Morgunblaðið - 16.06.1996, Qupperneq 29
28 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1996 29
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ARTOL UR SJALF-
STÆÐISBARÁTTU
LANDNÁM Íslands er talið
hefjast um 870. Land-
námsöld stendur til um 930.
Helztu orsakir landnáms voru ofri-
ki Haralds konungs hárfagra, er
hann sameinaði Noreg undir lok
9. aldar, fólksfjölgun og land-
þrengsli í Noregi og Vesturhafs-
eyjum [Hjaltlandi, Orkneyjum og
Suðureyjum] og brottrekstur vík-
inga úr Dyflinni á írlandi 902.
Ari fróði Þorgilsson segir í íslend-
ingabók að þegar norrænir menn
námu hér land hafi verið fyrir í
landinu „menn kristnir, þeir er
Norðmenn kalla Papa“ og kelt-
neskt fólk kom einnig í fylgd nor-
rænna landnámsmanna, sem við-
komu og/eða tímabundna búsetu
höfðu á Bretlandseyjum.
Þjóðveldisöld nefnist það tíma-
í———
1QC HEF AF
löt) • tilvilj un
verið að lesa bóka-
flokkinn Mysteries of
the Unknown sem
Time-Life gefur út,
hinar athyglisverð-
ustu bækur. Af þessum lestri sé ég
að Runólfur Runólfsson, eða Runki,
sem tróð sér allt í einu gegnum
Hafstein vin minn Björnsson á mið-
ilsfundi á sínum tíma, er orðinn
heimsfrægur, svo mjög sem hann
kemur við sögu í einni þessara bóka,
Search for the Soul, og einnig í
miklu yfirlitsriti um dularfull fyrir-
bæri og líf eftir dauðann, The
Encyclopedia of Ghosts and Spirits
eftir Rosemary Ellen Guily (1992),
en fyrrnefndur bókaflokkur kom
út 1989 og 1991. í þessum ritum
er rifjað upp að Runki hafí komið
gegnum Hafstein í því skyni að
endurheimta lærlegg sinn sem lenti
á flækingi eftir að Runólfur varð
til einhversstaðar í fjörunni suður
með sjó og sagði hann til um hvar
lærleggurinn væri, kom það allt
heim og saman og einnig við þá
lýsingu að Runki hefði verið maður
hár vexti.
Var útför Runólfs Runólfssonar
síðan gerð frá Utskálakirkju.
Öll hefur þessi saga vakið mikla
athygli erlendra fræðimanna um
miðla og miðilssambönd, hugsana:
flutning og dularfull fyrirbæri. í
ritinu segir að Runki hafi haldið
áfram að starfa með Hafsteini
Björnssyni löngu eftir að hann hafði
náð takmarki sínu. Þeir fóru saman
til New York 1972 og þar var fyrir-
bærið rannsakað af dularsálfræð-
ingum. Ian Stevenson, prófessor í
geðlæknisfræðum við háskólann í
Virginíu og einn helzti sérfræðingur
heims á þessu sviði, var hvattur til
að fara til Islands og rannsaka fyr-
irbærið; hann átti viðtöl við margt
fólk sem hafði komið að málinu og
kannaði sögulegar heimildir um
Runka. Stevenson lýsti því yfir að
niðurstaða sín væri sú að það væru
fullkomnar ástæður til að ætla að
hér væru sannanir fyrir því að Run-
ólfur hefði lifað af líkamsdauðann
enda þótt sumt benti til að Haf-
steinn Björnsson hefði getað fengið
hluta af upplýsingum sínum úr ís-
lenzkum skjalasöfnum. Sérfræðing-
urinn sagði að hvorki miðillinn né
nein önnur lifandi persóna gæti
búið yfir vitneskju um öll þau smá-
atriði sem komið hefðu í ljós um
þennan lítt þekkta mann sem hefði
verið dauður í sextíu ár. Það virtist
einnig ólíklegt að Hafsteinn Björns-
son hafí getað búið til með svo sann-
bil í íslands sögu, sem hófst með
myndun allsherjarríkis og stofnun
Alþingis árið 930, og stóð þar til
landsmenn gengu Noregskonungi
á hönd með Gamla sáttmála 1262
til 1264 og landið varð skattland
konungs. Landið komst síðan und-
ir Danakonung árið 1360. Allar
götur síðan hefur draumurinn um
frelsi lifað með þjóðinni, þótt litlar
sögur fari af raunhæfri sjálfstæð-
isbaráttu fyrr en um miðja síðustu
öld, er mikil þjóðernisvakning varð
meðal íslenzkra menntamanna í
Kaupmannahöfn. Þar voru þeir
eldar kveiktir, sem lýstu þjóðinni
til fullveldis.
