Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 13
irnar heyrðust víða að.
En það eru ekki siðferðispostul-
arnir, hvorki í Bandaríkjunum,
Noregi eða annars staðar, sem
hætta lífinu á vígvellinum. Það er
ekki hægt að þvinga þjóðir til að
búa saman, ef fólk vill það ekki
og það er ekki hægt að segja fólki
að taka þá áhættu, sem það felur
í sér að búa við ótryggar aðstæður.
Það felst líka þversögn í því að
krefjast þess að einmitt í Bosníu
eigi fyrrum óvinveittar þjóðir að
búa saman. Ég hef starfað í Mið-
Austurlöndum og þar þótti allt í
lagi að draga línu milli gyðinga og
Palestínumanna. Svo má benda á
að Noregur braut upp fjölmenning-
arsamfélag með því að slíta sam-
bandinu við Dani... Með öðrum orð-
um: Af hveiju eigum við að vera
að skipa öðrum fyrir, hafa vit fyrir
öðrum, um það sem við kærum
okkur sjálf ekki um? Ég væri hall-
ur undir að Bosníu hefði ekki verið
skipt upp, en ég get ekki skikkað
fólk til að _búa þar sem það vill
ekki búa. Ég tek ekki gjarnan á
móti þessari gagnrýni, en Norð-
menn eru líka ógurlegir siðferðis-
prédikarar fyrir hönd annarra.“
Leitin að blórabögglinum
Nú náðust samningar fyrir til-
stilli Bandaríkjamanna, en með
reglulegu millibili gýs upp þar
gagnrýni á hlut ESB og þá á Carl
Bildt. Hvernig stendur á þessum
gagnrýnisröddum ?
„Svarið þarf ekki að vera langt.
Bandaríkjamenn geta samþykkt
ágætis ályktanir, en fylgja þeim
síðan ekki eftir með nauðsynlegum
fjárframlögum. Fyrst kenndu þeir
þá Sameinuðu þjóðunum um að
misheppnast. Sameinuðu þjóðirnar
samþykktu ágætis ályktanir um
örugg svæði, en fengu ekki fé til
að fylgja þeim eftir. Þar var beðið
um 34 þúsund hermenn, en þeir
fengju fjögur þúsund. Nú beinist
gagnrýnin að Bildt, sem leggur þó
sitt ýtrasta af mörkum við yfir-
þyrmandi erfiðar aðstæður og án
nægs fjármagns. Ég þekki aftur
fyrra mynstur, þegar gagnrýnin á
Bildt er annars vegar og reiðist
henni mjög. Þetta er ekkert annað
en leitin að blórabögglinum.
Ástæðan er sú að Bandaríkjamenn
vilja væntanlega ekki sitja einir
uppi með ábyrgðina, ef eitthvað fer
úrskeiðis. Við skulum ekki gleyma
að það er auðveldara að afla fjár
til stríðs en friðar.
En hið ánægjulega er þó einmitt
að Bandaríkjastjórn skuli hafa
beint athyglinni að Bosníu. Hvorki
SÞ né ESB hafa það vald sem þurfti
til að knýja fram frið. ESB og SÞ
hafa aðeins gulræturnar til að
lokka með í friðarátt, en Bandarík-
in hafa bæði gulræturnar og svip-
una. Við verðum að horfast í augu
við að Bandaríkin eru eina ríkið,
sem í krafti herstyrks síns og fjár-
magns, hefur afl til að binda enda
á stríð."
Nú hefur ESB einmitt iðulega
verið gagnrýnt fyrir slælega
frammistöðu í Bosníudeilunni?
„Já og ég kann ekki að meta
þann málflutning, því þá verða
menn a.m.k. að velja hvað þeir vilja.
Ég hef heyrt marga segja annars
vegar að það sé neyðarlegt að ESB
skuli ekki hafa getað leyst Bosníu-
málið, en hins vegar eru þeir á
móti nánari samvinnu innan ESB á
sviði utanríkismála. Þeir sem eru á
móti nánari samvinnu ættu þá að
minnsta kosti að gleðj-
ast yfir að Bandaríkja-
menn skárust í leikinn.
Annað væri ótrúlegur
tvískinnungur.
Ef einhveijir eru
óánægðir með stöðu Bandaríkjanna
þá er ekkert annað til bragðs en
að styrkja stöðu ESB og um þetta
stendur valið, því aðrir kostir eru
ekki. En við vitum að í Danmörku,
reyndar í Noregi líka, svo ekki sé
minnst á Bretland, er sterk and-
staða gegn því að styrkja ESB og
sameiginlega utanríkissíefnu. Þeir
sem kjósa veikt ESB ættu þá a.m.k.
að gleðjast yfir styrk Bandaríkj-
anna.
