Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Selkiöt segir að ekki séu nein vand- ræði með smalamennsku og að flytja féð á milli. „Fyrri leit er um helgi og fólk kem- ur til þátttöku úr skólum og vinnu. Svona mannkvaðning úr fjarska hefur ekki verið notuð til seinni leitar, enda minna um að vera," segir hann. Sú var tíð að fé í eyjum var ákaflega vænt. Slátur- húsið í Flatey var með mesta meðalfallþunga dilka á öllu landinu. „Þetta byggðist auð- vitað á því að eyjaféð var látið bera tiltölulega snemma svo hægt væri að losna við það í land fyrir varp. Féð var allt flutt heim að hausti og góð haustbeit fyrir lömbin sem urðu auðvitað mjög væn. En þetta var áður en menn skömmuðust sín fyrir vænt fé," segir Jóhannes og má greina saknaðarblæ á mæli hans. Nú eru lömbin flutt beint úr sumarhögunum í sláturhúsið í Króksfjarðar- nesi. Jóhannes hefur tekið þátt í því að lengja sláturtímann í Króksfjarðarnesi tvö undan- farin ár. Lætur hann hluta kindanna bera snemma á vorin og fær beit fyrir þær í öðrum eyjum um sumarið. Þannig getur hann haldið sér því fé sem slátra á í byrjun ágúst. Jóhannes segir að ekki sé nóg borgað fyrir þá auka- fyrirhöfn sem þetta kosti. „En það bætir markaðinn og ég tel skynsamlegt að vinna svona fyrir framtíðina." Fyrsta árið sem lömbunum var slátrað snemma var gerð tilraun til að mjólka ærnar áfram, halda þeim sem nokk- urs konar kvíaám. Úr mjólk- inni var búið til smör og skyr. Jóhannes segir að afurðirnar hafi ekki orðið eins og hann átti von á. Notaðar voru ná- kvæmlega sömu aðferðir og eyjabændur nota við kúa- mjólkina. Sauðasmjörið varð hvítt en bragðaðist þó ágæt- lega. Skyrið varð hins vegar vont. „Þetta var ókunnug- leiki okkar, gamla fólkið hefði getað sagt okkur þetta allt. Sauðasmjörið var út- flutningsvara en fólkið lifði á súra skyrinu allan vetur- inn," segir Jóhannes Geir. Þekkingunni haldio vi6 Þegar búið er að flytja féð í land og fyrri dúnleit lokið er komið að selveiðinni. Landselur kæpir á vorin í selalátrum víða í Skáleyjum. Kóparnir eru veiddir í net sem lögð eru í ákveðnar lagn- ir allt í kringum heimaeyna og hefur svo verið gert eins lengi og eistu menn muna. Vorkópaskinnin voru mjög verðmæt útflutningsvara. Til viðmiðunar var haft að kóp- urinn gæfi af sér eins mikinn arð og lamb en mun minna haft fyrir veiðinni en sauð- fjárbúskapnum. Um 1980 hrundi markaðurinn vegna baráttu umhverfisverndar- sinna gegn selveiðum, meðal annars aðferðunum við kópa- drápið á ísnum við Kanada. Lengi veiddist svipaður fjöldi kópa á hverju ári, um 120 að sögn Eysteins. Hann segist þó hafa veitt því eftir- tekt að veiðin hafi eitthvað minnkað undir 1980, áður en markaðurinn hrundi. Telur hann að þá hafi stofninn ver- ið farinn að minnka og sú þróun hafi haldið áfram þrátt fyrir að hið gagnstæða ætti að hafa gerst vegna þess hvað veiðin dróst saman eftir 1980. „Ég sé ekki aðra skýr- ingu en fjölgun grásleppu- lagna í Breiðafirði. Selurinn sækir í grásleppuna og drepst í stórum stíl í netun- um, bæði kópar og ungselir. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Við selveið- arnar var bara verið að sækj- ast eftir kópunum. Það heyrði til algerra undantekn- inga ef urtur drápust, ef þær flæktust í var reynt að losa þær," segir Eysteinn. Skáleyjabændur hafa haldið áfram sínum hefð- bundnu selveiðum þó skinnin séu verðlítil og Evrópuríki hafi ekki aflétt innflutnings- banni sínu. Þetta gera þeir til að viðhalda þekkingu á nytjum þessara hlunninda. Veiðin er ekki helmingur af því sem var fyrir tuttugu árum. Svolítið hefur verið flutt út af skinnum, aðallega til Grænlands og Eggert feld- skeri hefur verið að hanna og sauma selskinnsflíkur. Þá er selkjötið nýtt, þó ekki sé það í sama