Nokkur ártöl rísa upp úr í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar. Fyrst
er máski að nefna ártalið 1540,
er Nýja testamentið kom fyrst út
færandi hætti þennan
fjörlega og sérstæða
persónuleika.
Stevenson hefur
skrifað fjölda rita og
ritgerða um sálfræði
og dulræn efni og þá
ekkisízt allskyns dulræn fyrirbrigði
í tengslum við dauðann. Það má
þá einnig nefna að Erlends Haralds-
sonar er getið í heimildarriti aftan
við Search for the Soul og nefnd
bók hans Modern Miracles, 1987.
Hans er einnig getið í The Encyc-
lopedia of Ghosts and Spirits, ásamt
Ian Stevenson, en þar er Erlendur
nefndur vegna rannsókna hans á
fyrirbærum tengdum þeim sem
hafa dáið líkamsdauða en snúið
aftur og haldið áfram að lifa hérna
megin grafar. Ef mér skjátlast ekki
voru þessar athuganir Erlends Har-
aldssonar gerðar í Indlandi
1972-73. í þessu sama riti, The
Encyclopedia of Ghosts and Spirits
er langur kafli um Runólf Runólfs-
son, eða Runka, og sagt skilmerki-
lega frá þeim einstæðu fyrirbrigð-
um sem tengd eru honum og miðils-
starfi Hafsteins Björnssonar.
Á sínum tíma hugðumst við Er-
lendur Haraldsson skrifa ævisögu
Runka í gegnum Hafstein Bjöms-
son og hófum það starf en gekk
lítið. Hann nefndi einungis örfá at-
riði úr lífi sínu, og ef ég man rétt
var hann ættaður úr Borgarfirði en
allt þetta man Erlendur Haraldsson
áreiðanlega betur en ég. Af því sem
segir í fyrrnefndum ritum hverfa
þeir sem koma svona óforvarandis
inní miðilssambönd jafnskjótt aftur,
en Runólfur mun þó undantekning
á því. En slík fyrirbrigði vilja helzt
tala sem minnst um Iíf sitt og það
átti einnig við um Runka. Hann
hafði komið því til skila sem fyrir
honum vakti og annan áhuga hafði
hann ekki á því er varðaði hann
sjálfan. En hann var þeim mun
ræðnari um allt sem laut að öðru.
Ævisaga Runka var því ekki rituð
en ef okkur hefði auðriazt að særa
hana fram væri hún nú áreiðanlega
einhver merkasta ævisaga allra
tíma; hin eina sem sögð væri af
dauðum manni! En Runki sagði þó
nóg af sjálfum sér tii þess að kom-
ast í þessi miklu rit og öðlast þann-
ig heimsfrægð mörgum áratugum
eftir að hann var allur í fjörunni
suður með sjó.
Þegar ég var ungur hafði ég
mikinn áhuga á dauðanum en því
eldri sem ég verð hef ég meiri áhuga
á lífinu. Ég hef æ minni áhuga á
sálarrannsóknum þóað ég telji að
þær geti verið athyglisverð viðbót
HELGI
spjall
á íslenzku í þýðingu Odds Gott-
skálkssonar, en það var fyrsta
bókin prentuð á íslenzku. Þar
næst ártalið 1584, er Guðbrandur
biskup Þorláksson gaf út biblíuna
í heild á íslenzkri tungu. Þessar
útgáfur eru taldar eiga drýgstan
þáttinn í því að íslenzk tunga, sem
fullveldi okkar er reist á, hefur
varðveizt lítið breytt til dagsins í
dag.
