Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kennarar Kennara vantar í Grunnskólann á Eiðum. Grsk. á Eiðum er skóli með u.þ.b. 40 nem- endum í 3 deildum, 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-9. bekk. Rekstraraðilar skólans eru Hjaltastaðarþinghá og Eiðaþinghá. Við erum að leita að líflegum bekkjarkennara fyrir miðdeildina okkar, sem íeru 15 nemend- ur. Auk þess eru möguleikar á fagkennslu í elstu deildinni. Grsk. á Eiðum er á einu gróðursælasta svæði landsins, Héraði, u.þ.b. 13 kílómetra frá EgilsstÖðum. f boði er ódýrt húsnæði, flutn- ingur verður greiddur og auk þess eru tekju- möguleikar nokkuð góðir þar sem skólinn er heimavistarskóli lungann úr vetrinum. Ef þú hefur áhuga, hringdu þá í formann skólanefndar í síma 471 3835, eða oddvita Eiðahrepps í síma 471 3840. Varmalandsskóli Lausar kennarastöður við Varmalandsskóla í Borgarfirði. Meðal kennslugreina: enska, heimilisfræði, myndmennt, sérkennsla, smíðar, tölvu- kennsla og almenn kennsla. Nemendur eru um 110 í 7 deildum. Við rek- um heimavist fyrir 6.-10. bekk, kennum fjóra daga í viku, en notum fimmta dag vikunnar m.a. til kennarafunda, vinnu vegna skóla- þróunar og samstarfs við aðra skóla. Við leitum að fjölhæfum kennurum með mikinn áhuga á kennslu og vinnu með börn- um og unglingum. Hringdu og komdu svo og líttu á. Yfirvinna: lestímar, félagsstörf með nemendum og næturgæsla fyrir þá sem vilja leggja svolítið á sig. Upplýsingar gefur Flemming Jessen, skóla- stjóri Varmalandsskóla, símar 435 1300 skóli og 435 1302 heima. Sölufólk Sænskt fyrirtæki á sviði vefnaðariðnaðar leit- ar að tveimur sölumönnum fyrir Reykjavík og Akureyri. Ef þú hefurr reynslu af sölustörf- um og ert glaðbeittur og opinn getum við boðið réttum einstaklingi athyglisvert og vel borgað starf. Vinnan er á kvöldin/daginn. Þú þarft að vera að minnsta kosti 24 ára og hafa ökuskírteini og bifreið. Þú þarft að hafa þekkingu á sænsku/dönsku eða ensku þannig að við getum haft við þig ráðningarviðtal. Einungis er þörf á íslensku við starfið. Skriflegar umsóknir þurfa að berast okkur eigi síðar en 28. júní. Sendið umsókn til: Hótel Lind, Boris Gustin, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík eða hringið mánudaginn 24. júní í síma 562 3350 á milli kl. 12 og 18 og ræðið við Benny Hald. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Akraness Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga eru lausar til umsóknar: * Ein staða á lyflækningadeild. * Ein staða á handlækninga- og kvensjúk- dómadeild. * Ein staða á öldrunardeild. Ofantaldar stöður eru lausar frá 1. september. * Ein staða svæfingarhjúkrunarfræðings á svæfingadeild frá 1. október. Á Sjúkrahúsi Akraness fer fram mjög fjöl- breytt starfsemi. Boðin er aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa áhuga á að koma og skoða sjúkrahúsið eru velkomnir. Allar nánari upplýsingar veita Steinunn Sig- urðardóttir hjúkrunarforstjóri í síma 431-2311 og deildarstjórar viðkomandi deilda. fxl Staða bókasaf ns- f ræðings við Land- iæknisembættið Staða bókasafnsfræðings við læknisfræði- bókasafn Landlæknisembættisins er laust til umsóknar. Safnið sinnir einnig bókasafns- störfum fyrir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið. Umsækjendur þurfa að hafa próf í bóka- safns- og upplýsingafræði. Reynsla af störfum á læknisfræðibókasöfn- um er æskileg, auk kunnáttu í einhverju Norðurlandamálanna og ensku. Staðan er veitt frá og með 15. september 1996. Um er að ræða fullt starf. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Landlæknis í síma 562 7555. Landlæknir. AuPAIR ^ USA A WORLO Learnwg Program Dreymir þig um að dveljasí erlendis og upplifö ævintýri? Efþú vilt víkka sjóndeildarhringinn og læra erlent tungumál er ársdvöl sem au pair í Bandaríkjunum ógleymanleg reynsla sem þú býrð að alla ævi. Fyrir 24.500 krónur býðst þér þátttaka í menningar- skiptaprógrammi að verðmæti um 1.000.000 kr. þegar allt er talið. (Ferðir, fæði, húsnæði, vasa- peningar, námskeið, þjálfun og frí.) * Fríar ferðir til og frá Bandaríkjunum og innan » þeirra. " * 32.000 kr. í vasapeninga á mánuði. -k 4 daga námskeið í Washington D.C. í skyndihjálp og uppeldisfræðum. * 32.500 kr. í styrk til að stunda nám að eigin vali. * 6.500 krónu bónus ef þú hefur reynslu af gæslu barna yngri en 2 ára. * Ókeypis símakort að verðmæti USD 50.00. (Þú getur hringt heim frítt aðra hverja helgi). * Ferðatilboð með Greyhound um Bandaríkin fyrir aðeins 6.500 kr. og einstök tilboð á ferðum t.d. á vegum "Trek America." * Sjúkra- og slysatrygging að verðmæti 6,7 milljskr. (Engin sjálfsábyrgð). * "Bring a friend" - Au pair Homestay U.S.A. eru einu samtökin sem bjóða vinum að sækja um og dvelja hjá fölskyldum á sama svæði. Mörg hundruð íslensk ungmenni hafa farið á okkar vegum til au pair dvalar í Bandaríkjunum síðastliðin 6 ár. Og ekki að ástæðulausu þar sem engin önnur samtök bjóða eins góða, örugga og ódýra þjónustu. Erum aS böka í brottfarir í ágúst, september, október og nóvember. VlSTAr SKiFn&NÁM Kennarar! Fjölbrautarskoli Suðurlands á Selfossi leitar eftir kennara til að kenna stærðfræði og eðlisfræði. Einnig vantar stundakennara í viðskiptagreinum. Góð vinnuaðstaða. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist skólameistara, Sigurði Sigursveinssyni, eigi síðar en 1. júlí nk. Starfsmaður í hugbúnaðargerð Vegna aukinna verkefna, innanlands og er- lendis óskar verkfræðistofan Hnit hf. eftir að ráða starfsmann til starfa við hugbúnaðar- gerð. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu í notkun einhverra eftirfarandi Windows forritunarmála: Visual C++, Visual Basic eða Delphi. Einnig er æskilegt að umsækjendur hafi þekkingu á Oracle 7 gagnagrunni eða sambærilegu gagna- grunns-kerfi og hafi reynslu í notkun Windows NT og UNIX stýrikerfa. Leitað er að starfsmanni sem á auðvelt með að vinna í hópi með öðrum að lausn spenn- andi en jafnframt krefjandi verkefna. Skrifleg- um umsóknum ertilgreini menntun og starfs- reynslu skal skilað til framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar Hnits hf., Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík. mt + RAUOÍ KROSS ÍSLANDS AuPAIR • MÁLASKÓLAR • STARFSNÁM LÆKJARGATA4 101 REYKJAVÍK SlMI 562 2362 FAX 562 9662 KYNNING OG FRÆDSIA RADÐAKROSSHÚSIÐ Rauði kross íslands óskar eftir starfsmanni til kynningar og frœðslustarfa fyrir Rauðakrosshúsið, neyðarathvarf Jyrir börn og unglinga, Tjarnargötu 35, Reykjavík. Umer að ræða afleysingu íeitt ár. Nauðsynlegt er að viðkomandi hefji störfí september. Starfið • Kynning á þjónustu og hlutverki Rauðakrosshússins. • Kynningar í skólum fyrir foreldra, kennara og nemendur. • Ýmis sérverkefni svo sem vinna með sjálfboðaliðum og skýrslugerð. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði félags-, uppeldis-, sálar- eða kennslufræða. • Þjálfun og reynsla í að halda fyrirlestra og kynningar. • Haldgóð fagþekking um málefni barna og unglinga í vanda t.d. einelti, samskipta- örðuleika við foreldra, ffkniefnaneyslu o.fl. • Hæfileiki til að ná til barna og unglinga. • Góður hæfileiki til framsetningar efnis f ræðu og riti. • Enska-og norðurlandamál. Góð tölvukunnátta Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði í sfma 533 1800 frákl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar "RKÍ -Kynningarfulltrúi" fyrir 3. júlí nk. RÁÐGARÐURhf FUriUGERDI S 106 REYKJAVlK SlMI 533-1800 nulfang: radgardurðltn.lt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.