Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 9 sér te að drekka. Eða látið fylla brauðið með grænmeti eða lambakjöti sem er náttúrlega enn gómsætara. Og þarna er verið að byggja pýramída líka. Leiðsögustúlkan segir að hann verði í laginu eins og hinir einu sönnu en að öðru leyti úr stáli og gleri. Bygging hans hefur staðið yfir í sex ár og sér ekki fyrir endann á henni. í pýramídanum á að vera listasmiðja og leikhús þar sem flutt er tónlist, leikin á hljóð- færi Forn-Egypta. Enn hefur Rageb ekki komist að því hvernig skuli leikið á þau. Ekki er heldur vitað hvernig sú tónlist hljóm- aði sem frá þeim kom. Tilraunir standa yfir því eftirlíkingar hafa verið gerðar af ýmsum samkvæmt hljóðfærum sem rist hafa verið eða máluð á grafhýsi. í þorpinu búa að staðaldri um 300 manns, allt fólk sem hefur unnið með dr. Hassan Rageb að uppbyggingu þessa sérkennilega og lifandi safns. Annars staðar á eyjunni eru ÞEIR búa sig undir að kasta netunum. ÞÆR voru að vinna við víngerð. UNGBARNIÐ Móses hefur fundist í sefinu. BÚSMALINN með hirði sínum. hús þeirra, þangað er gestum ekki beint til að rjúfa ekki stemmningu staðarins og stund- arinnar. Eftirlíking af grafhýsi Tutankamons er síðasti viðkomustaðurinn. Það er ekki svo að skilja að mér hafi ekki fundist það hið merk- asta en óneitanlega þótti mér skemmtilegra að ganga um í „þorpinu“ og horfa á fólkið að störfum. Svo einkennilega sem það kann að hljóma virðist faraóaþorpið ekki almennt þekkt, hvorki meðal erlendra ferðamanna né jafnvel Egypta sjálfra. Ferðaskrifstofur eru þó að byrja að taka við sér og senda þangað hópa en það er ekki algengt. Og Egyptar sækja ekki ýkja mikið þangað. Það er synd og skömm því hvað sem öðru líður sem Egypta- land býður upp á er Faraóabær á Jakobseyju óvenjulegt og umfram allt; þar er rósemd í loftinu sem maður kann að rneta, að minnsta kosti eftir að hafa búið í Kairó í nokkra mánuði. Svo fer ég með bátnum í land, tek leigu- bíl inn í miðbæ og ærandi flaut, mengun og gauragangur Kaíró er aftur raunveruleikinn. í FJARSKA grillir í iiáhýsi Kairó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.