Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
THORVALD Stoltenberg.
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir.
S
TARFSVETTVANGUR
Thorvalds Stoltenbergs
hefur spannað stóran
hluta heimsins, svo hið
rétta umhverfi fyrir viðtal við hann
væri flugvöllur, hótel eða norskt
sendiráð úti í heimi, þar sem hann
tyllti sér niður um stund í áríðandi
erindagjörðum. En nú er hann
sendiherra Noregs i Danmörku og
viðtalið fór fram í garði sendiherra-
bústaðarins við niðinn í gosbrunn-
inum og í skugga norska granít-
klettsins, sem er meginuppistaðan
í listaverki í garðinum. Friðsamlegt
umhverfið í dönsku úthverfi er í
hróplegu ósamræmi við umræðu-
efni eins og átökin í Bosníu og
samruna Evrópu til að tryggja frið.
En í viðurvist Stoltenbergs skrepp-
ur heimurinn saman. Hann hefur
útsýn yfir marga heima, jafnt átök
á fjarlægum slóðum og norskar
skíðabrekkur og samræðuefnin
geta því verið margbreytileg, enda
hefur hann verið viðskiptaráðherra,
utanríkisráðherra og varnarmála-
ráðherra heima fyrir, en erlendis
hefur hann gengt trúnaðarstörfum
á vegum Sameinuðu þjóðanna og
annarra alþjóðasamtaka, nú síðast
í Bosníu.
Stoltenberg er ekki einn af þeim
sem talar út og suður. Svör hans
eru stutt og skýr, eins og gjarnan
hjá þeim sem eru bæði hugsandi
verur og vanir að þurfa að standa
fyrir máli sínum. Annað er að
venjulega halda sendiherrar sig
stranglega við stefnu stjórnar
þeirra. En Stoltenberg talar óhikað
frá eigin brjósti, svo viðtal við hann
spinnst fyrst og fremst út frá hans
eigin reynslu. Og svo hefur hann
þann sjaldgæfa eiginleika að virð-
ast ánægður með hlutskipti sitt í
lífinu. Síðan 1971 hefur hann unn-
ið frá morgni til dags sjö daga vik-
unnar. Nú segist hann hæstánægð-
ur með rólegri takt sendiherrastarf-
ans, þótt hann sé enn á ferð og
flugi, því hann er eftir-
sóttur fyrirlesari og ráð-
gjafi, bæði heima og
heiman. Stjórnmálin
haldast þó í fjölskyld- ___________
unni, því Jens sonur hans
er atvinnu- og orkuráðherra í nú-
verandi stjórn Verkamannaflokks-
ins.
Kynni Stoltenbergs af fyrrum
Júgóslavíu eru ekki ný, því hann
hóf feril sinn í norsku utanríkis-
þjónustunni og á árunum 1961-64
var hann við norska sendiráðið í
Belgrad, svo hann þekkti bæði sögu
svæðisins og tungumál, þegar hann
kom að starfinu sem sérlegur full-
trúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna
í Júgóslavíu 1993, en varð ári
seinna formaður nefndar á vegum
„ Auðveldara að
afla fjár til
stríðs en friðar“
Thorvald Stoltenberg var ekki aðeins norsk-
ur atkvæðamikill ráðherra um árabil, heldur
hefur hann einnig verið sáttasemjari í al-
þjóðadeilum, nú síðast í Bosníudeilunni.
Hann er nú sendiherra Norðmanna í
Danmörku, þar sem Sigrún Davíðsdóttir
hitti hann að máli.
Norsk ESB-
aðild er ekki á
döfinni
SÞ um málefni fyrrum Júgóslavíu
þar til á síðasta ári. Þegar hann
talar um friðarvilja almennings eru
það raddir, sem hann hefur sjálfur
heyrt, en ekki bara það sem túlk-
arnir fræða hann á.
Alvarlegt, ef Bandaríkjamenn
yfirgefa Bosníu eftir 20.
desember
Sem stendur er mikið rætt um
hvað gert verði, eftir að herafli
Bandaríkjamanna og fleiri ríkja í
Bosníu verður sendur á brott 20.
desember og fyrr á árinu sagði
Carl Bildt, sem stjórnar borgara-
-------- legu uppbyggingunni í
Bosníu, að í maílok þyrfti
að vera búið að marka
stefnuna íþessum efnum.
________ Þetta hefur enn ekki ver-
ið gert. Hvaða augum lít-
ur þú framhaldið á veru friðargæsl-
usveitanna, Ifor, í Bosníu?
