Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 14
14 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HRUN Sovétríkjanna var
afdrifaríkt á öllum svið-
um þjóðlífsins og ekki
hvað síst í menningar-
málum. Skyndilega var tauminum
sleppt af listamönnum, sem höfðu
verið undir járnhæl alræðisins. En
um leið og þeir fengu frelsið hætti
boðskapur þeirra að vera jafnmikil-
vægur og á tímum andófs. Þá breytt-
ist einnig staða hljómsveita, lista-
safna og dansflokka. Grundvöllur
kvikmyndagerðar varð að kviksyndi
og leikhús stóð á krossgötum.
Sveinn Einarsson sat í sérfræð-
inganefnd, sem hefur nýlokið við
gerð skýrslu, sem ber nafnið „Rúss-
nesk menningarstefna", á vegum
Menningarmálanefndar Evrópuráðs-
ins.
Sveinn fór í nokkrar ferðir tii
Rússlands ásamt öðrum nefndar-
mönnum, ræddi við fjölda manns um
ástandið og safnaði gögnum til
skýrslugerðarinnar. Því næst var
mrenningarmálat'áðherra Rússlands
kvaddur til Strassborgar ásamt föru-
neyti og látinn svara spurningum og
hlýða á skoðanir, sem byggðar voru
á niðurstöðum skýrslunnar. Tilgang-
urinn er að lofa jafnt sem lasta.
Sveinn líkir þessari yfirheyrslu við
„réttarhöld". Hann segir að ekki sé
gefin heildareinkunn, enda ekki til
neinn ákveðinn stuðull, sem skeri úr
um það hvenær menningu sé borgið,
og hvenær beri að örvænta. Um sé
að ræða aðferðafræði til að auðveida
samanburð.
Megináhersla er lögð á þtjú atriði
í menningarúttekt af þessu tagi. Þar
ber í fyrsta lagi að nefna skapandi
listastarfsemi, í öðru lagi varðveislu
menningarverðmæta, til dæmis
bygginga og listaverka, handrita og
þjóðgarða og í síðasta lagi hvernig
stuðlað er að því að aimenningur fái
notið þessara gæða og að þjálfun og
menntun til starfa á menr.ingarsvið-
inu sé fullnægjandi.
Enginn stóridómur
„Það er í rauninni ekki kveðinn
upp neinn stóridómur yfír því ríki,
sem gerð er á úttekt,“ sagði Sveinn
um starf sérfræðinganefndarinnar.
„Nú hefur að vísu verið gerð úttekt
á átta ríkjum, sem hafa undirritað
menningarsáttmála Evrópuráðsins,
og auðvitað er ákveðin aðferðafræði
notuð, en hún má ekki vera of stíf
vegna þess að það er svo ótrúlega
ólíkt hvemig málum er háttað eftir
þjóðfélagsgerð, meira að segja hér
innan Vestur-Evrópu, þar sem ætla
mætti að vandamálin væru svipuð
og skipulagið það sama.
Það fer til dæmis eftir því hvort
ríkið er ein heild með ákveðinni mið-
stýringu frá höfuðborginni, eða hvort
það er bútað niður í ríkiseiningar
með ákveðna sjálfstjórn, eins og til
dæmis Austurríki og Þýskaland. Þá
eru áherslur ólíkar. A Ítalíu fer
menningarfé í varðveislu gamalla
dýrgripa, en í Hollandi í nýsköpun
svo kjallarar fyllast af listaverkum."
Sveinn sagði að enn meiri sveigj-
anieika þyrfti þegar komið væri í
austurveg því að laga þyrfti menn-
ingarstefnuna að nýrri stjórnskipan.
„Óiíkindi verða meiri um leið og
fyrrverandi austantjaldsríki koma
inn í dæmið því að þá vakna spum-
ingar, sem snerta í raun grundvöll
lýðræðislegrar framkvæmdar á þeim
málum, sem um er að ræða,“ sagði
Sveinn. „Þetta er ótrúlega nýtt fyrir
Rússum. Þeir hafa aldrei haft í fram-
kvæmd lýðræði á neinu sviði og því
þarf engan að undra þótt þetta taki
tíma og það má í raun segja að á
þeim örfáu árum, sem liðin eru frá
því að þeir losnuðu undan oki komm-
únismans, hafi mjög mikið jákvætt
gerst, sem sést bæði á lagagerð og
forsaetatilskipunum.
Krefst nýrrar hlutlægni
En það er reynt að taka á þessum
málum út frá lýðræðishefð vest-
rænna þjóða. Hitt er annað mál að
í sumum tilvikum gengur erfiðlega
að fylgja því eftir og það er bæði
fjárhagslegs eðlis og hugarfarslegs,
vegna þess að þetta krefst nýs hugs-
unarháttar, nýrrar hlutlægni, í með-
ferð fjár og siðferði stjómskipunar-
laga fer allt í einu að skipta máli.