En ég get ekki annað en sagt
að ég hræðist þann dag ef svo
færi að Evrópa og Bandaríkin yrðu
ósammála. Hingað til hafa heims-
hlutarnir verið sammála, til dæmis
í Persaflóastríðinu, í Bosníu og svo
framvegis. Þótt ég sjái engin teikn
á lofti í þá átt, gæti sú staða kom-
ið upp. En það er gleðilegt að sjá
að nýafstaðinn utanríkisráðherra-
fundur NATO samþykkti að nota
Vestur-Evrópusambandið sem evr-
ópskan grundvöll friðskapandi að-
gerða. Það veitir aukinn styrk til
að fylgja friðarferli eftir.
Bæði ESB og SÞ lögðu sitt af
mörkum á mjög virðingarverðan
hátt, meðan stríðið geisaði í Bos-
níu. Við skulum ekki gleyma að
300 ungir menn dóu undir fána
SÞ og tvö þúsund særðust og liðs-
afli SÞ keyrði út mat og lyf til
meira en þriggja milljóna manna
daglega. Mér finnst þessi frammi-
staða ekkert til að skammast sín
fyrir.“
Noregur utan ESB: Þörf á
styrkari utanríkisstefnu
Víkjum að heimalandi þínu.
Ýmsir norskir stuðningsmenn ESB-
aðildar hafa látið í ljós áhyggjur
af að Noregur einangrist utan ESB
þegar til Iengdar lætur. Hver er
þín skoðun á því?
„Ég er ekki áhyggjufullur yfir
efnahagslegri einangrun Noregs,
því við erum eftir sem áður með í
Evrópska efnahagssvæðinu. En
bæði 1971 og 1994 lagði ég áherslu
á aðild til að Noregur væri með í
Ég álít hins vegar að
haldi friðarferlið
áfram sé það alvarlegt
mál að Bandaríkja-
menn yfirgefi svæðið
með öllu. Sameinuðu
þjóðirnar voru með
tæplega þrjátíu þús-
und manna herstyrk í
Bosníu á stríðstímum
og nú er IMATO þar með
120 þúsund manna
herafla á friðartímum,
svo það má alveg
fækka í liðinu þar.
hinu pólitíska starfi. Hinn pólitíski
þáttur gengur enn vel, því við eig-
um enn aðgang að traustu neti
sambanda í Evrópu, sem við eigum
víst eftir að hafa staðið í viðræðum
við ESB í 25 ár. Ég er hins vegar
áhyggjufullur ef sambandið dvínar
og um leið persónuleg tengsl, því
þau skipta miklu máli.
Það krefst mun meir af utan-
ríkisstefnunni að standa utan ESB,
því ESB-samvinnan felur ekki að-
eins í sér stefnu, heldur persónuleg
samskipti. Það er mikilvægt að
geta tekið upp símann og hringt í
einhvern sem maður þekkir, til að
leita upplýsinga. í nútímasamfélagi
eru upplýsingar og þekking vald
og það gerir allar aðstæður mun
erfiðari að hafa ekki þessi persónu-
legu tengsl.
Sem stendur er þetta ekki vanda-
mál, en hér er ég að tala um fram-
tíðina, til dæmis árið 2005, þegar
nokkurn veginn öll Evrópulöndin
verða með í ÉSB. Þá.
verður ljóst að það
þarf næstum ofur-
mannlegt framlag til
að fylgjast með. Ég
segi ekki að það sé
ómögulegt, aðeins fjarska erfitt.“
Þinn eiginn ferill er reyndar
dæmi um hvað kynni og tengsl
geta leitt af sér, ekki satt?
„Það eru þín orð, en kannski
má líta svo á það. Ég komst í kynni
við evrópskt samstarf, þegar ég tók
þátt í aðildarviðræðum Noregs
1970 og það leiddi síðan til starfa
innan SÞ og NATO. Ég tók þátt í
NATO-samstarfinu meðan evrópsk
samvinna var mun umfangsminni
en nú er og því var allt rætt þar
frá grunni. Nú eru málin hins veg-
Ekkert annað en
leitin að blóra-
bögglinum
ar undirbúin í ESB áður en þau
koma upp í NATO og sama gildir
í SÞ. Það er alveg sama hversu
frábærar ræður fulltrúar Noregs
og íslands halda þar. Áhrifin eru
takmörkuð, því það er búið að sam-
hæfa stefnu ESB-landanna og
Bandaríkjamenn búnir að ákveða
sitt, svo norsku og íslensku tillög-
urnar hafa lítið að segja.“
Er það til bóta að Norðmenn og
íslendingar vinni saman á alþjóða-
vettvangi?
