Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 34
34 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Það er
komið qrænt
*
LYFJA
Lágmúla 5
Opnar Fimmtudaginn 11. apn1
TIL hvers eru lögin í
landinu? Þannig spyr
Sigurður T. Sigurðsson
formaður Verka-
mannafélagsins Hlífar
í grein er hann ritaði í
Morgunblaðið fyrir
nokkrum dögum. Hér
á hann við af hverju
ekki er farið eftir
vinnuverndarlögunum
um heilsuvernd starfs-
manna og hún falin
þeirri heilsugæslustöð
eða sjúkrahúsi sem
næst liggur vinnustað
og/eða auðveldast er
að ná til. Eðlilega ber
Sigurður hag félags-
manna sinna fyrir bijósti, en málið
varðar miklu fleiri. Vinnuverndar-
lögin, nr. 46/1980, eiga með örfá-
um undantekningum við allt vinn-
andi fólk í landinu, það á rétt á
þeirri þjónustu sem kölluð er heilsu-
vemd starfsmanna.
Við hvern er að sakast að ekki
er til að dreifa heilsuvemd starfs-
manna á heilsugæslustöðvum og
sjúkrahúsum? Sigurður beinir máli
sínu einkum til ráðherra og alþing-
is en segir þó í lögunum að fyrirtæk-
in skuli koma á fót heiísuvernd
starfsmanna og gera um þjón-
ustuna samninga við heilbrigðis-
stofnanir. Það eru fyrirtækin í land-
inu sem eiga að hafa frumkvæði
og ábyrgð í málinu samkvæmt
vinnuverndarlögunum.
Það fyrirkomulag að trúnaðar-
læknir ISALs sjái um læknisskoð-
anir starfsmanna hefur verið við
lýði ámm saman áður
en vinnuverndarlögin
tóku gildi, en þetta fyr-
irkomulag vekur tor-
tryggni Sigurðar. Að
efasemdir komi upp
um hlutleysi trúnaðar-
lækna er ekki nýtt af
nálinni heldur hefur oft
komið upp og stundum
valdið sárum deilum
hjá nágrönnum okkar
á Norðurlöndum. Með-
al annars þess vegna
hefur verið kveðið á
um það í vinnuvemdar-
lögunum að heilsu-
vernd starfsmanna
skuli falirfheilsugæslu-
stöðvum og sjúkrahúsum sem heyra
undir heilbrigðisyfirvöld. Þannig er
hægt að gera það fólk sem sinnir
heilsuvernd starfsmanna sjálfstæð-
ara gagnvart bæði starfsmönnum
og stjórnendum fyrirtækjanna. Það
eru til fleiri aðferðir til að reyna
að tryggja óhlutdrægni þeirrar
þjónustu sem veita skal með heilsu-
vemd starfsmanna. Ein þessara
leiða er að setja sérstaka stjórn
yfir heilsuvernd starfsmanna sem í
eru jafnmargir fulltrúar stjórnenda
og starfsmanna og að þeir sem
sinna þjónustunni séu ábyrgir
gagnvart stjórninni.
Stjóm Vinnueftirlits ríkisins hef-
ur skipað sérstaka nefnd til að
skipuleggja þjónustu heilsuverndar
starfsmanna. Miklar vonir em
bundnar við að henni takist að
greiða þannig úr málum að meiri
sátt ríki um tilhögun heilsuverndar-
Heilsuvernd starfs-
manna er ekki einungis
heilbrigðisskoðanir,
segir Vilhjálmur
Rafnsson, heldur
einnig forvarnarstarf
miðað við aðstæður
á vinnustað.
innar og skriður komist á árangurs-
ríkar framkvæmdir.
Heilsuvernd starfsmanna varðar
nær alla starfandi menn í landinu
og felst ekki einungis í sérstökum
heilbrigðisskoðunum þar sem þær
eiga við, heldur einnig í forvarnar-
starfi á fyrsta stigi, þar sem gerð
er áhættugreining með tilliti til
vinnuaðstæðna, gert er áhættumat
og gefin ráð um hvemig megi koma
í veg fyrir sjúkdóma, slys og vanlíð-
an. Heilsuvernd starfsmanna er því
forvarnarstarf sem tekur mið af
aðstæðum á vinnustöðunum, en
ekki almenn heilsuvernd, enda er
henni nú þegar sinnt af heilbrigðis-
kerfínu. Starfsfólk á heilsugæslu-
stöðvum og sjúkrahúsum hér á landi
hefur færni til að leysa af hendi
verkefni heilsuverndar starfsmanna
og grunnþekkingu til að setja sig
inn í aðstæður á flóknustu og erfið-
ustu vinnustöðunum. Ég tel að
skipulögð og markviss rekin heilsu-
vernd starfsmanna sé eitt brýnasta
heilbrigðismál alls starfandi fólks
og muni í lengd koma atvinnulífinu
í heild til góða. Því ber að fagna
að þessu máli er nú hreyft, enn á ný.
Höfundur er yfirlæknir atvinnu-
sjúkdómadeildar Vinnueftirlits
ríkisins.
