Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 23 i=- veldisins. Þeir urðu að lúta í lægra haldi eftir að hershöfðingi Bret- anna, Lord Kitchener, lét brenna bæi þeirra og konur þeirra og börn voru sett í fangabúðir. Talið er að 26.000 konur og börn hafi látið líf- ið í þessum búðum og gætir ennþá biturðar hjá Búunum ef minnst er á þessi fangabúðamál. Sagt er um Kitchener að hann hafi unnið stríð- ið en glatað friðinum. Á fyrrihluta þessarar aldar náðu Búarnir síðan undirtökunum á stjómmálasviðinu og seint á fimmta tug aldarinnar settu þeir hin fyrstu svokölluðu „Apartheid“-lög, sem hafa verið blettur á suður-afrískri sögu æ síð- an. Þeir héldu síðan um taumana arborgar, sem nefnd hefur verið „Chicago" Afríku. Umferðin var óhugnanleg og á einum stað, þar sem við þurftum að greiða vegar- toll, voru skilti þar sem fólki var ráðlagt að hafa bílglugga lokaða og dyr læstar meðan það keyrði í gegn. Það er víst eitthvað um að fólk sé rifið úr bílum sínum og rænt. Síðasti áfangi leiðarinnar var landamærabærinn Messina, en áður en komið er að honum er ekið yfir fjallaskarðið „Souþpans Berg Pas“, sem er nokkuð seinfarið en ógleym- anlegt. í Messina gistum við hjá kunningjum okkar og þar var okkur boðið í síðustu griilmessuna á leið okkar um Suður-Afríku. Þegar ég, eftir miðnættið, staulaðist í rúmið töluvert slompaður eftir allt rauðvínið, hugsaði ég með eft- irvæntingu til Zimbabwe, sem beið eftir okkur í myrkrinu. Mér fannst ég heyra hlé- barða öskra hinum megin við Limpobo- ána, en sennilega hefur það verið Bakkus konungur að spila með ímynd- unaraflið eina ferð- ina enn. Þó að við höfum aðeins skoð- að brot af þessu stórfenglega landi, tókum við með okk- ur minningar sem munu ylja okkur um ókomna tíð. Og handa hinum gest- risnu íbúum þessa stórfenglega lands höfum við þessi orð: Baie Danke. BÖRNIN framan viö fiskabúr í Two Ocean-sædýra- safninu. ZIMBABWE Messlna Souþpans Berg Pas TR/NSVAAL PRETORIA Bloemfontein GOÐRAR- VONARHÖFÐI Á TRÖLLA- SKAGA Ferðaaætlunm upp Afríku er nú í nokkru uppnami vegna ófriðarástands Windhoek: Gobrar- vonarhöfbi Jóhannesar- borg V & Durban AFRIK 200km Knysna Cape Town Góbrarvonarhöfbl Port Elisabeth 1. áfangi vorum svo sannnarlega sjónmengun á þessum stað æsku og hreysti. Segja má að við höfum laumast á braut, við fyrstu morgunskímu dag- inn eftir, við lítinn orðstír. Frá Jeffrey’s Bay var haldið í norður 900 km leið til Bloomfon- tein, sem er höfuðstaður fylkisins Orange Freestate. Þetta fylki ásamt Transvaal er höfuðvígi Búanna (Afríkaner) í Suður-Afríku. Búarnir höfðu komið til Cape á 17. öld og mættu þar lítilli mótspyrnu inn- fæddra. Þeir dreifðust um Cape- fylki og sköpuðu sér þar sitt eigið himmnaríki á jörð með biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni eins og sagt er. Þar undu þeir glað- ir hag sínum þar til tjallinn fór að abbast upp á þá og setja alls konar fáránleg lög, t.d. að banna þeim að hreppa svertingjana í þrældóm og annað eftir því. Þessu undu Búarnir illa, pökkuðu saman fögg- um sínum og stormuðu í norðurátt og settust að í Transvaal og Orange Freestate. Um síðustu aldamót sauð svo aftur upp úr og háðu Bretar og Búar biturt stríð, þar sem Búarnir börðust gegn vígvél breska heims- þar til Mand- ela tók við, fyrir tveimur árum. Flestir höfðu spáð því að allt færi til andskotans þegar ANC tæki við en það hefur far- ið á annan veg og hafa hlut- irnir gengið furðanlega vel fyrir sig. Það er helst að Zulu-ættbálk- urinn sé með einhvern derr- ing en þeir vilja sjálfs- stjórn í Natal- héraði þar sem þeir eru fjöl- mennastir. Hvítir jafnt sem svartir bera mikla virðingu fyrir Mandela, sem teljast verður með mestu stór- mennum aldarinnar. Glæpir eru því miður algengir í landinu og varast skal að vera á ferð að næturlagi. Ennfremur er alls óljóst hvað tekur við er Mandela fellur frá. Gestrisnir Búar Eitt er það sem einkennir Búana og Suður-Afríkubúa almennt, en það er hin óviðjafnanlega gestrisni þeirra. Hvar sem við stungum niður fæti var okkur boðið í grill. Grillið (braai) kemst næst því að vera helgiathöfn hjá Búunum og eiga þeir það til að byrja á morgnana og halda áfram langt fram á kvöld og allan tímann flýtur bjórinn og vínið og stórar steikur krauma á grillinu. Fyrir heilsuræktarfrík hlýt- ur Suður-Afríka að vera hreint hel- víti en fyrir okkur, sem finnst gott að úða í okkur blóðsteikum og feit- um pylsum og kneifa ölið, var þetta paradís. Frá Bloomfontein var keyrt norð- ur Transvaal og var lítið að sjá á leiðinni, endalausar sléttur. Keyra þurfti í gegnum úthverfi Jóhannes- P.S. VIÐ þessa frásögn er því að bæta að hún er send frá Iringa í Tanzaníu 6. júní sl. þar sem fjölskyld- an þurfti að halda kyrru fyrir í trúboðsstöð meðan beðið var varahlutar í millikassa jeppans góða. „Það eru allir hressir og andinn furðu góður í hópnum miðað við að- stæður,“ skrifar Friðrik. „Það má segja að þetta sé búinn að vera góður tími fyrir sálina, því hér erum við á trúboðsstöð langt frá ölium manna- byggðum. Hér er beðist fyrir kvölds og morgna og við höfum verið að hjálpa til við að byggja kirkju o g annað smávægi- legt. Annars notuðum við tímann og f órum til Zansibar. Þar vorum við í viku og má segja að það hafi verið hápunktur ferðarinnar það sem af er. Þetta er algjör para- dís og ef þið þekkið ein- hvern sem þjáist af þung- lyndi, endilega sendið hann þangað. En nánar um það síðar.“ I næstu grein hins veg- ar segir frá öðrum áfanga leiðarinnar, um Zimbabwe og Zambíu. En nú er einnig komið á dag- inn að einhver breyting verður á ferðaáætluninni, þar sem bæði Zaire og Chad eru lokuð lönd um þessar mundir og senni- lega verður því fjölskyld- an að taka stefnuna upp til Egyptalands í staðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.