Árið 1874 endurheimti Alþingi
löggjafarvald í íslenzkum sérmál-
um og fjárveitingavald með stofn-
un landssjóðs. Arið 1904 fengum
við heimastjórn, stjórnarráð í
Reykjavík. Þingræðið var og fest
í sessi, þar eð ráðherra/ríkisstjórn
skyldi styðjast við meirihluta þjóð-
kjörins þings. Fyrsti íslenzki ráð-
herrann var góðskáldið Hannes
Hafstein. Árið 1918 var ísland
viðurkennt fullvalda ríki. Lýðveld-
ið var stofnað árið 1944 með sam-
þykki 95% kjósenda í þjóðarat-
kvæði. Óhætt er að bæta ártölun-
um 1952, 1958, 1972 og 1975,
er fiskveiðilandhelgin var færð út,
við ártöl er rísa upp úr í sjálfstæð-
isbaráttu þjóðarinnar.
Þeim tímamótum í sögu okkar
og sjálfstæðisbaráttu, sem hér
hafa verið nefnd, megum við aldr-
ei gleyma. Bezta leiðin til þess að
þau varðveitist kynslóð fram af
kynslóð er sú að efla kennslu um
sögu, tungu og menningu þjóðar-
innar í skólum landsins. Við meg-
um aldrei glata tengslunum við
þessa sögu. Morgunblaðið árnar
Iandsmönnum góðrar þjóðhátíðar.
við rannsóknir vísindamanna á sál
mannsins og alls kyns fyrirbrigðum,
hvortsem þau eru dularfull eða ekki,
en nú fer ég fremur að fyrirmælum
Krists og horfi til fugla himinsins
og lilja vallarins og læt hveijum
degi nægja sína þjáningu. Afstaða
mín er þannig æ kristnari eftir því
sem árin líða! Sjálfur hef ég enga
dulræna hæfíleika og lítinn áhuga
á því margvíslega kukli sem nú er
iðkað í öllum áttum og má ekkisízt
sjá þess merki í smáauglýsingum
Morgunblaðsins. En vegna nýrra
kynna af fyrrnefndum ritum get
ég ekki látið hjá líða að nefna vini
mína Runólf Runólfsson og Haf-
stein Bjömsson en um þá skrifaði
ég alllanga ritgerð 1969. Hvaðsem
um Hafstein Björnsson má segja
að öðru leyti, þá linaði hann sorgir
fleiri íslendinga en nokkur annar
sem ég hef haft spurnir af. Og svo
mikið er víst að enginn hefur farið
í fötin hans, að minnsta kosti ekki
eftir lát hans þótt hitt sé rétt að í
The Encyclopedia of Ghosts and
Spirits sé langur kafli helgaður
Indriða miðli Indriðasyni (175-176
bls.).
Þegar maður eldist lygnir og úfn-
ar öldur æskunnar verða að logn-
hvítri kyrrð og maður hættir að
hugsa um líf og dauða, ég tala nú
ekki um framhaldslíf. Sannindin um
það munu koma í ljós, hvortsem
okkur líkar betur eða verr. Og ef
það verður með þeim hætti sem
Epikúrus taldi getum við dáið eins
áhyggjulaus og mýið í skúr og kuli:
„Dauðinn er okkur ekkert," segir
Epikúrus. „Hann er ekki til meðan
við lifum, og þegar hann kemur,
hættum við að vera til.“
Margt bendir þó til að þessu sé
öðruvísi farið.
I fyrrnefndri greiri sem birtist í
Morgunblaðinu og fjallar m.a. um
það hvernig Runki sagði fyrir utan-
landsferð okkar þá um haustið svo
að ógleymanlegt var, lýsti ég hon-
um með þessum hætti og skírskota
til þess sem Stevenson segir um
persónuleika hans, að vart komi til
greina að Hafsteinn Björnsson hafi
getað búið hann til með svo ein-
stæðum hætti: „Snemma á fundin-
um kemur „Runki“ í gegnum miðil-
inn, sama tungutakið, fasið og
hreyfíngarnar sem ég þekkti af
öðrum fundum. Er hann raunar svo
sérstæður og litríkur persónuleiki,
að þeir eru harla fáir hérnamegin
grafar, sem gætu keppt við hann
um eftirminnilegt tungutak og
markviss tilsvör“.
