Morgunblaðið - 16.06.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 15
leikum, kvikmyndahúsum hefur
dregist saman, en kannski haldist
einna mest á bókasöfnum, sem í
Rússlandi eru mörg hver mjög góð.“
Staðan er nú þannig að markaður-
inn hefur að mismiklu leyti tekið við
af ríkisjötunni og við það að sýning-
ar og tónleikar þurfa að standa und-
ir sér verða hinir efnaminni í auknum
mæli að sitja heima.
„Ein af skýringunum á því að
aðsóknin hefur minnkað er sú að
fólk hefur ekki peninga til að stunda
listviðburði eins og það hafði áður,“
sagði Sveinn. „Þetta er eitt megin-
vandamálið: hvort hækka eigi verðið
og láta einu gilda hvað kaupmáttur
er h'till."
Til marks um það hvað launin
geta hrokkið skammt sagði Sveinn
frá för á veitingastað þar sem hver
réttur kostaði sem samsvaraði
meðalmánaðarlaunum, þótt ekki
teldist ýkja dýr hér á landi.
„Einn gárungi sagði við mig:
„Unga fólkið hefur ekki tíma lengur
til að fara á tóneika eða í kvikmynda-
hús, það er allt á ensku- eða tölvu-
námskeiði. Eldra fólkið þorir ekki
út á götu á kvöldin af ótta við rán
og líkamsmeiðingar“,“ sagði Sveinn.
„Þegar tæplega helmingur laun-
anna fer í að borga lestarkort og þá
á eftir að borga nauðsynjar og húsa-
leigu fæst skýringin á því af hveiju
fólk, sem svo lengi hafði þráð frelsi
og horft með von til þess, er orðið
svona vonlaust. Þetta er skýringin á
því af hveiju kommúnistar hafa feng-
ið svona sterka útkomu úr kosning-
um. Fólkið hafði áður atvinnuöryggi,
en ekkert frelsi. Nú hefur það frelsi,
en ekkert öryggi.“
Fólkið hafði ártur
iirv^i, en ekkert frelsi
nú hefur fólkið frclsi,
en ekkert öry^i
Sveinn er þó ekki þeirrar hyggju
að Rússar hafi alfarið snúið baki við
umbótum.
„Margir segja þó enn, sem betur
fer: „Við þreyjum þetta og það hlýt-
ur að birta upp.“ Aðrir eru hins veg-
ar örvinglaðir. Við hittum mikið af
fólki og ég veit ekki hversu dæmi-
gert það var fyrir hinn almenna
Rússa. Okkur fannst athyglisvert
hvað þeir voru opinskáir og gagnrýn-
ir.
Varð var við umbótavilja
Maður varð var við mikinn um-
bótavilja hjá þorra fólks, það fór
1 ekki á milli mála. En einnig hitti
maður forstokkaða kerfiskarla og
Rússar eru í vandræðum með sitt
,,embættismannakerfi því að það
byggir vitaskuld á gömlu hefðinni
og margir eru hinir sömu og á Sovét-
tímanum og ekki hafa þeir allir til-
einkað sér nýjan hugsunarhátt.
Margir sögðu við okkur sem svo:
þegar við höfum fóstrað upp nýja
kynslóð út frá nýjum forsendum þá
höfum við fólk, sem getur mótað
okkar samfélag í samræmi við það,
sem okkur dreymir um.“
Ein eftirminnilegasta stund Sveins
í Rússlandi var heimsókn til Samtaka
óháðra bókasafna.
„Það gekk erfiðlega að finna sam-
tökin og bílstjórar okkar námu að
endingu staðar í húsagarði og sögðu
að hér hlyti þetta að vera,“ sagði
Sveinn. „Þetta var á milli heldur
óhijálegra fjölbýlishúsa. Við stigum
út og skyndilega stendur þar síð-
skeggjaður maður á miðjum aldri og
•segir okkur að elta sig inn í eitt
þessara íjölbýlishúsa. Þar fórum við
inn í lyftu, sem gafst upp milli sjöttu
og sjöundu hæðar og þurftum við
að klöngrast út og klifra upp á tí-
undu hæð. Þar komum við inn í her-
bergi á stærð við meðalstofu og það
reyndist hlaðið bókum. Þá rann upp
fyrir okkur að þetta var bókasafn
fyrrverandi andófsmanna og er núna
safn, sem sérhæfir sig í bókum og
bæklingum um mannréttindamál.
