Morgunblaðið - 23.06.1996, Page 40
40 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
«1 fl a * „ -'pLtj (^)
-~LÆmL*SJggi í-27 J.eSSX
NEI ÉG á enga baðmottu
Psoriasis? -
„Allison“
Frá Önnu Dóru Hermannsdóttur:
MARGIR þjást af húðsjúkdómnum
psoriasis og er undirrituð ein þeirra.
Frá því á unglingsaldri hefur þessi
kvilli heijað á mig, aðallega hár-
svörð og andlit með tilheyrandi
vanlíðan, svo sem kláða, útbrotum
og vanmáttarkennd. Gegnum árin
hef ég prófað margar tegundir af
hár- og húð- snyrtivörum en oftar
en ekki enduðu hálffull ílátin í rusl-
inu og sterakremin voru dregin
fram. Oft heyrir maður um eitt-
hvert undralyf eða snyrtivöru sem
á að leysa vandann en að lokinni
tilraun með vöruna er niðurstaðan
vonbrigði og léttari pyngja. Reynd-
ar hentar stundum einum vel það
sem öðrum gagnast ekki en ein-
hverra hluta vegna var það reynsla
mín að vera sífellt prófandi nýjar
lausnir sem létu vandann ósnertan.
Fyrir sjö árum kom ég heim eft-
ir nokkurra mánaða dvöl á suðlæg-
um slóðum, í sól og hita, þar sem
óþægindin hurfu á bak og burt.
Eftir heimkomuna byijuðu útbrotin
aftur af fullum krafti og ég neydd-
ist til að nota steralyf þrátt fyrir
hvimleiðar aukaverkanir þeirra.
Skömmu seinna ákvað ég að prófa
nýja tegund af hár- og húðsnyrti-
vörum sem einhver kunningi hafði
góða reynslu af. Þetta voru dansk-
ar vörur sem bera nafnið. „Alli-
son“. Þær reyndust mér ákaflega
vel og á nokkrum vikum hætti ég
alveg notkun steralyfjanna og hef
ekki þurft á þeim að halda síðan.
Enn nota ég „Allison“-vörur með
góðum árangri, bæði í hár og á
húð, og held þannig psoriasis-
útbrotum í lágmarki. Ef ég hins-
vegar geri hlé á notkun „Allison",
líður aðeins skammur tími þar til
sjúkdómurinn gerir vart við sig.
Líka reynslu af þessum snyrtivör-
um hafa kunningjar mínir, þeir sem
glíma við samskonar vandamál. Þar
sem ég veit að einhveijir eru í sömu
sporum og ég var áður en ég fann
mína lausn á vandanum, vil ég
koma þessum upplýsingum á fram-
færi í þeirri trú að sama lausn
gagnist öðrum.
„Allison“-vörurnar eru 100%
náttúrulegar og framleiddar án til-
rauna á dýrum. Þær fást í litlu
húsi við Laugveg 53b en þar er
verslunin „Mitt í náttúrinni“. Hús-
ráðandi þar er Erna Magnúsdóttir.
Pyngjan þarf ekki að vera þung til
að réttlæta heimsókn í þessa hlý-
legu verslun því „Allison“-vörurnar
eru ódýrari en flestar aðrar snyrti-
vörur sem ég þekki.
ANNA DÓRA HERMANNSDÓTTIR,
Mjóuhlíð 16, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Sumarnámskeið í glerlist
Jónas Bragi, glerlistamaður heldur námskeið, annars
vegar í steindu gleri og hins vegar í glerbræðslu.
Nánari upplýsingar í símum 562 1924 og 554 6001.
kÓLl
FASTEIGNASALA
5510090
Vesturgata 44
Mikið endurn. og uppgert yndislegt
einb., kj., hæö og ris. Hér ræður
hlýlegi gamli sjarminn rikjum. Littu á
verðið, aðeins 9,5 millj. Hver verður
fyrstur að kaupa? Gunnar og Edda
bjóða þér í kaffi og sýna þér húsið.
-HÓLL
vaskur og vakandi
Álfatún
Gullfalleg 130 fm 4ra herb. íb. á 1.
hæð á þessum frábæra stað. Parket
á öllu, vandaðar innr., innb. bílsk.
Fráb. útsýni. Verð 10,9 millj. Drifa sig
að skoða í dag!
Kaplaskjólsvegur 49
Loksins gefst þér tækifæri á að
skoða endaraðh. f vesturbænum á
þessum vinsæla stað. 4 svefnherb.,
2 stofur. Fallegur garður. Sjón er
sögu ríkari. Verð 12,5 millj. Sigurður
og Sigríður sýna þér slotiö.
OPIÐ HÚS í DAG FRÁ KL. 14 - 17
Hlíðarhjalli 62
Glæsileg 117 fm 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð ásamt 29 fm bílsk. Góðar
suðursv. Parket á gólfum. Þvottaherb. í (b. Mikið skápapláss. Aldeilis
hagstæð lán byggsj. 3,5 millj. Verð 10,4 millj. Margrét og Ingibergur taka á
móti þér með glöðu geði.
Okkur bráðvantar 4ra herb. íbúð
Fyrir mjög ákveðinn kaupanda sem er nýbúinn að selja óskum við strax
eftir rúmgóöri 4ra herb. ibúð I toppstandi. Helst I nýlegu húsi I Vesturbæ
eða miðsvæðis I Reykjavík.