Heilsuvernd
starfsmanna
Vilhjálmur
Rafnsson
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
843 þáttur
í 837. þætti var próf. Baldur
Jónsson beðinn um dóm í því álita-
máli sem þar var uppi, um „helm-
ingi (hálfu) meira“ o.s.frv. Hér á
eftir kemur greinargerð próf. Bald-
urs (fyrri hluti) og síðari hlutinn í
næsta þætti. Er þetta alit svo vand-
að og skýrt að trauðla verður betur
gert, og færir umsjónarmaður
Baldri sérstakar þakkir fyrir. Gef-
um honum orðið:
„í 837. þætti (24. febrúar sl.)
var enn vakin upp umræðan um
orðalagið „helmingi meira“, „þriðj-
ungi meira" o.s.frv. og merkingu
þess. Þorbjörn Karlsson prófessor
telur óeðlilegt að 200 krónur teljist
vera helmingi meira en 100 krón-
ur, rökréttara sé að 150 krónur séu
helmingi hærri fjárhæð, og vísar
til prósentureiknings því til stuðn-
ings. Umsjónarmaður er á öðru
máli og ber fyrir sig margra alda
málvenju, en Ieggur til að málið
verði lagt í minn dóm, enda sé ég
bæði málfræðingur og stærðfræð-
ingur.
Það er að vísu ofrausn að kalla
mig stærðfræðing, því að það er
ég ekki, en úr því að nafn mitt var
nefnt verð ég líklega að leggja orð
í þennan belg. Það skal þó tekið
fram að ég tel mig þess ekki um-
kominn að gerast dómari í málinu.
Ég hefi ekki gert neina sérstaka
rannsókn á málvenju fyrri alda, en
hefi þó mínar hugmyndir um hana,
svipaðar og ýmsir aðrir, og mér er
útlátalítið að skýra frá þeim hér.
Ég hefi haft nokkurn stuðning af
grein eftir Helga Hálfdanarson,
„Fimm sinnum fimm eru tuttugu"
(Morgunblaðið 4. des. 1976;
Skynsamleg orð og skætingur
(1985), bls. 69-73) og annarri eft-
ir Auði Einarsdóttur, „Helmingi
meira“ (Mímir, blað félags stúd-
enta í íslenskum fræðum, 35, 26.
árg. 1. tbl., júlí 1987).
Það fer ekki á milli mála að á
síðustu áratugum eru tvær venjur
að rekast á, eins og glöggt má sjá
í grein Auðar, annars vegar gömul
íslensk málvenja sem tekur aðal-
lega til tveggja hlutfalla, helmings
og þriðjungs, og hins vegar ungt
orðalag sem fylgir prósentureikn-
ingi.
Prósentureikningur fór ekki að
tíðkast að neinu ráði fyrr en á þess-
ari öld og varð tæplega almenn-
ingseign fyrr en eftir miðja öldina.
Tal um prósentur var ekki mjög
algengt fyrir 1950. Orðið prósenta
komst ekki í íslenska orðabók fyrr
en 1896 og var ekki áleitnara en
svo á fyrstu áratugum þessarar
aldar að það er ekki að finna í orða-
bók Blöndals, sem var gefín út á
árunum 1920-1924. Það sést þar
fyrst í viðbætinum frá 1963. Hvor-
ugkynsorðið prósent hefir aldrei
komist í orðabók Blöndals og engar
samsetningar með þessum orðum.
Orðið hundraðshlutur er í aðalút-
gáfunni, en orðin af hundraði
hvorki þar né í viðbæti.
Ekki minnist ég þess sérstaklega
að orðalagið „helmingi hærri“,
„hálfu lengri“, „þriðjungi stærri“
o.s.frv. hafi valdið neinum vand-
kvæðum þegar ég var að alast
upp. Mér finnst þessi vandi vera
til kominn á síðari hluta aldarinnar
og vera samferða almennri notkun
prósentumáls. Reikningsmenn eiga
bágt með að sætta sig við að það
sem er 100%o stærra en annað
megi kallast „helmingi (hálfu)
stærra" og ekki síður hitt að það
sem er 50% prósent stærra megi
kallast „þriðjungi stærra“, enda
veit hver maður að 50% er sama
og helmingur!
Ef til vill má orða það svo að
þarna ljósti saman gömlum tíma
og nýjum. Sá sem lærir reikning í
skóla nútímans er ekki í vafa um
að það sé rökrétt sem honum er
kennt. Því ályktar hann sem svo
að gamla orðalagið geti ekki stað-
ist úr því að það brýtur í bága við
hið nýja. Þetta viðhorf hefi ég orð-
ið var við, jafnvel hjá glöggum
reikningsmönnum, en á það get ég
ekki fallist. Frá mínum bæjardyrum
séð mætast hér ekki andstæðurnar
rök-rétt: órökrétt. í gamla orða-
laginu er ekkert órökrétt, en við-
horfið er allt annað en í prósentu-
máli og hefir líka mótast við allt
aðrar áðstæður, löngu áður en pró-
sentureikningur gerði vart við sig.“
★
Anonym kvað:
Svo hresstu þig, Hallgrímur minn,
heimurinn var aldrei þinn,
og þó h(r)eimur sé harður,
er þinn hlutur ei skarður
borinn frá borði neitt sinn.
★
„En þá þeir neyttu, tók Jesús
brauðið, blessaði og braut það, gaf
sínum lærisveinum og sagði: Takið
og etið, þetta er mitt hold. Hann
tók og kaleikinn, gjörði þakkir, gaf
hann þeim og sagði: Drekkið allir
hér út af. Því að það er mitt blóð,
ens nýja testaments, hvert eð út-
hellist fyrir marga til syndanna
fyrirgefningar. En eg segi yður að
eg mun eigi héðan í frá drekka af
þessum vínviðarins ávexti allt til
þess dags er eg mun drekka það
nýtt með yður í míns föðurs ríki.
Og að lofsöngnum sögðum gengu
þeir út í íjallið 01iveti.“
(Matt. 26, Oddur Gottskálksson
þýddi. Svo prentað í Hróarskeldu
í Danmörku 1540, og var það í
fyrsta sinn í heiminum, að bók
væri prentuð á íslensku máli.)
Gleðilega páska.