Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 35

Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1996 35 GUÐRÚN LÁRA BRIEMHILT + Guðrún Lára Briem Hilt fæddist á Hrafna- gili í Eyjafirði 22. apríl 1918. Hún jést á sjúkrahúsi i Ósló 15. júní síðastliðinn. Guðrún var yngst uppkominna barna séra Þorsteins Bri- em, prófasts og ráð- herra, f. 3. júli á Frostastöðum í Skagafirði, d. 16. ágúst 1949 í Reykja- vík og konu hans Valgerðar Lárus- dóttur, söngkennara, f. október á Grund í Eskifirði, d. 26. apríl 1924 á Akranesi. Syst- ur Guðrúnar Láru eru Kirstín Valgerður, f. 21. júní 1911 i Reykjavík, kennari og húsfreyja í Reykjavík, d. 1994, Halidóra Valgerður, f. 23. febrúar 1913 á Hrafnagili í Eyjafirði, arkitekt og deildarstjóri í Stokkhólmi, d. 1993, Valgerður, f. 16. júní 1914 á Hrafnagili, myndlistar- kennari og húsfreyja í Reykja- vík og Ólöf Ingibjörg, f. 2. mars 1923, d. sama ár. Guðrún giftist 11. ágúst 1945 Odd Hilt, myndhöggvara, f. 8. mars 1915 í Drammen í Nor- egi, d. 1986, og voru þau lengst af búsett í Ósló. Börn þeirra eru Ragnhild Ililt, leikkona í Ósló, f. 20. september 1945, Björn Hilt, læknir í Þrándheimi, f. 12. júní 1949 og Thor- stein Hilt, rithöf- undur og útgefandi í Ósló, f. 18. júní 1955. Guðrún ólst upp á Akranesi þar sem Þorsteinn Briem var prestur og síð- an prófastur Borg- arfjarðarhéraðs. Guðrún fór til náms í uppeldisfræðum í Stokkhólmi árið 1939. Að loknu námi starfaði hún að málefnum barna og ungra, sem fóstra og forstöðukona barnaheimila í Stokkhólmi, síðan í Þrándheimi og Ósló, en þangað fluttist fjöl- skyldan árið 1953. Frá 1961 til 1965 var Guðrún framkvæmda- sljóri Riktige Leker, fyrirtækis sem vann að hönnun leiktækja barna. Frá 1965 lagði Guðrún stund á kennslu í uppeldisfræð- um við Statens formingslærer- höjskole, síðan frá 1966 til 1986 við Barneværnsakademiet og um tíma við Háskólann, Uni- versitetet i Ósló. Utför Guðrúnar fer fram frá Vestre krematorium í Ósló mánudaginn 24. júní. Hennar verður minnst með kveðjustund í Fossvogskapellu sama dag klukkan 10.30. Guðrún Lára Briem Hilt var á 79. aldursári er hún lést. Hún var yngst þeirra Briemdætra síra Þor- steins, sem lengi var sóknarprestur á Akranesi, prófastur, þingmaður og ráðherra um skeið. Móðir þeirra var Valgerður Lárusdóttir, Hall- dórssonar Fríkirkjuprests. Með Guðrúnu, Gógó, eru þrjár þeirra systra nú fallnar frá með stuttu millibili. Kirstín Valgerður, Dídí, er látin og sömuleiðis Halldóra Val- gerður, Dódó, sem búsett var í Sví- þjóð. Yngstu systur sína, Ólöfu Ingibjörgu, misstu þær á fyrsta ári. Eftir lifir sú næst yngsta þeirra, tengdamóðir mín, Valgerður Briem, Lalla, þjóðkunnur kennari til margra áratuga hér í Reykjavík og myndlistarmaður. Undirritaður er fæddur á Akra- nesi og skírður þar af síra Þorsteini fáum árum áður en hann fékk lausn frá embætti vegna heilsubrests árið 1946. Enda þótt leiðir okkar síra Þorsteins lægju ekki saman að öðru leyti en þessu og fyrir mitt minni eins og gefur að skilja, fann ég fljótt fyrir því í uppvextinum að andi þessa merka manns sveif mjög yfir vötnum á Akranesi. Þar naut hann mikillar virðingar fyrir störf sín og glæsileik. Síra Þorsteinn var enda meðal fremstu presta landsins á þessum tíma, frábær predikari, gáfaður fræðimaður, hófsamur og orðhagur svo af bar. Dæturnar fjór- ar fluttust með föður sínum og móður frá Mosfelli í Grímsnesi til Akraness er Þorsteinn fékk veitingu fyrir Görðum árið 1921. Sú elsta þeirra þá 10 ára en Guðrún aðeins 3 ára gömul. Þremur árum síðar var að þeim kveðinn mikill harmur er þær misstu móður sína úr berkl- um, en þá kom til hjálpar frænka þeirra frá Vopnafirði og síðar stjúp- móðir, Emilía Guðjónsen. Á Akra- nesi ólust þær systur upp og nutu þá í ríkum mæli þess ljóma sem af foreldrum þeirra stafaði. En ekki síður fyrir eigin verðleika. Þær Bri- emdætur á Akranesi þóttu með ein- dæmum glæsilegar og vel gerðar. Svo