Morgunblaðið - 26.03.1996, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
R AÐ AUGL YSINGAR
A TVINNUAUGL ÝSINGAR
Bakari
Vantar bakara strax. Vaktavinna.
Upplýsingar í síma 557 1818 (Magnús).
Reyklaus vinnustaður.
Myllan - Brauð hf.
Vélsmiðir
- rennismiðir
Vanir menn óskast í vinnu strax.
Upplýsingar á staðnum.
Vélaverkstæði Sigurðar,
Skeiðarási 14, Garðabæ,
sími 565 8850.
Kennarar
Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum
prófum 1996.
Skilyrði er að viðkomandi hafi kennsluréttindi
og reynslu af kennslu í stærðfræði, íslensku,
dönsku eða ensku í 10. bekk.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Rann-
sóknastofnun uppeldis- og menntamála milli
kl. 9.00 og 16.00 virka daga til 12. apríl 1996,
í síma 551 0560.
Forstöðumaður
Skólaskrifstofu
Fyrir hönd sveitarfélaga í Múlasýslum að
Djúpavogshreppi er hér með auglýst staða
forstöðumanns Skólaskrifstofu, sem áform-
að er að starfrækja á framangreindu svæði.
Skólaskrifstofurini er m.a. ætlað að taka við
verkefnum, sem sveitarstjórnum ber lögum
skv. að leysa af hendi eftir fyrirhugaða yfir-
töku sveitarfélaganna á öllum rekstri grunn-
skólans á þessu ári. Verkefnin hafa verið
skilgreind af nefnd á vegum sveitarfélaganna
á Austurlandi og mun formlega verða geng-
ið frá stofnsamningi Skólaskrifstofunnar
18. apríl 1996.
í fyrirliggjandi drögum að stofnsamningi
segir svo í 6. gr.:
„Forstöðumaður skal hafa kennslufræði-
lega menntun. Hann skal fyrst og fremst
sinna faglegri stjórnun Skólaskrifstofunn-
ar, ráðgjöf við skólastjórnendur og sveitar-
stjórnir, annast áætlanagerð um rekstur
stofnunarinnar, fara með fjármál hennar,
mannaforræði og annað það sem stjórn
felur honum eða nánar verður kveðið á um
í ráðningarsamningi eða starfslýsingu hon-
um tengdri."
Fyrirvari vegna auglýsingar þessarar er þó
gerður um að endanlegt samkomulag náist
milli málsaðila um yfirtökuna og að áform
um stofnun Skólaskrifstofunnar gangi eftir.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 1996.
Umsóknir sendist skrifstofu Héraðsnefndar
Múlasýslna, Skólabraut 10,
755 Stöðvarfirði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa Héraðsnefndar Múlasýslna,
Bj. Hafþór Guðmundsson, sími, 475 8966.
Form. stjórnar Héraðsnefndar Múlasýslna,
Broddi B. Bjarnason, sími, 471 1516.
Stöðvarfirði, 23. mars 1996.
Héraðsnefnd Múlasýslna.
Q‘bpes_ étfGSÆMi.
hárstofa, Hátúni 6a, sími 551 6660.
Vantar hárgreiðslusvein eða -meistara í hluta-
starf frá kl. 9-13, einnig þriðja árs nema.
Upplýsingar á staðnum.
^CfPIRÐ^
Hjúkrunarfræðingur
með Ijósmæðramenntun eða Ijósmóðir
óskast til afleysinga.
Um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár frá
1.7. ’96 eða eftir nánara samkomulagi, við
fæðingarhjálp, umönnun sængurkvenna og
nýbura. Einnig mæðravernd og fræðsla.
Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfor-
stjóri í síma 455 4000.
Fyrirtæki óskast
Leitum að góðu fyrirtæki fyrir traustan kaup-
anda. Góðar greiðslur í boði.
Ársalir, fasteignasala,
símar 533 4200 og 852 0667
Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu
Styrkir
Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa til
umsókna nokkra styrki frá danska ríkinu, sem
ætlaðir eru til skólaheimsókna íslenskra
grunn- og framhaldsskólanemenda til Dan-
merkur vorið 1996.
1. Styrkir þessir miðast við nemendur í
8.-10. bekk í grunnskóla og nemendur ífram-
haldsskóla.
