Morgunblaðið - 23.06.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1996 39
+ Laufey Arn-
órsdóttir
fæddist í Bakka-
gerði í Borgar-
firði eystra 21.
febrúar 1910.
Hún lést á heimili
I sínu í Reykjavík
15. júní síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Arn-
ór Arnason, út-
vegsbóndi í
Bakkagerði, f. 31.
maí 1863, d. 7.
■ júlí 1930, og Katr-
ín María Jónat-
ansdóttir, f. 10. ágúst 1874,
d. 16. febrúar 1956. Hálfsystir
Laufeyjar sammæðra var
Jóna Baldvinsdóttir.
Hinn 31. mars 1934 giftist
Laufey Bjarna Lúðvíkssyni,
málarameistara, f. 20. mars
1907, d. 30. júní 1982. For-
eldrar hans voru Lúðvík Sig-
urðsson, útgerðarmaður í
Neskaupstað, f. 10.8. 1866, d.
20.1. 1941, og Ingibjörg Þor-
láksdóttir, f. 13.11. 1875, d.
25.11. 1956. Börn Laufeyjar
Á kyrru laugardagskvöldi 15.
júní síðastliðinn lagði tengdamáðir
mín Laufey Arnórsdóttir upp í sína
síðustu för í fallegu hlýlegu íbúð-
inni sinni í Hjallaseli 27 í Reykja-
vík, sitjandi við skrifborðið sitt þar
sem hún sat svo oft með útsaum-
inn sinn í höndunum. Ég held að
hún hafi sjálf kosið að hafa ævilok-
| in á þennan veg. Allavega hafði
og Bjarna eru: 1)
Haukur, f. 4. maí
1934, lögfræðing-
ur, kvæntur Jó-
hönnu Borgþórs-
dóttur kennara, f.
1.8. 1940, og eiga
þau þrjá syni:
Bjarna, Þór og
Arnór Gauta. 2)
Ingibjörg, f. 8.11.
1941, gift Einari
Magnússyni tann-
lækni, f. 9.5. 1943,
og eiga þau fjóra
syni: Bjarna, Haf-
liða, Magnús Þór
og Einar Inga. 3) Lúðvík, f.
14.3. 1943, d. 27.5. 1945. 4)
Lúðvík Bjarni, f. 7.7. 1949,
kvæntur Sigrúnu Böðvars-
dóttur, f. 3.6. 1950 og eiga
þau þrjú börn: Steinunni,
Bjarna og Laufeyju Ingi-
björgu.
Utför Laufeyjar fer fram
frá Seljakirkju á morgun,
mánudaginn 24. júní og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarð-
sett verður í Fossvogskirkju-
garði.
hún látið í ljós þá ósk að ljúka
ævinni í vinalegu íbúðinni sinni.
Hún hafði átt góða ævi, verið
heilsuhraust mest allt sitt líf, en
síðustu þijú árin hafði þó hallað
undan fæti, þrekið minnkað og
krafturinn til að njóta lífsins. Ég
hygg að það hefði ekki farið vel
í tengdamóður mína að verða al-
veg ósjálfbjarga og öðrum háð.
Laufey Arnórsdóttir bjó sín
fyrstu æviár i Bakkagerði, en um
sjö ára aldur flytur hún með móð-
ur sinni til Neskaupstaðar, en
móðir hennar réð sig á stórt heim-
ili Lúðvíks Sigurðssonar og konu
hans Ingibjargar Þorláksdóttur.
Þar elst Laufey upp á mikilsvirtu
heimili og verður eins og eitt af
börnunum, sem voru 11. Hún
hlýtur þá menntun sem börnum
var búin á þeim tíma, en ekkert
umfram það, þó að námshæfileika
hefði hún góða.
Þarna finnur Laufey einnig
mannsefni sitt, því hún giftist
hinn 31. mars 1934 Bjama Lúð-
víkssyni. Saman byggðu þau upp
fallegt og hlýlegt heimili, fyrst í
Neskaupstað og síðan í Reykja-
vík, en þangað flytjast þau 1959.
Ég kom fyrst inn á heimili Lau-
feyjar 1967, þá tiltölulega
óharðnaður ungur maður sem
leist vel á dóttur hennar, Ingi-
björgu. Hún tók mér strax sem
syni sínum og milli okkar var
ávallt gott og náið samband sem
aldrei bar skugga á. Fyrir það
verð ég alltaf þakklátur.
í mínum augum var Laufey
Arnórsdóttir ein af máttarstólp-
um þess þjóðfélags sem við búum
í. Hún var metnaðarfull húsmóðir
og móðir, samviskusöm og áreið-
anleg, greind kona og skemmtileg
í viðræðu. Hún bjó fölskyldu sinni
mjög fallegt heimili sem ávallt var
snyrtilegt og hlýlegt. Smekkvísi
hennar var mikil og eftirminnilegt
hvað hún hafði gaman af að klæða
sig upp og eiga falleg föt. Þessi
eiginleiki fylgdi henni til æviloka.
