Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR23.JÚNÍ1996 B 3 „Ég hef komið í illo útleikið varp eff tir örn. Kolla haff ði verið étin á hreiðurbarmi og f leiri hræ ff undust. Fylgif uglar spilltu síðan æðarvarpi á stóru svæði." vorin sé of seint í rassinn gripið þegar búið er að eyði- leggja varpið. Orninn gerir æðarbændum stundum skráveifur, sérstak- lega í landi. Ernir eiga það til að herja á æðarvarp og geta ásamt fuglum sem fylgja í kjölfarið valdið miklum skaða. „Ég hef komið í illa útleikið varp eftir örn. Kolla hafði verið étin á hreiðurbarmi og fleiri hræ fundust. Fylgifuglar spilltu síðan æðarvarpi á stóru svæði," segir Jóhannes Geir. Veðurfarið hefur einnig mikil áhrif á æðarvarpið. Það sést best á því að bera saman æðarvarpið í vor og fyrravor. „Þegar sem mest gekk á í fyrravetur varð manni hugs- að til þess hvernig fuglinum hefði reitt af. Það kom svo í ljós að hann skilaði sér illa í varp og var illa á sig kom- inn. Allt annað var uppi á teningnum í vor. Fuglinn var líflegri og bar miklu meira á honum upp um allar eyjarn- ar," segir Eysteinn. Mikil vinna er við að safna dúninum. Æðarfuglinn er dreifður um landareignina og þarf að leita allt tvisvar á þeim stutta tíma sem er til reiðu á vorin, fara í hvern hólma og flögu. Þarf tölu- verðan mannafla við það enda áætlar Eysteinn að 60 dagsverk séu í dúnsöfnun- inni. Hann segir algengt að fjölskyldumeðlimir komi til að hjálpa til við vorstörfin. Svo eru alltaf börn og ungl- ingar í sveit í Skáleyjum og segir Eysteinn að þau geti tekið fullan þátt í þessum störfum sem hann telur ánægjuleg og þroskandi. Þó dúnninn sé aðaltekju- lindin í eyjabúskapnum verða bændur ekki alltaf feitir í þeim viðskiptum því miklar sveiflur hafa verið í eftir- spurn og verði afurðanna. Um þessar mundir er nóg sala og gott verð, eftir nokk- ur mögur ár, og er Eysteinn bjartsýnn á að það haldist ef menn stilli sig um að spenna verðið of mikið upp. Fer vel santan Til svokallaðs grasnytja- búskapar í Skáleyjum teljast nokkuð á annað hundrað ær, tvær mjólkandi kýr, naut og nokkrir nautgripir sem aldir eru til kjötframleiðslu. Jó- hannes segir að skepnuhaldið og hlunnindanýtingin fari mjög vel saman. „Það er geysilega mikil gróðurgróska í eyjunum. Beit bætir land, bæði fyrir menn og fugla, það verður miklu vistlegra fyrir æðarvarp," segir Jó- hannes. Hann segir að kollurnar styggist vissulega ofurlítið af umgengni kinda um varp- land. Telur hann þó að hæfi- leg umgengni geri ekkert til en tekur fram að um þetta séu skiptar skoðanir. Sauðfjárbúskapurinn í Skáleyjum er ólíkur því sem þekkist víðast hvar á fasta- landinu. Heyöflunarmögu- leikar ' eru takmarkaðir en góð beit þannig að fénU er beitt fram eftir vetri. Jóhann- es tók meginhlutann á hús í lok febrúar í vetur. Gjafa- tíminn er allt að helmingi styttri en í landi. Þá er flutn- ingurinn í land mjög sérstæð- ur. Skáleyingar hafa upp- rekstrarland í Fjarðarhorni í Kollafírði. Þangað er féð flutt á bátum á vorin og aftur heim á haustin. Jóhannes SJÁ NÆSTU SÍÐU Jóga gegn kvíða 2.-23. júlí, þri. & fim. kl. 20.00-22.15 (7 skipti). Námskeið fyrir þá sem eiga víð kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lffsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Leiðbeinandi Asmundur Gunnlaugsson jógakennari. Jóí?£iriárn.skLeíc3 Grunnnámskeið 1.-22. júlí, mán. & mið. kl. 20.00-21.30 (7 skiptí). Kenndar verða m.a. jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun. iMk JB*^ 1 m T * •»•- W .. - , | \ 1 1 Ásmundur Gunnlaugsson YOGA Afgreiðslan opin frá kl. 11 -18.30 virka daga. Ath. Tilboð á mánaoarkortum! STUDIO Hátúni 6A, 105 Reykjavík, símar511-3100. Til solu Chrysler LHS '95 Flaggskipið frá Chrysler Ekinn 1200 milur. Vero 3.850.000 Þessi glæsilegi bíll er til sýnis og sölu hjá Jeppasporti, Krókhálsi 5b, s. 587-6660. lepposport hf. innflutningur notaÖra og nýrra bíla, verslun — jeppabreytingar Rey kjaví ku rhöf n Þann 23. júní verbur Hverfísgotu lokab á tveimur sföbum, vib Þjóbleikhúsib og yio Vhatorg, og vinna hafín vio ab fegra hana og breyta í tvístefnugötu. Allar þvergötur verba yfírleitt opnar á framkvæmdatímanum og þvi unnt ab komastakandi ab öllum húsum vib Hverfísgotu. Gatan verbur opnub á ný í byrjun ágúst og verbur þá strætisvögnum og leigubílum heimilabur akstur til vesturs en allri umferb til austurs. Um mibjan júlí verbur Hafnarstreeti lokab vib Lækjargötu til frambúbar og vinna hafín vib nyja skiptístob SVR sem par verbur. Umferb austur Hafnarstrœtí og upp Hverfísgotu er pvi beint út V Gatnamálastjóri - Borgarverklræðingurinn í Reykjavík Fyrirhugað útlit Hverfisgötu v/'ð Þjóoleikhúsið Nánari upplýsingar gefur Gubmundur Nikulásson, hjá embætti gatnamálastjóra, í s/'ma 563 2484, s/mfaoð/ 845 1598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.