Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 32

Morgunblaðið - 23.06.1996, Side 32
32 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ORN EIRIKSSON + Örn Eiríksson var fæddur á Akureyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 15. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Eiríkur Kristjáns- son, kaupmaður, f. 25. ágúst 1893, d. 4. apríl 1965, og María Þorvarðar- dóttir, húsfreyja, f. 17. maí 1893, d. 21. júní 1967. Eiríkur var sonur Krisljáns ÁSíslasonar, kaup- manns á Sauðárkróki, og Bjargar Eiríksdóttur, hús- freyju. María var dóttir Þor- varðs Þorvarðarsonar, prent- smiðjustjóra í Gutenberg, og Sigríðar Jónsdóttur, húsfreyju. Bræður Arnar eru: a) Kristján, hæstaréttarlögmaður, f. 7. september 1921 á Sauðárkróki, d. 18. október 1984. b) Sigurð- ur, aðalbókari, f. 14. desember 1922 á _ Sauðárkróki. c) Þor- varður Aki, framkvæmdasljóri, f. 22. febrúar 1931 á Akureyri, d. 14. janúar 1992. Örn hóf nám i loft- og stjarn- siglingafræði við Pan Americ- ’ an Navigation Service í Kalifor- níu og lauk hann prófi þaðan árið 1946 og síðan var hann við nám við Spartan School of Aeronautics í Tulsa og lauk þaðan atvinnu- og blindflugs- prófi árið 1947. Órn starfaði hjá Loftleiðum sem loftsigl- ingafræðingur á flugvélinni Heklu en ári síðar hóf hann störf hjá Flugfélagi íslands. Árið 1956 lauk Örn prófi sem loftskeytamaður og árið 1968 lauk hann prófi sem flugum- sjónarmaður. Starf- aði hann sem slíkur frá því ári hjá Flug- félagi íslands og síðar Flugleiðum allt til ársins 1993 er hann fór á eftir- laun. Örn starfaði meðal annars sem lofsiglingafræðing- ur í upphafi Græn- landsflugs Islend- inga og þá með leið- öngrum land- könnuðanna Lauge Kochs og Pauls Emils Victors. Einnig starfaði hann að iskönnunar- flugi fyrir Alþjóðaveðurfræði- stofunina og við birgðaflutn- inga fyrir Bandaríkjaher á Norður-Atlantshafssvæðinu. Árið 1949 kvæntist Örn Bryndísi Pétursdóttur, leikara við Þjóðleikhúsið, og eiga þau þijá syni: 1) Eirík Örn, yfirsál- fræðing við geðdeild Landspít- alans og dósent við læknadeild Háskóla Islands, giftan Þórdísi Kristmundsdóttur, prófessor í lyfjafræði við Háskóla íslands og eiga þau tvær dætur, Hildi og Kristínu Björk. 2) Pétur, flugstjóra hjá Flugleiðum, gift- an Magneu Lilju Haraldsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau Harald Fannar, Bryndísi og Leó Snæ. 3) Sigurð, sem er prestur í Grafarvogspresta- kalli. Útför Arnar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 24. júní og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hann afi Bassi er dáinn og farinn upp til Guðs. Eftir sitjum við systk- inin og eigum erfitt með að skilja og sætta okkur við að fá ekki leng- ur að hafa þig hjá okkur. En við vitum líka, að nú ert þú ekki lengur veikur og líður vel. Okkur finnst við svo heppin og rík að hafa átt þig fyrir afa, því þú gafst okkur svo mikið og vildir alltaf taka svo mikinn þátt í lífi okkar, bæði í leik og í starfi. Ekki leið sá dagur, að þú hringdir ekki til þess að vita hvernig við hefð- um það. Ógleymanlegar eru einnig gönguferðir okkar niður að sjó, þeg- ar við komum í heimsókn á Sæbraut- ina. Góði Guð, viltu passa ömmu Dísu. Við kveðjum þig, elsku afi Bassi, með bæninni okkar: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Haraldur Fannar, Bryndís og Leó Snær Pétursbörn. t Okkar kæri GISSUR INGI GEIRSSON frá Byggðarhorni, Flóa, Víðivöllum 17, Selfossi, er látinn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að hans ósk. Grafreitur hans yerður í Laugar- dælakirkjugarði. Við þökkum af alhug þeim, sem önnuð- ust hann af alúð og hlýju í veikindum hans, og einnig þökkum við öllum þeim, sem haft hafa samband, sent blóm og samúðar- kort nú við lát hans. Það gleymist aldrei. Ásdfs Lilja Sveinbjörnsdóttir, Geir Gissurarson, Kolbrún Ylfa Gissurardóttir, Vigdís Rós Gissurardóttir og fjölskyldur þeirra, Geir Gissurarson eldri, systkini og fjölskyldur þeirra. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför eigin- konu minnar og móður okkar, HELGU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Æsufelli 4, Reykjavík. Hlýhugur ykkar og vinátta er okkur græð- andi smyrsl á sárin. Guð blessi ykkur öll. í dag kveðjum við ástkæran föð- urbróður okkar, Örn Eiríksson sigl- ingafræðing, sem hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfiða baráttu við illsk- æðan sjúkdóm, þann sama og lagði föður okkar að velli fyrir rúmum fjór- um árum. Bryndís og synirnir voru Bassa styrkar stoðir og skiptust á að styðja og hjúkra honum í hinni erfiðu sjúkdómslegu uns yfir lauk. Við systkinin eigum öll fallegar minningar sem tengjast honum. Ósjálfrátt koma upp í hugann ánægjulegar minningar frá árum Eiríks afa og Maju ömmu á Víðimel 62. Oftar en ekki hittust bræðurnir og fjölskyldur þeirra á sunnudögum hjá ömmu og afa á Víðimel. Maja amma bauð kaffi, appelsín og heims- ins bestu eplaköku og Eiríkur afi spilaði Svarta Pétur og skrældi ofan í okkur barnabömin epli. Fullorðna fólkið ræddi málin í stofunni en við krakkarnir lékum okkur og stálumst stundum til að hoppa í hjónarúmi afa og ömmu. Oft kom það fyrir, meðan á heimsókninni stóð, að eitt- hvert okkar frændsystkinanna til- kynnti hinum: „Þeir eru byijaðir!" Við vissum öll hvað við var átt og flykktumst inn í stofu. Okkur til eyrna barst sá mest smitandi hlátur sem við höfðum nokkurn tíma heyrt. Ekki fór á milli mála hvert umræðu- efnið var. Skemmtisögur af sam- ferðafólki á Akureyri, þar sem allir áttu sín viðumefni eða gælunöfn og prakkarastrik bræðranna og báru þá strákapör Bassa frænda oftast hæst. Hlátrasköllin og gleðin réðu ríkjum. Við eigum einnig ánægjulegar minningar frá árunum okkar á Hjarðarhaganum. Oft rákumst við á Bassa frænda þegar hann var að stússa í geymslunni sinni í kjallar- anum. Alltaf gaf hann sér tíma til að ræða við okkur í gamni eða al- vöru, stakk að okkur harðfiski eða öðra góðgæti. Bassi var mjög fróður um ætt sína og uppruna og leit á það sem skyldu sína að miðla af sínum fróð- leik til okkar sem yngri vorum. Sér- staklega urðum við þessa vör eftir að faðir okkar féll frá og var okkur ljóst að hann vildi þannig koma áfram til skila því fróðleikskefli sem gengur frá einni kynslóð til annarr- ar. Bassi var mikill fagurkeri, naut þess að lifa fyrir hvert augnablik og var afar hrifnæmur. Hann hafði gaman af útivist og fengum við oft að njóta þeirrar ástríðu hans og eru útreiðar með honum okkur ógleym- anlegar stundir. Hann naut sín hvergi betur en í návist fjölskyldu Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. sinnar sem var stór, því hún náði yfir allan frændgarðinn. Bassi leit því aldrei á sig sem óábyrgan frænda og voru umvandanir hans einnig veittar á föðurlegan hátt og er okkur ljóst að einnig sá þáttur í fari hans er okkur mikilvægt vega- nesti í lífinu. Minningin um ánægjulegar sam- verastundir munu ylja-okkur systk- inunum um ókomin ár. Bryndísi, son- unum og öðram ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykk- ur öll. Hlátrasköllin og gleðin réðu ríkjum. Dóra, Einar, María og Eiríkur Þorvarðarböm. Örn er mér hugstæður. Hann hef ég þekkt frá því ég var bam. Órn heillaðist ungur af flugíþrótt- inni og gerðist félagi í Svifflugfélagi Akureyrar og hóf nám í stjamsigl- ingafræði við Pan American Naviga- tion Service í Hollywood Kaliforníu og lauk þaðan prófi 1946. Þá hóf hann nám við Spartan School of Aeronautics í Tulsa Oklahoma og lauk atvinnu- og blindflugsprófi árið 1947. Þegar Örn kom heim til íslands hóf hann fyrst störf hjá Loftleiðum og starfaði sem loftsiglingafræðing- ur á flugvélinni Heklu en ári síðar hóf hann störf hjá Flugfélagi íslands og var þá Gullfaxi fyrsta millilanda- flugvélin nýkomin til landsins. Árið 1956 lauk Örn prófi sem loftskeyta- maður og árið 1968 sem flugum- sjónarmaður. Hann starfaði sem slíkur frá því ári hjá Flugfélagi ís- lands og síðar Flugleiðum allt til ársins 1993 er hann fór á eftirlaun. Hann var þá búinn að starfa að ís- lenskum flugmálum í nærri fimm áratugi. Örn starfaði meðal annars sem ioftsiglingafræðingur í upphafí Grænlandsflug Islendinga og þá með leiðöngrum landkönnuðanna Lauge Kochs og Pauls Emils Victors. Hann starfaði einnig við ískönnunarflug fyrir Alþjóðaveðurfræðistofnunina og við birgðaflutninga fyrir Banda- ríkjaher á Norður-Atlantshafssvæð- inu. Örn mun meðal annars á þessum ferðum sínum á Grænlandi hafa nefnt ijöll og kennileiti í Grænlandi, til að mynda við Sólaríjöll við Eiríks- flörð, sem hafa síðan komið fram á landakortum. Um árabil vann Öm að félags- störfum fyrir Flugumsjónarmanna- félag Islands. Eftir því sem best er vitað var Öm fyrsti Islendingurinn sem kvæntist flugfreyju, Bryndísi, en hún hefur starfað sem leikari við Þjóðleikhúsið frá stofnun. mmmmmmm 0 m 5 m 0 t 0 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæri Opið til kl.IO öll kvöld Persónuleg þjónusta Fáfiafeni 11, sfmi 568 9120 0 1 0 Í 0 i 0 0IOI#IOI#IOI0 + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR BERGSDÓTTIR, Dalbraut 25, andaðist á heimili sínu mánudaginn 10. júní. