Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 18
18 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Claudia Bladc, f rumlcvöðull í málef num f jSlskyldna í fíkn, heldur fyrirlestra á Euro/CAP ráðstef nunni CLAUDIA Black hefur skrifað sjö bækur og gert 15 kvikmyndir og sjónvarps- þætti um málefni sem tengjast vanhæfum fjölskyldum, einkum fjölskyldum alkóhól- ista og vímuefnaneytenda. Hún er tíður gestur í sjónvarpsþáttum vestanhafs og situr í stjórnum stofnana og félagasamtaka sem láta fjölskyldumeðferð, einkum málefni fjölskyldna sem eiga við fíknivanda að stríða, til sín taka. Það sem auöveldar lífið í æsku stendur síðar fyrir brifum Claudia Black, bandarískur félagsráðgjafi og doktor í sálarfræði, var meðal þeirra frumkvöðla sem fyrir um það bil hálfum öðrum áratug kvöddu sér hljóðs og sýndu fram á þau samskiptamynstur sem eru ríkjandi í fjölskyldum alkóhól- ista og áhrif slíks umhverfis í æsku á mótun einstaklinga. Hún er væntanleg til íslands ó mánudag. PÓtllf Guimarsson ræddi við hana. Onnur bók Claudiu Black, It Will never Happen to Me, sem kom út 1982 og seldist í meira en milljón eintök- um, átti mikinn þátt í því að vekja fólk til vitundar um málefni fjöl- skyldna alkóhólista, efni sem nú er viðfangsefni sérfræðinga, áhugamanna og sjálfshjálparhópa víða um heim. Erindi Claudia Black til íslands er að taka þátt í Euro/CAD 96, Evrópuráðstefn- unni um fíknisjúkdóma, sem haldin verður í Reykjavík í næstu viku. Þar verður hún helsti sérfræðingur um málefni fjölskyldna og mun haida fyrirlestra um fjölskyldur í fíkn og böm, svo og um fullorðin böm alkóhólista, auk þess að stjóma fundum á ráðstefnunni og gangast fyrir námstefnu fyrir íslenska sérfræðinga á vegum Bamavemdarstofu. Blaðamaður náði símasambandi við Claudiu Black á heimili hennar í Washington-fylki í síð- ustu viku. Hún sagðist farin að hlakka til að koma til íslands. „Þessi ráðstefna veitir mér möguleika á að kynnast fólki og læra af því um það sem verið er að gera fyrir fjölskyldur alkóhólista í öðmm löndum, ekki síst á íslandi. Fyrsta bókin sem ég skrifaði var ætluð yngri bömum í fjölskyldum alkóhólista. Ég veit að strax fyrir 15 ámm var farið að nota hana sem kennsluefni á íslandi.“ Claudia Black hefur skrifað 7 bækur um ýmis efni sem tengjast fjölskyldum sem ánetjast hafa fíkniefnum og áhrif slíks umhverfis á böm í bemsku og á fullorðinsámm. „Ég held það megi segja að það valdi öllum sársauka að al- ast upp við alkóhólisma. Að einhveiju leyti skilja slíkar aðstæður í uppeldi alltaf eftir sig einhver neikvæð áhrif,“ sagði Claudia þegar hún var spurð að því í samtalinu við Morgunblaðið hvort hún teldi að hver sá sem alist hefur upp við alkóhólisma muni bera þess merki á fullorðinsá- mm. „Fólk sem alist hefur upp í fjölskyldum alkó- hólista þróar með sér hæfni á ákveðnum sviðum sem gerir því kleift að komast af en verður um leið til þess að bregða hulu yfír það að aðra mikilvæga hæfíleika ná þessi böm ekki að til- einka sér í uppvextinum,“ segir hún. „Þeir sem ekki hafa kynnt sér fíknir eiga oft erfítt með að greina þau neikvæðu áhrif sem böm verða fyrir.