mjög, að enn er haft á orði. Ég var svo lánsamur að næla mér í dótturdóttur prestsins sem skírði mig forðum. Og það sem ég áður vissi af afspurn, fékk ég þar með tækifæri til að reyna persónu- lega fyrir aðstoð örlaganna. Eg tengdist og kynntist þeim systrum. Þær reyndust mér einstakar að öllu leyti. Gáfur og glæsileiki var þeim sameiginlegur, en að öðru leyti heillandi persónuleikar hver á sinn hátt. Gógó kynntist ég fyrir alvöru þegar við hjónin fórum til fram- haldsnáms í Osló árið 1970. Hún tók á móti okkur opnum örmum og greiddi götuna glaðbeitt og fá- dæma elskuleg. Áhuginn var brenn- andi á öllu sem hún tók sér fyrir hendur og hæfileikarnir ríkir. Þá og jafnan síðar var hún virkur liðs- maður baráttunnar fyrir friði og réttlæti, baráttunnar gegn kjarn- orkuvopnum um heim allan, kraft- mikil, brosmild, velviljuð og bjart- sýn. Hún var ötull talsmaður barna sem fóstra og forstöðumaður barnaheimila, framkvæmdastjóri og uppeldisfræðingur. En umfram allt svo yfirmáta góð manneskja og hjartahlý. I Stokkhólmi kynntist hún manni sínum, Odd Hilt, mynd- höggvara, mikilsmetnum lista- manni í sínu landi og róttækum sómamanni. Hann var þá flótta- maður frá Noregi. Odd var tekinn til fanga af Þjóðverjum skömmu eftir að herir þeirra ruddust inn í Noreg í heimsstyrjöldinni og sakað- ur um „ólöglega stafsemi“. Hann sat 15 mánuði í fangelsi en tókst að flýja frá Þrándheimi til Svíþjóðar á gamlárskvöldi 1942. Þessi lífs- reynsla Odds setti varanlegt mark sitt á viðhorf hans til þjóðmála. Þau hjón áttu vel saman og sambúð þeirra stóð þvt yfir 40 ár. Heimili þeirra á Ekely var mörgum íslend- ingum gleði og upplyfting. Odd lést á árinu 1986. Að leiðarlokum vil ég færa Gógó sérstakar þakkir fyrir kynnin. Fyrir kraftinn og gleðina sem frá henni stafaði. Fyrir brosið og óhaggandi bjartsýnina og votta um leið eftirlif- andi systur hennar og börnum, þeim Ragnhild, Birni og Thorstein, sam- úð mt'na. Arnmundur Backman. Frá því að ég man eftir mér hef ég heyrt mömmu, ömmur mínar og frænkur tala um Guðrúnu Briem Hilt, eða Gógó eins og hún var kölluð, með ævintýratón í röddinni. Sjálf vissi ég ekki hver konan var en fékk gott tækifæri til þess að kynnast henni þegar ég sem menntaskólanemi var ein á ferð t' Noregi. I júlímánuði fyrir fjórtán árum stóð ég í glampandi sólskini á braut- arpalli í Osló og beið þess að verða sótt af henni Gógó, sem ég hafði aldrei séð, en ætlaði að skjóta yfir mig skjólshúsi í nokkra daga og fljúga síðan með mér heim til ís- lands. Eftir nokkra bið fór ég að líta í kringum mig og velta fyrir mér hvort um enn einn misskilning- inn væri að ræða á þessu ferðalagi mínu. Heyri ég þá kallað einhvers staðar í mannhafinu: Helena mín, Helle mín, Helle mín og skömmu síðar sá ég brosandi andlit eldri konu með grátt stutt hár. Lágvaxin og nett í einföldum kjól og striga- skóm hljóp hún í áttina til mín með opinn faðminn. „Helle mín, en gam- an að þú skulir vera svona lítii eins og ég, þá getur þú örugglega notað eitthvað af fötunum sem ég var að setja niður í kassa.“ Síðan tók hún aðra töskuna mína og hljóp við fót í áttina að bílnum. Tók þá við ein eftirminnilegasta ökuferð sem að ég hef lent í. Gógó talaði fjörlega, þar sem saman fóru skemmtilegar vangaveltur um lífið og tilveruna, spurningar um fjölskyldu mína, og athugasemdir um umhverfið og vegfarendur. Samhliða þessu fylgdi ökulag þar sem skiptust á föst bens- íninngjöf og mjög svo ákveðin bremsa. Ökulag þetta hafði ýmsar aukaverkanir áður en áfangastað var náð, svo sem akstur utan í gangstéttarkanta og hjólkopps- missi. Ég þurfti ekki lengri kynn- ingartíma til að átta mig á að það væru forréttindi að fá að kynnast þessari smáu, en samt stóru mann- eskju. Á tímum þar sem persónu- leikar virðast vera að renna út í alþjóðlega flatneskju skynjar maður enn frekar styrk og sérstöðu þeirra sem ná að finna sinn persónulega lífsstfl. Þannig manneskja var Gógó. Ég