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbraut 27. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Ingibjörnsson, Lísa Ólafsdóttir, Linda Ólafsdóttir. Þórður Jónsson, Margrét Anna Þórðardóttir, Bergur Jón Þórðarson, Eydís Ólafsdótti barnabörn og barnabarnabörn. r, Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Svo er einnig með líf vort. Það deyr aldrei. Þess í stað er dauðinn upprisan og lífið svo sem Kristur kenndi okkur mönnum. Víst nístir sorgin hjarta syrgjenda en tíminn læknar öll sár. Öm Eiríksson fór í friði sáttur við Guð og menn. Við hátíðlega en látlausa athöfn er hann var kistulagður síðast- liðinn þriðjudag var friðurinn auðsær öllum viðstöddum. Örn var glæsimenni, í senn kurt- eis og maður stundarinnar. Hann hafði sálarljóma er dró að sér annað fólk í margmenni og fámenni. Þann- ig var hann alvörumaður og hrókur alis fagnaðar er það átti við. Hann hafði þróttmikla tenórrödd og safa- ríka frásagnargáfu sem marga ætt- inga og vini hefur glatt um árin. Hann var vinamargur og vinafastur sem berlega kom í dagsljósið í löngu starfi hans að flugmálum. Því var viðbragðið hve hann var hollur verk- efnum sínum og þeim fyrirtækjum sem hann starfaði hjá. Menn af hans tagi vora og eru stoð og styrkur ís- lenskra flugmála og hafa gert þau að þeim þróttmikla atvinnuvegi sem við nú upplifum. Örn var hestamaður af lífi og sál. Hann var víðfróður um ættir hrossa og eiginleika þeirra. Á hestbaki og í umræðum um hesta var hann kóng- ur um stund svo sem þar segir. Alla sína tíð gekk hann undir gælu- nafninu Bassi sem sýndi þann hlýja hug sem samferðamenn hans báru til þessa tilfinningaríka höfðingja og heimsborgara af Akureyri. Bryndís Pétursdóttir föðursystir mín og hann bjuggu í farsælu hjónabandi með snöggum hugsanaskiptum og samtali alla sína tíð. Þau litu alltaf út fyrir að vera nýtrúlofuð. Bestan vott um hamingjuríkt samlíf þeirra bera synir þeirra þrír, sem allir era gagnmennt- aðir, kurteisir og vinsælir íslenskir heimsborgarar. Ekki eru barnabömin síðri. Þau virðast hafa erft alla góðu eiginleika fjölskyldunnar. Nú þegar hann hefur hlýtt kalli Guðs eru ekki endalok. Því til sann- inda vil ég hér segja frá því að nótt- ina eftir að hann lést dreymdi mig langan, sterkan og skýran draum. Ég sá ólýsanlega fallegt umhverfi með sterkum en mjúkum litum, með hljómlist en þó þögn sem var umluk- in djúpri kyrrð, ró og frið. Samt sá ég Bassa dansandi með gleðibros, við Bryndísi frænku mína, sem ekki brosti minna. Þau vora eins og þau voru fegurst, á brúðkaupsdaginn. Vegna þessa draums vil ég senda elskaðri frænku minni, Bryndísi, þessar línur úr kvæðinu Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson: Greiddi ég þér lokka við Galtará vel og vandlega; brosa blómvarir, blika sjónstjömur, roðnar heitur hlýr. í þögulli bæn fyrir sálu Arnar og fyrir hans aðstandendum. Pétur Einarsson og fjölskylda. Bassi minn. Við urðum býsna gamlir, góði vinur - og getum ekki kvartað yfir neinu þótt nú sé kominn tími til að fara að tygja sig og kveðja og leggja í’ann. Við lyftum glasi, syngjum nokkra sálma með Sauðárkrók í huga og gamla daga og tökum þessu; og þessi tár sem falla og það em gamlar minningar sem kalla. En elskulegi vinur, tómlegt verður í veröldinni þegar ekki heyrist lengur þessi hjartanlegi hlátur og heimtufrekjan, sem að minnir á kryddað ber við botn í stórri tunnu barmafullri af trygglyndi og ást. Herrann veit, að ég þarf ekki að kvarta að eiga svona vin í mínu hjarta. Páll Axelsson. • Fleiri minningargreiimr um Örn Eiríksson bída birtingar og munu birtast í blaðinu næstu (higa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.