Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 26
26 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ PASKAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSAIMNA lánarann Chili Palmer sem flýgur vestur til Hollywood að innheimta skuld en kemst að því að hann er á sína vísu efni í kvikmyndafram- leiðanda. Myndin er byggð á sögu eftir Elmore Leonard, sem þekkir vel innviði Hollywoodkerfisins og skopast grimmilega að því, en með önnur hlutverk fara Gene Hack- man, Danny De Vito (sá stutti) og Rene Russo. Leikstjóri er Barry Sonnenfeld, sem áður gerði myndirnar um Addamsfjölskylduna. Sagan herm- ir að Sonnenfeld hafi verið að sóla sig á Kyrrahafseyjunum þegar hann las sögu Leonards og hringt þegar í vin sinn De Vito sem á kvikmyndafyrirtækið Jersey Films (einn af framleiðendum Reyfara) og sagt honum að kaupa bókina. Hann meinti til að lesa hana en De Vito keypti hana ekki úti í bókabúð heldur af útgefandanum og eignaðist kvikmyndaréttinn. Quentin Tarantino hvatti Travolta óspart til að taka hlutverkið að sér en leikarinn hafði hafnað því í tví- gang. Tarantino varaði hann við þeirri gömlu iðju leikarans að velja hörmulegar myndir að leika í. Hann sagði við Travolta: Þetta er hlutverk sem þú ættir að þiggja, og diskóstjarnan fyrrverandi fór á endanum eftir því hollráði. Onnur páskamynd Laugar- ásbíós er Nixon með Anth- LEIKFANGASAGA; úr Disneyteiknimyndinni sem sýnd er með íslensku tali. HEIM í fríið; Holly Hunter, íslensku tali ásamt bandarísku út- gáfunni. Leikstjþri talsetningarinn- ar er Steinunn Olína Þorsteinsdótt- ir en þýðandi er Ágúst Guðmunds- son og sér KK um tónlistina, sem samin er af Randy Newman. Felix Bergsson leikur Vidda (Tom Hanks á frummálinu) og Magnús Jónsson leikur Bósa (Tim Allen). Með önnur hlutverk í talsetningunni fara m.a. Arnar Jónsson, Hjálmar Hjálmars- son, Steinn Ármann Magnússon, Sigrún Edda Björnsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson. Talsetningar Sam- bíóanna, nú síðast á áströlsku fjöl- skyldumyndinni Vaska grísnum Badda, hafa heppnast sérstaklega vel og hlotið verðskuldað lof. Leikfangasaga var vinsælasta jólamyndin vestra í fyrra og þykir ekki aðeins mikið tækniundur held- ur líka byggja á fjarska vel skrif- uðu handriti enda var á það bent í kjölfar frumsýningar hennar ytra að tæknin dygði skammt ef sagan og persónusköpunin væru ekki í lagi. Myndin var öll gerð á tölvuskj- ám og var seinunnin. Þótti rífandi gangur í henni þegar tókst að ljúka Travolta, tölvuteikningar o g Jane Austen Kvikmyndahúsin bjóða uppá athyglisverðar myndir um páskana að sögn Amalds Ind- riðasonar en þeirra á meðal er fyrsta tölvu- teiknaða bíómyndin í fullri lengd sýnd með íslensku tali, spennumynd og skopleg Holly- woodsaga báðar með John Travolta, skondið fiölskyldudrama með Holly Hunter og Vonir og væntingar Jane Austen. einni sekúndu á hálfum öðrum klukkutíma. Tölvuteiknimyndir virðast vera það sem koma skal; Leikfangasögu vegnaði betur í miðasölunni vestra en nýjustu Dis- neyteiknimyndinni, Pocahontas, sem gerð var með hefðbundnu sniði. En tölvurnar eiga þó varla eftir að ýta hefðbundnum teikning- um út af borðinu í bili þótt þær verði æ fyrirferðarmeiri í allri kvik- myndagerð. Önnur páskamynd Sambíóanna er háðsádeilan „To Die For“ eftir Gus van Sant með Nicole Kidman í aðalhlutverki. Hún leikur sjón- varpskonu sem vílar ekkert fyrir sér til að ná því marki að öðlast frægð og frama og þykir Kidman sérstaklega góð í hlutverkinu. Van Sant er einn af sérstæðustu og frumlegustu Ieikstjórum Banda- ríkjanna og þótt hann sé mistækur vekja myndir hans ávallt athygli. Þá sýna Sambíóin spennutryllinn Á valdi óttans með Holly Hunter og Sigourney Weaver en hún er um eltingaleik lögreglunnar við fjölda- morðingja. Travolta hefur orðið einn af vin- sælustu og eftirsóttustu leikurum kvikmyndanna aftur eftir að hann lék krimma í Reyfara og fer nú með aðalhlutverkið í hverri mynd- inni á fætur annarri. í páskamynd Laugarásbíós leikur hann okur- ony Hopkins í titilhlutverkinu. Óskarsakademían hefur sérstakt dálæti á Emmu Thompson. Þrisvar hefur hún verið tilnefnd til verð- launanna fyrir leik sinn og hreppt þau einu sinni (Hávarðsendi) og fyrsta kvikmyndahandritið sem hún skrifar vann til óskarsverð- launanna um daginn svo hún varð fyrsti listamaðurinn í sögu Óskars- ins sem fengið hefur styttu fyrir leik og handrit. Hún snéri sögu Jane Austen , „Sense and Sensibi- lity“, í kvikmyndaform og tók sjálf að sér eitt aðalhlutverkanna. Mynd- in er sýnd í Stjörnubíói um páskana og hefur hlotið íslensku þýðinguna Vonir og væntingar en leikstjóri NÁIÐ þeim stutta; Travolta, Russo og De Vito. JOHN Travolta er talsvert áberandi í páskamyndum kvikmyndahúsanna í ár. Hann fer með aðalhlutverk- ið í tveimur þeirra, spennu- myndinni Brotin ör og Holly- woodgríninu Náið þeim stutta. Annars er úrval páskamyndanna hið fjölbreytilegasta allt frá Vonum og væntingum Jane Austen til hins nýjasta í tölvuteikningum, Disney- myndarinnar Leikfangasögu, og gamanmyndar um dularfulla fjöl- skyldu sem hittist yfir þakkargjörð- arhátíðina. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi í páskamynd- unum í ár. Tölvurnar verða æ fyrirferðar- meiri í kvikmyndagerðinni vestan- hafs og nú hefur verið gerð fyrsta tölvuteiknaða bíómyndin í fullri lengd. Leikfangasaga segir af ævintýrum leikfangakúrekans Vidda og leikfangageimfarans Bósa Ljósárs og vinum þeirra í leik- fangasafni stráksins Ándy. Sam- bíóin hafa lagt ríka áherslu á ís- lenska talsetningu undanfarin ár og verður Leikfangasaga sýnd með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.