Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 13
.IflfiTOGl ÞÍOÐtKNsSSsNHíÍ
Trúðurinn
bíður
síns tíma
ÞJÓÐERNISSINNINN Vladímír Zhírínovskíj er trúð-
urinn í rússneskum stjórnmálum. Yfirgengilegar
yfirlýsingar hans og hamslaus framkoma hefur á stund-
um valdið miklum áhyggjum á Vesturlöndum og mikið
fylgi flokks hans í kosningunum 1993 fyllti margra skelf-
ingu. Zhírínovskíj hefur sýnt að hann er slyngur stjóm-
málamaður og hann er tilbúninn að beita öllum brögðum.
Zhírínovskíj er sannfærður um að hans tími muni koma.
„Við höfum unnið glæstan sigur,“ sagði Zhírínovskíj
í blaðaviðtali á kosninganóttina í desembermánuði þegar
ljóst var að flokkur hans, sem nefnist Fijálslyndi lýðræð-
isflokkurinn, hafði tapað um helmingi þess fylgis sem
hann fékk 1993. Þesi yfirlýsing lýsir vel ósvífni Zhír-
ínovskíjs, sem margir hafa gaman af og ákveðnir þjóðfé-
lagshópar eru samþykkir. Flest bendir hins vegar til að
hið mikla fylgi, um 22%, sem flokkur hans fékk í kosn-
ingunum 1993 hafi verið einstæður pólitískur viðburður
og rnuni ekki endurtaka sig.
Áróðursbrögð eru vitanlega viðtekin í rússneskum
stjórnmálum sem annars staðar. Hin rússneska hefð er
á hinn bóginn sú að ráðamenn beiti ósvífnum áróðri til
að halda völdum. Zhírínovskíj hungrar og þyrstir á hinn
bóginn í völdin. Teikn eru þó á lofti
um að hann kunni að hafa misboðið
dómgreind almennings í Rússlandi.
Zhírínovskíj verður ekki kjörinn
forseti Rússlands en hann kann líkt
og Grígoríj Javlínskíj að komast í
mikilvæga stöðu eftir kosningarnar
í dag. Fylgi hans hefur mælst á
bilinu 6-12% í könnunum en flokkur
hans fékk 11% atkvæða í þingkosn-
ingunum í desember.
Þótt Zhírínovskíj hafi látið ýmsar
eftirminnilegar yfirlýsingar falla um
Jeltsín forseta og stjórn hans er forseti Rússlands ekki
helsti andstæðingur hans. Sá heitir Gennadíj Tsjúganov
og er leiðtogi kommúnista. Það er á hinn bóginn ekki
stjórnmálasannfæring Tsjúganovs sem ógnar einkum
Zhírínovskíj enda má ávallt fá annað skip og annað föru-
neyti í stjórnmálum. Tsjúganov er ungur maður í rúss-
neskum stjórnmálum og fulltrúi nýrrar kynslóðar. Þó
svo Jeltsín verði hugsanlega endurkjörinn má ætla að
tekið sé að húma að pólitísku ævikvöldi forsetans. Tsjúg-
anov kann hins vegar að verða ráðandi afl í rússneskum
stjórnmálum næstu 10 til 15 árin. Þar með yrðu vonir
Zhírínovskíjs um völd og áhrifastöðu að engu.
Hvernig mun rússneski trúðurinn bregðast við þessu?
Færa má rök að því að hagsmunum hans verði best
þjónað með því að hallast á sveif með Jeltsín komi til
annarrar umferðar. Spurningin er hins vegar sú með
hvaða hætti forsetinn reynist fús til að endurgjalda þann
stuðning. Margir hatursmanna Zhírínovskíjs telja að þær
samningaviðræður verði ekki sérlega flóknar; því er
haldið fram að ráðamenn í Kreml hafi á sínum tíma
stutt ötullega stofnun flokks þjóðemissinna í því augna-
miði að kljúfa stjórnarandstöðuna.
Sllfllil U!limi.i UIITIfl IIILIIf-HIIISIIf
Signr-
vegari í
fyrstu lotu?
