Morgunblaðið - 26.03.1996, Side 56

Morgunblaðið - 26.03.1996, Side 56
MORGVNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vinnustaðasamningar gerðir hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri Rumlega 6% launahækkun STARFSMENN Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri fengu 4% launa- hækkun við undirritun nýs kjara- samnings síðastliðinn föstudag. Samningurinn gerir jafnframt ráð fyrir 2% launahækkun um áramót þannig að á samningstímanum hækkar kaupgjald hjá Slippstöðinni Odda um 6,08%. Um er að ræða vinnustaðasamn- ing og segir Magnús Ottósson vél- virki, sem sæti átti í samninganefnd- inni, það ákvæði hafa verið í eldri samningi að hann mætti endurskoða .á samningstímanum. Nýr samningur gildir til 30. júní 1997 og segir Magnús að auk fyrr- greindrar launahækkunar hafi samningur um greiðslu fyrir vakta- vinnu verið endurskoðaður og munn- legt samkomulag um „ýmsar álög- ur“ verið fest á blað. Fela breyting- arnar meðal annars í sér lægra vaktaálag og afnám ákvæðis um að boða yfirvinnu með fyrirvara. Vinnustaðasamningur hefur verið í gildi hjá fyrirtækinu frá 1987, starfsmenn eru 130 og eiga aðild að Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks, Félagi málmiðnaðarmanna, Félagi byggingarmanna, Einingu og Rafvirkjafélagi Norðurlands. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍSLAND og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um framkvæmd varn- arsamnings ríkjanna næstu fimm ár. I samkomulaginu, sem er niðurstaða nokkurra mánaða samningavið- ræðna, felst að varnarviðbúnaður á Keflavíkurflugvelli verður óbreyttur. Hins vegar verður haldið áfram að leita leiða til sparnaðar í rekstri varnarstöðvarinnar í Keflavík. Þátt- ur í sparnaðaráformunum er að fjölga í áföngum útboðum á fram- kvæmdum fyrir varnarliðið þar til einkaréttur Islenzkra aðalverktaka o g Keflavíkurverktaka á varn- arframkvæmdum verður að fullu afnuminn árið 2004. í samkomulaginu er ákveðið að árið 1998 verði lokið athugun á reynslu af þeim útboðum, sem þá hafa farið fram á framkvæmdum fyrir Mannvirkjasjóð Atlantshafs- bandalagsins og á þjónustuverkefn- um fyrir varnarliðið. Á grundvelli þeirrar athugunar verða settar regl- ur um samkeppnisútboð fyrir bygg- ingaframkvæmdir og viðhaldsverk- efni á vegum varnarliðsins. Árið 1999 verður eitt verkefni boðið út á almennum markaði og árið 2000 tvö verkefni. Eftir það verður útboðum enn fjölgað, allt þar til í janúar 2004, en þá verða allar framkvæmdir á vegum varnarliðsins boðnar út á al- mennum markaði. Hafa alla burði til að standast samkeppni Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að íslenzk stjórnvöld hafi lagt áherzlu á að fá aðlögunar- tíma fyrir verktakafyrirtækin á Keflavíkurflugvelli til þess að þau geti breytt áherzliim sínum í ljósi nýrra aðstæðna. „Ég tel að hér liggi mikilvæg sóknarfæri og að þau fyr- irtæki sem hér hafa starfað hafí alla burði til þess að standast samkeppni og vera sterk á almennum markaði ef rétt er á málum haldið," sagði Halldór Ásgrímsson á fundi með ís- lenskum starfsmönnum hjá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Eðlilegt að nýir aðilar komi inn „Það mun að sjálfsögðu koma til endurskoðunar af hálfu ríkisins hvað verður um eignarhlut ríkisins í ís- lenskum aðalverktökum. Ég er þeirr- ar skoðunar að þegar það fyrirtæki fer út á almennan markað, sé eðli- legt að ríkið selji smátt og smátt sinn hlut í fyrirtækinu. Það er ekki markmið ríkisins að standa í at- vinnustarfsemi og það á ekki að stunda atvinnustarfsemi í sam- keppni við aðra aðila, þannig að það hlýtur að vera eðlilegt að nýir aðilar komi þar inn, sem vonandi verður til að styrkja fyrirtækið enn frekar. En ég tek skýrt fram að það hafa engar ákvarðanir verið teknar um þetta,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamönnum beri að lækka kostnað, miðað við þær fjárlaga- heimildir, sem þeir hafi. „Við hljótum að skilja það á þessum aðhaldstímum á Vesturlöndum að við þurfum að verða við slíkum málaleitunum. Við teljum það þess vegna vera hags- munamál okkar og þeirra að lækka kostnað við rekstur stöðvarinnar, þannig að hún