Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTOIMLIST Ekkasog Morgunblaðið/Halldór REGGÍ nýtur hylli um allan heim, ekki síst hér á landi. Hér er þó aðeins ein sveit að störfum sem leikur slíka tónlist, þó ekki sinni hún því einungis, Reggae on Ice, sem starfað hefur nokkur ár og sendi frá sér fyrstu breiðskífuna fyrir skemmstu. Reggísveitin Reggae on Ice er allmikið breytt frá því í árdaga og reggí er reyndar ekki lengur að- altónlist sveitarinnar. í nú- verandi mynd hefur sveitin starfað í rúmt ár og leikið allskyns tónlist, popp, rokk og diskó, þó reggí sé enn hennar aðal. Liðsmenn sveitarinnar leggja áherslu á að hljómsveitin sé ný af nálinni þó nafnið sé gam- alt, enda mannabreytingar miklar frá stofnun. „Frá byrjun stóð til að gefa út plötu ef vel gengi," Ný sveit á gömlum grunni Reggísvelt Reggae on Ice. segja þeir og bæta við að undirtektirnar hafi gefið tilefni til útgáfu, Á plötunni eru lög úr ýmsum áttum, en einnig fjögur frumsamin lög, reggískotin og undir ýmsum áhrifum öðrum. „Okkur langaði að gefa út plötu með frumsömdu ein- ungis, en frumsömdu lögin eru fullþung og því rétt að gefa nasasjón af því hvernig við erum á balli," Þeir félagar segja að þó sveitin hafi byrjað sem reggísveit þá hafi þeir rek- ið sig á að fullmikið af því góða væri að leika einungis hreint reggí á þriggja tíma balli. „Ef við höldum tón- leika, kannski hálfan ann- an tíma, höldum við okkur við reggíið, en þegar á ball- ið er komið leikum við hraðari tónlist, allt út í diskóreggí. Fólk hefur og tekið því vel, kann því greinilega vel að heyra eitt- hvað nýtt, og við höfum haft yfrið nóg að gera, of mikið stundum." Breiðskífan kom út í byrjun nýliðinnar viku og sveitarmenn segja að það megi kannski teljast fífl- dirfska að gefa út breið- skífu og kynna í miðri lista- hátíð og stórtónleikaflaumi, en þeir leggist á eitt og það hljóti að duga til. DÚETTINN Reptilicus er ein afkastamesta sveit landsins, að minnsta kosti hvað útgáfu varðar og hver diskurinn rek- ur annan, yfirleitt á vegum erlendra fyrirtækja. Fyrir skemmstu kom út diskur á vegum hollensku útgáfunnar Staalplaat, S.O.B.S. Guðmundur Markússon Reptilicusliði segir að tvö laganna hafí verið endur- hljóðblönduð á sama tíma og O-platan, sem kom út síðasta haust; tvö laganna séu ný og annað þeirra, „Heili mannsins er innsiglaður", tekið upp og hljóðblandað í vor. Hann segir að Staalplaat sé eitt af virkari og stærri fyrirtækjunum í industrial- tónlist. „Þeir gefa fyrst og fremst út tilraunatónlist ýmiskonar. Samstarfið við þá hefur verið gott og við reikn- um með því að starfa með þeim áfram og til að mynda erum við að fara á þeirra vegum á tónlistarhátíð í Berl- in seinni partinn í ágúst," segir Guðmundur. Reptilicus hefur verið óvenju virk í að senda frá sér efni og Guðmundur segir að það sé nóg til af tónlist; „ef það er ekki til nóg, þá bara gerum við meira. Ekki er langt síðan Reptilicus kom sér fyrir á alnetinu og Guðmundur segir að þeir félagar séu að kanna möguleika netsins. „Netið auðveldar öll samskipti og er góð leið til að sýna sig og sjá aðra," segir hann og bætir við að útgáfa á netinu sé hugsanleg, en ekkert hafí verið ákveðið í þeim efnum. Nafn plötunnar er sér- kennileg skammstöfun, S.O.B.S, og Guðmundur segir það vegna þess að tvær end- urhljóðblandanirnar séu af lagi sem heitir „Song of the Beast". „I raun er þetta bara skammstöfunin ásamt fleir- tölu s-i, en myndar líka