M.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 15. júní
GALDRA-LOFTUR, hin
nýja ópera Jóns Ás-
geirssonar, er einhver
mestu tíðindi, sem orðið
hafa í íslenzkum tónlist-
arheimi um árabil. Óp-
eran er í senn glæsileg,
kraftmikil og falleg.
Flutningur íslenzku óperunnar á þessu nýja
verki er tvímælalaust einn af hápunktum
Listahátíðar að þessu sinni.
Óperan er rammíslenzk. Hún byggir á
þjóðsögunni um Loft Þorsteinsson, ungan
skólapilt á Hólum í Hjaltadal og leikverki
Jóhanns Siguijónssonar um hann, sem orðið
hefur eitt af hinum sígildu verkum íslenzkra
leikbókmennta. Tónlist Jóns Ásgeirssonar
er jafn þjóðleg og hún er falleg. Og það er
ekki sízt eftirminnilegt hvernig tónskáldið
fléttar ljóð Jóhanns Siguijónssonar að öðiu
leyti inn í verkið og sumir fallegustu þættir
þess eru þannig til komnir eins og Gröf
mín og vagga.
Nú hafa þijár stórar íslenzkar óperur
verið fluttar á listahátíðum í Reykjavík
Fyrsta íslenzka óperan, sem flutt var eftir
að Listahátíð í Reykjavík var sett á stofn
var Þrymskviða eftir Jón Ásgeirsson. Um
flutning hennar segir Jón Þórarinsson, tón-
skáld í grein í leikskrá: „Sýning Þrymskviðu
var á ýmsan hátt stórbrotin og áhrifamikil.
Einnig var hún furðu samfelld og heild-
stæð, þegar þess er gætt hvernig textinn
var tekinn úr ýmsum áttum. Söguþráður-
inn, frásögn kvæðisins Þrymskviðu um það
hvernig Þór heimtir hamar sinn, Mjölni, úr
höndum jötna, komst greinilega til skila
með þeim nokkuð grófgerða húmor og háði,
sem í kvæðinu felst. En tilvitnanir í önnur
kvæði, svo sem nokkur erindi úr Hávamálum
í upphafi skapa eins konar bakgrunn at-
burðarásarinnar og fer vel á því. Tónlistin
er áheyrileg og ber þjóðlegan blæ, á ein-
staka stað er jafnvel beinlínis vitnað til þjóð-
laga og alltaf fellur hún vel að hinum fornu
textum, sem tónskáldinu eru augljóslega
mjög hugstæðir. Frumsýning Þrymskviðu
var mikill viðburður í sögu tónlistar og leik-
húss á íslandi."
Með sama hætti er flutningur Galdra-
Lofts mikill viðburður. Á tímum, þegar hver
holskefla erlendra menningaráhrifa af ann-
arri ríður yfir hið fámenna íslenzka samfé-
lag er listaverk á borð við nýja óperu Jóns
Ásgeirssonar veigamikill þáttur í viðleitni
okkar til þess að halda sjálfstæði okkar,
tungu og tengslum við arfleifð okkar.
Operan Galdra-Loftur á mikið erindi við
íslenzka æsku. Raunar hafa viðbrögð áhorf-
enda verið með þeim hætti að óperan höfð-
ar augljóslega til allra aldursflokka. En það
er ekki sízt íslenzkt æskufólk, sem mundi
hafa gagn af að kynnast þessu verki og
komast með því í beint samband við þjóð-
lega íslenzka menningararfleifð. Við fram-
haldssýningar á óperunni er sérstök ástæða
til að greiða fyrir því.
Óperan Galdra-Loftur vekur jafnframt
upp spurningar um það, hvernig hægt er
að hagnýta nýja fjölmiðlatækni til þess að
koma verkum sem þessum á framfæri við
allan almenning. Óperur Jóns Ásgeirssonar,
Þrymskviða og Galdra-Loftur þurfa að vera
til á myndböndum og geisladiskum. Hið
sama á við um Silkitrommu Atla Heimis
Sveinssonar, sem flutt var á Listahátíð 1982
svo og óperuverk Þorkels Sigurbjörnssonar.
