Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.05.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1996 B 9 RAGNHILDUR í gervi Dawn í Hrekkjarvöku VI ásamt MYNDIN sem umboðsmaður Ragnhildar skólabróður sínum og vini Paul Rudd. dreifði til kynningar og átti að undir- strika týpuna sem hún hentaði í; kalda, vitsmunalega og ákveðna. RAGNHILDUR Rúriksdóttir í Draumadísum. arlömb. Þar sem ég þyki frekar skarpleit, lék ég alltaf sterkar kon- ur, með völd, vitsmunalegar fágað- ar, ákveðnar. Þvílík þröngsýni er ríkj- andi í þessum kvikmyndabransa að leikarinn festist í ákveðinni mann- gerð, vegna útlits, oft alla ævi. Þess vegna datt engum í hug að ég gæti leikið blíðlyndar, veiklyndar konur, þaðan af síður fómarlömb. Meira að segja umboðsmaðurinn minn notaði kynningarmyndir af mér sem undir- strikuðu þessa þætti. Þessi iðnaður er algjör „bisness" - enda hafa þeir úr nógu að velja í allar týpur. En til lengdar sýgur þetta úr manni allan kraft og sköp- unargleði." Varðstu þreytt á þessu? „Já,“ segir Ragnhildur af sann- færingu og bætir því við að það sé ekki síður þreytandi hversu mikil fyrirhöfn það sé að koma sér áfram, jafnvel þótt maður standi sig vel. “Maður verður að hafa sig allan við að kynnast rétta fólkinu. En það er alls ekki alltaf nóg, því það er alls konar samningamakk í gangi á bak við tjöldin. Til dæmis geiði gegn greiða. Maður fer til dæmis í prufu og stendur sig vel, en þá hefur kannski umboðsmaður aðalleikarans komið með þá kröfu að tíu af þeim leikur- um sem hann er með á skrá, fylgi með í pakkanum. Þá skiptir engu máli hver hafi staðið sig best. Einhvern veginn get ég ekki var- ist þeirri hugsun að óralangt sé milii hins íslenska veruleika og hins ameríska, að ég tali nú ekki um hvað þessi hlýja og blátt áfram unga kona sem situr fyrir framan mig hljóti að vera illa hönnuð fyrir spillingu og makk. Hún hlær. „Þetta er ógeðslega rotinn heimur þama úti. Ég hef oft fengið tilboð, undir rós, frá alls konar körlum og þegar ég lét taka af mér leikara- myndir til kynningar var mér ráð- lagt að taka af mér giftingahringinn - hann gæti skemmt fyrir mér... En ég hélt nú ekki. Ég er ég og því verður ekki breytt. En þetta þótti svo sjálfsagt, því þarna gerir fólk allt til að komast áfram og gengur í gegnum alls kyns niður- lægingar til þess. Það er ógeðfellt að horfa upp á það.“ Óöldin í Los Angeles Þegar hér var komið sögu, segist Ragnhildur hafa verið orðin leið á L.A. og orðin þreytt á því að búa þar. “Eiginlega voru það uppþotin í Los Angeles í apríl 1992, sem fylltu mælinn hjá okkur Jóni,“ segir hún. „Mamma og pabbi vom í heim- sókn hjá okkur og daginn sem dóm- urinn var kveðinn upp yfir Rodney King, var ég með þau í litla bílnum mínum að sýna þeim borgina; fá- tækrahverfin og ríku hverfin.Mér fannst eitthvað einkennilegt við það að svertingjarnir tóku að safnast saman í hópum í Griffith Park, þeg- ar við áttum leið þar um. Þegar við komum heim sá ég í sjónvarpinu að allt hafði orðið vit- laust. Það var brostin á óöld. Og þetta var svo nálægt okkur. Manni í næstu götu við okkur var stillt upp við vegg og hann skotinn. Þetta var hrein aftaka. Tveir hvitir strákar 3 litir. Kr. 1.990 smáskór í bláu húsi við Fákafen, Suðurlandsbraut 52, sími 568 3919. - kjarni málsins! fóru á mótorhjólum út á þjóðveginn til að hjálpa dökkri vinkonu sinni sem var bensínlaus en á leiðinni þangað voru þeir skotnir. Það var útgöngu- bann í fjóra daga og nágrannamir skiptust á vopnum til að vakta hverf- ið. Þetta var ótrúleg lífsreynsla en við fengum alveg nóg.