Áður fyrr var þarna hins vegar safn
bóka, sem ekki voru leyfðar, og sagði
sá, sem tók á móti okkur, að hann
væri sá eini, sem ekki hefði lent í
fangelsi af þeim, sem sáu um safnið."
Ánægður með stöðu leikhúss
Þjóðleikhússtjórinn fyrrverandi
kvaðst ánægður með stöðu leikhúss-
ins í Rússlandi.
„Það leikhús, sem við sáum var
mjög gott, en hitt er annað mál að
ég vissi fýrirfram hvar ætti að leita
að góðu leikhúsi," sagði Sveinn.
„Leikhúsið var ekki gamaldags, en
hins vegar varð maður var við að
það væri viss tregða til að standa
að nýsköpun eða að ekki væri komið
kerfi til að styðja við það, sem er
nýtt af nálinni eða ekki er sprottið
úr rótgrónum stofnunum."
Sveinn kvað tónleika, sem sér-
fræðinganefndin sótti, einnig hafa
verið í hæsta gæðaflokki.
Gróin menning
blómstrar áfram
„Það er því gróin menning, sem
heldur áfram að blómstra," sagði
Sveinn. „Hið viðurkennda á auðvitað
auðveldast uppdráttar í þessari pen-
ingakreppu. Þetta á við um stærstu
söfnin, sem eru farin að eiga sam-
vinnu við vestræn söfn. Þau eiga þó
erfitt með að eignast verk frá Vestur-
löndum vegna þess að þau eru ekki
samkeppnishæf og þegar kaupa á
ný verk eftir Rússa eru meiri pening-
ar í einkageiranum, til dæmis hjá
bankasamsteypum, en söfnin eiga.
En það er gjá milli þeirra og þess,
sem er að gerast í dag. Það er leitun
á nýlistasöfnum og galleríum þar
sem eru til sölu verk, sem verið er
að vinna, þótt það sé að koma.
En það er sá hluti listsköpunar,
sem er utan við almannaveg,
sem á erfiðast uppdráttar.“
Höfundarréttarmál eru í
ólestri í Rússlandi.
„Það er viðurkennt að níu-
tíu prósent af myndbanda-
___ markaði og hljómplötumark-
aði eru sjóræningjaútgáfur,
sem berast inn í landið frá
Kína og Hong Kong,“ sagði
Sveinn. „Rússarnir framleiða
þetta ekki sjálfir. Þetta er selt
á hálfólöglegum mörkuðum
og er miklu ódýrara, en lögleg-
ar útgáfur. Réttur upphafsmanna er
ekki virtur. Rússar viðurkenna að
þetta er vandamál en hefur ekki tek-
ist að taka á því.“
Sveinn sagði að bókaforlög væru
mörg og á uppleið, en hljómplötufyr-
irtæki væru í vandræðum.
„Til dæmis hefur útgáfa hrunið
hjá Melódíu, sem var eitt stærsta
útgáfufyrirtækið og hefur nú verið
einkavætt. Þeir eiga einkarétt á
gömlum útgáfum og gefa nú út um
fimm plötur á ári.
Hins vegar er kominn kippur í
bókaútgáfu, en það sem háir því að
koma á öflugri bókaútgáfu er að við
það að hafa minni ijárráð fá menn
bækur lánaðar og kaupa minna og
um leið hefur prentkostnaður og
dreifingarkostnaður aukist mjög
mikið og víða í hinum 89 ríkjum hins
rússneska ríkjasambands er ekki
hægt að kaupa bækur lengur. Á
móti þessu vegur að víða eru þjóðir
eða þjóðarbrot, sem eru 176 í Rúss-
landi, því má ekki gleyma, farin að
gefa út bækur á eigin tungumálum.“
Það er sennilega sama hver til-
gangur Rússlandsferðar er, sú getj-
un, sem er í þjóðfélaginu og óvissa,
fer ekki fram hjá neinum. Sveinn
sagði að nú væru spennandi og ein-
kennilegir tímar í Rússlandi:
Gríðarleg umbrot
„Það eru gríðarleg umbrot hjá
þessari þjóð. Við fundum það í heim-
sóknum okkar að Jeltsín er vinsæll
og persónuleiki hans fellur mörgum
í geð. Heyrðist gagnrýni beindist hún
aðallega að því hvað kaupmáttur
launa hefði lækkað mikið og bata-
merkin, sem nú eru þó kannski að
koma í ljós því að tekist hefur að
ná aðeins í skottið á óðaverðbólg-
unni, hafa látið bíða eftir sér. Það
er þessi uggur. Fólkið er einfaldlega
hrætt við að eiga ekki ofan í sig.
