Morgunblaðið - 16.06.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1996 35
A slóðum Ferðafélags Islands
Merkurnes
Á milli Hlíðar og Merkurnes
margoft á Þorra hart hann blés
og þyrlaði upp þurrum sandi.
Jökulgrátt fljótið fellur hér
fegurð straumvatnsins enginn sér
Þar sem það liðast með landi.
Þessi vísa er upphafið að kvæði
eftir Pálma Eyjólfsson sem birtist
í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga
fyrir nokkrum árum. Það heitir
Við Markarfljót. Sögusviðið er
eitthvert hið tignarlegasta og stór-
brotnasta á íslandi. Fljótshlíð og
Tindfjallagjöll á aðra hönd og
Eyjafjallajökull á hina. Á milli
þessara fjalla rennur Markarfljót,
eitt af stærstu vatnsföllum þessa
lands. Hlýnunin hefur hins vegar
aldrei orðið svo mikil að náð hafi
að bræða ís af efstu tindum. Und-
an þessum íshettum hafa síðan
komið fjöldamargar ár sem mótað
hafa landslagið enn frekar. Eitt
þessara svæða er undirhlíð Eyja-
fjallajökuls að norðanverðu, svæði
sem allt er sundur skorið af ótal-
mörgum giljum og gljúfrum heitir
á kortum Langanes en þeir sem
næst búa og gleggst þekkja kalla
það Nes eða Merkurnes.
Lesandi góður, það er um þetta
svæði sem mig langar að taka þig
með í smá göngutúr.
Við stöndum á hlaðinu í Stóru-
Mörk sem er innsti bær svo kall-
aðra Merkurbæja. Hann stendur
nálægt austanverðum sporði jök-
ulsins sem myndaði dalinn sem
Markarfljót rennur eftir. Það er
seinni hluti júnímánaðar þegar
bjart er allan sólarhringinn. Þetta
er eitt af þeim dögum þegar mann
langar til að stöðva klukkuna.
Sólin skín á brekkurnar ofan bæj-
arins og mest áberandi eru Bæj-
argilið, Kúadalur og Kúadalshnúk-
ur. Yfir gnæfa Rauðahraun og
Dagmálafjall. Við göngum austur
túnið og reynum að ganga í út-
jaðri þeirra svæða sem eru slægju-
lönd. Bændur hafa aldrei verið
hrifnir af því að gras sem komið
er að slætti sé troðið niður. í fyrsta
áfanga göngum við inn á Hnausa-
grjót. Þar blasir við okkur ægifög-
ur sjón, innsti hluti Fljótshlíðar,
Þórólfsfell, Tindfjöll og Tindfjalla-
jökull. Við göngum inn Seltungur,
inn í Nauthúsagil og aðeins upp
með því þeim megin sem við kom-
um að því. Þannig sjáum við ofan
í gilið. Við okkur blasir falleg
reyniviðarhrísla sem virðist vaxa
út úr klettaveggnum. Maður skilur
eiginlega ekki hvar ræturnar eru.
Ferðafélag íslands fer
um næstu helgi í nætur-
göngu um Merkurnes
undir Eyjafjallajökli.
Leifur Þorsteinsson
lýsir gönguleiðinni.
fFUgS
Við göngum nú niður í gilið og inn
eftir því. Það verður að vaða eða
stikla á steinum þar sem áin renn-
ur víða fast upp við klettavegginn
en við látum okkur hafa það.
Hulinn heimur innar í gilinu dreg-
ur okkur til sín. Við komum að
litlum fallegum fossi sem við kom-
umst fram hjá með ærinni fyrir-
höfn. Það verður að nota bæði
hendur og fætur og þótt undarlegt
megi virðats gerist það sárasjaldan
að menn detti í hylinn fyrir fram-
an fossinn. Eftir stutta göngu frá
fossbrúninni komum við að öðrum
fossi sem er miklu hærri en sá
fyrri. Þriðji fossinn er í Nauthús-
agilinu en að honum komumst við
ekki þessa leið aftur. Leið okkar
liggur því til baka og nú er þraut-
in þyngri að komast niður litla
fossinn aftur. Allt gengur áfallalít-
ið og þegar út úr gilinu kemur ligg-
ur við að við fáum ofbirtu í aug-
un. Framundan eru Stóru-Merkur
engjarnar en þær ná inn í næsta
gil sem heitir Hellissel. Þar er
vart hægt að tala um gil en engu
að síður er um ákaflega vinalegan
stað að ræða. Þar upp af heitir
Brött og Brattidalur sem hefur að
geyma efsta fossinn í Nauthúsa-
ánni. Nú taka fjöllin að verða æði
hrikaleg enda er talað um Fram-
og Innhamra. Á milli þeirra er
Grettisskarð. Eitt af því sem vekur
furðu okkar er klettur sem lítur
út eins og burst á gömlum
sveitabæ enda heitir hann Burst.
