Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 12
12 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Hínn eld-
rauði Janus
HONUM hefur verið líkt
við guðinn Janus sem
hafði tvö andlit og
sneri annað fram en hitt aftur.
Gennadíj Tsjúganov, frambjóð-
andi rússneskra kommúnista,
hefur verið vændur um að leika
tveimur skjöldum og boða aðra
stefnu á heimavelli en þegar hann
ræðir við erlenda gesti í Moskvu.
Kannanir gefa ti! kynna að hann
sé skæðasti keppinautur Borís
Jeltsíns og að kosið verði á milli
þeirra tveggja í næstu umferð
kosninganna.
Tsjúganov kemur fram sem sá
þungavigtarmaður sem hann er á
vettvangi rússneskra stjómmála.
Mökkur aðstoðarmanna fylgir
honum hvert fótmál og lífverðir
eru alltaf skammt undan. Maður-
sem skrifaði sérlega læsilega bók
um endalok Sovétríkjanna er
nefnist á ensku „Lenins Tomb“.
Remnik hefur lýst honum sem
„þjóðernisfasista" og víst er að
vænta má harðra viðbragða á
Vesturlöndum og breyttra sam-
skipta austurs og vestur verði
Tsjúganov næsti forseti Rúss-
lands.
Hveijir eru möguleikar hans?
Flokkur kommúnista fékk um 15
milljónir atkvæða í þingkosning-
unum. Þegar bætt er við atkvæð-
um þeim sem kommúnistaflokkur
Víktors Anpílovs og Bændaflokk-
urinn fengu geta kommúnistar
reiknað með að fá um 22 milljón-
ir atkvæða. Verði kosningaþátt-
takan á sunnudag svipuð og í
þingkosningunum í desember
GENNADIJ TSJUGANOV
FRAMBJOÐANDI KOMMUNISTA
inn hefur klárlega takmarkaðan
fjölmiðlasjarma en hann er „sval-
ur“ og sjálfsöruggur. Honum virð-
ist hafa tekist hið ómögulega;
hann hefur yfírunnið hatrið á
kommúnistum, sem einkenndi
rússnesk stjórnmál fyrst eftir hrun
Sovétríkjanna og það hefur hann
gert án þess að styggja þær millj-
ónir kjósenda sem studdu flokk
hans í þingkosningunum í desem-
ber. Þótt Tsjúganov verði ekki
kjörinn forseti Rússlands hlýtur
þessi framganga hans að teljast
umtalsvert pólitískt afrek.
Leiðtogi rússneskra kommún-
ista er 51 árs, 14 árum
yngri en Jeltsín forseti.
Yfirlýsingar hans hafa
verið misvísandi og því
hefur mjög verið hamp-
að í Rússlandi sem og
á Vesturlöndum að kommúnistar
bjóði ekki upp á skýra stefnu og
séu tvísaga í flestu. Þannig hefur
Tsjúganov lýst yfír aðdáun á Jó-
sef Stalín og boðað afturhvarf til
miðstýringar Sovétkerfisins.
Hann hefur aukinheldur iýst yfír
því að hann stefni að endurreisn
Sovétríkjanna þó svo hann hafni
valdbeitingu í því skyni. Líklega
dreymir hann eins og marga
Rússa um slavneskt. bandalag
Rússlands, Hvíta-Rússlands og
Úkraínu.
Tsjúganov hefur hins vegar
neitað að kannast við mörg þess-
ara stefnumála og reynt að slá á
ótta Vesturlandabúa er hann hef-
ur hitt fulltrúa erlendra ríkja og
viðskiptajöfra í Moskvu. Borið
hefur á umtalsverðum ágreiningi
innan kommúnistaflokksins um
helstu stefnumál og kann það að
skýra versnandi gengi Tsjúganovs
í skoðanakönnunum.
Hatursmenn Tsjúganovs telja
hann stórhættulegan og í sama
streng taka ýmsir sérfræðingar
um rússnesk stjómmál svo sem
blaðamaðurinn David Remnik,
ætti Tsjúganov að geta treyst á
að fá um 33% greiddra atkvæða.
Vert er að benda á að þessi tala
er nokkru hærri en fylgi það sem
leiðtogi kommúnista hefur fengið
í skoðanakönnunum.
Gera má ráð fyrir að kosninga-
þátttaka verði heldur minni nú
en í desember. Aðstoðarmenn
Tsjúganovs telja að frambjóðand-
inn þurfi að fá 30 til 32 milljónir
atkvæða til að bera sigur úr být-
um. Ef þetta er rétt skortir
kommúnista því um tíu milljónir
atkvæða til þess að taka við
stjórnartaumunum í Kreml.
Þrátt fyrir klofning
o g ágreining um
stefnumál hefur Tsjúg-
anov tekist að halda
fast í fylgi kommún-
ista. Þannig töldu
margir að hann hefði gerst sekur
um mikil mistök er hann studdi
ályktun á þingi í marsmánuði þar
sem upplausn Sovétríkjanna var
lýstur ólöglegur gjömingur. Nú
virðist unnt að túlka þessa
ákvörðun hans á þann veg að
hann hafi með þessu viljað
tryggja að þessar 20 milljónir
manna héldu tryggð við Komm-
únistaflokk Rússlands. Það fer
því fjarri að Tsjúganov hafí enga
pólitíska hæfileika.