“ Claudia Black segir að flest böm alkóhólista dragi ekki að sér athygli í æsku, skeri sig ekki úr, og virðist síður en svo eiga í meiri erfíðleik- um en önnur böm. Þótt böm alkóhólista séu í meiri hættu en aðrir að verða sjálf alkóhólisma að bráð em neikvæð áhrif þess að alast upp í fjölskyldu þar sem foreldri á við áfengisvanda- mál að striða ekki bundin við þá hættu. Vanda- málin koma fram á annan hátt hjá þeim bömum alkóhólista sem sjálf verða ekki alkóhólisma að bráð og að þeim atriðum hefur athygli mjög beinst hin síðari ár. „Venjulega em böm alkóhól- ista, sem ekki verða sjálf alkóhólistar eða lenda í vandræðum sem unglingar, orðin hálfþrítug eða eldri þegar það sem þau hafa ekki lært í uppvextinum fer að standa þeim fyrir þrifum," segir Claudia Black. „Það sem auðveldaði þeim að komast af í æsku stendur þeim fyrir þrifum í samskiptum við fólk þegar komið er fram á fullorðinsaldur." - Á hvaða hátt? „Þetta fólk hefur yfirleitt vanist því í bemsku að þurfa að taka ákvarðanir fyrir sig sjálft en skortir þó hæfileika til að leysa úr vandamálum og á erfitt með að koma auga á fleiri en einn flöt á hveiju máli. Oft og einatt eiga þau erfítt með að nálgast annað fólk til að leita eftir hjálp eða til að fá þörfum sínum sinnt. Þau eru sjálfu sér nóg á sinn ósveigjanlega hátt. Það að vera sjálfum sér nógur er venjulega gagnlegur og jafnvel mikils metinn eiginleiki en fólki sem al- ist hefur upp við alkóhólisma veldur þetta oft einangrun þegar fullorðinsárin færast yfír.“ Claudia Black segir að á fullorðinsárum reki böm alkóhólista sig t.d. á það að þau hafí ekki lært að treysta öðru fólki, þau eigi erfítt með að reiða sig á aðra og/eða að leyfa öðrum að reiða sig á þau. Þau hafí komið sér upp brynju til þess að vemda sig gegn tilfinningalegum áfóllum í umhverfi þar sem vonbrigði, ótti og vandræðalegar uppákomur eða reiðiköst eru nánast daglegt brauð. „Þegar fullorðinsaldri er náð hefur þetta fólk varið svo miklum tíma og orku í þessa vamarhætti að það á erfítt með að bera kennsl á tilfínningar sínar og það veld- ur erfiðleikum í nánum samböndum. Það er al- gengt að fullorðin böm alkóhólista eigi erfitt með að fylgja hlutum eftir og að þau telji sig aldrei skilajiógu góðu verki. Þess vegna veitist þeim oft erfitt að njóta velgengni sinnar og það að álit annarra skiptir þau meira máli en það hvað þeim fínnst sjálfum leiðir oft til fómar- lambsvitundar.“ Hún segir að þrátt fyrir upptalningar af þessu tagi séu þau áhrif sem alkóhólismi foreldra hafí á böm mismunandi frá einni fjölskyldu til ann- arrar og frá einu bami til annars. Claudia hefur í skrifum sínum útlistað það að í fjölskyldum alkóhólista ganga böm inn í mismunandi hlut- verk sem hún skiptir í þijá meginþætti; hlutverk þess sem tekur á sig mikla ábyrgð, þess sem leggur sig fram um að aðlaga sig breytilegum aðstæðum og þess sem fyrst og fremst lægir öldumar og sefar umhverfíð. Þeir sem alist hafí upp við alkóhólisma beri yfírleitt í fari sínu glögg merki um að hafa tileinkað sér eitt eða fleiri þessara hlutverka. „Hvert sem hiutverkið er sem þau taka sér þá er í því að fínna í senn styrk og veikleika,“ segir hún. -Á hvem hátt verða böm fyrir neikvæðum áhrifum af alkóhólisma í fjölskyldu þar sem ekki er jafnframt um ofbeldi eða beina misnotk- un að ræða? „Það segir mikið um þá afneitun sem einkenn- ir marga sem alist hafa upp við alkóhólisma eða í vanhæfum íjölskyldum að margir segja sem svo að fyrst bam hafí ekki verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi þá hljóti allt að vera í lagi. Það er í samræmi við það sem fjöjskyldur alkóhólista telja sér svo oft trú um: „Ástandið gæti verið verra en það er.