Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 15 Persson hrífur kjósendur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. PERSSON-áhrifin hafa ekki látið standa á sér í Svíþjóð. Gör- an Persson, nýkjörinn leiðtogi jafnaðarmanna, virðist koma löndum sínum vel fyrir sjónir, ef marka má skoðanakönnun, sem birtist í Svenska Dagbladet í vikunni. I desemberkönnun voru Jafnaðarmannaflokkurinn og Hægriflokkurinn jafnstórir, báðir með þijátíu prósenta fylgi, en nú skilja heil tíu prósent á milli flokkanna. Fylgi jafnaðarmanna er nú 37,6 prósent, en var 45,3 prósent í kosningunum 1994, svo miðað ’við fylgi undanfarinna ára er það enn lítið. Flokkurinn lofar ákaft að helminga atvinnuleysið fyrir aldamót og að niðurskurði sé lokið, þó blikur séu á lofti um að ný hrina sé óhjákvæmi- leg. Samkvæmt könnuninni hefur Hægriflokkurinn 27,7 prósent fylgi, er enn næststærstur og fékk 22,4 prósent í kosningun- um. Fylgisaukningjafnaðar- manna virðist koma frá Um- hverfisflokknum, Vinstriflokkn- um og Hægriflokknum. Stjórn- arandstaðan er fyrirferðarlítil, þar sem Carl Bildt, formaður Hægriflokksins, gegnir störfum I Bosníu og sést ekki lengur á heimavelli. Þótt staðgenglum hans gangi málflutningurinn vel, hefur verið kvartað undan að flokkurinn hafi lítið fram að færa. Hagnýtt nám með alþjóðlegu yfirbragði Útflutningsskólinn í samstarfi við Danska útflutningsskólann Starfar þú við útflutning? eða Hefur þú áhuga á að vinna við útflutning? Hefur þú áhuga á að bæta þekkingu þína? Meðal kennara verður skólastjóri og fjórir kennarar Danska útflutingsskólans: Utflutningsskólinn í samstarfi við „Den Danske Eksportskole" býður 6 vikna sumarskóla á Sauðárkróki þar sem þekktir erlendir og íslenskir sérfræðingar munu kenna. Lögð verður áhersla á hagnýtt nám fyrir þá sem starfa eða hafa áhuga á að starfa við útflutning. Kennt verður í hinu glæsilega skólahúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Nemendur munu gista í húsnæði FNV mánudag til föstudags og um helgar ef þeir óska. Kennt verður á ensku og íslensku. Mogens Blume Schmldt er skólastjóri Danska útflutningsskólans. Hann starfaði lengi sem markaðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá dönskum útflutningsfyrirtækjum og síðar sem ráðgjafi og framkvæmdastjóri hjá danska ráðgjafafyrirtækinu PA Consulting Group. Hr. Schmidt tók við stadi rektors DDE á Vijay P. Jainermargreyndur fraeðimaður og ráðgjafi um markaðsmál og alþjóðaviðskipti. Hann hlaut menntun sína í þrem löndum og hefur starfað viða um heim. Hr. Jain er danskur ríkisborgari og hefur kennt við Danska útfiutningsskólann síðan 1979 jafnframt því að starfa sem ráðgjafi um alþjóðlega markaðsfærslu. Hr? Jain er litríkur og hrifandi persónuleiki með óvenju viðtæka reynslu og bakgrunn. Mogens Brock er aðstoðarskólastjóri Danska útflutningsskólans. Hann hefur sérhæft sig á sviði stefnumörkunar og stjórnunar. Hr. Brock er reyndur kennari við æðri menntastof nanir auk þess sem hann hefur tekið þátt í stjórnun og stefnumörkun danskra fyrírtækja. June da Fonsecaerfædd í Goa, þá portúgalskri nýlendu í Indlandi. Hún starfaði i 13 ár ( indverska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, lengst af sem viðskiptafutttrúi. Hún hefur kennt við Danska útflutningsskólann síðan 1989 aöallega á sviði alþjóðlegra samskipta. Barry O'Loughlin er Iri með mikla alþjóðlega reynslu f viðskiptum og fræðistörfum. Hann starfaði i irska sendiráðinu í Danmörku í nokkur ár sem viðskiptafulltrúi þar sem hann sórhæfði sig í að styrkja viðskiptasambönd ira á Norðurlöndum. Barry O'Loughlin og June da Fonseca eru hjón með alþjóðlegu yfirbragöi sem hafa valið sór heimili í Danmörku. Þau hafa tekið sór frf frá kennslu við DDE í eitt ár til þess að stunda framhaldsnám á írlandi. Upplýsingar í síma 453 6281 Óvenjulega falleg og fróðleg bók. Á sjötta hundrað blaðsíðna með skýringum og teikningum af fleiri en 2400 jurtum. mifk Ævisögur og endurminningar, spennusögur, barna- og unglinga bækur, þjóðlegur fróðleikur, íþróttir og margt fleira BÓKALAGERIN Skjaldborgarhúsinu Ármúia 23 * 588-2400 »PW mánudaga - föstudaga kl. 9-18 laugardaga 10-14 Sígilt skáldverk í fjórum bindum eftir hinn heimsfræga, danska rithöfund Martin Andersen Nexo. Fæst í fallegri gjafaöskju. Ómetanleg bók handa fólki á öllum aldri sem vill stuðla að góðri heilsu sjálfs sín og sinna nánustu. Auðskildar leiðbeiningar um úrræði til náttúrlegrar heilbrigði, úrval óskaðlegra meðala við algengum kvillum og til bráðahjálpar. Vönduð og aðgengileg bók með lýsingum á einkennum og dreifingu yfir 2S0 fuglategunda og undirtegunda. 44 litmyndasíður með um 500 nákvæmum vatnslitamyndum af 225 tegundum, þar af allmörgum fátíðum. Bókin um Geirfinnsmálið sem skók íslenskt þjóðfélag á árunum 1976-1980 og er nú aftur að koma upp á yfir- borðið. Þorsteinn Antons- son, rithöfundur, fjallar um málsrannsóknina og skyggnist bak við tjöldin í leit að raunverulegu samhengi atburða. ANTONSSOM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.