Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 6
6 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
SVIÐSLJÓSIÐ beinist nú að Hillary og Bill Clinton vegna Whitewater-máisins og annarra mála
og virðist það ætla að höggva skörð í raðir fylgismanna forsetans. Velta menn nú vöngum yfir
því hvort þessi mál og þáttur forsetafrúarinnar komi í veg fyrir að Clinton nái endurkjöri.
Þrengt að Hillary
Clinton vegna
Whitewater
Hillary Clinton hefur verið áberandi í Hvíta
húsinu og jafnvel umdeildari en forsetinn
maður hennar. Karl Blöndal fjallar um
Whitewater-málið, þátt forsetafrúarinnar
o g hugsanleg áhrif hvors tveggja á næstu
forsetakosningar.
HILLARY Clinton, hin um-
deilda eiginkona Banda-
ríkjaforseta, var kjöl-
festan í forsetaframboði
manns síns fyrir fjórum árum. Þeg-
ar ásakanir um að hann hefði verið
ótrúr náðu hámarki stóð hún við
hlið hans og datt hvorki af henni
né draup. Það var ekki síst hennar
vegna að Bill Clinton varð forseti.
Nú sækist hann eftir endurkjöri og
víst er að Hillary vill ekki síður að
hann sitji annað kjörtímabil.
Þegar Hillary Clinton fór fyrir
þingið til að mæla fyrir umbótum á
bandaríska heilbrigðiskerfinu héldu
þingmenn vart vatni yfir málafylgju,
rökfimi og skýrri framsetningu
hennar hvar í flokki, sem þeir stóðu.
Sú tíð er liðin.
Að þessu sinni gæti Hillary Clint-
on hins vegar orðið dragbítur á
mann sinn í kosningabaráttunni;
Whitewater-máiið svokallaða hefur
verið eins og dropinn sem holar
steininn nánast frá því að Clinton
tók við embætti, en það er ekki
hans nafn, sem kemur oftast fyrir,
heldur hennar.
Öldungadeild Bandaríkjaþings
setti á laggirnar sérstaka nefnd til
að kanna fasteignaviðskipti forseta-
hjónanna í Whitewater í ríkisstjóra-
tíð Clintons í Arkansas. Formaður
nefndarinnar er Alfonse D’Amato,
öldungadeildarþingmaður frá New
York, sem þekkir af eigin raun hvað
það er að vera vændur um spillingu.
Skýrsla
Whitewater-nefndarinnar
Þegar repúblikanarnir í nefndinni
sendu frá sér 769 síðna skýrslu um
málið á miðvikudag uppfulla af stað-
hæfingum um að Bill og Hillary
Clinton hefðu ásamt rúmlega tíu
embættismönnum stjómarinnar
gerst brotleg og jafnvel framið aÞ
varlega glæpi sagði D’Amato: „í
hvert skipti, sem misnotkun kemur
fram, berast afsakanir, minnisskort-
ur og breyttur framburður úr Hvíta
húsinu. Hvað eftir annað virðist
Hvíta húsið ófært um að segja
bandarísku þjóðinni sannleikann í
fyrstu, eða jafnvel annarri tilraun."
Annar repúblikani, Robert Ben-
nett öldungadeildarþingmaður,
sagði að þótt lágt settir ríkisstarfs-
menn myndu atburði undanfarinna
þriggja ára í Hvíta húsinu auðveld-
lega í vitnastóli væri það þannig
með háttsettari vitni og bandamenn
Clintons að þeir „gætu einfaldlega
ekki munað neitt" við yfirheyrslu.
Hillary Clinton skýtur upp kollin-
um víða í ýmsum þáttum Whitewat-
er-málsins. Hún er vænd um að hafa
reynt að fela umfang lögmannsstarfa
sinna í vafasömum viðskiptasamn-
ingum á síðasta áratug. Hún er einn-
ig sökuð um að hafa reynt að koma
mikilvægum skjölum undan nokkr-
um klukkustundum eftir að Vincent
Foster, vinur hennar og fyrrum sam-
starfsmaður, framdi sjálfsmorð árið
1993 þrátt fyrir fullyrðingar hennar
um hið gagnstæða. Umrædd skjöl
fundust í Hvita húsinu þremur árum
eftir að þau hurfu og segir í skýrslu
nefndarinnar að Hillary Clinton sé
„líklegri en nokkur annar einstakl-
ingur“ til að hafa komið þeim fyrir
þannig að þau fyndust.