“ Til mormónanna í Utah Þegar þau Ragnhildur og Jón höfðu fengið nóg af langkeyrslum, harki, uppþotum og óöld, fluttu þau til mormónabyggðarinnar Utah. “Auðvitað gerði ég mér grein fyrir því hvað markaðurinn var lítill þar,“ segir Ragnhildur. “En fyrst við gát- um ekki farið til íslands var þetta góður kostur - og mikill munur. Þetta var allt miklu manneskju- legra. Þarna voru hestar og kindur á beit úti í haga, rétt eins og heima. Kvikmyndaiðnaðurinn er allur smærri í sniðum í Utah en í örum vexti. Þar er mjög mikið tekið af kvikmyndum, meðal annars vegna þess að það er ótrúleg náttúmfeg- urð í þessu fylki. Utahfylki er eitt af fáum ríkjum í Bandaríkjunum sem kallast „Right to Work State,“ sem þýðir að fólk þarf ekki að vera í stéttarfélagi til að geta unnið. Þarna er því hægt að ráða fólk fyrir mun lægra kaup en til dæmis í Kaliforníu. Það er til dæmis mjög algengt að aðaltökulið- ið og aðalleikararnir komi frá Los Angeles, en ráði aðstoðarleikara, aðstoðarmenn, og statista í Utah. Framleiðslan verður miklu ódýrari fyrir vikið. Markaðurinn er minni og tækifærin færri í Utah en það er ekki vafi að þetta fylki á eftir að verða stórt í kvikmyndaiðnaðin- um næstu árin...“ Og þá drífur þú þig í burtu. „Já, já,“ segir Ragnhildur og minnir enn einu sinni á að ísland hafi alltaf verið draumurinn. “En ég er með umboðsmann í Utah og samskipti okkar eru á allt öðrum gmndvelli og mun mannlegri nótum en við umboðsmanninn í Los Angel- es. Hún er fyrrverandi “casting director" og leiklistarkennari. Ásamt því að hafa fengist við ýmis- legt í leiklistinni, hef ég meðal ann- ars verið aðstoðarmaður hennar við leiklistarkennslu. Hrekkjavaka VI í mormónalandi Eitt helsta verkefnið sem Ragn- hildur hefur tekið að sér frá því hún flutti til Utah er hlutverk Dawn í Halloween VI (Hrekkjavöku VI), sem er auðvitað hrollvekja. „Ég var boðuð í prufu fyrir þessa mynd. Þegar Glenda, umboðsmað- urinn minn, hringdi, hafði ég ekki hugmynd um hvað hún var að tala. Ég horfi aldrei á hryllingsmyndir og finnst þær ömurlegar. Glenda sagði mér að fara út á myndbanda- leigu, ná í Halloween V og horfa á hana til að sjá hvað þessar myndir ganga út á.. Ég entist í gegnum hálfa mynd- ina, því mér fannst hún svo ógeðs- legn. En hvað með það, ég fékk hlutverkið - og fékk að ieika mjög skemmtilegan karakter. Myndin fjallar um sértrúarflokk og inn í það flettast Ásatrú og rúnaristur, Ég lék Dawn, sem er siðprúð, hallærisleg skrifstofudama á daginn en breytist í tryllta, heiðna ofstæk- ismanneskju á kvöldin. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Ég hitti höfund handritsins og hann var hæst ánægð- ur að ég skyldi hreppa hlutverkið. Ekki spillti fyrir að ég var komin af víkingum. Loksins fékk ég að leika norræna konu. Það var ýmis- legt sem ég gat frætt þá um nor- ræna goðafræði. Meðal annars tóku þeir upp þulu sem ég fór með fyrir þá úr Hávamálum. „Rúnar munt þú finna/ok ráðna stafí,/mjök stóra stafi,/mjök stinna stafi.:“ . Þeir voru alveg gagnteknir og ætluðu að nota hana, en eflaust þótti þetta of magn- þrungið fyrir höfund tónlistar, því þetta var ekki með i endanlegu út- gáfunni. Það var samt gaman að miðla þessu.. Þarna lék ég á móti Donald Ples- ance, Mitch Ryan og skólabróður mínum og góðum vini Paul Rudd. Hann lék til dæmis í framhaldsþætt- inum Sisters og í myndinni Clueless. Það er gleðilegt að sjá hvað honum gengur vel í kvikmyndabransanum. Hann er sá eini úr mínum útskriftar- hópi sem eru að byija að skapa sér nafn. Mér fannst mjög gaman að vinna við þessa mynd og takast á við svona klofinn karakter. Plesance var alveg dásamlegur en ég fann að hann var orðinn gamall