„Ég trúi á gagnsemi norrænnar
samvinnu. Það kemur sér einkar
vel fýrir okkur sem eru utan ESB
að geta fylgst með undirbúningi
mála í gegnum norrænu ESB-lönd-
in þijú og komið sjónarmiðum okk-
ar að. Það er heldur engin spurning
að í ESB-löndunum er almennur
vilji fyrir að henni sé haldið áfram
og stjórnirnar hafa því ekki ráð á
að draga úr henni, en það er líka
spurning hversu miklum tíma verð-
ur hægt að veija til hennar, þegar
fram í sækir, ekki síst þegar stækk-
un ESB verður farin að segja til
sín.“
En margir kvíða því að stækkun
ESB geri það í raun máttlausara?
„Fyrir þá sem hafa náin kynni
af starfi ÉSB er það vart nein ný
frétt að metnaðurinn fyrir hönd
sambandsins hefur aukist og um
leið verður allt starfið erfiðara með
fleiri aðildarríkjum. Hins vegar eyk-
ur það stöðugleikann í Evrópu að
ESB nær í raun til allrar Evrópu."
Þú nefndir áðan að næstum öll
Evrópuríkin yrðu kannski orðin
aðilar að ESB 2005. Hvernig held-
urðu að þá verði umhorfis þar?
„Hér hlýtur svarið að verða
margþætt. Þótt ég sé eindregið
hlynntur ESB þá er ljóst að með
Maastricht-samkomulaginu fóru
stjórmálamennirnir fram úr fólkinu
og það hefur ekki þjónað hagsmun-
um ESB. Vissulega eiga stjórn-
málamenn að fara fyrir, en þeir
mega ekki fara svo langt á undan
að fólk missi af þeim sjónir. En ég
trúi því líka að stjórnmálamennirn-
ir hafi lært sína lexíu nú og að
þetta gerist ekki aftur.
Framvinda ESB, bæði stækkun-
in og nánara samstarf mun ráðast
af því að stjórmálamenn vinni af
einlægni í þágu ESB. Fordæmi
manna eins og Willy Brandts og
Helmuts Schmidts skiptir máli.
Þeir voru einlæglega hlynntir sam-
vinnu sem stefndi að því að gera
Evrópulöndin svo háð hvert öðru
að deilur milli þeirra yrðu ekki
leystar með öðru en viðræðum.
Sama má segja um Helmut Kohl
og Þjóðveijar tóku á sig bagga
vegna sameiningar Þýskalands.
Samruni Evrópu er undir forystu
stjórnmálamanna kominn.
Ef samrunaferlið stöðvast verður
afturhvarf til hagsmuna einstakra
þjóða, þar sem hinn sterkasti hefur
alltaf rétt fyrir sér og ég er nógu
gamall til að vita hvað það þýðir.“
Og Noregur verður fyrir utan
ESB um ófyrirsjáanlega framtíð
eða hvað?
„Frá sjónarhóli ESB er enginn
tími til að standa í aðildarviðræðum
við Noreg um mörg ókomin ár, svo
jafnvel þótt Norðmenn skiptu um
skoðun væri ekkert svigrúm til
þeirra. Það þyrfti líka skyndilegar
og mjög alvarlegar aðstæður til að
hreyfa við Norðmönnum, svo alvar-
legar að það er ekkert til að óska
sér. í pólitísku tilliti er norsk aðild
ekki á döfinni.“
Meðan myndatakan er undirbúin
rifjar Stoltenberg upp með bros á
vör að ýmis blöð birtu á sínum tíma
myndir af þeim sem álitið var að
tækju sæti í væntanlegri fram-
kvæmdastjórn ESB og komu sjáv-
arútvegsmál í hlut Stoltenbergs.
Slík mynd hangi á veggnum heima
með myndum af þeim stjórnum,
sem hann átti sæti í. Nær komist
hann ekki ESB, eftir að hafa tapað
tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum
um aðild. Það breytir því þó ekki
að þegar hann gengur að granít-
klettinum norska teygir hann hönd-
ina upp á klettinn og horfir upp...
en þetta er líka maðurinn, sem trú-
ir á gildi einlægs framlags stjórn-
málamanna í mótun heimsins og
sögunnar.
LISTIR
NOKKUR verka nemenda.
Hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði
„Alvöru nám“
FYRIR fimm árum var hafin tilraun
með nýja námsbraut við Iðnskólann
í Hafnarfirði. Tilgangurinn var sá
að bjóða upp á nýtt nám, sem undir-
búningsnám fyrir frekara hönnun-
arnám erlendis og skapa atvinnulíf-
inu hér heima starfskrafta er hefðu
þekkingu á listrænu handverki og
hugviti. Jóhannes Einarsson, skóla-
meistari og Þorkell Guðmundsson
kennari telja samstarf skóla og at-
vinnulífs býsna bágborið en segjast
vonast til að breyting verði þar á.