„Svarið hlýtur óhjákvæmilega
að vera margþætt, en ég álít rétt
að slá því ekki föstu hvað gert
verði eftir að þessum kafla lýkur,
því aðilar í Bosníu þurfa að hafa
aðhald óvissunnar. Ég álít hins
vegar að haldi friðarferlið áfram
sé það alvarlegt mál að Bandaríkja-
menn yfirgefi svæðið með öllu.
Sameinuðu þjóðirnar voru með
tæplega þijátíu þúsund manna her-
styrk í Bosníu á stríðstímum og
nú er NATO þar með 120 þúsund
manna herafla á friðartímum, svo
það má alveg fækka í liðinu þar.
Ég vona hins vegar innilega að
Bandaríkjamenn hverfi ekki með
öllu á brott, því þá er ég hræddur
um að friðarferlið rofni í einu vet-
fangi.
Hið versta sem gerst gæti væri
að stríðið blossaði upp aftur, því
þá verður ástæða fyrir umheiminn
að spyija hvort rétt sé að senda
ungmenni til að skerast í leikinn
þar sem leiðtogarnir megna ekki
að stjórna. Ég trúi þó eindregið á
friðinn, því ég trúi á ósk almenn-
ings á stríðssvæðunum eftir friði
og hræðslu þeirra við stríð. Bónda-
konan, sem gengur um á hlaðinu
heima fyrir, eða maðurinn á göt-
unni óska eftir friði. Þessar tilfinn-
ingar eru svo sterkar að það er
ekki auðvelt fyrir þá einstaklinga
eða hópa, sem kunna að óska eftir
stríði að blása til þess á ný.
Það er líka mikilvægt að gleyma
ekki Austur-Slavóníu, þegar talað
er um þennan hluta heimsins, því
þar er eitt af fáum svæðum, sem
hægt er að segja að mörg þjóðar-
brot lifi saman í sátt og samlyndi,
jafnt Króatar, múhameðstrúar-
menn og aðrir.“
Serbía er hins vegar enn í ein-
angrun meðan meintir stríðsglæpa-
menn, Radovan Karadzic, leiðtogi
Bosníu-Serba, og Ratko Mladic
herstjóri, sitja við völd og það virð-
ist ekki ganga neitt að koma þeim
frá. Hvert er samband þeirra og
hver er staða þeirra heima fyrir?
„Ef friðarferlið heldur áfram þá
eiga þeir sér ekki undankomu auð-
ið. Fyrr eða seinna verða þeir tekn-
ir. Þeir sleppa ekki.
En það er firna mikilvægt að
ná þeim til að sýna að þeir, sem
hafa brotið gegn reglum, hljóti sína
refsingu, en einnig til að sýna að
stríðsafbrotadómstóls sé þörf.
Dómstóllinn á ekki aðeins að dæma
í málum fyrrum Júgóslavíu, heldur
er um að ræða dómstól á vegum
Sameinuðu þjóðanna og því er mik-
ilvægt að gefast ekki strax upp.
Það væri óskandi að heimurinn
þyrfti ekki á slíkum dómstól að
halda, en því miður eru engar horf-
ur á öðru.
Ég veit ekki hvert samband
þeirra Karadzic og Mladic er núna,
en á þeim þremur árum, sem ég
sinnti Bosníu, var samband þeirra
síbreytilegt. Stundum voru þeir
nánir vinir, en þess á milli voru
þeir andstæðingar og Karadzic rak
Mladic oft. En það væri blekking
að halda því fram að -------------
þeir njóti ekki stuðnings
áhrifamikilla hópa.
Karadzic nýtur stuðn-
ings kirkjunnar manna ____________
og Mladic sækir stuðning
sinn til bænda. En hér geta kosn-
ingarnar haft mikið að segja.“
Sidferðispostularnir
hætta ekki lífinu
Það hljómar stundum eins og á
Vesturlöndum ríki sú trú að kosn-
ingar leysi allan vanda. En útkom-
an gæti líka orðið sú að til valda
kæmust öfl, sem ekki ganga erinda
friðarins?