og lúinn. Við lukum tökum í desember 1994 og svo dó hann, blessaður, í byijun árs ’95. Myndin er tileinkuð honum. Mormónum brugðið „Eitt það fyndnasta sem tengdist vinnu minni í þessari mynd, var að ég bjó þarna í ríki sem er algert mormónaland - um 70% íbúanna tilheyra þeim trúarbrögðum. Við Jón búum í litlum bæ, rétt utan við Salt Lake City, þar sem 90% af íbú- unum eru mormónatrúar. Það frétt- ist að ég væri að leika í þessari mynd og náagrönnunum leist ekki vel á blikuna. Það lá við að fólk gerði krossmark þegar það sá mig,“ segir Ragnhildur brosandi. Það má segja að þetta hafi verið með síðustu verkefnum mínum úti, því síðan ’94 hef ég verið meiri part- inn hér heima. Og aftur eru þau Jón komin í milliríkjahjónaband, sem auðvitað hefur gefið kjaftagangi - hér heima - nokkurt svigrúm. Hún segist stundum vera spurð hvort þau séu skilin, en það er af og frá. „Engu að síður hefur Jón minn setið úti með sárt ennið á meðan ég hef verið að vinna hér. En núna, loksins, er draumur okkar að ræt- ast. Við erum að koma heim. Hann er búinn að fá góða vinnu og við erum alsæl.“ Ragnhildur hefur engar sérstakar áhyggjur af því hvað bíði hennar hér heima. “ Maður verður bara að vera bjartsýnn. Hér er mikið af atvinnu- lausum leikurum og erfítt að komast að hjá leikhúsunum, en þá skapar maður sér bara verkefni sjálfur. Hér á íslandi eru engar „prufur". Mér finnst sorglegt að sá frábæri máti skuli ekki notaður til að velja leikara í hlutverk. Það er eins og leikstjórar fletti upp í minninu einu sér og rifji upp þennan leikara í þessu hlutverki og annan í öðru og noti þá svo aftur og aft- ur. Alls staðar sem ég þekki til úti, eru prufur. Þær eru mjög fagleg vinnubrögð og gefur leik- aranum kost á því að undirbúa sig og sýna hvað í honum býr. Það hlýtur að verða breyting hér á og það verður gleðilegt þegar það loksins gerist." Það er langt liðið á daginn þar sem við sitjum og drekkum kaffi í endapunktinum á páskahretinu. Ragnhildur ætlar að elda fyrir fjöl- skylduna og er að verða tæp á tíma, en það er ekki hægt að sleppa henni án þess að spyija hana aðeins út í huldumanninn „Jón mmn,“ sem verður að segjast eins og er að hafi sýnt af sér ótrúlega þolinmæði.... Hvar hittust þið? „Við hittumst á Reynimel í eld- húsinu hjá ömmu hans fyrir fjórtán árum og það var ást við fyrstu sýn..“ En ekki hvað? Hvar annars stað- ar gæti manneskja eins og Ragn- hildur fundið lífsförunaut sinn? Um þessar mundir er verið að æfa aðra leikkonu inn í hlutverk Ragnhildar í Englinum og hórunni, því hún er að þjóta út til að pakka búslóðinni saman til að senda hana heim. Ráðgjafaþjónusta Jóhanns og Birgís I- i bIJ Við bjóðum upp á einkaviðtöl, hjónaviðtöl, námskeið og stuðningshópa fyrir áfengissjúka, átfíkna, spilafíkna og aðstandendur þeirra. Einnig veitum við fyrirtækjum og félagasamtökum upplýsingar og aðstoð í einstökum málum. Flatahrauni 29 Hafnarfirði • Simi 555 4460 • Fax 555 4461. hAsköunn A AKUREYRI Háskólinn á Akureyri auglýsir: Nám fyrir verðandi leikskólakennara hefst í kennaradeild háskólans á haustmisseri nk. Ákveðið hefur verið að 30 nemendur verði innritaðir í þetta nám. Af þessum 30 nemendum skulu a.m.k. 24 hafa lokið stúdentsprófi en heimilt er að innrita allt að sex nemendur í námið á grundvelli starfsreynslu og/eða annarrar menntunar en stúdents- prófs. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Með umsóknum þurfa að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum, upplýsingar um starfsferil og meðmæli tveggja aðila. Hér á íslandi eru engar „prufur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.