Upp frá þessu svæði heitir Fram-
heiði eða Merkurheiði sem nær
alveg inn að Illagili (sjá síðar).
Þeir sem smala þarna þurfa að
fara niður Innhamra. Það er mjög
vandasamt og ekki á færi annarra
en þeirra sem eru lausir við loft-
hræðslu.
Við erum nú komin inn að Merk-
urkeri sem ekki lætur mikið yfir
sér við fyrstu sýn en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að það á
sér naumast sinn líka. Um er að
ræða ker eða skál sem er endinn
á Illagili. Síðan er engu líkara en
að skálin hafi verið glennt örlítið
í sundur og við það myndast hyl-
djúp og þröng gjá sein áin rennur
eftir. Ur nær öllum giljum í Merk-
urnesinu kemur á og allar draga
þær nafn af því gili sem þær koma
úr nema sú sem kemur úr Merkur-
keri en hún heitir Sauðá.
Innan við Merkurker er Nón-
hnúkur og Selgil og þar uppaf
heitir Hrossavallaheiði. Nafnið
bendir til að þar hafi einhvern tíma
verið hrossahagar. Fram til þessa
höfum við gengið á grónu landi
en nú verður breyting á. Það verð-
ur grófara undir fæti, meiri aur
og gijót sem stafar af framburði
lækjanna og ánna í norðanverðum
Eyjaijallajökli. Innan við Selgil
heitir Kaplaskarð, síðan koma
Aksstaðagilin tvö, innra og
fremra, og á milli þeirra Aksstaða-
hryggur. Þar niðri undan er talið
að hafi staðið bær, Aksstaðir.
Engin merki sjást þó um byggð á
þessum slóðum. Innan við Innra-
Aksstaðagil eru Loftin.
Næstu gil sem verða á vegi
okkar eru Grýtugilin tvö. Þar á
milli eru Grýtuhryggur og Grýtu-
tindur sem gilin draga nafn sitt
af. Upp hrygginn liggur stysta
leiðin á Goðastein sem er hæsti
tindur Eyjafjallajökuls. í Fremra-
Grýtugili er foss sem hægt er að
ganga á bakvið. Þar er einnig fjár-
rétt sem Stóru-Merkur bræður
notuðu á vorin til að rýja fé sem
hélt sig í innri hluta Merkurness-
ins. Sá háttur var hafður á fram
undir 1960. Ofan við okkur blasir
nú geysihár móbergsklettur alveg
flatur að ofan sem heitir Steðji.
Síðan koma Steðjagil, Árnagil og
Árnahryggur en þar niður undan
er Breiðaskriða. Undirlendið frá
Grýtu og inn að Breiðuskriðu heit-
ir Lágar. Það eru ákaflega vinaleg-
ir víðivaxnir bollar þar sem upp-
lagt er að kasta mæðinni og fá
sér kaffisopa.
Þegar komið er inn fyrir Breiðu-
skriðu koma Kýlisgilin tvö í ljós.
Við endann á því fremra er strýtu-
myndaður hóll sem heitir Kýlir.
Sporflegur og spennandi
-ogumldð rumgóðurogþægilegiir5inaiiíiabíIl!
Nýtt lœgra verð: 1,3 LX: 1.298.000, 1.5 LX sjálfsk: 1.399.000
Verð aðeins
kr. 1.317.000
OPIÐ FRÁ Kl.. 9-18, IAUGARDAGA 12-16
RÆSIR HF
SKÚLAGÖTU 59 - SÍMI561 9550
ÚR Nauthúsagili
Af honum draga gilin nafn sitt.
Þar inn af eru mörg smágil og
lækir sem heita einu nafni Smjör-
gil en þá taka við Innstuhausar.
Þar endar Merkurnesið og göngu
okkar lýkur. Við erum komin inn
að Jökulsá eða inn að Vötnum eins
og það er kallað í Stóru-Mörk.
Ferðafélag íslands mun fara
næturgöngu næstu helgi, um sum-
arsólstöður 21.-23. júní.
Höfundur er félagi í Ferdafélagi
Islands.
IATA-UFTAA NÁM
ferðaskrifstofum og flugfélögum
IATA-UFTAA
IATA
Ferðamálaskólinn býður nú nýja námsleið sem
authorizeo tbaining cENTHt veit/r alþjóðlega viðu rkenningu. Námið er
skipulagt af IATA eða Alþjóðlegu Flugmálasamtökunum og er sérhæfl
nám fyrir störf hjá ferðaskrifstofum og flugfélögum. Inntökuskilyrði eru
stúdentsþróf eða sambærileg menntun og gott vald á enskri tungu.
Skráning og nánarí upplýsingar um IATA-UFTAA námið
I síma 564 3033 til 21. júní
Ferðamálaskóli íslands
Menntaskólanum í Kópavogi