Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ „NÝTTBLÓГ í SKÍÐASKÓLANN Höfum byggt lítið þorp „Tilgangurinn með félagsstofn- uninni var að fá lán til þess að byggja hús fyrir starfsemina. Það tókst fyrir tilstilli góðra manna, einkum Eysteins Jónssonar ráð- herra, sem var sjálfur mikill áhuga- maður um skíðaíþróttir og hafði komið til okkar á námskeið. Feng- um við lán úr Framkvæmdabankan- um sem þá hét og byijuðum á að byggja Fannborgarskálann, sem er bækistöð skólans í Ásgarði. Það var okkur til happs að um þær mundir var Ferðamálasjóður stofnaður og fengum við þar viðbótarlán sem okkur vantaði til þess að ljúka við byggingu skálans. Frá þessum tíma hefur starfsemin aukist jafnt og þétt og á þessum 35 starfsárum höfum við byggt lítið þorp með sautján húsum, ýmist gestahúsum eða húsum fyrir okkur sem vinnum við skólann. Gera má ráð fyrir að um 40 þúsund manns hafi sótt nám- skeið skólans og margir stigið fyrst á skíði þar efra. ' Við höfum hagað námskeiðunum eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttir SKÍÐASKÓLINN í Kerling- arfjöllum varð til upp úr fyrstu skíðaferð minni og Eiríks Haraldssonar sam- kennara míns úr MR í júlí 1961,“ segir Valdimar í upphafi samtals blaðamanns Morgunblaðsins við hann um Skíðaskólann í Kerlingar- fjöllum, sem á þrjátíu og fimm ára afmæli um þessar mundir. „Við auglýstum skíðakennslu og smöluð- um saman þrjátíu kunningjum og vinum sem við vissum að hefðu áhuga á að fara á skíði og fengum skála Ferðafélags íslands leigðan í níu daga. Þessi ferð tókst svo vel að við ákváðum að fara aðra ferð í ágúst sama sumar og þá í sam- ráði vð Ferðafélag íslands. Sú ferð tókst einnig afbragðs vel svo að við ákváðum í samráði við Ferðafélagið að efna til sams konar skíðaferða sumarið eftir. Þessi samvinna entist fram til 1964, þegar við ákváðum að stofna hlutafélag um skólann sem hlaut nafnið Fannborg eftir einu tilkomumesta fjallinu í háníp- um Kerlingarfjalla." VlDSKIPn ÁIVINNULÍF Á SUIMIMUDEGi ►Valdimar Örnólfsson hefur í félagi við sjö aðra menn rekið Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum frá því árið 1961. Skólinn er því 35 ára um þessar mundir. Valdimar er fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1932 en fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953 og íþróttakennaraprófí frá Laugarvatni 1954. Hann fór svo til Kölnar í Þýskalandi og lauk þar prófí í íþróttafræðum 1956 og prófi í frönsku frá Háskólanum í Grenoble 1957. Hann hefur einnig skíðakennarapróf frá Skíðakennara- skóla Austurríkis í St. Christoph. Hann var kennari við MR í íþróttum og frönsku frá 1957 en 1967 var hann skipaður íþróttastjóri Háskóla íslands og er það enn. Hann hóf kennslu í Morgunleikfimi Útvarpsins 1957 og hafði hana með höndum í 25 ár ásamt Magnúsi Péturssyni píanóleik- ara. Valdimar er kvæntur Kristínu Jónasdóttur og eiga þau þrjá syni, Jónas, Ömólf og Kristján. Á þessum 35 starfsárum höfum við byggt lítid þorp með sautján húsum, ýmist gestahúsum eða húsum fyrir okkur sem vinnum við skólann. Gera má ráð fyrir að um 40 þúsund manns hafi sótt nám- skeið skólans og margir stigið fyrst á skíði þar efra. þannig til að þau henta öllum ald- urs- og getuhópum. Við byrjuðum snemma með unglinganámskeið og fjölskyldunámskeið og röðuðum nemendum í hópa eftir getu. Við stærum okkar af því að byijenda- kennslan sé með því besta sem völ er á í heiminum. Við fengum okkur snemma stutt og lipur skíði sem auðvelduðu kennsluna og höfum komið upp skíðaútbúnaði sem menn geta fengið leigðan við sanngjörnu verði svo enginn þarf að hætta við að koma til okkar vegna þess að hann skorti útbúnað. Það sama gild- ir um snjóbrettin, sem eru að verða mjög vinsæl meðal unga fólksins. Skólinn hefur eignast þó nokkurn ijölda af slíkum brettum." Paradís á jörðu „Þegar skólinn var tuttugu og fimm ára gamall 1986 verðlaunaði ríkisstjórnin hann með því að láta bora eftir heitu vatni í nágrenni skólans með það fyrir augum að skólinn gæti fengið þar heitt vatn í laugar og böð og húsakynni sín. Hafist var strax handa við að leiða vatnið frá borholunni niður að hús- um skólans og koma upp baðhúsi með heitum pottum og dæluhúsi fyrir varmaskiptadælu þar sem bor- holuvatnið reyndist ekki nógu heitt. Við þetta varð staðurinn líkastur , Paradís á jörðu, en því miður voru þessar framkvæmdir svo kostnað- arsamar að skólinn hefur átt í vök I að veijast síðan. Það er þó kannski fyrst og fremst vegna þess að upp úr 1990 hefur aðsókn að námskeið- um dregist talsvert saman, sem við kennum meðal annars um almenn- um samdrætti í þjóðfélaginu á þess- um tíma. En það er fleira sem kem- ur til. Viðhorf fólks til Skíðaskólans hefur breyst í líkingu við það sem | menn hafa til almennra skíðastaða, | t.d. Bláíjallanna. Menn koma núna miklu frekar um helgar til þess að fara á skíði en ekki beinlínis til þess að koma á skíðanámskeið. Skólinn hefur verið að breytast úr venjulegum skíðaskóla i skíðastað. Þetta hefur haft í för með sér að aðaltekjulind skólans, sem eru skíðanámskeiðin, gefur ekki lengur nógu vel af sér til þess að fjár- magna reksturinn. Það er því mjög * brýnt að fá meira hlutafé í starf- ) semina og breyta henni í samræmi | við breytt viðhorf og nýjar aðstæð- ur. Við „gömlu mennirnir“ ákváðum því að fá nýtt blóð í stjórn skólans og hafa nú ungir menn, sem tengd- ir eru skólanum, tekið við stjórnar- taumunum. Lítum við með bjartsýni til framtíðarinnar með þessa dugn- aðarmenn í fararbroddi og væntum þess að þeir finni leiðir til þess að Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum I megi vaxa og dafna um langan ald- ) ur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.