Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hvab verbur á Stuttmyndadögum í JLoftkastalanum? Stuttmynda- dagarS STUTTMYNDADAGAR í Reykjavík verða haldnir í fimmta sinn í Loftkastalanum dagana 21. til 23. maí. Er áætlað að sýna 12 stuttmyndir dag hvem, eða 36 myndir í allt, og koma þær hvaðanæva að af landinu og einnig frá íslend- ingum erlendis, m.a. Ítalíu, Danmörku og Bandaríkjunum, svo hátíðin í ár er „alþjóðlegri en oft áður,“ eins og Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali en hann og starfsbróðir hans Jóhann Sigmarsson eru upphafsmenn Stuttmyndadaga. Lætur nærri að um 190 myndir hafi verið sýndar á Stuttmyndadögum frá upphafi ef þessir eru taldir með sem nú eru að hefjast. Sem fyrr verða allar mögulegar tegundir stuttmynda til sýninga, til- raunamyndir, teiknimyndir, gamanmyndir og spennu- myndir. Jafnframt munu kvik- mynda- gerðar- menn halda fyrirlestra og dóm- nefnd velur loks þijár bestu myndirnar, sem hljóta peningaverðlaun kostuð af Reykjavíkurborg. „Það er mjög skemmtilegt að horfa á myndirnar og fýlgjast með krökkunum sem senda inn myndir ár eftir ár. Maður sér ákveðna framför," sagði Júlíus. Fimm ára af- mæli Stuttmyndadaga vekur upp spurningar um hvort stofendurnir hafi búist við slíku langlífi.' „Það datt eng- um í hug að þetta yrði svona langlíft. Flestar stuttmynda- hátíðir eru einnota en þessi er greinilega margnota." Stuttmyndir hafa orðið talsvert áberandi í bíólífmu undanfarin ár og m.a. verið frumsýndar í kvikmyndahús- um með aðalmyndinni. Ný- Indriðoson STUTTAR myndir: Atr- iði úr tveimur myndum á Stuttmyndadögum í Reykjavík. legasta dæmið um það er Margrétar Rúnar um líf al- hin frábæra stuttmynd banskra flóttamannna í Þýskalandi, Albaníu-Lára. Þá var Gas Filmumanna frumsýnd fyrir skemmstu í Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri og hefur fengið dæmalaust góða aðsókn eða um 2.500 manns og nýlega hlaut Klósettmenning, sem þátt tók í Stuttmyndadögum í fyrra, fyrstu verðlaun í flokki tilraunamynda á stutt- myndahátíð í Danmörku. Svo gróskan er mikil enda til fjölmargir áhugamenn um kvikmyndagerð og æ fleiri ljúka námi í kvikmyndaskól- um og er stuttmyndin tilval- in æfing fyrir frekari átök. Að sögn Jóhanns Sigm- arssonar verð haldnir fimm fyrirlestrar um kvikmyndir á Stuttmyndadögum. Egill Helgason mun fjalla um kvikmyndagagnrýni og út- hlutun úr Kvikmyndasjóði, Þorfinnur Guðnason um heimildarmyndagerð, Gísli Snær Erlingsson um leik- stjórn, Einar Kárason um handritsgerð og Eggert Ket- ilsson um kvikmyndabrellur. Á meðal mynda sem sýndar verða á hátíðinni eru Onnur vídd eftir Bjarna Þór Péturs- son, Hinn innri eftir Stein- grím Karlsson og Póstur og sími eftir Kristófer Dignus Pétursson. „Stuttmyndadagar hafa hjálpað mjög mörgum," sagði Jóhann. „Fólk segir við mig, ókei, ég hefði ekki orð- ið kvikmyndagerðarmaður ef ég hefði ekki tekið þátt í stuttmyndakeppninni og unnið. Þá væri ég að gera eitthvað annað í dag. Hugs- unin á bak við allar stutt- myndirnar í ár er mjög góð og ég vona að Stuttmynda- dagarnir haldi áfram að hvetja ungt fólk til átaka. Stuttmyndir eru ljóðin í kvik- myndagerðinni.“ Fólk ■Brad Pitt fer með skemmtilegt hlutverk í 12 öpum og var útnefndur til Óskarsins fyrir leik sinn. Næstu myndir hans eru „Devil’s Own“ þar sem hann leikur á móti Harrison Ford undir leikstjórn Alan J. Pac- ula og síðan ævintýramynd franska leikstjórans Jean- Jacques Annaud, Sjö dagar í Tíbet. Pitt sinnaðist eitt- hvað við Ford og Pacula við gerð „Devil’s Own“, þegar þeir fóru að endurskrifa handritið Fordpersónunni í vil, og hótaði að hætta að leika í myndinni. Hann hafði sitt fram. MMikill áhugi er fyrir að gera „Lethal Weapon 4“, svo mikill reyndar að Warner Bros. kvikmyndaverið var til- búið að bjóða Mel Gibson litl- ar 25 milljónir dollara ef hann vildi leika í henni. Gibson náði 20 milljóna dollara markinu (eins og Carrey og Stallone) með hlutverki sínu í „Ran- som“ eftir Ron Howard. MLeikstjórinn Martin Scor- sese hefur í hyggju að gera leikna bíómynd um æfi amer- íska slúðurdálkahöfundarins Walter Winchells. Margir leikarar koma til álita í hlut- verkið, m.a. Tom Hanks en ekki er vitað hvort hann þigg- ur það. Hann er þegar búinn að hafna hlutverkum í stór- myndunum „Arkansas" og „Jerry McGuire". MÞær fréttir berast að Stan- ley Kubrick ætli að leikstýra Tom Cruise og konu hans Nicole Kidman í spenn- utryllinum „Eyes Wide Shut“. Fréttir af næstu myndum Kubricks eru orðnar margar í seinni tíð en lítið hefur orðið úr framkvæmd- um. Kubrick hefur ekki gert mynd síðan hann sendi frá sér „Full Metal Jacket“ fyr- ir zilljón árum. Sýnd á næstunnl: Úr „Hackers". 