HAGFRÆÐINGNUM Grígoríj Javlínskíj hefur tekist
að treysta stöðu sína sem miðjumaðurinn í rúss-
neskum stjórnmálum. Lognmolla ríkir þó ekki í kringum
Javlínskíj, hann hefur alltaf haft unun af því að taka
hinn pólitíska slag með sama hætti og hann naut þess
áður að beija á andstæðingum sínum er hann var ungl-
ingameistari Úkraínu í hnefaleikum.
Javlínskíj vakti fyrst athygli í valdatíð síðasta sovétleið-
togans, Míkhaíls Gorbatsjovs, er hann kynnti áætlun um
hvemig snúa mætti Sovétríkjunum frá miðstýringu til
markaðshagkerfis á 500 dögum. Áætlun Javlínskíjs var
hafnað en það þýddi ekki endalokin fyrir hann. Javlínskíj
er baráttumaður og nú er hann orðinn leiðtogi Jabloko-
fiokksins og áhrifamikill í rússneskum stjómmálum.
Jabloko og Javlínskíj njóta tæpast alþýðufylgis. Flokk-
urinn fékk um sjö prósent atkvæða
í þingkosningunum í desember en
var raunar eini lýðræðislegi stjórn-
arandstöðuflokkurinn, sem náði að
komast yfir 5% múrinn, er ræður
því hvort stjómmálasamtök fá full-
trúa á þingi.
Nú virðist svo sem Javlínskíj hafi
loks tekist að losna undan þeim ei-
lífu deilum um hugmyndafræði og
hagkerfi, sem einkennt hafa sam-
skipti hans og rússneskra/sovéskra
ráðamanna. Hann hefur um 10%
fylgi í forsetakosningunum samkvæmt skoðanakönnun-
um. Tæpast getur hann gert sér vonir um sigur en hann
getur reynst áhrifamikið afl í rússneskum stjórnmálum
á næstu misserum. Sterkasti leikur hans í stöðunni virð-
ist vera sá að knýja fram stefnubreytingu af hálfu Jelts-
íns og áhrifamikið embætti, t.a.m. stól forsætisráðherra,
í næstu stjórn hans gegn stuðningi í seinni umferð kosn-
inganna. Javlínskíj þykir sjálfsöruggur svo jaðrar við
hroka. Hann er og vændur um valdagræðgi og því eru
margir tilbúnir til að trúa því að hann reynist reiðubúinn
að styðja kommúnista í síðari umferðinni þyki honum
það henta. Heldur má það þó heita ólíklegt.
Niðurstaðan er því sú að Javlínskíj komist í oddaað-
stöðu og að hann verði hinn raunverulegi sigurvegari í
fyrstu lotu kosninganna.
MlKHAIL SOmTSJOV SÍOOSTIS0VÉTLEIIT06IHH
Útlaginn
vonast eftir
kraftaverki
HANN VAR skilinn eftir á pólitískri eyðieyju er veld-
ið sem hann stýrði leið undir lok. Mikhaíl Gorbatsj-
ov, síðasti sovétleiðtoginn, og átrúnaðargoð margra á
Vesturlöndum vonast til þess að stjórnmálalegri útlegð
hans ljúki í forsetakosningunum í Rússlandi í dag. Bar-
áttuþrek hans er að sönnu aðdáunarvert en bjartsýnin
jaðrar við bijálsemi.
Margir telja Gorbatsjov einn merkilegasta stjórnmála-
manninn í heimi hér á þessari öld. Hann afnam einræði
sovéska kommúnistaflokksins, hóf markaðsumbætur í
heimsveldinu og innleiddi lýðræðislegar kosningar. Hann
sá til þess að veldi kommúnismans í leppríkjum Sovét-
manna í Austur-Evrópu leið undir lok með friðsamlegum
hætti. Fyrir þetta er hann hataður og fyrirlitinn í Rúss-
landi.
Eftir valdaránið í Moskvu í ágúst 1991 var ljóst að
Gorbatsjov myndi enda á ruslahaugi sögunnar líkt og
hið kommúníska heimsveldi sem hann stýrði í dauða-
teygjunum. Lýðræðissinnar sneru við honum baki af
þeim sökum að hann leitaðist við að lagfæra valdakerfí
sovésku forréttindastéttarinnar í þeirri von að þannig
ætti það sér lífsvon. Þjóðernissinnar og svonefndir „harð-
línumenn" kenndu honum hins vegar
um hrun Sovétríkjanna og lítinn
skriðþunga Rússa á alþjóðavett-
vangi eftir að þau höfðu runnið sitt
skeið á enda. Við þetta hatur glímir
Gorbatsjov enn.