Sökuð um að láta
starfsmenn ljúga
Repúblikanar telja einnig að Hill-
ary Clinton hafí látið starfsfólk sitt
ljúga markvisst að þingi til að ekki
kæmi í ljós að hún hefði reynt að
hylma yfir málið.
„Flestar vísbendingar leiða frá
forsetafrúnni og að henni aftur,“
sagði Richard Shelby, þingmaður
repúblikana frá Alabama. „Hlutir
koma frá henni og koma til hennar
aftur, þið skuluð ekki vera í nokkr-
um vafa um það.“
Repúblikanamir tíu í Whitewat-
er-nefndinni ákváðu að mælast til
þess að Kenneth Starr, sem skip-
aður var sérlegur saksóknari í
Whitewater-málinu og hefur sótt
nokkra aðilja, sem flæktir eru í
málið til saka, skyldi kanna hvort
þrír einstaklingar hefðu borið ljúg-
vitni fyrir nefndinni um eftirmálann
af dauða Fosters, sem var aðstoðar-
ráðgjafí Clintons. Þessi þrjú eru
Bernard Nussbaum, fyrrverandi
ráðgjafí forsetans, Margaret Will-
iams, starfsmannastjóri forsetafrú-
arinnar, og Susan Thomases, gam-
all trúnaðarvinur Hillary Clinton.
D’Amato, sem einnig er formað-
ur stjórnarnefndar kosningabar-
áttu Bobs Doles, vildi hins vegar
ekki ganga svo langt að saka Hill-
ary Clinton um meinsæri eða að
hafa reynt að hindra réttvísina að
störfum varðandi skjölin, sem hurfu
og birtust aftur. Hillary Clinton
gæti hins vegar komist í vandræði
ákveði Starr að sækja til dæmis
Williams til saka og takist þannig
að fá hana til að leysa frá skjóð-
unni, hafi forsetafrúin þá gert eitt-
hvað af sér.
Meirihluti repúblikana í nefndinni
ákvað einnig að Kenneth Starr
skyldi fá send öll gögn, sem hún
hefði viðað að sér í málinu, svo
hann gæti rannsakað hvort þar
leyndust vísbendingar um saknæmt
athæfí.
„Sagan mun líta þannig á þessar
vitnaleiðslur að þær gefi upplýsandi
innsýn í vinnubrögð innan embættis
forseta Bandaríkjanna, sem misnot-
aði vald sitt, fór út fyrir mörk síns
umráðasviðs og reyndi að hagræða
sannleikanum," sagði D’Amato þeg-
ar hann greindi frá skýrslunni.
Gagnrýni demókrata
Whitewater-málinu hafa frá upp-
hafi fylgt ásakanir um að repúblik-
önum gangi það eitt til að koma
höggi á Clinton og í þeim tiigangi
séu allar aðferðir leyfílegar. I um-
fjöllun þingsins um málið hafa menn
skipst eftir flokkslínum og til marks
um það að þar sem einn sér síendur-
tekin brot kemur annar aðeins auga
á sakleysi er að demókratar í í
Whitewater-nefndinni skiluðu 500
síðna séráliti, sem var unnið upp
úr sömu gögnum, og fundu ekki
minnstu vísbendingu um misferli.
„Heiftin, sem býr að baki árásum
repúblikana á Hillary Rodham Clin-
ton, kemur í opna skjöldu, meira
að segja með hliðsjón af umgjörð
rannsóknarinnar," sögðu demó-
kratar.
Paul S. Sarbanes, þingmaður frá
Maryland og valdamesti demó-
kratinn í nefndinni, sagði að í þætti
skýrslu repúblikananna um Hilíary
Clinton væri „hver verknaður sett-
ur fram í versta ljósi og Iitið á
hvert tilvik óminnis eins og staðall
mannlegrar reynslu væri sá að ekk-
ert gleymdist og sjónminni væri
algilt“.
Hillary Clinton hefur brugðist
hin versta við störfum nefndarinn-
ar. Áður en nefndin hætti störfum
og lét frá sér skýrsluna lét hún
lögfræðing sinn, David Kendall,
veitast að pólitískum andstæðing-
um manns síns og segja að þeim
gengi það eitt til að eyðileggja
mannorð hennar. Niðurstaða
nefndarinnar væri ekkert annað en
„fyrirfram ákveðinn úrskurður
sýndardómstóls“.
