Morgunblaðið - 16.06.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ1996 37
MINNINGAR
ASLA UG
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Áslaug Guð-
mundsdóttir
var fædd í Innri-
Fagradal Saurbæ,
Dalasýsiu, 21. maí
1901. Hún lést á
dvalarheimilinu
Seljahlíð 6. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðmundur Hann-
esson póstur og
Þórdís Ivarsdóttir,
bæði ættuð úr Dala-
sýslu og bjuggu þar
lengst af að Barmi
á Skarðsströnd. Ás-
laug var elst 9 systkina sem nú
eru öll látin.
Áslaug giftist 27. mars 1927
Ásgeiri Ilalldóri Jónssyni
bónda og hreppstjóra að Vals-
hamri á Skógarströnd f. 25.4.
1896, d. 21.2. 1985. Börn Ás-
laugar og Ásgeirs eru Kristín
Erla, f. 1932, Ása Þórdís, f.
1935, Jón Valberg, f. 1939 og
Gylfi Hinrik, f. 1941. Barna-
börnin eru níu og barnabarna-
börnin sextán.
Utför Áslaugar Guðmundsdótt-
ur fór fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þegar ég kveð í hinsta sinn
tengdamóður mína Áslaugu, þá
langar mig með örfáum orðum að
þakka henni samfylgdina í rúm 40
ár. Okkar kynni hófust þegar ég
ungur maður gekk að eiga dóttur
þeirra hjóna, Erlu.
Mér er það í fersku minni þegar
ég kom fyrst að Valshamri, hversu
vel á móti mér var tekið, sem og
öllum öðrum sem þangað komu og
nutu gestrisni og veitinga Áslaug-
ar. Hún naut þess að taka á móti
fólki, enda oft gestkvæmt hjá þeim
hjónum. Hún var frjálsleg og hafði
gaman af að ræða við fólk. Aslaug
hafði sterkan persónuleika, hún var
hreinskilin og sagði skoðanir sínar
umbúðalaust, gat verið nokkuð
hvöss, ef svo bar til, en undir niðri
sló gott hjarta, sem öllum vildi vel,
og stutt var í brosið og glettnina
hjá henni á góðum stundum. Áslaug
var fróð kona og las mikið og var
það hennar yndi á löngum vetrar-
dögum, þegar tími gafst til frá önn-
um dagsins, einkum var henni hug-
Opið
9-22 alla daga
Lyf á lágmarksverði
LYFJA
Lágmúla 5
Sími 533 2300
RtómasU^a
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík • Sími 553 1099
Opið öll kvöld
lil kl. 22 - einnig um hclgar.
Skreytingar fyrir öll tilcfni.
Gjafavörur.
leikið að kynna sér
ættfræði og þótti mér
oft með ólíkindum hvað
hún gat rakið ættir
mann fram af manni,
enda mjög minnug,
þeirri náðargjöf fékk
hún að halda til síðasta
dags. Þungbært var
það henni að missa sjón
fyrir nokkrum árum,
og geta ekki lengur lit-
ið í bók. Hún hafði líka
yndi af handavinnu og
blómarækt á meðan
hún hafði tækifæri til.
Innan við fermingu
varð Áslaug að fara að heiman og
vinna fyrir sér á ýmsum stöðum.
Leið hennar lá til Reykjavíkur eftir
að hafa dvalið á Vífilsstöðum um
skeið.
Áslaug fluttist að Valshamri árið
1927, eftirað hafa gengið í hjóna-
band með Ásgeiri Jónssyni, sem þá
var að taka við jörðinni eftir for-
eldra sína, Jón Jónsson hreppstjóra,
sem þá var látinn, og Kristínu Daní-
elsdóttur, en hún dvaldi hjá þeim
meðan hún lifði. Foreldrar Áslaugar
fluttu einnig til þeirra ásamt
frænku Áslaugar, Ingveldi Jóns-
dóttur, 4 ára, sem ólst þar upp.
Valshamarsheimilið var ávallt
mannmargt, þar dvöldu margir um
lengri eða skemmri tíma. Þar voru
mörg verkefni því tengdaforeldrar
mínir lögðust á eitt að byggja upp
og rækta jörðina.
Árið 1980 seldu þau Valshamar
og fiuttust til Reykjavíkur, þar sem
þau keyptu íbúð í Vesturbergi 144
og bjuggu þar í nokkur ár. Síðustu
árin dvaldi Áslaug á dvalarheimil-
inu Seljahlíð þar sem hún naut góðr-
ar umönnunar, og á starfsfólk þar
sérstakar þakkir skilið. Blessuð sé
minning hennar.
Björgvin.