Kannanir sýna að Gorbatsjov á
ekkert fylgi meðal þjóðarinnar.
Raunar sýna þær einnig að rúmur
helmingur kjósenda á landsvísu telur
kjör sín verri nú en þegar Gorbatsj-
ov hóf umbætur sínar sem kenndar
voru við perestrojku árið 1985.
Gorbatsjov hefur lagt fram stefnuskrá í tíu liðum.
Hann vill samningaviðræður um framtíð Tsjetsjníju,
kveðst styðja fijálsan markað og séreignarréttinn. Hann
vill að útgjöld til menntamála verði aukin og að þyngri
áhersla verði lögð á að uppræta glæpi og spillingu í
samfélaginu.
Gorbatsjov hefur fengið að kynnast ýmsu í kosninga-
baráttunni. Almenningur hefur víða ekki farið dult með
óvinveittan hug sinn í hans garð og í borginni Omsk
barði ungur hermaður hann í andlitið.
Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi engu að tapa;
honum sé hvort eð er kennt um allt það sem miður
hefur farið í Rússlandi/Sovétríkjunum á síðustu tíu árum.
Þessi fullyrðing er trúlega full afdráttarlaus en þó nærri
lagi. Gorbatsjov hefur hins vegar öldungis óhamið sjálfs-
traust og hann hefur hafnað öllum hinum frambjóðend-
unum. Hann vonast eftir atkvæðum þeirra sem ekki
geta hugsað sér að styðja tvo sigurstranglegustu fram-
bjóðendurna, þá Borís Jeltsín og Gennadíj Tsjúganov
Oliklegt er að hann sópi til sín fylgi en Gorbatsjov virð-
ist trúa á karftaverk þótt stjórnmálareynsla hans ætti
að hafa fært honum aðra lexíu.
Keisarínn í
atkvæðaieit
HAFI einhver forseta-
frambjóðendanna í
Rússlandi farið hring-
ferð með hinu pólitíska gæfuhjóli
er það Boris Jeltsín forseti. Á
Vesturlöndum hefur honum verið
hampað sem málsvara frelsis og
lýðræðis í Rússlandi en á heima-
velli hefur gengi hans verið æði
misjafnt. í janúarmánuði virtist
hann enga von eiga um sigur og
fylgi hans mældist aðeins átta
prósent. Nú gefa flestar kannan-
ir til kynna að hann njóti meira
fylgis en Gennadíj Tsjúganov,
frambjóðandi kommúnista, sem
notið hafði mikilla yfirburða allt
þar til á síðustu vikum.
Borís Jeltsín hefur gengið í
endurnýjun lífdaga. Fyrr í ár virt-
ist heilsubrestur ætla að koma í
svo mjög hefur verið lofuð á
Vesturlöndum, hefur skert kjör
stórra þjóðfélagshópa og virðing
fyrir lögum og rétti hefur mjög
átt undir högg að sækja í rúss-
nesku samfélagi frá því að vest-
ræn auðhyggjusjónarmið voru
innleidd þar eystra. Nú heitir
Jeltsin því að milda áhrif þessara
umskipta.
Möguleikar Jeltsíns á að vera
endurkjörinn hafa batnað á síð-
ustu vikum eftir að hafnar voru
viðræður um frið í styijöldinni
blóðugu í Kákasuslýðveldinu
Tsjetsníju. Á mánudag voru und-
irritaðir friðarsamningar þó svo
enn sé ekki ljóst hver lokastaða
lýðveldisins verður innan Rúss-
lands en aðskilnaðarsinnar þar
krefjast sjálfstæðis. Herförin til
BORIS JELTSIN
RUSSLANDSFORSETI
Jeltsín getur
einn tryggt
stöðugleika
veg fyrir að hann gæti beitt sér
að fullu í kosningabaráttunni og
sögur af meintri ofdrykkju forset-
ans mögnuðust um allan helming.