En það gladdi okkur að finna við-
leitni sterkra afla til þess að finna
þjóðskipulaginu og hugsun fólksins
lýðræðislegt innihald. Maður varð
mjög var við sterka löngun til þess.
Hins vegar kom á óvart, á hvað
mörgum sviðum er langt í land þrátt
fyrir góð fyrirheit og tilskipanir."
Fjallað um Jón Leifs
í Gramophone
í JÚLIHEFTI breska tónlistar-
tímaritsins Gramophone er fjallað
um nýútkominn disk Sinfóníu-
hljómsveitar íslands „íslands
Kantata", þar sem hún leikur verk
eftir Jón Leifs undir stjórn Petri
Sakari. Talað er um diskinn ásamt
níu öðrum sem vert er að kynna
sér hafi maður gaman af píanókon-
sert Griegs frá 1868. Greinin ber
yfirskriftina Hvað næst? en þar er
reglulega eitt verk tekið fyrir og
reynt að víkka út sjóndeildarhring
hlustenda á sígildri tónlist með því
að stinga upp á fleiri verkum til
að hlusta á.
í umfjölluninni segir að líkt og
fyrsta tónlistarhátíð Griegs í
Bergen 1898 hafi sýnt stoltið sem
bjó í afrekum lítillar þjóðar á tón-
listarsviðinu, færði tónlist Jóns
Leifs sjálfsöryggi og innblástur
inn í vaxandi tónlistarlíf 200.000
manna þjóðar. í framhaldi er lok-
ið lofsorði á verkin á disknum, sem
eru sögð eitt besta dæmið um
sérstöðu og framsækni tónskálds-
ins Jóns Leifs, en umíjallanir um
upptökur með tónlist hans hafa
verið áberandi í Gramophone upp
á síðkastið.
Grafík-
listamenn
til Got-
lands
TVEIM íslenskum listamönnum,
Grétu Ósk Sigurðardóttur og Ragn-
heiði Jónsdóttur, hefur verið boðið
að taka þátt í grafíksmiðju Nordgraf-
ia í Gotlandi í Svíþjóð ásamt 23 öðr-
um listamönnum frá löndunum sem
liggja að Eystrasalti ásamt Islandi
og Noregi. Ætlunin er að listamenn-
irnir geri tilraunir með miðilinn og
noti ýmis efni og afraksturinn á að
sýna í miðbæ Visby þar sem smiðjan
verður staðsett. Gréta sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að gengið hefði
verið útfrá að velja einn fulltrúa af
yngri kynslóð grafíklistamanna og
einn sem á lengra starf að baki, en
báðar hafa þær reynt að spanna út
miðilinn með tilraunum. Smiðjan
hefst 14. júní.
Grafíksmiðjan er hluti af víðtæk-
ari dagskrá sem gengur undir nafn-
inu Nordgrafia og er samstarfsverk-
efni Listasafns Gptlands og Grafíkfé-
lagsins í Visby. Á opnunardegi dag-
skránnar mun verða ráðstefna um
stöðu og stefnu grafíklistarinnar og
daginn eftir verður sýning lista-
manna frá 12 löndum opnuð. Ingunn
Eydal, Hafdís Ólafsdóttir, Lísa K.
Guðjónsdóttir, Þórður Hall og Val-
gerður Hauksdóttir sýna þar fyrir
Islands hönd.
Myndlistar-
sýning í
Skaftárskála
á Klaustri
KRAKKARNIR í Kirkjubæjar-
skóla á Klaustri opnuðu nýlega
myndlistarsýningu í veitinga-
salnum í Skaftárskála á
Kirkjubæjarklaustri. Á sýn-
ingunni eru myndir sem þau
hafa unnið undir leiðsögn
myndlistarkennara síns.
Við opnun sýningarinnar
léku ungir flautuleikarar úr
tónlistarskólanum á Klaustri
og boðið var upp á veitingar
í skálanum.
Fyrirhugað er að gefa lista-
fólki kost á að hengja upp
verk sín í skálanum í sumar.
Hermann Stefánsson
Klarínett-
leikari í
Svíþjóð
HERMANN Stefánsson var nýlega
ráðinn sólóklarínettleikari Konung-
legu sænsku fílharmóníuhljómsveit-
arinnar í Stokkhólmi. Hljómsveitin
er stærsta sinfóníuhljómsveit Sví-
þjóðar og sótti ísland heim og lék
á listahátíð 1972. Aðalstjórnendur
hennar nú eru Englendingurinn
Andrew Davis og Eistlendingúrinn
Paavo Járvi. Hermann mun koma
fram sem einleikari með hlómsveit-
inni í klarínettkonsert Mozarts á
næsta starfsári.