hafði á tilfinningunni að hún lifði að sumu leyti í sínum heimi sem gerði henni kleift að takast á við lífsins hversdagsleika sem ekki var henni alltaf auðveldur. Dvöl mín hjá henni var upplifun frá byij- un til enda. Ég fann að hún var langt á undan samferðafólki sínu í náttúruverndar-, umhverfis- og friðarmálum. Og sá mannlegi hug- sjónaeldur sem brann innra með henni virtist vera óþijótandi. Seint gleymi ég heimsókn í risastóra geymslu þar sem Gógó hafði safnað notuðum umbúðum af öllum stærð- um og gerðum og átti sér þann draum að þetta gæti orðið hráefni í listasmiðju fyrir unglinga í Ósló. Það var þó ekki fyrr en ég hafði upplifað Gógó í sínum heimabæ. Akranesi og sem gest hjá mömmu og pabba að ég skynjaði þann ógn- arkraft sem hún bjó yfir. Þegar venjulegt fólk vaknaði var Gógó stundum búin að vera í gönguferð niður á Langasandi og jafnvel á leiðinni upp á Akrafjall. Hvað hún elskaði þetta land og þennan bæ. Útsýnið, sjóinn, lyktina og jörðina sem hún flutti með sér í brotum heim til Noregs. Hvað hún skynjaði hvað virkilega skiptir máli. Hún var meiri Akurnesingur en flestir sem ég þekki. Og gönguferð með Lárusi bróður á Akrafjall varð upplifun og tilefni í margra blaðsíðna þakklæt- isbréf frá henni. Reyndar voru bréf- in frá Gógó alltaf gleðigjafi vegna þess hve skemmtilegur penni hún var. Við ótrúlegustu aðstæður á ferðalögum vítt og breitt lét hún vita af sér og þó „adressu“bókin gleymdist heima komust bréfin á áfangastað þó utanáskriftin væri jafnvel bara: Milla mín og Gutti í gula húsinu fyrir ofan Langasand. Það sem kennir okkur mest er að kynnast fólki sem með lífi sínu og breytni getur orðið okkur vegvís- ir í listinni að lifa lífinu. Og þó að Gógó sé nú fallin frá verður hún eilíf í huga okkar vegna þess hve eftirminnilegur vegvísir hún var. Að leiðarlokum sendum við fjöl- skyldu Gógóar okkar innilegustu kveðjur. Helena, Emilía, Guttormur, Lárus og fjölskyldur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR Ijósmóðir, frá Eyri, Ingólfsfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Guðmundur Sveinsson, Sveinn Sveinsson, Sigríður Sveinsdóttir, Guðjón Sveinsson, Ólafur Sveinsson, Halldór Már Sveinsson, Þórunn Hauksdóttir, Margrét Nílsen, Stefán Jónsson, Jenný Jónsdóttir, Annette Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINARÖRN BJÖRNSSON, Mýnesi, Eiðaþinghá, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 25. júní kl. 14.00. Arnljótur Einarsson, Sigríður Laufey Einarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Björn Einarsson, Áskell Gunnar Einarsson, Úlfur Einarsson, Guðjón Einarsson, Guðrún Gústafsdóttir, Anna Kristi'n Magnúsdóttir, Erla Þórhildur Sigurðardóttir, Halla Björk Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. t Okkar ástkæra stjúpmóðir, HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR fyrrverandi yfirkennari, áðurtil heimilis á Víðimel 37, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. júní kl. 15.00. Fyrir okkar hönd og annarra vanda- manna, Gunnfinna Þorsteinsdóttir Green, Valgerður Þorsteinsdóttir, Valmundur Þorsteinsson. t Móðir mfn, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG STEINGRÍMSDÓTTIR, Þórunnarstræti 97, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Guðný Kristjánsdóttir, Gylfi Jónasson, Katrín Gylfadóttir, Hjörtur Geirmundsson, Kristján Gylfason, Ómar Ingi Gylfason, Arnar Geir Hjartarson. t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÖRN EIRÍKSSON loftsiglingafræðingur, Sæbraut 21, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Bryndis Pétursdóttir, Eirikur Örn Arnarson, Þórdís Kristmundsdóttir, Pétur Arnarson, Magnea Lilja Haraldsdóttir, Sigurður Arnarson og barnabörn. t SOFFÍA RICHARDS, FÆDD THORSTEINSON, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. júní kl. 15.00. Sigri'ður Sæmundsson, Helga Jóhannsdóttir, Gyða Jóhannsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.