Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLEYJAR og Flat- ey eru einu eyjarnar á Breiðafirði sem búið er í allt árið. Bræðumir Eysteinn G. og Jóhannes G. Gíslasynir búa nú í Skáleyj- um og hafa gert í tuttugu ár, nú ásamt Sigríði As- grímsdóttur, sambýliskonu Jóhannesar frá 1983. For- eldrar þeirra, Gísli E. Jó- hannesson og Sigurborg Ól- afsdóttir, bjuggu þar alla sína búskapartíð og foreldrar Gísla þar á undan. Ábúenda- leggurinn er raunar óslitinn frá því um eða fljótlega eftir 1820 og ættin er enn eldri á staðnum. Þau tíu ár sem liðu frá því Gísli og Sigurborg hættu að hafa vetursetu í Skáleyjum og Eysteinn og Jóhannes tóku við er eini tíminn sem Eysteinn veit til þess að ekki hafi verið heils- ársbúskapur í eyjunum, lík- lega frá því land byggðist. Fyrr á árum var eyja- byggðin á Breiðafirði fjöl- menn, búið á 40-50 eyjum, og víða margt fólk. í Skáleyj- um var tvíbýli auk mismun- andi margra heimila hús- manna og því margt fólk heimilisfast, til dæmis um 50 manns um síðustu aldamót. Búskapurinn í Skáleyjum byggist á nýtingu hlunninda og hefðbundnum grasnytja- búskap, eins og hann hefur gert um aldir. Hlunnindin gefa meiri tekjur en hefð- bundni búskapurinn. Þannig gefur æðardúnninn mestu tekjumar, þangsláttur sem er tiltölulega nýtilkomin hlunnindanýting og gras- nytjabúskapurinn koma þar á eftir. Mikil vinna er við varpið en lítill annar kostnað- ur. Hins vegar er töluverður kostnaður við sauðfjárbú- skapinn en hann festir búset- una allt árið. Besta náttúruverndin Foreldrar Eysteins og Jó- hannesar bjuggu á helmingi jarðarinnar og áttu að hluta. Þegar útlit var fyrir að Skál- eyjar færu alveg í eyði leit- uðu bræðurnir eftir kaupum á jörðinni og fengu keyptan helminginn en Jarðasjóður keypti hinn hlutann og leigir þeim. Eysteinn var búinn að vera að heiman í tuttugu ár, þar af kennari á Flateyri síðustu fimmtán árin, þegar þetta kom til, seinni árin var hann reyndar alltaf í Skáleyjum á sumrin til að aðstoða forelda sína við að nýta hlunnindin. Jóhannes vann að búskap foreldra sinna á meðan þar var heilsársbúskapur en hafði verið bóndi í Flatey í tíu ár þegar þeir bræður ákváðu að heij'a búskap á æskustöðvunum í Skáleyjum. „Ég hafði alltaf miklar taugar til staðarins og mér hefur aldrei fundist ég „eiga heima“ annars staðar,“ segir Eysteinn um þessa ákvörðun. Hann segir að þetta sé viss eigingirni, þeir hafrekki get- að hugsað sér að sjá jörðina verða að leikfangi Reykvík- inga eins og gerst hefur með flestar eyjarnar á Breiðafirði. Byrjuðu þeir strax að byggja upp, stækkuðu gripahús og byggðu nýjan bæ. Skáleyjar eru hluti af Inn- eyjum Vestureyja, innst í Breiðafirði. Til jarðarinnar teljast 160 eyjar og sker og bera flestar sín eigin nöfn. Skáleyjar eru ágæt en nokk- uð erfið hlunnindajörð. „Til þess að hafa afurðir af land- inu þarf að sinna því al- mennilega. Varp og annað náttúrunnar gagn þarfnast verndar. Föst búseta þar sem taka þarf allt lifibrauðið heima krefst ræktunar og aukins arðs. Besta náttúru- vemdin er því að þeir sem Morgunblaðið/RAX KÓPUR í Feigöarskörslögninni. Friöþjóf ur Helgi Gunnlaugsson, upprennandi selbótastýrimaöur, aöstoðar Eystein Gislason viö aö tako kópinn um borö. Vorkópaveiði Á ANNAÐ hundrað selalagnir eru í Skál- eyjum. Þessi hlunnindi hafa sennilega ver- ið nyljuð frá því eyjan byggðist þótt þau gefi af sér minni arð en áður. Skáleyja- bændur líta á urturnar eins og húsdýr og reyna að halda í þeim lífinu. Afkvæmin eru hins vegar veidd. Netin eru lögð með bátum frá skeijum eða fjöru, gjarnan út í sund og ála