Hermann Stefánsson er fæddur
á Akranesi 1963, sonur hjónanna
Stefáns Eyjólfssonar og Ragnhild-
ar Hermannsdóttur. Hann hóf
klarínettnám við tónlistarskólann
þar hjá Þóri Þórissyni níu ára að
aldri en flutti þrettán ára gamall
með fölskyldu sinni til Svíþjóðar.
Hermann nam við tónlistarháskól-
ann í Piteá, stundaði framhalds-
nám hjá Walter Boeykens í Hol-
landi og síðar hjá Mitchell Lurie í
Bandaríkjunum sem Fulbright-
styrkþegi. Að framhaldsnámi
loknu starfaði hann í fjögur ár sem
1. klarínettleikari sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í Helsingborg eða allt
þar til hann tók við hinu nýja starfi.
Hermann hefur undanfarin ár
einnig kennt við tónlistarháskólana
í Piteá og Malmö, og komið fram
sem einleikari í klarínettkonsertum
eftir Mozart, Weber, Crussell, Ni-
elsen og Copland.
Auk Hermanns starfar annar ís-
lendingur við Konunglegu fíl-
harmóníuhlómsveitina í Stokk-
hólmi, það er Valur Pálsson kontra-
bassaleikari.
.♦
Frumsýning á
Húsavík
RÓMANTÍSKI gamanleikurinn Á
sama tíma að ári verður frumsýndur
á Húsavík næstkomandi miðvikudag
kl. 20.30.
Höfundur þess er Bernard Slade,
en þýðing er eftir núverandi Þjóðleik-
hússtjóra, Stefán Baldursson. Leik-
arar sýningarinnar eru Sigurður Sig-
uijónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir,
en leikstjóri er Hallur Helgason.
Verkið var sýnt við miklar vinsældir
í Þjóðleikhúsinu fyrir tæplega 20
árum og nú stendur til að fara hring-
ferð um landið, þangað til í júlí, þeg-
ar það verður tekið til sýninga í
Loftkastalanum.
Nýjar bækur
Meðan þú gefur
KOMIN er út ný bók
eftir Gunnar Dal,
skáld og heimspeking.
Er það vísnabálkur sem
hann kallar Meðan þú
gefur, dregið af einu
erindinu sem hljóðar
svo: Meðan þú gefur —
Á lífið alltaf eitthvað —
Til að gefa þér. Ljóðin
eru ort í hinum svo-
nefnda japanska
„hæku“-stíl sem hefur
að undanförnu breiðst
út um heiminn og orðið
alþjóðlegt ljóðaform.
Allmörg íslensk skáld
hafa glímt við hækuna,
en Gunnar telur að þetta sé fyrsta
samfellda frumorta hækubókin á
íslensku. Hann nefnir þær þríhend-
ur,_því að línurnar cru þijár.
í formála lýsir Gunnar Dal jap-
önskum ljóðformum, svo sem
choka, tanka og sedaka, en geta
má þess að Vilborg Dagbjartsdóttir
skáldkona hefur nokkuð glímt við
tönkuna „að vera í japönskum þönk-
Gunnar Dal
Sveinn
um“. Og loks koma
hækan (haika) og
rengan, sem náð hafa
hvað mestri útbreiðslu
á alþjóðavettvangi.
Rekur Gunnar þetta í
stuttu máli og segir að
þessi skáldskaparform
muni hafa komið upp
í Japan fyrir meira en
tvö þúsund árum og
getur nokkurra helstu
japanskra þjóðskálda.
Fjölvaútgáfan hefuv
gefið þessa bók Gunn-
ars út í sérstöku
skrautformi. Lista-
maðurínn Snorrí
Friðriksson myndskreytir
bókina að eigin vali og er hún að
fullu litprentuð. Sigurlaugur Þor-
kelsson samdi atríðaorðaskrá. Bók-
in er unnin hjá PMS, Súðaivogi og
GBen. Eddu Grafík, 96 bls. inn-
bundin. Fjölvi býður bókina á sér-
stöktí voiiilboði, 1.260 krónur
fyrsta mánudinn, en eftirþað kost-
ar bókin 1.580 krónur.