Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Lítill munur . . . Bjarni Gústavsson, eða Béla He- gedús, er fæddur 12.1. 1937 í smá- bænum Tiszabercec í norðaustur- hluta Ungveijalands. Þar búa að- eins um 4.000 manns. Faðir hans, sem lifir enn, 85 ára gamall, var bóndi og auk þess á Bjami þrjár systur og fleiri ættingja ytra. „Pabbi hefur reykt tvo pakka á dag frá 14 ára aldri og étur svo feitan mat að mér blöskrar. Ég held að það hafi haldið honum á lífi öll þessi ár. Hann hætti einu sinni að reykja í heilt ár, en hélt það ekki út og sagði mér seinna að hann hafí dauðséð eftir þessu eina ári! Hann missti jörðina þegar kommamir tóku völdin og lenti eins og aðrir í þessum samyrkjubúskap. Svo fengu bændurnir jarðirnar aft- ur þegar kommúnisminn gaf eftir, en það voru engar vélar, engar skepnur, ekki neitt. Það var búið að taka allt sem þeir áttu. Ég er búinn að heimsækja Ung- veijaland fjórum sinnum síðan ég flutti til íslands, fyrst fyrir 13 ámm, og hef því fylgst vel með. Það er lítill munur á Ungveijalandi og ís- landi. Ef menn eiga pening, þá fæst þar allt. En það er allt dýrt. Þeir sem em nógu kaldir græða og verða ríkir. Gömlu kommarnir vom ríkir fyrir 'og em ríkastir. Það er of mikill hraði, alveg eins og á ís- landi," segir Bjami og hristir haus- inn. En hefur fjölskylda þín heimsótt þig? „Já, mamma mín kom. Og ein systir mín og mágurinn, kommafor- inginn. Hann var þá orðinn sjúkl- ingur. Þau vom undrandi yfir þessu öllu saman. Allar þessar sterku byggingar, steyptar götur og götu- ljós!“ Rassskelltur Bjarni hafði á orði að það hefði ekki skipt hvað minnstu máli er hann valdi að flytja til Akranes að þar var stutt í allan veiðiskap. Hann segist vera með veiðidellu og nái hún allt frá grásleppu, ýsu og þorski til laxa, silunga, ijúpna og gæsa, að ekki sé minnst á villisvín heima í Ungveijalandi. Þegar að er gáð er það kannski ekki svo langsótt að hann hafí kosið sér sjómennsku þegar hingað kom. Enda segir hann: „Fljótið Tisza rennur um heimabæ minn gamla og er svo að segja fyrir aftan húsin heima. Ég var aðeins fimm ára þegar ég fór að stelast niður að á. Það var ekk- ert annað að gera en að bjarga sér, ég beygði títupijóna og greip svo næstu pöddu og stakk henni á oddinn. í fljótinu vom alls konar fiskitegundir og á þessi litlu veiðar- færi fékk ég einhveija smáfiska. Ég var svo gripinn glóðvolgur og rassskelltur. Þegar ég kom til íslands urðum við allir Ungveijamir að huga að því að fá okkur vinnu og mér fannst það spennandi tilhugsun að hafa veiðiskap að atvinnu. Ég réð mig því á togara og var á þeim fyrstu árin, síðan á síldarbátum og loks tvö sumur á hvalskipi. Fyrir tuttugu ámm keypti ég mér 2 tonna trillu, Litla-Storm og síðan bætti ég um betur, keypti Stóra-Storm sem er fírnm tonna. Ég hef sem sagt verið trillukarl i tvo áratugi, veiði ýsu, dálítið af þorski, grásleppu og svo veit ég um lúðumið skammt undan sem gefa góðan afla annað hvert ár. Við emm tveir saman í grásleppunni, Heimir Hallsson frændi konunnar og ég, annars er ég einn. Æfi mig þá í móðurmálinu gamla með því að tala við sjálfan mig á ungversku. Annars er betra nú orðið að vera á sjó við annan mann. Ég fékk hjarta- áfall fyrir fjórum ámm og hef dreg- ið úr sókninni vemlega eftir það. Ef við emm tveir þá er þó einhver til staðar til að koma líkinu í land ef ég hrekk upp af á sjónum!" seg- ir Bjarni og skellihlær. Hvað er svona heillandi við hafið Bjarni? „Það er gott að vera á sjó. Ég er bara svo innilega fijáls, sérstak- lega þegar ég er einn á ferð. Síð- ustu árin, eftir ég veiktist, get ég aðeins verið á sjó þegar veðrið er BJARNI í brúnni á trillunni sinni. STÓRI-Stormur á heimsiglingunni. gott. Áður fór ég létt einn míns liðs með 120 net, nú rembumst við tveir með 70 net.“ Furðufiskurinn hrognkelsið Hrognkelsið er sannkallaður furðufiskur. Það lifir úti á dýpinu og upp úr áramótum fer rauðmag- inn, hængurinn, að „þvælast á grynnra vatn“ eins og Bjarni orðar það og í kjölfarið kemur hrygnan, grásleppan. Þessi fremur ófrýnilega físktegund hefur jafnan verið nefnd í sömu andránni og helstu vorboðar okkar norðlæga lands. íslendingum þykir vænt um vorboðana sína, hvort heldur þeir em lóur, þrestir, svefndrukknar býflugudrottningar eða hrognkelsið. Raunar hafa runn- ið tvær grímur á marga þegar Ijóst var að hinn raunvemlegi vorboði væri sílamávurinn, sem kemur til landsins í febrúar. Veiðitími hrognkelsa byijar um vorið, 20. apríl hjá Bjarna, og stend- ur til 20. júlí. Bjarni segir besta veiðitímann vera á bilinu 15. maí til 15. júlí, en það