2. Umsókn skal fylgja ítarleg lýsing á ferð-
inni og tilgangi hennar. Þeir skólar, sem
þegar hafa umtalsverð bréfaskipti/tengsl við
danska skóla, skulu að öllu jöfnu hafa for-
gang við styrkveitingu. Skólaheimsóknina
skal undirbúa í nánu samráði við skólann,
sem heimsóttur er, og skal skrifleg staðfest-
ing frá danska skólanum um fyrri tengsl
milli skólanna og samvinnu um skipulagningu
heimsóknarinnar fylgja umsókninni. Einnig
skal tilgreina hvort sótt er um styrk til ann-
arra aðila og þá til hverra. Gert skal ráð fyr-
ir að nemendahópurinn dvelji a.m.k. átta
daga í skólum eða fræðsluumdæmum sem
hópurinn heimsækir.
3. Styrkurinn skal alla jafna miðaður við fasta
upphæð á nemenda að hámarki 6 þúsund
krónur. Við styrkveitingu skal miðað við 30
nemendur að hámarki í hverjum skóla. Að
námsferð lokinni ber bæði styrkþegum og
stjórn þess skóla, sem heimsóttur er, að
skila skriflegri skýrslu um ferðina. Mennta-
málaráðuneytið ákveður skilatíma skýrslu.
Umsóknir um styrki skulu hafa borist
menntamáiaráðuneytinu fyrir 15. apríl
1996. Nánari upplýsingar fást hjá mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík.
Auglysing frá menntamálaráðuneytinu
Styrkir til sumarnámskeiða
f dönskum lýðháskólum fyrir íslenska
dönskukennara.
Sumarið 1996 veitir danska ríkið 10 íslensk-
um dönskukennurum styrk til sumarnám-
skeiða í dönskum lýðháskólum. Gert er ráð
fyrir a.m.k. tveggja vikna löngu námskeiði.
Styrkir þessir eru fyrst og fremst ætlaðir
íslenskum dönskukennurum sem lokið hafa
BA prófi í dönsku, BEd prófi með dönsku
sem valgrein eða hafa sambærilega faglega
menntun í dönsku.
Styrkþegar þurfa sjálfir að afla sér skólavist-
ar í dönskum lýðháskólum.
Hver styrkur er að upphæð 3.000 danskar
kónur og er ætlaður til að greiða námskeiðs-
kostnað.
Umsókn skulu fylgja upplýsingar um fyrra
nám og störf umsækjenda. Jafnframt skal
gerð grein fyrir fyrirhuguðu námskeiði. Skila
skal stuttri skýrslu um námskeiðið til
menntamálaráðuneytisins strax að því loknu.
Umsóknir um styrki fyrir sumarið 1996 skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls-
götu 4,150 Reykjavík, fyrir 12. apríl 1996.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Fundarboð
Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna verður
haldinn í Gunnarshólma, Landeyjum, þriðju-
daginn 2. apríl 1996.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Fundurinn hefst kl. 13.30.
Fulltrúar mæti kl. 12.00.
Selfossi, 25. mars 1996.
Stjórn Mjólkurbús Flóamanna.
Aðalfundur
Aðalfundur Meitilsins hf. verður haldinn í
Duggunni í Þorlákshöfn þann 2. apríl 1996
kl. 15.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykkt-
um félagsins.
2. Önnur mál, löglega uppborin.
Dagskrá og reiknigar liggja frammi á skrif-
stofu félagsins hluthöfum til afhendingar viku
fyrir aðalfund.
Fundargögn verða einnig afhent á fundar-
stað.
Stjórn Meitilsins hf.
Framtíðarsýn
fyrir Reykjavík
Opin ráðstefna sjálfstæðismanna í Reykjavík um málefni borgarinnar.
Er stef na R-listans að leiða
Reykvíkinga í ógöngur?
Nú er kjörtímabil R-listans nœrri hálfnaö og tími til að staldra við
og leita svara við því hvert stefni undir stjórn R-listans.
Hvaða áhrif hefur stefna R-listans á hag fjölskyldna í Reykjavík?
Hvaða áhrif hefur stefna R-listans á atvinnulífið?
Lægri skattar, minni skuldir og betri
þjónusta fyrir Reykvíkinga
Hvernig getum við aukið ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar með því
að lækka skatta og minnka skuldir?
Dregnar verða upp meginlínur í stefnu sjálfstæðismanna um mark-
vissa lækkun skatta og skulda borgarinnar fram á næstu öld og
sýnt verður fram á hvað stefna sjálfstæðismanna þýðir fyrir fjárhag
heimilanna.
Ráðstefnan verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum miðvikudag-
inn 27. mars kl. 17.30-21.15.
Barnagæsla verður á staðnum.
Allir velkomnir.