Slíkt á raunar við um verk helztu tónskálda
okkar en á þessari Listahátíð er t.d. sýnt
verk eftir Leif Þórarinsson, sem tónskáldið
sjálft kallar ærslaóperu. Það kostar hins
vegar umtalsverða fjármuni.
Með sama hætti og sérstakar ráðstafanir
hafa verið gerðar til þess að tryggja útgáfu
á merkum bókum, sem ekki var öruggt um
að mundu standa undir útgáfukostnaði og
þýðingum á erlendum heimsbókmenntum,
er nauðsynlegt að huga að því, hvemig
hægt er að tryggja aðgengi almennings að
verkum á borð við stóru íslenzku óþerurnar
þijár, sem nú hafa verið sýndar á sviði. Þar
má einnig nefna klassískar tónsmíðar is-
lenzkra tónskálda, sem uppi vom fyrr á
öldinni, svo og merkilegan flutning ís-
lenzkra tónlistarmanna á mestu verkum
tónlistarsögunnar og má þar til nefna m.a.
flutning Pólýfónkórsins á mörgum slíkum
verkum.
Nú þegar hefur sú breyting orðið á, að
íslenzk atvinnufyrirtæki eiga dijúgan þátt
í að tryggja fjárhagslegar undirstöður
menningarstarfsemi í landinu. Nýlegt dæmi
um það er, að Dagblaðið Vísir og Eimskipa-
félag íslands stóðu að flutningi á nýjum
tónverkum eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir
skömmu, þegar lög eftir hann við ljóð Jónas-
ar Hallgrímssonar vom flutt í Skarðskirkju
í Landssveit.
Það er á hinn bóginn tæplega hægt að
búast við því, að einkafyrirtæki geti tryggt
svo viðamikla útgáfu á tónverkum og tón-
listarflutningi og hér var nefnd. Þess vegna
hljóta stjórnmálamennirnir að koma til sög-
unnar og veita fjármunum í slík verkefni.
Hér er stórmál á ferðinni, sem Morgunblað-
ið hefur áður gert að umtalsefni.
Galdra-Loftur Jóns Ásgeirssonar ætti að
verða mönnum hvatning til þess að hefjast
handa um þetta verk. Flutningur óperunnar
er glæsilegur vottur um hvers íslenzk tón-
skáld og íslenzkt tónlistarfólk er megnugt.
Sýningar á óperunni í öðmm löndum væru
líklegri en margt annað til þess að styrkja
og efla þá ímynd íslands, sem við viljum
byggja upp í huga annarra þjóða og jafn-
framt að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir
t.d. um óhófleg amerísk menningaráhrif,
sem útbreiddar eru í Evrópulöndum.
í yfírliti í leikskrá er þess getið, að þegar
leikrit Jóhanns Siguijónssonar var fyrst
sýnt í Danmörku hafi því ekki verið vel
tekið. Það er hins vegar ekki ólíklegt að
Jóni Ásgeirssyni hafí tekizt að gera Galdra-
Loft að útflutningsvöm!
ÞAÐ ER ATHYGL-
isvert að fylgjast
með því, hvernig
forsetakosningar
endurspegla marg-
vísleg breytt viðhorf í samtímanum. Forseta-
kosningarnar 1952 einkenndust af
hatrömmum pólitískum átökum. Reynslan
af þeim gerði það að verkum, að bæði stjórn-
málaflokkar og dagblöð fóru sér hægt í
forsetakosningunum 1968 og úrslit þeirra
voru af flesturii tálin endanlegur úrskurður
um það, að kjöséndur vildu hvorki stjórn-
málamenn í forsetaembætti né afskipti
stjórnmálaflokka og fjölmiðla af kosninga-
baráttunni.
Að vísu var stjórnmálamaður í kjöri í
kosningunum 1980 en baráttan stóð þó fyrst
og fremst á milli annarra. Morgunblaðið,
sem hafði barizt hart fyrir kjöri Séra Bjarna
Jónsson 1952 og lýst stuðningi við Gunnar
Thoroddsen 1968, hélt að sér höndum 1980
en síður blaðsins voru opnar fyrir stuðnings-
menn allra frambjóðenda. Kosningabaráttan
1980 einkenndist af því að bæði stjórnmála-
flokkar og fjölmiðlar létu kosningarnar af-
skiptalausar að öðru leyti en því að fjölmiðl-
ar voru vettvangur fyrir kosningabaráttuna.
