir og hljóðvitarn-
ir hafa verið lagðir niður. Tölvu-
stýring er eitt orðið og á 5 árum
eru vitaverðir deyjandi, í raun dauð
stétt. En spurningarnar til ráða-
manna frá mér eru:
1. Getur tölva þvegið gler vitanna
upp úr spritti og barið af þeim
salt?
2. Er það sparnaður eins og t.d. á
Siglunesvita þar sem upp kom
bilun og maður sendur að sunn-
an til að laga það sem misfórst?
3. Hvert er hlutfall í útgjöldum
vitamála, annars vegar hlutur
vitanna og vitavarða gegnt
vinnuflokkum ungra, vissulega
góðra, manna sem alltaf voru
sendir til að laga húsnæðið,
sama hversu lítið verkið var?
Þarna skipti engu máli hvort
einhver á Siglufirði hefði getað
tekið að sér verkið.
4. Hvað kostaði hið glæsilega, ný-
byggða skrifstofuhús i Kópa-
voginum?
5. Eiga vitarnir að verða fjarstýrð
leiktæki, er það slysavörnum
fyrir bestu?
Að endingu vil ég þakka þeim
sem stutt hafa við bakið á mér í
gegnum tíðina, fyrsta ber þar að
nefna kvennadeild Slysavarnafé-
lagsins á Siglufirði sem útvegaði
okkur m.a. vindhraðamæli sem enn
er nýttur. Bræðurnir frá Kambi og
Ragnar Gíslason hjálpuðu okkur
með aðföng frá Siglufirði áður en
göngin komu og skátarnir sömu-
leiðis meðan þeir voru til á Siglu-
fírði. Að endingu þakka ég þér
fyrir að hafa lesið og vonandi svar-
ar mér nú einhver.
Höfundur er fv. vitavörðurá
Sauðanesvita.
loftið gefur, en Sigmundsbúnaður-
inn brýtur af sér ís sem er að
minnsta kosti 30 kíló á fermetra,
eða 35 mm þykkur (samanber
skýrslu Iðntæknistofnunar). En
eins og áður sagði skipta þessir
stoppvírar ekki nokkru máli hvað
varðar virkni eða öryggi búnaðar-
ins. Þessi stoppstroffa slitnar eftir
að búnaðurinn hefur skilað gúmmí-
bátnum útbyrðis. Gálginn hefði
óaðfinnanlega skilað gúmmíbáti
út fyrir borðstokk á neyðarstundu.
Eftirfarandi athugasemdir voru
gerðar við stjórnborðsgálgann:
„Loftflaska var tóm, nv sett í og
virkaði þá eðlilega." Önnur at-
hugasemd var: „Handlosun virkaði
ekki vegna þess að ól var of
strekkt.“ Með öðrum orðum að
ekki var hægt að kenna hönnun
um að búnaðurinn virkaði ekki,
heldur viðhaldi hans og frágangi.
Auðvitað er ekki nógu gott að
flaska skuli vera tærð og loftlaus
en þetta kemur þó einnig fyrir í
gúmmíbátum en þar eru samskon-
ar flöskur. Til dæmis var á síðasta
ári flaska tóm í nýlegum Qögurra
manna gúmmíbáti sem var um
borð í Þórunni Sveinsdóttur VE
401. Engu að síður ætti að huga
betur að viðhaldi þessara tækja,
sem mörg hver eru tólf til fimmtán
ára gömul.
Niðurstaða þessarar skyndi-
skoðunar er því þessi: Ef þessi
skip hefðu farist og sjómennirnir
á skjótan hátt þurft að sjósetja
gúmmíbáta með þessum búnaði,
hefði í öllum tilfellum verið hægt
að gera það, þar sem skipið með
tómu loftflöskuna var með tvo
gálga. Er þetta ekki næg ástæða
til að sjómenn og samtök þeirra
vilji hafa þennan búnað um borð
og lögleiða hann og láti ekki tækni-
fræðing LÍÚ segja sér fyrir verk-
um?
Höfundur er umdæmisstjóri Sigl-
ingamálastofnunar ríkisins í Vest-
mannaeyjum.