Þá er þingræðið ekki jafnrótgróið og
það er í öðrum löndum og sama
máli gegnir um ýmislegt annað.“
Sveinn nefndi réttindabaráttu
MENNINGARÚTTERT
UMBROTA OG OVISSU
Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur,
hefur undanfarið ár varíð miklum tíma í Rúss-
landi til að vinna að úttekt á stöðu menningar-
mála þar í landi á vegum Evrópuráðsins og
komst hann að þeirri niðurstöðu að þjóð, sem
aldrei hefur kynnst lýðræði, öðlast það
ekki í einu vetfangi.
Reuter
starfshópa til dæmis um það hvað
hugsunarháttur Rússa er frábrugð-
inn því, sem gerist á Vesturlöndum.
„Hjá okkur er til dæmis einn af
hornsteinum lýðræðis að launabar-
átta fer þannig fram að hagsmuna-
aðilar takast á og reyna að finna
sameiginlegan grundvöll," sagði
Sveinn. „í Rússlandi er ekki hugsað
þannig. Við spurðum hvort lista-
mannasamtökin kæmu ekki inn og
semdu um kaup og kjör þeirra, sem
fá kaup hjá ríkinu fyrir að spilá í
sinfóníuhljómsveitum eða vinna á
söfnum. „Af hverju?" spurðu þeir.
„Ríkið borgar kaupið. Ríkið ræður
hvað það borgar." Þetta er náttúr-
lega gjörólíkt því, sem við þekkjum,
og því er ekki að leyna að öll þeirra
launastefna er í molum.“
Mikið hefur verið rætt um það
bókmenntaáhugi Rússa hafi minnkað
stórlega eftir að Sovétríkin liðu und-
ir lok og ljóðið eigi erfitt uppdráttar.
Nú, þegar skyndilega má segja hvað
sem er og skrifa, vill almenningur
lesa ástarsögur og afþreyingu.
„Þetta var okkur sagt að væri
áberandi, ekki þannig að eitt kæmi
í annars stað, en um leið og eitt er
bannað í ákveðinn tíma og síðan
gefið fijálst þá kemur náttúrlega upp
sú sefjun að það hafi verið bannað
vegna þess að það var eftirsóknar-
vert,“ sagði Sveinn. „Þeir eru dálítið
varnarlausir gagnvart ýmsu í þeirri
bylgju vestrænnar menningar eða
ómenningar, sem við eigum auðveld-
ara með að taka á móti því að við
erum með ákveðið varnarkerfí. En
þarna flæðir inn mjög mikið af efni
og er til dæmis sagt að amerískar
kvikmyndir séu nú komnar upp í sjö-
tíu prósent þeirra mynda, sem sýnd-
ar eru.“
Að ýmissa mati var kvikmynda-
gerð í Sovétríkjunum ekki beysin,
þótt hún væri umfangsmikil og sum-
ir þeir, sem gátu sér orð, hlutu yfír-
leitt ekki náð fyrir augum yfírvalda.
Mikil afköst voru hins vegar í kvik-
myndaiðnaðinum þar til samkeppnin
frá Hollywood kom til sögunnar.
Kvikmyndaiðnaðurinn hrundi
„Kvikmyndaiðnaðurinn þeirra
hrundi um leið og ríkið hætti að
styrkja hann,“ sagði Sveinn. „Nú eru
framleiddar 30 til 40 kvikmyndir á
ári, en var um 400 myndir. Á hinn
bóginn má segja að sums staðar er
kominn upp kvikmyndaiðnaður, sem
ekki var áður. Til dæmis eru menn
að gera sínar fyrstu kvikmyndir í
Tatarstan með sæmilegu fjármagni.
í sjónvarpi hefur erlent efni einnig
aukist mikið, en þar kemur einnig á
móti að í sumum stöðvum úti á landi
eru þeir farnir að útbúa efni á þjóðt-
ungu viðkomandi lands.
Við sáum einmitt dæmi þessarar
vakningar í Tatarstan á því að undir
stjórn kommúnista var aðeins einn
skóli, sem kenndi á máli Tatara, en
nú eru þeir 44 og búið er að opna
aftur moskurnar og þeir eru komnir
með útvarpsstöð og sjónvarpsstöð á
sínu eigin máli. Þannig að frelsið
hefur náttúrlega líka í för með sér
að það sem áður var haldið niðri fær
nú tækifæri til að gróa.
En á hinn bóginn er því ekki að
leyna að aðsókn að leikhúsum, tón-