“ Vissulega verður lífið enn flóknara hjá bömum þar sem misnotkun og ofbeldi bætist við alkóhól- isma. En bami á alkóhólísku heimili, þar sem ekki er líkamlegt ofbeldi, er oft sýnd mikil grimmd með orðum og athöfnum eða þá með athafnaleysi. Böm fá þau skilaboð að þau séu vitlaus og geti aldrei orðið nógu góð, sama hvað þau geri. Margir foreldrar veija ekki tíma með bömunum sínum og senda þar með þau skilaboð að bömin skipti ekki máli. Hegðun fólks á heimilinu snýst svo mikið í kringum það að tryggja að alkóhó- listinn hafi sitt svo að hann komist ekki í upp- nám. Það eru þess vegna ekki þarfir bamsins sem eru í öndvegi á heimilinu heldur þarfir hinna fullorðnu. Bömin fá ekki andlega og tilfmningalega aðhlynningu í því stöðuga umhverfí sem þau þurfa á að halda. Oft alast þau upp með foreldr- um sem er tamt að grípa til refsinga eða fordæm- inga, gera óraunhæfar eða ósveigjanlegar kröfur til lífsins eða annars fólks eða eiga við þung- lyndi eða geðræna kvilla að stríða. Stundum er vandamálið ekki það sem er gert heldur það sem ekki er gert. Foreldrar, sem eru ekki ofsafengnir í skapi eða ofbeldisfullir en sofna drukknir fyrir framan sjónvarpstækið á kvöldin, eiga í raun og veru ekki í neinu sam- bandi við bömin sín. Þá alast bömin í raun upp í tómarúmi, án fullorðinna fyrirmynda, sem veitt geta andlega leiðsögn, kennt bömunum að tak- ast á við vandamál og fóta sig í lífínu. Alkóhólistar verða oft fyrir persónuleikabreyt- ingum og böm þeirra búa af þeim sökum í óstöð- ugu umhverfí þar sem þau vita ekki hvort það sem sagt var í morgun verður ennþá haft fyrir satt í kvöld. Bömin vita ekki hvort þeim mætir sama viðmótið hjá foreldrum sínum í dag og í gær og verða þess vegna stöðugt á varðbergi til þess að reyna að geta sér til um hvaða aðstæð- ur muni mæta þeim heima til að draga úr hætt- unni á því að tilfinningum þeirra verði misboð- ið. „Það eru tilfinningalegu hremmingamar sem eru þyngsti baggi þeirra sem alast upp við alkó- hólisma," segir Claudia. Claudia Black segir að neikvæð áhrif séu ekki bundin við foreldrið sem drekkur. „Maki alkóhólista, sem sjálfur á ekki við áfengisvanda- mál að stríða, hefur ekki síður áhrif á bömin en sá sem drekkur. Alkóhólistinn fær algjöran forgang hjá makanum annaðhvort vegna þess sem hann gerir eða vegna þess sem hann van- rækir. Þessi aðili vanrækir því einnig bömin, a.m.k. tilfínningalega." - Maki alkóhólistans getur þá ekki komið í veg fyrir að bömin verði fyrir skaða með því að bæta upp fyrir það ástríki sem þau fara e.t.v. á mis við hjá því foreldrinu sem er virkur alkó- hólisti? „Ég held að þegar annað foreldrið er alkóhól- isti muni það foreldrið sem er stöðugt í rásinni engu að síður þurfa að einbeita sér svo að því að bæta upp fyrir vanrækslu alkóhólistans að það komi niður á getu þess til að sýna bömum sínum fullkomið ástríki. Þessir foreldrar þurfa oft að leggja á sig langan vinnudag, eða tvö- falda vinnu innan og utan heimilis og era oft þjakaðir af reiði eða þunglyndi. Makamir gera sér oft ekki grein fyrir því hvers vegna hlutimir era eins og þeir era. Fjöl- margt fólk býr við alkóhólisma án þess að gera sér grein fyrir þvi að vandamálin eigi rætur að rekja til drykkjunnar. í þannig samböndum er þeim aðilanum sem ekki drekkur oft kennt um að bera ábyrgð á þeim vandamálum sem alkóhó- listinn telur að valdi því að hann þurfí að fá sér að drekka. Sá allsgáði trúir því oft að hann eða bömin - sem þá fá skammir - beri sök á því að alkóhólistinn hafí komist í uppnám og farið að drekka. Við slíkar aðstæður glatar fólk hæfí- leikanum til þess að