í forsetakosningunum nú virðast hafa
orðið þáttaskil að því er stjórnmálamenn
varðar. Strax sl. haust hófust umræður um
hugsanlegt framboð Davíðs Oddssonar, for-
sætisráðherra. Sú staðreynd, að margir voru
þess hvetjandi benti til þess að neikvæð
afstaða til framboðs stjórnmálamanna í for-
setaembætti væri ekki lengur fyrir hendi.
Umræður um hugsanlegt framboð Jóns
Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkis-
ráðherra, og Friðriks Sophussonar, fjár-
málaráðherra, bentu til hins sama. Undir-
tektir við framboð Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, alþingismanns og fyrrum formanns Al-
þýðubandalagsins, og forysta hans í skoð-
anakönnunum til þessa verða að teljast vís-
bending um, að sú afstaða til stjórnmála-
manna, sem fram kom í forsetakosningun-
um 1968 eigi ekki lengur við.
Nú má velta því fyrir sér hvað hafi
breytzt. Að einhveiju leyti má vera, að lok
kalda stríðsins eigi hér hlut að máli. Áfdrátt-
arlaus skipting þjóðarinnar í tvær fylkingar
er ekki lengur til staðar. Afstaða til margra
þjóðmála er orðin þverpólitísk. Gamlar
flokkspólitískar línur eru ekki jafn skýrar
og áður. Þetta veldur því, að andstaða við
stjórnmálamenn úr öðrum flokkum er ekki
jafn harkaleg og hún var. Eins og t.d. kem-
ur fram í skoðanakönnunum, sem benda til
þess að töluverður hópur kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins hyggist kjósa fyrrum for-
mann Alþýðubandalags í forsetakosningum.
------------------------------------------
Forseta-
kosningar
Þá er athyglisvert, að þeir frambjóðend-
ur, sem hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu
vegna starfa sinna hafa orð á því, að þeir
verði að leggja meiri áherzlu á að kynna
sjálfa sig en t.d. stjórnmálamenn, sem hafi
verið í sviðsljósi íjölmiðla árum og jafnvel
áratugum saman. Þessar athugasemdir
benda til, að áralöng þátttaka í stjórnmálum
kunni að skapa þeim frambjóðendum ákveð-
ið forskot nú á tímum, þegar fjölmiðlun er
orðin svo snar þáttur í þjóðlífinu, sem raun
ber vitni um.
Þá getur það líka átt töluverðan þátt í
breyttri afstöðu til stjórnmálamanna sem
forseta, að nú eru tæp þijátíu ár frá því,
að stjórnmálamaður sat á forsetastóli á
Bessastöðum. Raunar hefur stjórnmálamað-
ur aðeins setið í 16 ár af þeim 52, sem við
höfum búið við lýðveldi á Islandi. Starfsfer-
ill Sveins Björnssonar, fyrsta forseta ís-
lands, var fyrst og fremst á öðru sviði og
þ.á m. í utanríkisþjónustunni, þótt hann
hafí vissulega tekið þátt í stjómmálum fyrr
á öldinni og setið sem ríkisstjóri og þar með
umsvifamikill í stjórnmálum eftir hernám
Danmerkur. Það er því einungis Ásgeir
Ásgeirsson, sem settist á forsetastól með
verulega stjórnmálareynslu að baki.
Þótt afstaða til forsetakosninga hafí allt-
af verið þverpólitísk eins og skýrt kom fram
t.d. 1952 og 1968 er þó ljóst, að í öllum
forsetakosningum frá 1952 hafa frambjóð-
endur sem taldir voru á vinstri kanti stjórn-
málanna náð kjöri. Þótt Ásgeir Ásgeirsson
nyti stuðnings hluta Sjálfstæðisflokksins
hafði hann árum saman starfað innan Al-
þýðuflokksins og framboð hans var í ánd-
stöðu við forystumenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks.