15.000 höfðu séð þann„Stutta“ Alls höfðu um 15.000 manns séð gaman- myndina Náið þeim stutta eða „Get Shorty“ í Laugar- ásbíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu 3.500 séð Bráðabana með Jean Claude van Damme og um 2.000 Rósaflóð með Christ- ian Slater. Næstu myndir Laugarás- bíós eru„Hackers“ eftir Iain Softley, „The Thin Blue Line“ með Martin Lawr- ence, „Nick of Time“ með Johnny Depp í leikstjóm John Badhams, „Screamers" með Peter Weller og „White Squall“ með Jeff Bridges. Einnig mun Laugarásbíó sýna á næstunni myndirn- ar„„Up Close and Personal" með Michelle Pfeiffer og Robert Redford og „The Quest" með van Damme, sem hann leikstýrir einnig. Hopkins leikur í Bókaorminum VELSKI leikarinn Anth- ony Hopkins hefur í nógu að snúast enda leitun að betri kvikmyndaleikara. Hann hefur leikstýrt sinni fyrstu mynd, sem heitir Agúst, og þykir sérlega góð- ur sem listmálarinn Picasso í samnefndi mynd. Einnig mun hann á næstunni leika í nýrri mynd nýsjálenska leikstjórans Lee Tamahori, sem gerði Eitt sinn stríðs- menn. Hún heitir Bókaorm- urinn. í henni leikur Hopkins milljónera sem lendir í flug- slysi í óbyggðum Alaska ásamt ljósmyndara sem heldur við eiginkonu hans. Ekki er nóg með að hann þurfi að takast á við óblíða veðráttu, hættulegt landslag og ísbimi svo eitthvað sé nefnt, óvildin á milli hans og ljósmyndarans magnast ákaflega og bætir ekki stöð- una. Leikritaskáldið David Mamet skrifar handritið og framleiðandi er Art Linson en saman stóðu þeir að Hin- Vitsmunalegri glæpa myndir á leiðinni HOLLYWOOD tekur reglulega ástfóstri við ákveðnar tegundir af bíó- myndum. Nýjasta æðið eru ránsmyndir sem fylgja í kjöl- far spennumynda eins og Góðkunningja lögreglunnar, Hita og „Reservoir Dogs“. Það eru vitsmunalegri glæpa- myndir' en gengur og gerist þessa dagana og íjölmargar slíkar eru á leiðinni í bíóhúsin. Sú fýrsta sem fór í fram- leiðslu var „Triple Cross" frá Universal um CIA njósnara sem flækist í vef svika og pretta. Frá 20 Century Fox koma tvær myndir; „Josiah’s Canon“, sem fjallar um gyð- ing er lifir af útrýmingarbúð- ir nasista og gerist banka- ræningi, og Franska sam- bandið III með Gene Hack- man í hlutverki Popeye Do- yle. Aðrar eru „Red, White, Black and Blue“ frá Para- mount, sem Andrew Kevin Walker (,,Seven“) skrifar, „City of Industry" með í ÓBYGGÐUM Alaska: Hopkins. um vammlausu fyrir nokkr- um árum. Ekki hefur verið ráðið í önnur hlutverk. Tit- ill myndarinnar á við millj- ónamæringinn sem Hopk- ins leikur. Hann er bóka- ormur. MYNDIR af viti: Úr Franskasambandinu með Gene Hackman. Harvey Keitel og „Double Vision". Fyrsta myndin þess- arar ættar sem kemur í kvik- myndahús 'er „Night Falls On Manhattan" með Andy Garcia undir leikstjórn Sidn- ey Lumet. Áhuginn á vitsmunalegri spennumyndum er rakinn fyrst og fremst til Góðkunn- ingja lögreglunnar og þeirrar staðreyndar að heimskulegar sprengjuveislur eins og „Fair Game“ og „Assassins” hafi sungið sitt síðasta í miðasöl- I BIO Amiðvikudag heQast í Reykjavlk tökur á nýrri íslenskri bíó- mynd, Blossa eftir Júlfus Kemp. Þetta er önnur mynd hans í fullri lengd en hann gerði áður gam- anmyndina Veggfóður, sem höfðaði sérstaklega til ungu kynslóðarinnar eða myndbandakynslóð- arinnar eins og hún er kölluð og gerði mikla lukku. Hún varð ein best sótta mynd ársins 1992 en alls sáu hana um 46.000 manns. Voru að- eins tvær myndir með meiri aðsókn það árið, Ógnareðii með Sharon Stone og „Lethal Weapon III með Mel Gibson. Er það athyglisvert í ljósi lí- tillar aðsóknar að íslensk- um myndum á síðasta ári. Blossi er gerð með styrk frá Kvikmyndasjóði en Veggfóður var gerð án styrkja og reyndist prýði- legt byijendaverk. For- vitnilegt verður að sjá hvemig Júlíusi gengur að fylgja henni eftir með Blossa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.