Forsetinn dreif sig á heilsuhæli,
léttist verulega og hefur virst við
hestaheilsu á síðustu tveimur til
þremur mánuðum. Hann hefur
sýnt mikinn styrk í kosningabar-
áttunni, nýtur þess sýnilega að
eiga undir högg að sækja og að
ráðast af fullri grimmd gegn
fjendum sínum.
í stað þess að virðast áður
heilsulítill og frumkvæðislaus hef-
ur forsetinn að undanfömu komið
fram sem sterki mað- ----------
urinn í rússneskum
stjórnmálum. Embætt-
isins vegna nýtur hann
vitanlega umtalsverðra
yfirburða og Ijölmiðlar
hafa verið honum mjög hliðhollir.
En Jeltsín hefur í krafti embættis-
ins getað komið fram sem keisar-
inn forðum; hann hefur óhikað
dælt út gjöfum og dúsum til sér-
stakra þjóðfélagshópa.
Nýjustu kannanir sýna flestar
að Jeltsín hafi ívið meira fylgi
en Tsjúganov. Fylgi hans hefur
mælst á bilinu 25-36%. Hann
hefur því náð umtalsverðu for-
skoti á frambjóðanda kommún-
ista seni hefur mælst með 20-26%
fylgi. ítrekað skal að rússneskar
skoðanakannanir geta verið vara-
samar, flest bendir til að Rússum
sé almennt ekki ljúft að taka
þátt í þeim og að þeir hiki tæp-
ast við að segja ósatt um hvar
atkvæði þeirra lendir. Ræður þar
vafalaust miklu hollusta við yfir-
valdið, sem löngum hefur rist
djúpt í rússneskri þjóðarsál.
Nái Jeltsín að vinna sigur í
þessum forsetakosningum verður
það með glæsilegri pólitískum
afrekum síðari ára. Aðeins örfáir
mánuðir eru frá því að forsetinn
var rúinh stuðningi og trausti.
Umbótastefnan svonefna, sem
Tsjetsjníju var mikil mistök af
hálfu Jeltsíns.
Kosningabarátta JeltsSns hefur
skipst upp í þijú stig. Á hinu
fyrsta kenndi hann undirsátum
sínum um allt það sem miður
hafði farið og fengu margir
þekktustu umbótasinnarnir í
stjórn hans að taka pokann sinn.
Á því næsta hét hann því að finna
lausn á öllum helstu vandamálum
Rússa. Þriðja stigið kann að reyn-
ast mikilvægast en það felst í því
að fá fram stuðning „þriðja afls-
ins“ svonefnda í rússneskum
stjórnmálum; að ná stuðningi
annarra frambjóðenda
í seinni umferð kosn-
inganna.
Ólíklegt má heita að
Jeltsín hljóti 50% at-
““kvæða í fyrri umferð-
inni og trúlega þarf að kjósa aftur
á milli hans og Tsjúganovs. Von
Jeltsíns er sú að lýðræðisöflin og
stuðningsmenn Grígorís Javl-
ínskíjs og Alexander Lebeds gangi
til liðs við hann í síðari umferð-
inni. Til að svo megi verða þarf
Jeltsín að vera reiðubúinn að færa
ákveðnar fórnir. Líklegt má heita
að Javlínskíj heimti forsætisráð-
herraembættið gegn stuðningi og
forsetinn þarf einnig að vera tilbú-
inn til að taka hershöfðingjann
fyrrverandi Alexander Lebed inn
í stjórn sína. Þetta kann að verða
það gjald sem Jeltsín þarf að inna
af hendi til að halda völdunum.
Jeltsín hefur notið lítt dulins
stuðnings vestrænna ráðamanna
í þessari kosningabaráttu. Sú
áhersla sem Vesturlandabúar
leggja á persónur fremur en
málefni í rússneskum stjórnmál-
um kann að vera umdeilanleg.
Eins og málum er nú komið er
hins vegar ljóst að Jeltsín getur
einn tryggt stöðugleika í sam-
skiptum við lýðræðisríkin í vestri
og því eru þessar kosningar svo
mikilvægar sem raun ber vitni.