Þótt Kristján Eldjárn hefði ekki haft af-
skipti af stjórnmálum og nyti m.a. stuðn-
ings Péturs Benediktssonar, þáverandi al-
þingismanns Sjálfstæðisflokks, voru það þó
fyrst og fremst stuðningsmenn annarra
flokka, sem véittu honum brautargengi. Að
svo miklu leyti, sem frú Vigdís Finnboga-
dóttir hafði látið til sín taka á vettvangi
stjórnmála fyrir forsetakosningarnar 1980
var almennt talið að samúð hennar væri
a.m.k. að einhveiju leyti með sjónarmiðum
vinstri manna t.d. í afstöðu til varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli.
Þegar horft er á þessa sögu þarf kannski
engum að koma á óvart, að úr því að þjóð-
in er tilbúin til að ræða framboð stjórnmála-
manna í forsetaembætti af alvöru eins og
bersýnilega hefur komið í ljós á undanföm-
um mánuðum, skuli stjórnmálamaður af
vinstri kantinum njóta svo mikils fylgis, sem
skoðanakannanir benda til. Því skyldi fólk
hins vegar ekki gleyma, að skoðanakannan-
ir eru eitt og kosningar annað og margt
getur breytzt á þeim tíma, sem eftir er til
kosninga.
Hitt er svo annað mál, að það getur varla
gengið til frambúðar að forsetakjör sé með
þeim hætti, sem verið hefur. Nýkjörinn for-
seti þarf að hafa meirihluta þjóðarinnar á
bak við sig. Hér er sá kosinn, sem mest
hefur fylgi, þótt mikið vanti á meirihluta
með þjóðinni. í Rússlandi, þar sem kosið
er um þessa helgi verður nýkjörinn forseti
að hafa meirihluta á bak við sig. Að þessu
leyti er meira lýðræði í Rússlandi en á ís-
landi.
Þjóðmálabaráttan á þessum áratug eftir
lok kalda stríðsins hefur einkennzt annars
vegar af þverpólitískri afstöðu til manna
og málefna og hins vegar af vaxandi hlut-
verki fjölmiðla í þjóðmálaumræðum. Hvoru
tveggja endurspeglast í kosningabaráttunni
til forsetakosninganna nú.
MORGUNBLAÐIÐ
tók ekki afstöðu til
einstakra frambjóð-
enda í forsetakosn-
ingunum 1980 og
gerir ekki nú. Hins
vegar hefur blaðið
verið opið fyrir sjón-
armiðum stuðningsmanna allra frambjóð-
enda. Að fenginni reynslu frá forsetakosn-
ingunum 1980 ákvað ritstjórn blaðsins
snemma á þessu ári að finna umfjöllun um
forsetakosningar ákveðinn farveg á síðum
blaðsins. Markmiðið var m.a. að íþyngja
lesendum blaðsins ekki um of með löngum
Morgun-
blaðið og
forseta-
kosningar
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
UNDIR Eyjafjöllum.
greinum um kosti og galla einstakra fram-
bjóðenda. Reynslan af slíkum greinaskrifum
um einstaklinga t.d. í tengslum við prófkjör
stjórnmálaflokka er sú, að óánægja al-
mennra lesenda verður mikil, ef of langt
er gengið.
Þessari afstöðu blaðsins var yfirleitt vel
tekið en eftir að komið var fram í júnímán-
uð hefur blaðið birt heldur lengri greinar
með annars konar uppsetningu um forseta-
kjör.
Þegar mat er lagt á birtingu bréfa eða
greina um forsetakjör reynir ritstjórn blaðs-
ins að teygja sig býsna langt til þess að
ekki verði sagt, að tjáningarfrelsi lands-
manna sé heft eða takmarkað um of. Það
er að sjálfsögðu matsatriði hvað á að birta
og hvað ekki. Þeir sem gefa kost á sér til
framboðs í svo virðingarmikið embætti og
helztu stuðningsmenn þeirra verða hins veg-
ar að taka því að gagnrýnin getur stundum
verið þung. í þessu felst ekki að allt sé birt.
Þvert á móti er málflutningur sumra greina-
höfunda með þeim hætti að útilokað er að
setja slík skrif á prent.