vera þeir foreldrar sem bömin þarfnast." - Eiga þessi vandamál og þessi samskipta- mynstur sem þú ert að lýsa eingöngu við í fjöl- skyldum alkóhólista? „Það sem við höfum lært af því að kynna okkur samskiptamynstur íjölskyldna alkóhólista teljum við nú að eigi almennt við um íjölskyldur þar sem samskipti era óstöðug. Það sem við höfum lært um fjölskyidumál alkóhólista hefur nýst vel varðandi málefni annarra fjölskyldna. Margt er t.d. svipað í flölskyldum þar sem um geðsjúkdóma er að ræða og í fjölskyldum þar sem er ofbeldishneigð eða misnotkun án þess að alkóhólisma sé til að dreifa. í Bandaríkjunum í dag era samskipti og vandamál innan flölskyldna mikið í umræðunni. Þá er að miklu leyti byggt á því sem við höfum lært af vinnu með fjölskyldur alkóhólista. Það er hins vegar alveg ljóst að helsta orsök van- hæfni í samskiptum (disfunction) innan fjöl- skyldna í Bandaríkjunum er alkóhólismi og ánetj- un lyfja eða fíkniefna. Mér býður í gran að raunin sé svipuð á Islandi. - Hvað mælir þú með að fólk sem telur sig bera merki upprana í alkóhólískri fjölskyldu geri í sínum málum? „í Bandaríkjunum starfa Ijölmargir sjálfs- hjálparhópar þar sem fullorðin böm alkólista hittast, eitthvað svipað þekkist kannski á ís- landi. Sumir hópar af þessu tagi eru í tengslum við meðferðaraðila en aðrir ekki. Það hefur sýnt sig að það skiptir miklu fyrir böm alkóhólista að fá staðfestingu á reynslu sinni með því að hitta fólk sem alist hefur upp við svipaðar kring- umstæður. Vitsmunalega gera böm alkóhólista sér oftast grein fyrir því að þau era ekki ein um að standa í þessum erfíðu sporam. Hins vegar er tilfínningalega einangranin oft algjör. Það að heyra annað fólk ræða reynslu sína og komast að því að það á svipaða upplifun að baki er þess vegna mikilvæg staðfesting og græðandi reynsla, sem vinnur gegn einsemd og tilfinningalegri einangran. Á bataferlinum tala ég um að fólk þurfí að taka fjögur skref. Fýrst að líta aftur í tímann og ræða um reynslu sína í uppvextinum. Það er ekki gert í því skyni að fínna sökudólga eða einhvem til að kenna um heldur er það gert til að bijótast út úr afneituninni og gangast um leið við sársaukanum. Þannig getur maður séð fortíðina í réttu ljósi. Næsta skref er að meta hvaða áhrif fortíðin hefur á mann í dag, á hvem hátt hún er styrk- ur og á hvem hátt veikleiki. Þriðja skrefíð felst í því að ganga á hólm við þær hugmyndir um lífíð og samskipti við fólk sem maður hefur til- einkað sér í uppvextinum og gera sér grein fyr- ir því hvemig þær hugmyndir gagnast manni eða koma í veg fyrir að maður fái lifað á þann hátt sem maður vill. Fjórða skrefið er svo að læra ýmsa hluti sem maður hefur aldrei lært. Sumir þurfa t.d. að læra að þekkja tilfinningar sínar og þarfír. Fullorðið fólk á ekki að neita að horfast í augu við reynslu sína sem staðreynd. Það er hægt að gangast við því og á sama tíma segja að ef foreldrar manns hefðu vitað eða getað betur þá hefðu þeir gert það. Ef menn gera hins vegar ekki annað en að tala um fortíð sína getur verið að úr þessu verði bara ásökun. Það er nauðsynlegt að syrgja og gangast við því hve ógnvekjandi aðstæðumar vora. Þrátt fyrir að fólk reiðist því að hafa gengið í gegnum slíka reynslu snýst þetta ekki um að álasa öðram heldur að syrgja eigin reynslu. A þrítugs-, fertugs-, fímmtugs- eða sextugs- aldri getur fólk ennþá tileinkað sér hæfni sem það lærði ekki í uppvextinum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.