Síðustu árin eftir lát Bjarna
manns síns árið 1982 bjó Laufey
í Hjallaseli 27 við elliheimilið
Seljahlíð, þar sem nokkrar vin-
konur höfðu komið sér fyrir þegar
LA UFEY
ARNÓRSDÓTTIR
\
I
;
i
i
í
(
í
;
(
a
:
VtlTÞÚ
t>AGAN FORSFH?
Eru stjómmálaöfl ogvaldaklíkur í landinu að hönla
með forsetakosningamar til að tiyggjasérþæganfoisetasem
undirritar hver þau óli^ sem joeim dettur í hug að leiða yfir þjóðina?
Nú getur þú valið foiseta sem j»rir að tala máli þíau
og verja hagtnuni fólksins í landinu.
Ki
Ástþór Magnússon
Mtiöur sem yerir jiín bnráttumál tiö sínum
STUÐNINGSMENN F R I Ð AR
þessi hús voru byggð. Henni leið
þar vel í þeirra félagsskap.
Góð kona er horfin sjónum en
minningin um hana mun lifa í
hugum okkar sem henni fengum
að kynnast.
Ég er þakklátur fyrir samfylgd-
ina.
Börnum hennar, barnabörnum
og öðrum þeim er henni stóðu
nærri votta ég innilega samúð.
Einar Magnússon.
Á morgun kveðjum við tengda-
móður mína, Laufeyju. Ég kom
fyrst inn á heimili hennar og
Bjarna tengdaföður míns í fylgd
yngsta sonar þeirra, Lúðvíks, fyr-
ir 29 árum. Við höfum því fylgst
að í langan tíma og Laufey var
okkur Lúðvík og börnunum ein-
staklega góð og minnumst við
allra samverustundanna með
þakklæti.
Hún var ein af þeim íslensku
konum sem við getum verið stolt
af að eiga, húsmóðirin, eiginkon-
an, mamman, amman og lang-
amman sem alla tíð helgaði sig
heimilinu. Einstakt snyrtimenni
var hún og hafði gaman af því
að hafa fallega hluti í kringum
sig. Ekki má gleyma fallegum
fötum, en fram á síðasta dag
hefði hún gaman af því að vera
fallega klædd.
Laufey vildi helst hvergi vera
nema heima hjá sér og talaði
mikið um það ef hún fór í burtu
hvað það væri gott að koma heim.
Okkur finnst alltaf sárt að
missa ástvini okkar, en við getum
verið þakklát fyrir að Laufey
sofnaði svefninum langa heima
þar sem hún helst vildi vera í litla
fallega húsinu sínu sem henni
þótt svo vænt um.
Þar átti hún góðar stundir hin
síðustu ár og einstaklega góðar
vinkonur, þær Margréti, Sigríði
og Guðrúnu, sem bjuggu allar í
nálægð. Þeim skal þökkuð öll sú
vinátta og umhyggja sem þær
sýndu henni alla tíð.
Börnum sínum og ekki síður
barnabörnum sínum var hún ein-
staklega stolt af. Ekki veit ég hve
margar peysur, sokka og vett-
linga amma Laufey prjónaði á
börnin okkar. Ljóð og vísur kenndi
hún þeim er þau voru minni.
Laufey var einstaklega fróð,
enda las hún alla tíð mikið og
minnumst við bílferðanna þar sem
hún fræddi okkur hin á nöfnum
á öllu því sem bar fyrir augu.
Einstakt samband var á milli
Lúlla og mömmu hans síðustu
mánuði og kemur hann til með
að sakna samverustundanna.
Ég kveð tengdamóður mína
með þakklæti og söknuði.
Sigrún.
• Fleiri minningargreinar um
Lauíeyju Arnórsdóttur bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
Abyrg þjönusta í áratugi
Sími 588 9090 - Fax 588 9095
Síðumúli 21.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Hraunbær 96 — OPIÐ HÚS
3ja herb. falleg 87 fm íb. á 3. hæð ásamt aukaherb. í kj. Glæsilegt útsýni.
Ákv. sala. Laus fljótlega. Áhv. 4,1 millj. Hagst. kjör. Ibúðin verður til sýnis í
dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. Verð 6,9 millj.
Laugarnesvegur — OPIÐ HÚS
Falleg 3ja herb. 73 fm íb. í fjölbýlish. Ib. fylgir herb. í kj. (b. hefur verið
standsett á smekklegan hátt. Suðursv. Lögn f. þvottavél í íb. Glæsilegt
útsýni. Áhv. 3,7 millj. Ib. verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16.
Verð 6,9 millj.