ekka- sog án punktanna." ADALSTEINN Asberg og Anna Pálína Það eina sem skiptir máli... FYRIR skemmstu komu út ólíkar safnskífur óiíkra kvikmynda, önnur banda- rísk og mjög steypt í anda söluskífunnar miklu með tónlistinni úr NBK og hin eins og dæmigerð bresk safnskífa, upp full með innihaldi og meiningum. Báðar hafa þær nokkuð til síns ágætis. Kvikmyndatónlist er til margra hluta nýtileg, ekki síst þegar auglýsa á wammm^—mmm viðkom- andi mynd. Mörgum hefur reynst vel að eiga eftir Árna ™sælt Matthíasson lag- en oftar en ekki verður lagið vinsælla en myndin sjálf, sem er kannski óttalegt klastur eins og dæmin sanna. Um þessar mundir eru sýndar í kvikmynda- húsum tvær kvikmyndir ólíks eðlis; önnur bandarísk söluhasarmynd, From Dusk 'till Dawn, en hin átakanlega fyndin saga skoskra sprautufíkla, Trainspotting. Tónlist leik- ur stórt hlutverk í myndun- um, öllu meira í þeirri síð- arefndu, en í fyrri mynd- inni er hún notuð til að undirstrika hvar myndin gerist og til að gefa vina- legan spillingarblæ. Þar ber hæst framlag Stevie Ray Vaugans og félaga hans í Double Trouble, þar á meðal ein helsta perlan af fyrstu breiðskífu hans, Mary Had a Little Lamb, sem vitnar reyndar í Ellu heitna Fitzgerald, en einn- ig sagan af melludólgnum Villa og bleika Kadiljákn- um hans, hvor tveggja lög- in tekin upp á tónleikum. Fleiri Suðurríkjaslagara má finna á disknum, meðaí annars frábært tex-mex frá Tito & Tarantula, en Jimmie Vaughan og ZZ Top láta einnig í sér heyra. Eins og áður getur er tónlist öllu snarari þáttur í Trainspotting en From Dusk 'till Dawn, enda fjall- ar myndin um ungt fólk og heimur þess er markað- ur að miklu leyti af tónlist og textum; Jarvis Cocker er þeirra Davíð Stefánsson. Sum laganna á Trainspott- ing hafa ekki áður komið út, til að mynda á Pulp bráðgott lag og Leftfield einnig, en önnur eru þekkt og þrautreynd og þá valin vegna tengsla við lífið sem myndin segir frá, til að mynda Lust for Life með Iggy Pop og Perfect Day með Lou Reed. Eins og þessar breiðskíf- ur eru ólíkar þá eru þær um margt merkileg minni ólíkra menningarheima; önnur myndin sprettur úr umhverfi þar sem sífellt er leitað að einhverju sem selst, en hin þar sem sífellt er leitað að einhverju sem skiptir máli, þó niðurstaðan sé vitanlega sú sama; í skemmtanaiðnaði skiptir það eitt máli sem hægt er 'að selja. rjail og fjara FYRIR stuttu kom úr nýr diskur þeirra önnu Pálínu Og Aðalsteins Ásbergs sem kallast Fjall og fjara. Þau Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg hafa áður sent frá sér skífu, k eimi máli kom út árið 1992, en auk þess sendu Anna Pálína og Gunnar Gunnarsson frá sér plötuna Von og vfsa árið 1994. Adisknum eru lðg eftir Aðalstein, auk fran- skra söngva sem hann hef- ur gert íslenska texta við, en einnig eru á plötunm' lög eftir Noru Brocksted Thor- stein Bergman. Pjall og fjara var hljóð- rituð sfðla vetrar í hljóð- veri FÍH og sá Ari Daníeis- son um upptökur, Aðrir tónlistarmenn sem áttu drjúgan þátt í gerð pló't- unnar eru Gunnar Gunn- arsson sem lék á píanó, Daníel Þorsteinsson sá um harmónikkuleik, Jón Rafnsson lék á kontra- bassa, Kristinn Árnason á gftar, Pétur Grétarsson annaðist trommur og slag* verk, og Szymon Kuran iék á fiðlu. Útsetningar voru að mestu unnar í samvinnu hóp^sins. Otgáfufélagið Dimma gefur Fjall og fjöru út og sér jafnframt um dreifingu hennar innan lands og ut- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.