skammt frá kæpingarstöðum urtanna. Sem kunn- ugt er fylgja kóparnir urtunum út um sjó en um fjöru skríða þau upp á skerið sitt svo að kópurinn geti sogið. Það var föst venja í Skáleyjum að leggja netin föstudaginn í sjöundu viku sumars. Ef það var ekki hægft voru þau lögð næsta þriðjudag en aldrei um helgi og ekki hafa menn trú á að gott sé að byija á mánu- degi. Þessari venju reyna núverandi bænd- ur í Skáleyjum að halda þó upphaf lagna- timans sé ekki í eins föstum skorðum og fyrr. Tíminn ræðst auðvitað ekki af tilvilj- un, heldur af því að um þessar mundir eru kóparnir búnir að ganga undir urtunum og nærast á eintómri mjólk um þriggja vikna skeið og urturnar að reka þá i burtu. Þeir eru spikfeitir eftir góða umönnun móðurinnar en horast hratt eftir að þeir þurfa að bjarga sér sjálfir og skinnin versna með hverri vikunni sem líður. Morgunblaðsmenn fara með Eysteini og tveimur aðstoðarmönnum að vitja um lagn- irnar við Suðurlönd. Farið er á Þöngli því selabátarnir Kári og Kópur eru í viðgerð. Haldið er af stað um hálfútfallið, viljað á fjörunni og komið heim um hálfaðfallið. Atján net eru í sjó. Hluti netanna er tekinn upp og færður enda eru þau ekki höfð nema fáeina daga á hveijum stað. Eysteinn er við stýrið, það er mesta ábyrgðarhlut- verkið. Stýrimaður selveiðibátsins þarf að þekkja lagnirnar og halda bátnum í réttri stöðu við netin. Friðþjófur Helgi Gunn- laugsson og Þórður Asgeirsson greiða úr netunum frammí. Lagnirnar bera gömul og ný örnefni. Kópur er í lögninni Feigðarskör. Hann er lifandi svo lögnin ber nafn með rentu því kópurinn fær högg á hnakkann og er blóðgaður um leið og hann er tekinn um borð í bátinn. Eysteinn bendir á lögnina Blóðmörstanga, segir að hún taki nafn sitt af því að notað hafi verið selsblóð við slát- urgerð. Dauður kópur er í annarri lögn. Afrakstur veiðiferðarinnar er því tveir kópar. „Það er ekki nokkur selur miðað við það sem var,“ segir Eysteinn. Segir að besta lagnasvæði Skáleyinga sé við Suðurlönd. Þar séu nú komnir á land tólf kópar í vor en ættu að vera 40-50 miðað við veiðina fyrr á árum. Einstöku sinnum hafi allt að 20 kópar veiðst á dag. Eysteinn segir að veiðin byggist á því hvað kópamir eru óþægir. Ef þeir sjái net geti þeir ekki staðist freistinguna að synda í gegnum það. Við það festast þeir í netun- um og dmkkna. Eysteinn segir að full- orðnu selirnir kunni hins vegar að forðast netin, fari yfir þau eða framhjá. Þá sjald- an að urtur flækist í net sé réynt að losa þær úr, menn vilji frekar eiga þær lifandi en dauðar. Aldrei er talað um dráp landselskópa heldur veiðar. Þar sem útselskópar, svo- kallaðir haustkópar, eru rotaðir og skorn- ir er hins vegar talað um að fara í selafar og taka kópa. Lýsir þetta orðaval nokkuð muninum á veiðiaðferðum. Eysteinn segir að vissulega sé aðferðin við vorkópaveið- arnar heldur leiðinleg. Hins vegar sé þetta ekkert verra en margt annað sem maður- inn þarf að gera sér til lífsbjargar og ekk- ert geti komið í staðinn. Onnur aðferð sé ekki nothæf hér um slóðir til að ná vorkóp- um. Skotveiðar hafi lengi verið bannaðar enda hafi þær slæm áhrif á selinn. „Urtan vill Iosna við kópinn af spena um þær mundir sem hann er veiddur og þessvegna sýnir reynslan að veiðarnar hafa ekki haft neinar neikvæðar afleiðingar fyrir lifnað- arhætti og viðgang stofnsins. Þær héldu honum í jafnvægi. Stórleg fækkun nú á sér greinilega aðrar orsakir,“ segir Ey- steinn. Jóhannes segir að kannski sé kópaveiðin ómannúðleg en hún sé ekki „óselleg" eins og hann tekur til orða. Bendir á að þetta sé dýr sem