Hönnunarbrautin telur 80 eining-
ar og eitt af meginmarkmiðunum
er að gera nemendur hæfa til að
útfæra og þróa nýjar hugmyndir
sem tengjast margskonar iðnaðar-
framleiðslu. Um 120 nemendur
stunduðu nám í hönnun í vetur og
telur Jóhannes skólameistari braut-
ina tvímælalaust nýjung í skóla-
starfi. Hefur skólastarfið, sem að
mestu leyti er unnið í sjálfboða-
vinnu, fengið ýmsar óformlegar við-
urkenningar. „Það er mjög mikil-
vægt að sjá áþreifanlegan árangur
af kennslunni þegar nemendur héð-
an komast í gegnum erfið inntöku-
próf í framhaldsdeildum iðnhönnun-
arskóla erlendis. Núna eru nemend-
ur héðan við nám í Hollandi, Dan-
mörku og Þýskalandi og þeim geng-
ur öllum mjög vel“, segir Jóhannes.
Þeir Jóhannes og Þorkell hafa
unnið að því að fá námið metið láns-
hæft svo fleiri nemendur geti hafið
nám. „Það stóð til að námið yrði
gert lánshæft ef til væri formleg
námskrá. Nú hefur hún verið útbú-
in en þá fengum við þau svör að
námið yrði ekki metið lánshæft
vegna þess að hönnun væri ekki
lögverndað starfsheiti. Það olli okk-
ur vonbrigðum“, segir Þorkell.
Námsferð og samkeppni
Nemendur hönnunarbrautarinn-
ar hafa sett upp sýningar á vorin
á verkum sínum og er einni slíkri
nú nýlokið eftir námsferð til ítalíu
fyrir einnar milljón króna styrk úr
LEONARDO sjóðnum. í ferðinni
hittu nemendur hönnuðinn Giovanni
Sacchi sem hannaði fyrir 30 árum
„sólstólinn", sem nálega hvert ein-
asta mannsbarn hefur tyllt sér í
einhverntíma á ævinni. Til gamans
má geta að Sacchi er væntanlegur
til íslands í lok júli. Á vorin er einn-
ig efnt til samkeppni meðal nem-
enda og eru starfandi iðnhönnuðir
fengnir til að dæma verkin. Sem
efnivið nota nemendur m.a. járn,
tré, stein, gler og plast. En ekki
er eingöngu hamrað og hert. Nám-
skeið í tölvuteikningu eru einnig
kennd í skólanum. „Hingað hafa
sótt námskeið tækniteiknarar,
verkfræðingar og arkítektar en það
styrkir tengslin út í atvinnulífið.
Ennfremur fá nemendur héðan
metna til náms, fyrirlestra á vegum
fagfélaga og samtaka, sem haldnir
eru útí bæ. Þá eru ónefndir gesta-
fyrírlesarar sem koma til okkar,“
segir Þorkell.
Ástæðan fyrir því góða samstarfi
Morgunblaðið/Þorkell
FYRSTU verðlaun í hönn-
unarsamkeppni nemenda á
hönnunarbraut Iðnskólans í
Hafnarfirði hlaut Jóhann Sig-
urðsson fyrir þennan stól.
sem aðstandendur hönnunarbraut-
arinnar eiga við atvinnulífið liggur
ekki síst í skýrum markmiðum skól-
ans. „Þetta er fyrst og fremst undir-
búningsnám og við seilumst hvorki
inn á verksvið iðnhönnuða né ann-
arra þó við þiggjum með þökkum
allt sem þeir vilja kenna okkur. Það
er líklega ástæðan fyrir því hversu
vel undirbúnir nemendur okkar eru
þegar þeir halda til framhalds-
náms“, segir Jóhannes.
Þeir Jóhannes og Þorkell eru full-
ir eldmóðs yfir nýju námsbrautinni
og segja fullum fetum að hér sé
hagnýtasta nám í íslensku skólalífi.
Þeir segjast hafa orðið vitni að því
sem gerist þegar nemendur loksins
finna sig í réttu umhverfi eftir
brokkgengan bóknámsferil. „Hér
hafa sumir nemendur unnið til verð-
launa fyrir hugvit sitt og handverk
og öðlast þar með sjálfstraustið á
nýjan leik,“ segja þeir.
Sýningin Eft-
irsóttir einfar-
ar framlengd
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram-
lengja sýninguna Eftirsóttir einfar-
ar í Gallerí Horninu, Hafnarstræti
1.5.
Á sýningunni eru verk þriggja
eftirsóttustu einfara íslenskrar
myndlistar, Sölva Helgasonar,
ísleifs Konráðssonar og Karls Ein-
arssonar Dunganons.
Sýningin mun standa til og með
miðvikudagsins 26. júní og verður
opin alla daga frá kl. 11-23.30 og
verður gengið inn í gegnum veit-
ingahúsið Hornið,
I