geti verið breyti- legt eftir árferði. Hrognkelsagöng- urnar fylgja stórstreymi og er veiði best er straumur er stærstur hverju sinni. „Þetta em ekki þéttar torfur, ef það er mjög gott veður sér mað- ur stundum hrognkelsi vera að skjótast í þaranum. Það leitar ein- mitt í þarann og getur þess vegna verið alveg uppi í landsteinunum. Þéttleikinn sést kannski á því, að ég hef fengið allt frá engum físki upp í 60 stykki í 8 neta trossu," segir Bjami. Þú ferð bara á sjó í góðu veðri seinni árin, er ekki erfitt þegar AFLINN hefur oft verið meiri en í þessum róðri. Þad er gott ad vera á sjó. Ég er bara svo innilega f rjáls, sérstak- lega þegar ég er einn á ferð. Síð- ustu árin, eftir ég veiktist, get ég aðeins verid á sjó þegar veðr- ið er gott. Áður fór ég létt einn míns liðs með 120 net, nú remb- umst við tveir með 70 net brælan kemur, að komast ekki út í netin kannski dögum saman og vita fiskinn drepast og skemmast? „Það er nú það sem margir vita ekki, en hrognkelsið lifir í netinu. Ýsa og þorskur drepast og marflær og krossfiskar eru búin að éta allt á tveimur sólarhringum. Hrogn- kelsið er svo smámynnt og með svo lítil tálknlok að það þarf aðeins rif- ur til að lifa, og það gerir það.“ Er stundum annar fiskur að slæðast ínetin, þorskur, eða lax eða sjóbirtingur? „Stundum þorskur, það hefur reyndar verið mjög lítið nú í vor. Var mikið aftur á móti í fyrra. Lax hef ég aðeins fengið einu sinni á tuttugu ámm og sjóbirting eða sjó- bleikju aldrei. Það er kannski ekki nema von, því möskvarnir á hrogn- kelsanetum eru það stórir. En það slæðist svartfugl og fyrir kemur að selkópar flækja sig og drukkna, en það er sjaldgæft. í hitteðfyrra fékk ég hrefnu í grásleppunetið. Það er rosalega mikið af hrefnu í Faxaflóanum og synd að hún skuli ekki eitthvað nýtt. Ég kom að netinu og sá að það var ekki á sínum stað, hafði verið dregið til og var allt uppsnú- ið. Allt í einu kom hrefna upp að hliðinni á bátnum og fór að tosa hann eins og eldspýtustokk. Við snerum þannig að hvalurinn dró bátinn til hliðar og því ekki annað að gera en að skera hann lausan. Ef átakið hefði verið framan eða aftan þá hefði ég þreytt hvalinn og náð honum fyrir rest. En ég er hræddur um að hann hafi ekki get- að losað sig við trossuna, svo flækt- ur var hann. Skammdegisþunglyndið . . . Bjarni lygnir augunum og horfir til sjávar. Það hefur hvesst og hljómfall æðarfuglsins og hávellun- ar er slokknað. Þungfleygir ungmávar frá síðasta ári baksa í gjólunni og Bjarni fer ekki á sjó. Hann segir að í seinni tíð gráti hann það ekki þó að bræli af og til, hann geti þá hvílt sig. „Það fylgja því miklar vökur að vera með trillu. Eg vakna til að gá til veðurs klukkan hálf fjögur á morgnana og ef það viðrar ekki tekst ekki alltaf að sofna aftur. Það gerir kannski vorhugurinn. Reyndar er alltaf vor- hugur í mér. Mér finnst aldrei vera dimmt á íslandi og ég þekki ekki þetta skammdegisþunglyndi sem virðist hijá marga á Isíandi. Hjá mér er alltaf vor og alltaf bjart. Ég einfaldlega kveiki ljós þegar dimmt er!“ Það fer lítið fyrir barlóm í þér. Er það vegna þess að allt er svo fullkomið á íslandi? „Ég gæti auðvitað sagt ýmislegt, eins og til dæmis eitthvað slæmt um þá frelsissviptingu sem dunið hefur á smábátasjómönnum. Á sama tíma og tekið er af okkur bætast stöðugt ný, stærri og afl- meiri skip í flotann. Hefur einhver reiknað út hvað þarf að drepa mik- ið í sjónum til þess að borga þessi stóru nýju skip? Ég skal segja þér eina litla sögu. Eins og ég sagði áðan, þá veiktist ég fyrir fjórum árum, fékk hjarta- áfall. Það kom mér svo sem ekki á óvart, ég var búinn að finna fyrir einhveiju, en þetta var eins og að- vörun. Ég var þræddur og blásinn tvisvar. Ég er nokkuð góður núna, en þrekið er ekki það sama og fyrr- um. En þegar ég var í þessum veik- indum upplifði ég, að við megum ekki veiða of mikid, þá erum við sektaðir og ef við veiðum of lítið, þá er kvótinn tekinn af okkur. Þegar ég veiktist, átti ég 11,5 tonn eftir af þorskkvóta mínum. Ég fékk fljótlega hótunarbréf þess efnis, að ef ég næði ekki kvótanum, yrði hann tekinn af mér. Ég mátti ijúka upp til handa og fóta og reyna að selja kvótann og tókst mér að selja 10 tonn. Eina og hálfa tonnið var svo tekið af mér!“ Bjarni ætlar að fara að taka til veiðistöngina. I hönd fer sá tími sem Bjarni hefur veiðistöngina alltaf í bílnum og skreppur til veiða þegar færi gefst. Vötnin í Svínadal og Andakílsá heilla mest. Hér áður þræddi hann stórárnar. Svo er kom- ið að því að lúðan gefi sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.