Tsjúganov getur treyst á fylgi
ellilífeyrisþega og þeirra sem ekki
sætta sig við endalok Sovétríkj-
anna og það sem þeir upplifa sem
niðurlægingu Rússlands gagn-
vart Vesturlöndum. Hann fær
fýlgi þeirra sem ekki hafa notið
góðs af umskiptunum sársauka-
fullu frá miðstýringu til mark.aðs-
hagkerfís, sem kostað hafa mikl-
ar fómir og haft hafa glæpsam-
lega tilfærslu á þjóðarauðnum í
för með sér.
Hvort Tsjúganov tekst með
þessu að næla í tíu milljónir kjós-
enda til viðbótar mun ráða úrslit-
um í þessum kosningum.
Hann er
„svalur" og
sjálfsöruggur
sér forseta til næstu flögurra ára. Kosning-
arnar eru taldar með þeim mikilvægari á
--------------------------------------
alþjóðavettvangi á síðari árum. Asgeir
Sverrisson segir frá helstu frambjóðendun-
um, stefnumálum þeirra og sérstöðu og
veltir fyrir sér framtíðarmöguleikum þeirra.
Rússar ganga að kjörborðinu í dag og velja
Forset ako sningar
í Rússlandi
HERSHUFfllHGIHK fIlEUIIFI fiSFB
Lögin,
reglan og
föðurlandið
UPPLAUSNIN spillingin og glæpaaldan sem riðið
hefur yfir rússneskt samfélag á síðustu árum eru
helstu forsendur framboðs Alexanders Lebeds, fyrrum
hershöfðingja. Líkt og gildir um Grígoríj Javlínskíj virð-
ast möguleikar Lebeds til frama í rússneskum stjómmál-
um þó einkum felast í hugsanlegu samstarfí við Borís
Jeltsín forseta.
Lebed er hörkutól og myndi vafalítið verða sterkur
vamarmálaráðherra. Hann kann að verða freistandi
kostur, allt bendir til þess að agi innan rússneska hers-
ins fari ört dvínandi. ímynd Lebeds er sú að þar fari
maður ákveðinn og ósveigjanlegur, harkan skín úr and-
litinu, hann ber sig vel og hefur yfir sér vissan heims-
borgarablæ þegar hann dregur fram sígarettumunn-
stykkið og kveikir sér í vindlingi. Hann vill koma á lög-
um og reglu í Rússlandi og býður fram reynslu sína á
því sviði. Hún er umtalsverð.
Árið 1992 var Lebed gerður að yfirhershöfðingja 14.
hersins, sem hafði aðsetur í Transdniester, héraði sem
byggt er Rússum að mestu og krafíst hafði sjálfstæðis
frá Moldovu (áður sovétlýðveldinu Moldavíu). Honum
tókst að stilla til friðar og gera 14. herinn að einum
öflugasta þætti hernaðarmaskínu
Rússlands, sem átti undir högg að
sækja á flestum sviðum. Lebed sagði
hins vegar af sér árið 1995 og mót-
mælti þannig niðurskurði á framlög-
um til hersveita hans. Hann hafði
þá náð að verða þekktur maður í
Rússlandi vegna þeirrar varðstöðu
sem hann vildi að staðin yrði um
hagsmuni rússneskra minnihluta-
hópa í fyrrum sovétlýðveldum. Marg-
ir telja að óánægjan hafí aðeins ver-
ið yfírvarp; Lebed hafi þá verið búinn
að taka stjómmálasýkina og ákveðið að láta til sín taka
á þeim vettvangi.
Lebed var kjörinn á þing í kosningunum í desember
en þáverandi flokki hans, KRO, tókst hörmulega upp í
kosningabaráttunni og náði ekki tilskyldum fímm pró-
sentum atkvæða. Lebed var þvingaður út úr flokknum
skömmu eftir kosningarnar eftir að hafa lent í valdabar-
áttu við Júríj Skokov, fyrrum undirsáta Jeltsíns, sem
var annar af leiðtogum KRO. Þrátt fyrir herkilsímyndina
reyndist Lebed of heiðarlegur og óreyndur til að stand-
ast kröfumar í hinum býsönsku stjómmálum Rússlands.
Deilan við Skokov hefur spillt verulega fyrir Lebed í
kosningabaráttunni nú og margir höfðu spáð því að
hann myndi draga sig í hlé.
Lebed kveðst eiga fylgi á meðal þeira 60% kjósenda,
sem talin eru til miðjunnar í rússneskum stjórnmálum.
Kannanir hafa hins vegar ítrekað leitt í ljós að þessi
orðum skreytti förðurlandsvinur er langt á eftir þeim
Jeltsín, Tsjúganov og Javlínskíj.
ímynd Lebeds gæti á hinn bóginn tryggt honum viðun-
andi niðurstöðu og hugsanlega vamarmálaráðherraemb-
ættið í næstu ríkisstjóm Rússlands.