Elsku amma og langamma okkar
er dáin. Á stundu sem þessari eru
þær ófáar minningar sem koma upp
í huga okkar eins og þegar við vor-
um litlar og fengum að klappa
krumma þegar við komum í heim-
sókn, og þegar hún var komin úr
aðgerð á augunum og fékk smásjón
og spurði hvort þetta væri Kristín
sú dökkhærða og Heiðrún þessi ljós-
hærða en það var einmitt öfugt, en
þá hafði hún verið blind í nokkur
ár. En það var ekki lengi sem hún
hafði smásjón því að hún misti hana
svo fljótlega alveg aftur. Hún var
mjög lagin í höndunum og föndraði
mikið þó svo að hún væri blind.
Við erum þakklát- fyrir að hafa
kynnst ömmu okkar og munum
aldrei gleyma henni.
Nú legg ég augun aftur
6, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Blessuð sé minning ömmu okkar.
Heiðrún Björk
og Kristín Erla.
. —
..ckfá bara
Fersk blóm og
0 skreytingar
við öll tœkifœri
o
Opið til kl.10 öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fákafeni 11, sími 568 9120
&
OIOI#IO»IOIO
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
frá Kjalvegi,
Atli Snædal Sigurðsson, Stefanía Baldursdóttir,
Júlíus Snædal Sigurðsson, Laufey Valdimarsdóttir,
Jón Hallgrímur Sigurðsson, Maríanna Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför elskulegrar dóttur
okkar og systur,
HELGU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Æsufelli 4.
Anna G. Helgadóttir,
Jón Sveinsson
og systkini hinnar látnu.
t
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför
INGVARS RAGNARSSONAR,
frá Stykkishólmi,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkirtil lækna og hjúkrunar-
fólks á hjartadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, Fossvogi.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
(Hugrún)
frá Brautarhóli,
Svarfaðardal,
til heimilis í Seljahlið,
Hjallaseli 55,
verður jarðsungin í Seljakirkju, Klyfja-
seli 20, miðvikudaginn 19. júní,
kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kristniboðs-
sambandið, Holtavegi 28, sími 588 8899.
Einar Eiriksson,
Helgi Valdimarsson,
Ingveldur Valdimarsdóttir,
Svanfríður Kristjánsdóttir,
Lilja Kristjánsdóttir,
Ásgeir Helgason,
Valdimar Helgason,
Birna Helgadóttir,
Agnar Helgason,
Kristján Helgason,
Þórhallur Jónsson,
Guðrún Agnarsdóttir,
Ágúst Eiriksson,
Sigurður Kristjánsson,
Ólöf Ásgeirsdóttir Þormar,
Sigrún Proppe
Helena Jóhannsdóttir,
Timothy Moore
Anna Atladóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MAGNÚS ÞÓRARINSSON,
Álfheimum 48,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 19. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á minningarsjóð Flugbjörgunarsveitar-
Guðbjörg Jónsdóttir,
Þórarinn Magnússon, Sigrún Reynisdóttir,
Kristinn Magnússon, Hanna Bjartmars Arnardóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir viljum við færa öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og jarðarför,
KRISTJÁNS SIGURÐSSONAR
Austursgötu 8,
Hofsósi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkra-
húsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, fyrirfrá-
bæra umönnun í veikindum hins látna.
Svava Sigmundsdóttir,
Sigurður Kristjánsson, Kristin R. B. Fjólmundsdóttir,
Aðalheiður S. Kristjánsdóttir, Fjólmundur B. Fjólmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu
okkur vinarhug og samúð við andlát
og útför
HULDU JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á
gjörgæsludeild Borgarspítalans fyrir
einstaka góðvild og hlýju. Guð blessi
ykkur öll.
Jónas Þór Arthúrsson,
Ólafur Jóhannsson,
Jóna Maria Jóhannsdóttir,
Sigurður Jóhannsson,
tengdabörn, barnabörn og aðrir ástvinir.
Guðbjörg Árnadóttir.
t
Þökkum vinsemd, hlýhug og hluttekn-
ingu við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
ERLENDAR ERLENDSSONAR
fyrrv. leigubifreiðarstjóra,
Mávahlfð 20.
Sigríður Hannesdóttir,
Garðar Erlendsson,
Ólafur Erlendsson,
Sævar Erlendsson,
Þuriður Erlendsdóttir,
Hannes Erlendsson,
Erlendur Erlendsson,
Guðjón Erlendsson,
Ragnheiður Erlendsdóttir,
Jóhanna Erlendsdóttir,
Sigurrós Erlendsdóttir,
Jón Erlendsson,
Ragnhildur Agústsdóttir,
Guðjón Jónsson,
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Anna Karlsdóttir,
Kristín Jónsdóttir,
Davfð Steinþórsson,
Jóhann Gylfi Gunnarsson,
Kristján Jóhannsson,
Ragnheiður Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.