„Það er rétt, en ég er þó sam-
mála þeim, sem vinna að friði í
Bosníu og sem álíta að nauðsynleg-
ur liður í friðarferlinu sé að halda
kosningar sem allra fyrst. Það er
líka rétt að kosningar með hraði
kosta sitt að því leyti að það verða
kannski ekki kosningar í sama
skilningi og við þekkjum með ýtar-
legum umræðum, þar sem öllum
gefst tækifæri til að koma skoðun-
um sínum á framfæri. Flóttamenn-
irnir verða fæstir komnir til síns
heima. En það er gleðilegt að
stjórnarandstaðan fái tækifæri til
að koma skoðunum sínum á fram-
færi og það væri vantraust að bíða
með kosningar. Auk þess beinir
umheimurinn athygli sinni að kosn-
ingunum og það er mikilvægt, því
án þess væri ekki hægt að skipu-
leggja kosningarnar nægilega vel
til að uppfylla allar kröfur, sem til
þeirra eru gerðar.“
Dayton-samkomulagið hefur
verið gagnrýnt fyrir að skapa meira
flóttamannavandamál en það leys-
ir. Hverjum augum lítur þú sam-
komulagið?
„Ég er að minnsta kosti ekki
sammála því að samkomulagið
skapi fleiri vandamál en það leysir,
en samkomulagið hefur sömu ann-
marka og tillaga Vance 1993. Þar
er samþykkt að þeir sem tóku land
með hervaldi haldi því, skipting
Bosníu er staðfest og um leið landa-
mæri. En það gegnir sama máli
nú og 1993; það skiptir höfuðmáli
að koma á friði.
Með hveijum degi sem líður
verður erfiðara að koma á friði og
aðstæður í Bosníu versna. Það
verða fá fjölþjóðasvæði, en stærstu
rökin fyrir friði eru kirkjugarðarnir
í Bosníu, þangað sem hver stríðs-
dagur skilar föllnum. Það er betra
að lifa við ófullkominn frið en halda
stríðinu áfram.“
Ýmsir hafa bent á að lærdómur-
inn frá Líbanon sé líka meðal ann-
ars að með löngu stríði læri fólk
ekki aðeins að lifa við stríð, heldur
fari ákveðnir hópar hreinlega að
eiga hagsmuna að gæta að halda
stríðinu gangandi. Skiptir þetta
máli?
„Já, það gerir það sannarlega.
Það verða alltaf til hópar, sem læra
ekki aðeins að lifa við ófrið, heldur
fara að hafa hagsmuna að gæta
af stríðsrekstrinum og græða á
honum. Það er afar áríðandi að
bijóta það stríðshagnaðarferli.
Hinn fullkomni friður fæst hugsan-
lega, en aðeins eftir langt stríð og
jafnvel þá er alls óvíst að slíkur
friður náist.“
/ bók sinni um friðarumleitanir
fyrstu ár stríðsins sakar David
Owen, fyrrverandi sáttasemjari
ESB, Bandaríkjastjórn og þó eink-
um Warren Christopher utanríkis-
ráðherra um að hafa hindrað samn-
inga, meðal annars af því að Chri-
stoper hafi persónulega haft horn
í síðu Cyrus Vance, sem leiddi
friðarumleitanir af hálfu Banda-
ríkjamanna. Hvað segir þú um
þessa skoðun Owens?
„Ég hef ekki lesið bók Owens
og skal ósagt látið um persónuleg-
ar ástæður Christophers, en það
er ljóst að Bandaríkjamenn höfðu
stærri ætlanir um hvernig friðar-
samningar ættu að vera 1993 en
þeir höfðu 1995. Þá vantaði örvun
eða friðarlöngun 1993 og stríðið
hélt því áfram. En sem betur fer
tóku Bandaríkjamenn sig á og
lögðu metnað sinn í að finna frið,
en niðurstaðan varð á endanum sú
sama og fengist hefði 1993.
Þá lexíu, að ekki væri annan
frið að fá, getum við kall-
að heimsins dýrustu full-
orðinsfræðslu og kostn-
aðinn getur að lesa á
kirkjugörðunum í Bosníu.
Sá kostnaður hefði orðið
Bandaríkjamenn hefðu
Fyrr eöa
seinna veröa
þeir teknir
minni ef
viljað sjá þetta 1993, þegar allir,
sannarlega allir, voru sammála um
að semja um frið.
En Bandaríkjastjórn á sér þá
málsvörn að það voru stórir og
áhrifamiklir hópar, bæði í Banda-
ríkjunum og víðar, sem lögðust
gegn friðarsamningunum þá. í
Noregi var ég til dæmis ákaft gagn-
rýndur fyrir að vera samþykkur
skiptingu Bosníu eins og það var
kallað. Ég get ekki nefnt til neina
sérstaka hópa, en gagnrýnisradd-