Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Selkiöt JÓHANNES Geir Gíslason íer á cyjabóf nura Þöngli til dúnleitar út í Trésey. EYSTEINN G. Gíslason skyggnir æðaregg við leit í útey heimoeyjor. Dúnleitir MIKILL tími fer í dúnleitirnar hjá Skáley- ingum á vorin. Æðarfuglinn er dreifður um allar eyjar og sker og allt verður að leita tvisvar. Æðarfuglinn fer að setjast upp og hefja varp í byrjun maí og er að setjast upp alveg fram í júní, eftir því hvernig viðr- ar. Þarf kollan frið í varplandi og reyna Skáleyjabræður, Eysteinn og Jóhannes, að tryggja hann, meðal annars með því að halda flugvargi frá. Fyrri dúnleit hefst síðari hluta maí og stendur fram í júní. Þá er hluti dúnsins tekinn og allur þar sem fuglinn er farinn með unga sína úr hreiðrinu. Við Ragnar ljósmyndari vorum í Skál- eyjum einn af síðustu dögum fyrri dúnleit- arinnar. Jóhannes f ór við fjórða mann á bát og leitaði nokkrar úteyjar en Eysteinn leitaði með börnunum á heimaeynni. Jóhannes og hans f ólk f er fyrst á eyja- bátnum Þöngli út í Trésey sem er lítil eyja rétt utan við heimaeyna. Leitarmenn fara hljóðlega upp á Trésey til að styggja ekki fuglinn að óþörfu og síðan er skipt Iiði og gengið eftir endilangri eynni eins og gangnamenn eftir fé. Farið er í hvert hreiður, eggin tekin varlega upp og skyggnd og dúnninn tekinn eftir því sem við á í hverju tilviki. Leitarmenn eru með hvíta léreftspoka fyrir dúninn og sumir með plastbrúsa undir egg. Vönustu leitarmennirnir ganga næst sjónum, þar sem flest hreiðrin eru. Jó- hannes gengur neðan kletta. Víða eru kollurnar búnar að leiða út og dúnninn sumstaðar farinn að fjúka úr hreiðrunum. Það kalla leitarmenn útleiðslu. Jóhannes skilur eggjaskurnina — koppa og skjóður — eftir í hreiðrum með þeim orðum að gamla fólkið hafi viljað gera það, talið að það hændi kolluna að aftur. Með því að skyggna eggin sér Jóhann- es hvað ungarnir eru Iangt komnir í þroskaferlinum, hvort eggið er stropað, ungað eða ábrotið en það síðasta þýðir að unginn er byrjaður að brjóta sér leið út úr egginu. Er þá óhætt að taka allan dúninn og setja simi í staðinn. Með skyggningu sjást einnig kaldegg eða hlandkútar. Kaldegg kallast það ef eggið er dautt en enn óskemmt og er það þá hirt. Þegar kalt egg liggur lengur í hreiðrinu kallast það hlandkútur og mjög kæstir hlandkútar springa með hvelli og fyrnamikilli fýlu þegar þeim er kastað. Voru þeir og eru stundum enn notaðir af unguni mönnum í innbyrðis skærum. Stundum eru öll eggin ófrjó og Jóhannes segir að þær kollur séu stundum í gamni nefndar lesbíur. Saga rifjast upp hjá Jóhannesi: „Ein- hvers staðar hér gerðist það að strákur henti hlandkút fram af klettum svo hann sprakk skammt frá karli sem var að ganga örna sinna. Strákurinn var þekktur af óknyttum og þó hann hefði óvart hent hlandkútnum að karlinum í þetta sinn trúðu allir hinu versta upp á hann. Karl- inn hljóp á eftir stráknum um alla eyju og ætlaði svo sannarlega að lúskra á hon- um." Á sama tíma leitar Eysteinn svokallaða úteyju á heimaeynni. Hann segir að dreg- ist hafi að ljúka fyrri leit vegna hvassviðr- is undanfarna daga. Reynt er að gefa fuglinum frið á meðan útungunin stendur sem hæst og farið í seinni leit í lok júní þegar kollurnar hafa að mestu lokið sér af og yfirgefið hreiðrin. Eysteinn lætur krakkana ganga með sér. Sjálfur fer hann þar um sem flestar kollurnar liggja. Seg- ist vera farinn að þekkja svæðið nokkuð vel og finnijþað á sér hvar sé helst von á hreiðri. „Eg var að leita að þessari, hún hefur haldið sig hér undanfarin ár," seg- ir hann um leið og hann skyggnir egg. Leitarmenn 1 el.ja hreiðrin sem þeir finna og fjöldi kolla á hverju leitarsvæði er skráður í bækur að kvðldi. Bræðurnir eru ánægðir með árangurinn. Miklu fleiri koll- ur en í fyrra og dúnninn með besta móti. ÆÐARFUGUNN er dreifður um allar Skáleyjar og tvisvar þarf að leita alla hólmo og flögur. Erf- itt getur verið að finna hreiðrin því kollurnar eru í „fclulitunum", eins og sést ó þessari mynd sem tekin var þegar Jóhonnes var með sínu fólki við fyrri leit í Trésey. eyjabúskapinn. Það yrði mjög þroskandi verkefni fyrir þau. Vandamálið við þennan bú- skap eins og annan væri það að unga fólkið þyrfti að geta farið út í hann án þess að binda sér ævilangan skulda- klafa, þannig að það gæti síðar horfið að einhverju öðru ef aðstæður eða áhugi breyttist. Alltaf að missa af einhverju „Vandamálin við búsetu hér eru að öllu leyti félags- legs eðlis," segir Jóhannes. Bendir hann til dæmis á skólagöngu barnanna. Áður hafi engin vandkvæði verið á því að kenna börnunum það sem þau þurftu að læra. Skólakerfið nú sé lagað að þörfum þéttbýlis og því orðið eitt sterkasta aflið í eyðingu dreifbýlis. „Þroski og gagn barna af þátttöku í störfum fullorðinna sem alltaf býðst í sveitum er ekki metið að verðleikum. Sífelld lenging skólatíma skal ganga fyrir. Eg efa oft hvort þannig vinnst betur í þroska," segir Jóhannes. Eysteinn segir að á unglingsárum hafi honum stundum fundist hann vera að missa af einhverju mikil- vægu annars staðar. Nú finni hann ekki lengur til einangrunar eða óöryggis. „Kannski er það aldurinn," segir hann en bendir jafn- framt á að aðstæður í sam- göngum og fjarskiptum séu breyttar frá því hann var að alast upp. Konurnar hafi sérstaklega fundið til örygg- isleysis þegar ísinn lagðist að. Stundum hafi ekkert verið hægt að gera ef börnin veiktust og ekki alltaf hægt að ná í ljósmóður. Nú sé möguleiki á að fá þyrlu til hjálpar ef eitthvað alvarlegt gerist. Póstferðir eru úr Flatey einu sinni í viku og oftast önnur þjón- ustuferð. Yfirleitt er hægt að komast til Skáleyja á skipum, annaðhvort í úteyjar eða að ísskörinni. Þá bendir Eysteinn á að hægt sé að hringja eins og innanbæjar og þeir sem það vilji horfi á sömu knattspyrnuleikina í sjónvarpinu og þeir sem dvelja í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.