Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JUNI 1996 B 27 Siglinganámskeið og bátaleiga Fyrir fullorðna: Mánaðarnámskeið ca 20 klst. Fyrir börn og unglinga: Vikunámsk. kl. 9-15. Bátaleiga alla daga. Spennandi siglingar fyrir fullorðna og börn. Siglingafélagið Ýmir, Vesturvör 8, Kópavogi, símar 554 4148, 554 0145, 897 3227. Langar þig til að læra ensku? Ef þú vilt nýta þér tækifærið til þess að búa og starfa á vönduðum hótelum í Englandi eða Skotlandi í 3-6 mánuði og læra ensku jafnframt, er kjörið fyrir þig að senda upplýs- ingar um nám og fyrri störf með faxi til Hamistone Recruitment eða hringja. Fax og sími er: 0044 1482/566 472. U.K. JOBS. If you want the opportunity to live and work in the U.K. for 3 - 6 months learning the English language, we have Live-in vacancies in various quality Hotels in England and Scotland. If you are interested please telephone or fax your C.V. to Hamistone Recruitment on 0044 1482/566 472. lUlKIIl ERiiiina iiEimii TILKYNNINGAR IÍ1IIEIIIDII íIIIIIEIIlll [IREIIIIIIII Rannsóknaþjónusta Háskólans auglýsir: Samkeppni um gerð hugbúnaðar og margmiðlunarefnis til kennslu í tilefni af „Ári símenntunar" auglýsir Rann- sóknaþjónusta Háskólans fyrir hönd fram- kvæmdastjórnar ESB samkeppni um gerð hugbúnaðar eða margmiðlunarefnis sem hægt er að nota við kennslu. Um er að ræða tvo flokka: a) nemendur í grunnskóla eða framhalds- skóla geta lagt fram handrit eða líkan að margmiðlunarhugbúnaði. b) nemendur í stofnunum sem veita þjálfun í margmiðlun (þ.m.t. á háskólastigi) geta lagt fram fullgert margmiðlunarefni eða -líkön. Verkefni má leggja fram af einstaklingum eða nemendahópum, mögulega undir leiðsögn kennara. Hver stofnun sem tekur þátt má aðeins leggja fram eitt verkefni. Heimilt er að nota öll opinber tungumál inn- an Evrópska efnahagssvæðisins. Hugtakið „fræðsluefni“ er notað í víðum skilningi og merkir að verkefni ber að tengjast þekkingu eða þjálfun, en þarf ekki að vera tengt neinu sérstöku námsefni. Verkefni skulu tengjast viðfangsefnum sem eru mikilvæg í evrópsku samhengi (t.d. menningu, vísindum, kynningu á störfum, lýðfræðilegum rannsóknum, undirbúningi fyrir þátttöku í atvinnulífinu) og sýna gagn- semi margmiðlunar sem tækis til að dreifa upplýsingum, öðlast þekkingu og notfæra sér hana. Umsóknir verða fyrst metnar í heimalandinu og þrjár umsóknir í hvorum flokki eru sendar áfram til framkvæmdastjórnarinnar. Umsóknum ber að skila til Rannsóknarþjón- ustu Háskólans til að fá frekari upplýsingar: Rannsóknaþjónusta Háskólans, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, sími 525 4900, fax 525 4905. Tölvupóstur: rfh/@rthj.hi.is Netsíða: http://www.rthj.hi.is/ AUGL YSINGAR Læknaverið Nýjar læknastofur hafa verið opnaðar á Akur- eyri, Hafnarstræti 97, 3. hæð. Þar starfa eftirtaldir læknar: Ari H. Ólafsson, Sérgrein: Bæklunar-og handarskurðlækningar. Jón Ingvar Ragnarsson dr. med. Sérgrein: Bæklunarskurðlækningar. Júlíus Gestsson Sérgrein: Bæklunarskurðlækningar Stefán Yngvason Sérgrein: Endurhæfingarlækningar Þorvaldur Ingvarsson Sérgrein: Bæklunarskurðlækningar Tímapantanir kl. 10-12 virka daga í síma 461 2223. & Mosfellsbær Deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi á lóð Hitaveitu Reykjavíkur við dælustöðina að Reykjum í Mosfellsbæ verður til sýnis á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar frá 24. júní 1996 til 22. júlí 1996. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu ber- ast til Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Hlé- garði, 270 Mosfellsbæ, innan framangreinds sýningartíma. Tæknifræðingur Mosfellsbæjar. Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjaneskjör- dæmis um talningu atkvæða ífor- setakosningunum hinn 29. júní 1996 Talning atkvæða úr Reykjaneskjördæmi í forsetakosningunum hinn 29. júní 1996, fer fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika, Hafnar- firði. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verð- ur á sama stað. Símanúmer verða: 555-4952, 555-4953 og 555-4954. Hafnarfirði, 21.júní 1996. Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis. Þórður Olafsson, form. Jónas A. Aðalsteinsson, Páll Ólafsson, Vilhjálmur Þórhallsson, Þórunn Friðriksdóttir. Kjörfundur í Reykjavík vegna forsetakosninga laugardaginn 29. júní 1996 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22 þann dag. Sérstök athygli kjósenda er vakin á eftirfar- andi ákvæði 81. gr. kosningalaganna: „Er kjósandi kemur inn í kjörfund- arstofuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægj- andi hátt. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhendir oddviti hon- um einn kjörseðil." Kjósandi, sem ekki hefur meðferðis per- sónuskírteini, getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórnin mun á kjördegi hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur og þar hefst talning atkvæða þegar að loknum kjörfundi. Síma- númer yfirkjörstjórnar á kjördag er 563 2263. Reykjavík, 21. júní 1996. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Hjörleifur B. Kvaran, Arnmundur Backman, Eggert Ólafsson, Erla S. Árnadóttir, Sjöfn Kristjánsdóttir. BESSASTAÐAHREPPUR Frá húsnæðisnefnd Bessastaðahrepps Húsnæðisnefnd auglýsir hér með eftir um- sóknum um félagslegar eignaríbúðir og al- mennar kaupleiguíbúðir í Bessastaðahreppi. í almenna kaupleigukerfinu veitir Húsnæðis- stofnun ríkisins 90% lán til 43 ára með 4,9% vöxtum. í félagslega kerfinu eru vextir 2,4%. Skilyrði fyrir úthlutun er að umsækjandi eigi lögheimili í Bessastaðahreppi, uppfylli kröfur um tekju- og eignamörk þar sem það á við, standist greiðslumat og geti staðgreitt 10% útborgun. Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst 1995. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum, milli kl. 10.00 og 15.00 alla virka daga og í síma 565 3130. Skrifstofustjóri Bessastaðahrepps. OSKAST KEYPT Fyrirtæki óskast Fjársterkur aðili leitar eftir fyrirtæki í fullum rekstri til kaups með lágmarksveltu ca 6 millj. á mánuði. Vinsamlegast sendið upplýsingar um fyrir- tækið til afgreiðslu Mbl. fyrir 5. júlí, merktar: „Fyrirtæki - 97“. YMISLEGT Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofa Til leigu húsnæði fyrir hárgreiðslu- og fótaað- gerðastofu í félagsmiðstöð aldraðra, Árskóg- um 4, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur Stella K. Víðisdótt- ir, yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar, í síma 588 8500. Umsóknarfrestur er til 4. júlí nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur, Síðumúla 39. Hugmyndasamkeppni um bæjarmerki fyrir Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um gerð skjaldarmerkis fyrir hið nýja sveitarfélag. Verðlaunafé fyrir þá tillögu, sem valin verð- ur, er kr. 500.000 og er það endanleg greiðsla fyrir alla notkun merkisins fyrr og síðar. Rétt til þátttöku hafa allir, leikir sem lærðir. Keppnisreglur eru afhentar á skrifstofum Reykjanesbæjar eða póstsendar þeim, er þess óska, sími 421 6700, Ásdís Óskarsdóttir. Tillögur skulu hafa borist undirrituðum fyrir kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 3. september 1996. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Ellert Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.