geti skilað sömu markmiðum og áður fyrir minna fé og það verði jafnframt til þess að tryggja nauðsynlega viðveru þessa liðs hér á landi,“ sagði Halldór. Parker Borg, sendiherra Banda- ríkjanna á Isíandi og formaður samninganefndar Bandaríkjanna í varnarmálaviðræðunum, vildi í sam- tali við Morgunblaðið það eitt um samkomulag ríkjanna segja, að það væri góð niðurstaða. ■ Sami herafli/28 ■ Eðlilegtað ríkið selji/12 Renndu sér niður Botnssúlur TUTTUGU og fjórir einstakling- ar undir forystu Helga Benedikts- sonar og Björns Gíslasonar skíð- uðu niður Botnssúlur og fengu þyrlu frá Þyrluþjónustunni til þess að flytja sig á fjallið. Fyrst fór 12 manna hópur á Vestur-Súlu og skíðaði niður að Hvalvatni og 12 manns fóru á Syðstu-Súlu og renndu sér niður að Svartagili í Þingvallasveit. Hópurinn, sem renndi sér niður að Hvaivatni, var síðan fluttur upp á Syðstu-Súlu og renndi sér einnig að Svartagili. Helgi Bene- diktsson sagði í samtali við Morg- unblaðið, að leiðin frá toppnum og niður að Svartagili væri um 6 til 7 km. Fólkið var á svigskíðum, fjalla- skíðum og jafnvel á snjóbrettum. Helgi kvað i bígerð að fara á Eyjafjallajökul, Heklu, þegar vor- aði, og jafnvel Oræfajökul. Það kvað hann verða stórkostlegt og gefa ekki eftir beztu skíðaaðstöðu í Evrópu. Aðspurður kvað hann slíka þyrluferð kosta um 6 til 7 þúsund krónur á mann. Myndin er tekin á tindi einnar súlunnar, er skíðafólkið er að búa sig undir að leggja í brekkurnar. Drög að nýju samkomulagi um framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin Einkaréttur verktaka af- numinn í þrepum til 2004 Eðlilegt að selja hlut ríkisins, segir utanríkisráðherra ■ Morgunblaðið/Halldór N. Nellett Hafís nálægt landi HAFÍS vestur af Vestfjörðum hefur verið að þokast nær landi að undanförnu. I ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær kom í ljós ísfláki, um fjögurra sjómílna langur og 0,5 sjómílna breiður, 4 sjómílur norðvestur af Gelti. Næst landi var meginísinn aðeins 18 sjómílur norðvestur af Barða, 22 sjómílur norðvestur af Straum- nesi og 17 sjómílur norðaustur af Horni. Ef ísinn færist nær landi er hætt við að hann fari að valda skipum vissum erfiðleikum. Spáð er vestanátt í dag, sem er líkleg til að þoka ísnum nær landi. Á morgun er spáð hægum vindi. Kúariða í Bretlandi leiðir til bueyttra neysluvenja Fiskneysla eykst HÖSKULDUR Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood í Bretlandi, segist gera ráð fyrir að neysla á fiski í Bretlandi aukist á næstunni í kjölfar yfirlýsinga breskra stjórnvalda um að hugsan- lega sé samband á milli kúariðu og Creutzfeidt-Jakob sjúkdómsins. „Ég held að það sé of snemmt að segja til um hver viðbrögð mark- aðarins verða við þessum fregnum, en það er almenn tilfinning manna hér að þetta muni ýta undir neyslu á öðrum eggjahvítuafurðum eins og alifuglum, svínakjöti og jafnvel lambakjöti og þá fiski líka. Það er of snemmt að fullyrða hvað þetta verður mikil tilfærsla, en við höfum heyrt að það sé nokkuð lífleg sala í þessum afurðum núna. Við búum okkur undir að eftirspurn eftir sjáv- arafurðum muni aukast við þetta,“ sagði Höskuldur. Neysla á nautakjöti hefur verið að minnka Höskuldur sagði að það væru fáir dagar liðnir frá því bresk stjórnvöld gáfu yfirlýsingu um málið og við- brögðin því enn óviss. Umræðan undanfarna daga í Bretlandi væri búin að vera mjög hástemmd í fjöl- miðlum. Það væri enn ekki ljóst í hvaða farveg málið færi. Það yrði þess vegna að líða lengri tími áður en hægt væri að fullyrða hver áhrif- in af þessu máli yrðu á matvöru- markaðinn. Höskuldur sagði að talsverð um- ræða hefði verið í Bretlandi undanfar- in ár um riðu í nautgripum og hugs- anleg áhrif hennar á heilsufar manna. Þessi umræða hefði ásamt fleiru átt þátt í að dregið hefði úr sölu á nauta- kjöti. Þannig hefði sala í ákveðnum afurðaflokkum nautakjöts minnkað um 40% á skömmum tíma. Vikuleg neysla á nautakjöti í Bret- landi árið 1985 var 200 grömm á mann. í fyrra var neyslan komin niður í 120 grömm. Vikuleg fisk- neysla í Bretlandi var 150 grömm á mann árið 1985, en var í fyrra 160 grömm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.