lifi og deyi í sjó og það sé náttúrulegur dauðdagi hjá selnum að drukkna. Kóparnir drukkni yfirleitt fljótt í netunum og það hræði ekki urturnar. Hins vegar hræðist selurinn skotin. Strax og komið er að landi er selurinn fleginn, skinnin verkuð og spýtt eða söltuð og kjötið saltað eða fryst, það sem ekki er haft í matinn þann daginn. annast hana hafi af því lifi- brauð,“ segir Jóhannes Geir. Æðarvarp hefur aukist mjög í Skáleyjum síðustu árin en Jóhannes segir að það hafi einnig gerst annars staðar þar sem ekki er föst búseta, einkum vegna þess að þar hafi menn verið duglegir við að halda niðri flugvargi. „Við erum skussar með skotvopn en fáum menn til að skjóta fyrir okkur svartbakinn," segir hann. Búskapurinn í Skáleyjum er á sama grunni og eyjabú- skapurinn alla þessa öld og lengur. Og bræðurnir leggja sig fram við að halda við gömlum búskaparháttum og þekkingu. Reynt er að nýta hlunnindin sem best og afla matar heima eftir því sem mögulegt er. í það fer mikill tími sem sjálfsagt teldist ekki hagkvæmur við útreikninga í þéttbýlinu en bræðurnir líta svo á að þeir verði að nýta sem best það sem jörðin gef- ur af sér. Nýting hlunninda réttlæti búsetuna og sauð- fjárbúskapur krefjist búsetu allt árið. Föst búseta bjóði upp á nýtingu ýmissa hlunn- inda svo hægt sé að spara innkaup. Hlúð ad æóarvarpinu í Skáleyjum er líklega mesta dúntekja einstakra jarða á Breiðafirði. „Ég veit ekki annað en að alla búskap- artíð foreldra minna og afa og ömmu, alla þessa öld, hafi verið lögð áhersla á að hlú að æðarvarpinu. Gamla fólkið sagði að ekki mætti gera neitt á hlut æðarfugls- ins og hann ætti að hæna að. Þetta er enn í fullu gildi og ég veit ekki til þess að hér hafi verið meira varp í annan tíma,“ segir Eysteinn. Eysteinn hefur lagt sig eftir að safna fróðleik um æðarfuglinn og hefur meðal annars skrifað fræðslurit fyr- ir Búnaðarfélag íslands um æðarvarp og dúntekju. Telur hann að fyrr á árum hafi bændur hugsað meira um egg en dún æðarfuglsins enda lífsbaráttan mest snúist um að hafa nóg að borða. Eftir móðuharðindin hafi vaknað áhugi á að endur- vekja eldri atvinnuvegi, ekki síst nýtingu hlunninda. Æðarfuglinn var um tíma veiddur mikið til matar en eftir mikla baráttu tókst að fá hann friðaðan. Eysteinn segir að á tímabili hafi verið minna af æðarfugli og menn talið að mikið hafi drepist frostaveturinn mikla 1918. „En það kom fleira til. Varg- fuglinum fjölgaði eftir að eyjar fóru í eyði og fólki fækkaði. í Suðureyjum var allt orðið fullt af svartbak og svo kom minkurinn og lagði fuglabyggðir í eyði,“ segir Eysteinn. Gengið var í það að fækka flugvarginum og varpið hef- ur verið að aukast aftur. Jó- hannes bendir á að þó aldrei hafi jafn mikið verið unnið að verndun varps og æðar- stofns og nú, sé svo margt í starfsemi og tækni mann- skepnunnar í sem valdi því að stofninn sé i meiri hættu en áður var. Minkur hefur komist í Vestureyjar en Skáleyingar hafa að mestu verið lausir við bæði ref og mink síðustu árin. Eysteinn segir að minkaslóðir hafi fundist í Skáleyjum á útmánuðum 1995. Dýrið eða dýrin hafi ekki fundist þrátt fyrir um- fangsmikla leit og vonast hann til þess að þau hafi farið sömu leið til baka. Hann segir að fyrr á árum hafi tófur alloft komið í Skáleyjar með ís og frá 1977 hafi tvisv- ar sést tófuslóðir. Trúir Ey- steinn því að hægt sé að koma í veg fyrir að minkur nái fótfestu í Vestureyjum en til þess þurfi fasta búsetu. Dýrin komi með ís og mikil- vægt að sjá ummerki eftir þau í snjónum á veturna. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.