Þess hefur gætt, að birting bréfa eða
greina með harkalegri gagnrýni á einstaka
frambjóðendur sé talin til marks um afstöðu
blaðsins sjálfs til frambjóðenda. Það er á
algerum misskilningi byggt. Mat á því, hvort
bréf eða greinar skuli birtast byggist ein-
vörðungu á textanum sjálfum og málsmeð-
ferð greinahöfunda en ekki samúð eða and-
stöðu blaðsins gagnvart einstökum fram-
bjóðendum.
Birting á greinargerðum frá Jóni Baldvin
Hannibalssyni og Jóni Steinari Gunnlaugs-
syni hefur vakið upp spurningar. Þegar Jón
Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráð-
herra, tilkynnti þá ákvörðun sína að gefa
ekki kost á sér til forsetaframboðs sendi
hann frá sér ítarlega greinargerð fyrir þeirri
afstöðu. Morgunblaðið taldi það lýðræðis-
lega skyldu að birta þá greinargerð í heild.
Þegar Guðrún Pétursdóttir, einn frambjóð-
enda til forsetakjörs, svaraði þeirri greinar-
gerð voru sjónarmið hennar að sjálfsögðu
birt í heild. Hið sama hefði verið gert hefðu
slík svör borizt frá öðrum frambjóðendum.
Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.
sagði af sér sem formaður yfirkjörstjórnar
í Reykjavík, taldi Morgunblaðið sér sömu-
leiðis skylt að birta greinargerð hans fyrir
þeirri ákvörðun í heild. Ef Ólafur Ragnar
Grimsson, frambjóðandi til forsetakjörs, eða
einhver talsmaður hans hefði svarað þeirri
greinargerð hefði það svar að sjálfsögðu
verið birt í heild. Þegar Jón Steinar Gunn-
laugsson taldi sig knúinn til að svara ásök-
unum á hendur sér vegna ofangreindrar
ákvörðunar taldi Morgunblaðið sér skylt að
birta þau svör í heild. Hefði Ólafur Ragnar
Grímsson eða talsmaður hans svarað seinni
greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar
hefðu þau svör að sjálfsögðu verið birt í
heild.
Af hálfu Morgunblaðsins er áherzla lögð
á, að fullkomið jafnræði ríki með frambjóð-
endum á síðum blaðsins, hvort sem er í
sambandi við birtingu greina eða bréfa frá
stuðningsmönnum eða frambjóðendum
sjálfum eða í fréttaflutningi blaðsins. Þess
hefur orðið vart að reynt sé að lesa stuðn-
ing eða andstöðu í einstaka fyrirsagnir eða
fréttafrásagnir blaðsins. Allt er það á mis-
skilningi byggt eins og sjá má, þegar litið
er yfír meðferð blaðsins á greinum, fréttum
og frásögnum í heild.
Kosningabaráttan nú er þó fyrst og
fremst til marks um, að auglýsingar eru
með mjög afgerandi hætti orðnar ríkur þátt-
ur i þjóðmálabaráttunni. Auglýsingar hafa
aldrei áður verið jafn áberandi þáttur í kosn-
ingabaráttu frambjóðenda til forsetakjörs.
Þær kosta hins vegar mikla peninga og sá
kostnaður vekur aftur upp spurningar um,
hvernig framboð til forsetakjörs eru fjár-
mögnuð og hvort setja eigi sérstakar reglur
um það. Fréttaskýring, sem birtist hér í
blaðinu sl. fimmtudag um þetta efni bendir
óneitanlega til þess. öhjákvæmilegt virðist,
að þetta mál verði tekið til sérstakrar um-
fjöllunar m.a. á Alþingi að kosningum lokn-
um, þótt reynslan sýni að langt geti orðið
í næsta forsetakjör.
„Á tímum, þegar
hver holskefla er-
lendra menning-
aráhrifa af ann-
arri ríður yfir hið
fámenna íslenzka ^
samfélag er lista-
verk á borð við
nýja óperu Jóns
Ásgeirssonar
veigamikill þáttur
í viðleitni okkar
til þess að halda
sjálfstæði okkar,
tungu og tengsl-
um við arfleifð
okkar.“
l