Whitewáter-málið er togstreita
milli demókrata og repúblikana og
eftir því sem ásakanirnar, sem
ganga á víxl, verða heiftarlegri
varðar minna um hina flóknu mál-
avöxtu, sekt eða sýknu. Spurningin
er hvort sá stimpill festist við hana
að hún sé slóttugur bragðarefur,
sem svífist einskis til að ná sínu
fram.
Tvískinnungur Hillary?
Gloria Borger skrifaði nýverið
grein í tímaritið U.S. News & World
Report þar sem hún vænir Hillary
Clinton um tvískinnung og blindu á
eigin gerðir.
Borger vitnar til viðtals, sem Jim
Lehrer, fréttamaður almennings-
sjónvarpsstöðvarinnar PBS tók við
hana. Þar segir forsetafrúin að ekki
skipti nokkru máli hver niðurstaða
Whitewater-réttarhaldanna, sem
haldin voru yfir fyrrverandi við-
skiptafélögum Clinton-hjónanna í
Arkansas, yrði (réttarhöldunum
lauk með sakfellingu) hvað þau
hjónin varðaði því að „pólitískar
hvatir“ lægju að baki.
í næstu andrá kvartaðf Hillary
Clinton undan illkvittinni losnirigá-
baráttu og spurði Lehrer þá hvort
það ætti líka við um auglýsingu úr
herbúðum Clintons þar sem Dole
er sakaður um að vera sú mann-
gerð, sem gefst upp, vegna þéss að
hann hefði sagt sæti sínu á þingi
lausu.
„Þar er verið að setja fram stað-
reynd,“ sagði Hillary Clinton. „Ég
held ekki að það sé persónuleg árás.
Ég á við að hann hætti í öldunga-
deildinni. Þetta er nokkuð, sem fólk
verður að dæma hvert fyrir sig.“
Borger þótti sem þessi orð sýndu
að dómgreind forsetafrúarinnar ylti
á því hver ætti í hlut. Henni gengi
gott eitt til og væri því óafsakanlegt
að rannsaka framferði hennar, en
andstæðingarnir væru ekki hjarta-
hreinir og því væru þeir réttmæt
skotskífa.
Hillary Clinton er sögð ákveðin
og miskunnarlaus þeim, sem standa
í vegi hennar. „Ef þú tekur fram
fyrir hendurnar á henni þannig að
hún reiðist gæti það haft mikil áhrif
á samband þitt við forsetann," sagði
ónafngreindur innanbúðarmaður.
Bent hefur verið á að ákveðinn
hópur manna mæltist til þess árið
1993 að spilin yrðu lögð á borðið
og allar upplýsingar um Whitewater
yrðu lagðar fram á einu bretti og
uppskar útlegð úr innsta hring.
Það gæti verið skýringin á þeirri
stöðu, sem Hillary Clinton er komin
í; ótti aðstoðarmannanna við að ráða
heilt.
En hvernig sem því er varið bend-
ir ýmislegt til þess að Clinton fari
sömu leið og George Bush, forveri
hans, og tjaldi aðeins til eins kjör-
tímabils. Skoðanakannanir sýna að
nú hefur dregið saman með Clinton
og Dole og í einni þeirra munaði
aðeins þremur prósentustigum á
þeim. Ef Clinton stenst þessa orra-
hríð erfír hann titilinn að vera for-
setinn, sem ekkert hrín á, frá Ron-
ald Reagan, en falli hann verður
það ekki síst metnaði konu hans að
kenna.
Heimildir: The Boston Globe,
The Daily Telegraph, Reuter
og U.S. News & World Report.
FORSETAKJÖR 1996
w
OLAFUR RAGNAR GRIMSSON
Hafnfirðingar!
Fundur með Ólafi Ragnari
og Guðrúnu Katrínu í
Hrauniiolti, Dalshrauni 15,
Rl. 20:30 annað kvöld.
\ irtnrrtur, <i\öi p og fyrirspurnir
Einnig verða flutt skemmtiatriði.
Allir velkomnir!
Stuðningsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar í Hafnarflrðl.
1
,