Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 35 AÐSENDAR GREINAR Hver er réttur MS sjúklinga? Eiga þeir að búa við kvótakerfi? NÚ HEFUR grænt ljós verið gefíð á lyfjagjöf á Interferon- Beta, en það er fyrsta lyfið sem sýnt hefur verið fram á að vinni gegn MS sjúkdómn- um. í versta falli getur það seinkað fram- gangi sjúkdómsins um nokkur ár. Ekki þarf að taka það fram að beðið hefur verið árum saman eftir lyfí sem þessu, þar sem raun- hæfur möguleiki er á Gyða J. að ná einhveijum Olafsdóttir bata. En þrátt fyrir að þessi lang- þráðu gleðitíðindi liggi nú fyrir, ríkir mikil örvænting og vonleysi meðal flestra ef ekki allra sem sjúkdómurinn snertir; sjúkling- anna sjálfra, aðstandenda og þess fólks sem starfar við umönnun sjúklinganna; sérfræðinga, lækna og annars hjúkrunarfólks sem að málinu kemur á einn eða annan hátt. Ástæðan fyrir áðurnefndu vonleysi og þeirri óheilbrigðu spennu sem nú ríkir meðal þessa fólks er sú ótrúlega staðreynd að heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið hefur ákveðið „að mismuna gróflega þeim sem þjást af sjúk- dómnum“. Mismununin fer þannig fram að öllum þeim sem þurfa nauðsyn- lega á lyfinu að halda er ekki veitt það, nei, heldur velur ráðuneytið, að þvi er virðist að fara í leik sem helst minnir á „Ugla sat á kvisti..." og velja handahófskennt þá sjúklinga sem eru þess verðir að fá lyfíð og hinir eru látnir sitja á hakanum. Ráðuneytið er búið stofna nýtt sjúkralottó sem er öllu verra en hin sem fyrir eru, því hér er leikið með heilsu fólks og sálar- heill. Það mætti ætla að háttvirtum fyndist þjáningar þessa fólks ekki nægar fyrir, því að nú eiga þess- ir sjúklingar einfaldlega að bíða og sjá hvort þeir verða dregnir úr lukkupotti. Og þeir sem dregn- ir eru úr pottinum þora varla að nefna það við nokk- urn mann, vegna hinna sem eru jafn- veikir eða veikari, vegna samviskubits (óeðlilegs) og skömmustutilfinn- ingar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið er komið í þá aðstöðu, sem ætla mætti að væri ein- ungis á valdi æðri máttarvalda, að velja ut þá sem fá að lifa (fá lyfið) og hina sem deyja (fá ekki lyfið). Því auðvitað er það hálfgerður dauðadómur fyrir þá sjúklinga sem ekki fá lyfið að vita að lækn- ingin er fyrir hendi. Sumum sjúk- lingum er neitað um meðferðina þótt þeir þarfnist hennar. Þetta vekur mikla furðu þar sem sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu nr. 97/1990 með síðari Ég bið heilbrigðisráð- herrann auðmjúklega, segir Gyða J. Ólafs- dóttir, að svipta MS sjúklinga ekki voninni (lyfinu). breytingum segir að „allir lands- menn eiga rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á að veita“ en ekki er minnst einu orði á „ugla sat á kvisti“ aðferð ráðuneytisins. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið hundsar þá taugalækninga- sérfræðinga sem hafa með mál þessara sjúklinga að gera og velur handahófskennt þá sem lyfið fá og synjar umsóknum þar sem nán- ast sömu forsendur liggja að baki. Ástæðan sem gefín er fyrir þess- um vinnubrögðum er einfaldlega sú að nú eigi að spara. Það eru ekki mörg ár síðan ég sá heilbrigð- isráherra í sjónvarpssal, en þá var hann einungis óbreyttur þingmað- ur, þar sem verið var að ræða um það hvort bóndi væri bústólpi eður ei og hvórt réttlætanlegt væri að ausa í þá peningum eins og gert hafði verið fram að þeim tíma. Þá stóð ekki á núverandi heilbrigðis- ráðherra að koma bændum og sauðkindinni til bjargar þar sem hann fullyrti „að hver sú króna sem bændur fengju, skilaði sér tvöfalt til baka til ríkisins“. Ráð- herrann gat reyndar ekki nefnt neina tölfræði til stuðnings þess- ari fullyrðingu, en sannfærandi var hann. Ég ætla að leyfa mér að full- yrða eins og ráðherra að hver króna sem fer í það að bæta heilsu MS sjúklinga kemur margfalt til baka; sjúkrahúslegum og fjarvist- um frá vinnu vegna veikinda mun fækka og einnig því starfsfólki sem starfar við umönnun þessa hóps. Það er algerlega óþolandi að brotið sé á hópi sjúklinga sem þessum, sem eiga erfítt með að bera hönd fyrir höfuð sér, og að loksins þegar vonarneisti hefur verið tendraður, vonir þeirra um lækningu með hjálp áðurnefnds lyfs, sé hann kæfður samstundis með óvissu og óeðlilegri mismunun á því hveijir það fá og hveijir ekki. Ég vona af öllu hjarta að ráðherra nái áttum í þessu máli og sýni MS sjúklingum a.m.k. sama stuðning og hann veitti sauð- kindinni forðum og geri sér grein fyrir því, að með því að veita lyfíð „öllum þeim sem það þurfa“, þá sparar hann um leið stórfé í ríkis- kassann þegar til lengri tíma er litið og síðast en ekki síst, þá get- ur hann átt þátt í því að bæta heilsu og sálarheill fjölda fólks sem hefur ekkert unnið til saka annað en að veikjast af þessum erfíða sjúkdómi. Ég bið heilbrigðisráð- herrann auðmjúklega að svipta MS sjúklinga ekki voninni (lyf- inu), því hún er það eina sem þeir eiga. Höfundur er formaður MS félags íslands. Bónusdagar Vegna mikillar aðsóknar verða vinsœlu bónusdagarnir aftur í apríl. Þrír œvintýradagary á meðan húsrúm leyfir. Verð kr. 4.950 Innifalið: Gisting í 3 nœtur. Morgunverður af hlaðborði ogþríréttaður kvöldverður síðasta kvöldið. Upplýsingar og bókanir á Hótel Örk. Fyrstur kemur - fyrstur fœr $3 HÓTEL ÖDK v. _ Hveragerði. Sími 483 4700. Bréfsími 483 4775 Lykilllinn að íslenskri gestrisni I GALTALÆ KJARSKOGI Tilboð óskast í skemmtiatriði, dansleiki og önnur dagskráratriði á stærstu fjölskylduhátíð verslunar- mannahelgarinnar 1996. Tilboð skal senda fyrir 22. apríl nk. í símbréfi (s. 551 0248) eða pósti merkt Bindindismótinu í Galtarlækjarskógi, Eiríksgötu 5,101 Reykjavík. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, að hluta eða öllu leyti, eða hafna öllum. 3ja vikna ferð - 2ja vikna verð 17. júni - 8. júlí Eina, sem þú þarff aö gera, er að bóka og staSfesta ferSina fyrir 1 9. apríl Pantaðu í síma 552 3200 Takmarka&ur sætofÍSW Munið Atlasávísanimar Sfraðgreiðsluverð meb sköttum frá kr. 43.200 á mann, 2 fullorðnir og 2 börn í íbúð, 3 vikur á Los Gemelos II. Örfá sæti laus til Benidorm 15. maí Staðgreiðsluverð með sköttum frá kr. 54.935 á mann, 2 fullorðnir í íbúð, 3 vikur á Los Gemelos II. ATLAS EUROCARD FERÐASKRI FSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 • SÍMI 552 3200 • FAX 552 9935

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.