Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 B 5 sjálfir til smjör og skyr og einhverja osta. Eysteinn seg- ir þó að matarbirgðirnar séu lítilvægar miðað við það sem áður var, þegar fjölmenn heimili þurfti að birgja upp fyrir vetur. Gott er að hafa nógan mat á vorin því þá fyllast eyjarnar aftur af lífi með vorfuglunum að sunnan. Börn og ungling- ar, gestir og fjölskyldumeð- limir koma til að hjálpa við vorstörfin. Meðal þeirra sem dvalið hafa í Skáleyjum sem börn og unglingar eru Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maður heims, og Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri. í Skáleyjum byrjaði Hrafn að fá hvolpavitið eins og sjá má á mynd hans, Hin- um helgu véum. Eysteinn nefnir fleiri nöfn og segir að krakkar sem dvalið hafa í Skáleyjum hafi tilhneigingu til að verða heimsfrægir! Börnin borða selkjötið með bestu lyst, flest þeirra. Ey- steinn segir að það hafi verið fastur matarsiður hjá móður hans að hafa sel á laugardög- um. Enn sé selur oft á laug- ardögum þó ekki sé það fast. Telur hann að selkjötið hafi JEÐARDUNN breiddur til þcrris við Norðurbœinn í Skóleyjum. Er þetto fyrsta stig hreinsunarinnar sem Eysteinn segir að sé mikil vinna og standi fram á vetur. oft verið illa saltað hér áður fyrr, menn orðið að spara saltið, og því hafi það verið á borðum á laugardögum vegna þess.að menn gátu þá átt von á góðum mat daginn eftir. Selspikið er nú orðið aðeins notað með signum fiski i Skáleyjum en áður einnig með skarfi. Þarfasti þjónninn Að vetrinum þarf að halda við netakosti og gera við bátana. „Haustverkin standa fram undir áramót og svo kemst ekki í verk helmingur- inn af því sem maður hefði viljað gera yfir veturinn," segir Eysteinn. Hann hefur gaman af smíðum. í Skáleyj- um er báturinn þarfasti þjónninn en ekki hesturinn eða bíllinn. Góðir skipasmiðir hafa verið í ættinni og hefur Eysteinn reynt að halda við þeirri þekkingu eins og ann- arri. Nóg eru verkefnin því í Skáleyjum eru nokkrir gaml- ir bátar sem notaðir hafa verið við búskapinn megin- hluta aldarinnar. Eysteinn hefur gert upp áttæringinn Svan sem notað- ur er til flutninga, nú aðal- lega til að flytja fé milli lands og eyja. Svanur er kominn hátt á níræðisaldurinn. Ólaf- ur Bergsveinsson skipasmið- ur í Hvallátrum, afi Skáleyja- bræðra, smíðaði bátinn árið 1908 fyrir hinn afa þeirra, Jóhannes Jónsson bónda í Skáleyjum. Fram kemur hjá Lúðvík Kristjánssyni í Is- lenskum sjávarháttum (1982) að Svanur er eini átt- æringurinn sem enn var í notkun á Breiðafirði og að- eins tveim opnum skipum eldri en Svani var þá fleytt hér á landi. Eysteinn hefur einnig gert upp vélbátinn Kára sem nú er mikið notaður við selveið- arnar. Kári er jafnaldri Ey- steins, Valdimar Ólafsson í Hvallátrum smíðaði hann 1930. Áður var fjögurra manna farið Kópur notað við selalagnirnar en það smíðaði Ólafur 1915, einnig fyrir Jó- hannes í Skáleyjum. Pram kemur í íslenskum sjávar- háttum að hann er af þeirri stærð og gerð sem mikið var notuð í Breiðafjarðareyjum. Talið er að hann hafi flutt um 3.000 kópa að landi þar til hætt var að nota hann upp úr 1950. Eysteinn er nú að gera Kóp upp og hann á sjálf- sagt eftir að færa fleiri kópa að landi í framtíðinni. Mataðir á Ijóðum Þrátt fyrir allt er það samt helst yfir veturinn sem eyja- bændur geta sinnt öðrum hugðarefnum. Báðir hafa bræðurnir verið í félagsmál- um og segja að það kosti nokkrar frátafir frá bústörf- um. Eysteinn hefur verið í stjórn Æðarræktarfélags ís- lands og sat á Búnaðarþingi um tíma. Jóhannes var um skeið fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda, sat lengi í hreppsnefnd Flateyj- arhrepps og svo tvö kjörtíma- bil í hreppsnefnd Reykhóla- hrepps eftir sameiningu hreppanna. Hann telur að fyrra kjörtímabilið eftir sam- einingu hafí verið eini tíminn í hreppsnefnd sem hann hafí fundið sig í aðstöðu til að gera eitthvert félagslegt gagn. „Hvort það hefur orðið er svo önnur saga," segir hann. Á Stéttarsambands- þingum reyndi Jóhannes að miðla af reynslu sinni úr eyjabúskapnum, segist hafa talið sig hafa eitthvað nýti- legt fram að færa. Það hafi hins vegar horfið í skuggann fyrir umræðu um vandamál hvers tíma og þegar frá leið hafi hann ekki talið tíma sín- um vel varið á þessum sam- komum. Báðir eru hagmæltir og náttúraðir fyrir grúsk, hafa meðal annars samið gaman- vísur fyrir þorrablót í árarað- ir. Kvæði Eysteins hafa birst í safnritum og hann hefur skrifað töluvert um sögu byggðarlagsins og búskap- inn. „Flestu má nú nafn gefa," segir Jóhannes þegar hann er spurður um hag- mælskuna. „í æsku var mað- ur mataður á ljóðum það mikið að ég komst ekki hjá því að komast inn í hrynjandi ljóðsins, fyrr en ég skildi stuðlasetningu." Eysteinn segir að þessi áhugi hafi leg- ið í landi í eyjunum á upp- vaxtarárum þeirra, ekki síst í Skáleyjum, enda hafi það verið almenn dægrastytting að raula vísur. Sjálfur segist hann hafa haft ákaflega gaman af því að læra vísur. Jóhannes er í Samkór Reykhólahrepps og þótti fréttnæmt að segja frá því þegar hann kom þessa löngu leið á æfingar til Reykhóla. Hann segir að þátttaka í fé- lagsstarfi velti á velvilja þeirra sem vinna að búskapn- um með honum. Ekki sé hægt að skreppa á fund eða kóræfingu eftir kvöldmjaltir og koma aftur heim um kvöldið. Yfirleitt þurfí að gista í landi. Gott að kynnast einhverju öðru „Það er best að þú spyrjir næstu kynslóð. Ég segi henni ekki fyrir verkum með þetta," segir Jóhannes þegar hann er spurður að því hvort hann telji að Skáleyjar fari í eyði þegar þeir bræður hætta búskap. Hann á tvær dætur og Eysteinn þrjú börn. Börn- in búa annars staðar en koma oft í Skáleyjar til að hjálpa til á vorin. Jóhannes segir að dætur sínar hafi farið í nám og er hann ánægður með það. Það sé gott og blessað að halda tryggð við búskapinn, eins og hann gerði sjálfur, en einnig mikil- vægt að geta farið í burtu um tíma og kynnst einhverju öðru. Annars gæti síðar kom- ið upp leiði yfir því að hafa sleppt tækifærum. Reynslan sýni að menn verði oft betri bændur þegar þeir snúa aftur heim. Jóhannes segist treysta vel börnunum til að takast á við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.