mæli og áður. Selspikið enn minna en þó svolítið til matar og fiskbúð í Reykjavík hefur á boðstól- um saltað selspik frá Skáleyj- um. Þótt Eysteinn og Jóhannes viðhaldi þekkingu á gömlum aðferðum við nýtingu hlunn- inda, meðal annars með sel- veiðum, segjast þeir ekki vera náttúraðir fyrir veiði. Segjast ekki vera skyttur og gagnrýna allar herferðir sem efnt hefur verið til í þeim til- gangi að fækka selum vegna hringormanna sem þeir hýsa fyrir þorskinn. „Ég hef aldrei verið áhugamaður um að drepa sel. Ef það hefði kom- ist á þjóðarsátt um að friða selinn þá hefði ég ekki farið að ergja mig yfir því. En ég var og er mótfallinn því að útrýmingarherferðir komi í staðinn fyrir hefðbundnar landsnytjar," segir Eysteinn. Bendir hann á að í herferð- inni gegn útselnum hafi hann víða yfirgefið látur sín og komið sér fyrir á nýjum stöð- um þar sem erfiðara er að ná til hans. Svo hagi sumir veiðimennirnir sér eins og villimenn, skilji eftir hræin í látrunum enda tilgangurinn að vinna til verðlauna fyrir kjálkana en ekki að nýta fenginn að öðru leyti. Nýjustu hlunnindin Á seinni árum hefur bæst við ný búgrein sem að hluta til hefur komið í staðinn fyr- ir tekjur af kópaskinnunum. Það er þangöflun fyrir Þör- ungaverksmiðjuna á Reyk- hólum. Þangfjörurnar má slá fjórða hvert ár og segist Jó- hannes miða við að slá einn fjórða hluta þeirra á ári, þannig að hægt sé að hafa þetta fastan lið í afkomunni. Jóhannes segir að það sé ekki skemmtilegt starf að slá þangið. Það er gert á floti me.ð sláttupramma frá Þör- ungaverksmiðjunni og síðan kemur skip verksmiðjunnar og safnar þangnótunum saman. Hann segir að þetta geti verið ágæt tekjuöflun fyrir ungt og frískt fólk. Sjálfur er hann farinn að draga úr þessu og kaupir meiri aðstoð. I sumar verður Jóhannes með tvo menn með SKÁLEYINGAR flytja fé siH ó Svani, tæplcga 90 ára gömlum bót, inn í Kollafjörð þar sem þeir hofa upprekstrarland. Guðjón Snæland kaupamaður við stýrið. Fjárflutningar UTSYNISTURN er á íbúðarhúsinu í Skál- eyjum. Þar er gáð til veðurs og 1 it.it> eftir f é og ferðum báta. Turninn er því ómiss- andi í eyjabúskapnum. Jóhannes hefur fylgst með veðrinu undanfarna daga enda orðinn órólegur að koma fénu ekki i sum- arhagana í landi. Nú sér hann að orðið er fært, fjörðurinn lygn og miklu minni vindur niður fjöllin í Kollafirði. Farið er á hálfu aðfalli, þá er best að koma fénu um borð í bátinn. Kindurnar eru eitthvað tregar til að fara um borð, aldrei þessu vant. Jóhannes segir að þær séu svo vanar þessu að venju- lega þurfi aðeins að hjálpa þeim fyrstu yfir borðstokkinn og þá fylgi hinar á eft- ir. Eðlið sýni sig þegar gamlar eyjaær birtast með lómbin sín niður á höfn þegar verið er að stússa við báta, einungis til að athuga hvort komið sé að flutningi í land. Fullorðna féð er í áttæringnum Svani, tæplega 90 ára gömlum flutningabát sem notaður hefur veríð við fjárflutninga í Skáleyjum nærri því alla ðldina. Lðmbin eru sett í Sóma-bátinn Hreggvið sem dreg- ur svo Svan inn Breiðafjörð og inn á Kolla- fjörð, um tveggja og hálfs tíma Ieið. Ærnar hætta að jarma þegar bátarnir fara frá landi. Þær vita alveg hvað stend- ur til. Jarmið byrjar svo aftur þegar lagst er að kletti undir Fjarðarhornshlíð. Þar hafa Skáleyjabændur upprekstrarland í Múlanum og Fjarðarhornsdal. Féð er rekið hægt inn fjörðinn á meðan ærnar eru að lemba sig. Þegar komið er aftur að bátnum sést að hrútlamb sem slæðst hafði með en átti að vera á beit úti í eyjum í sumar og fara snemma f sláturhús hefur stokkið út úr bátnum og komist í land. Ekki er nokkur leið að koma hrútnum aftur um borð svo ærin fær einn- ig frelsið með gimburlamb sitt. Þá er eins og hrúturinn sé alveg horfinn, hann finnst hvergi þegar á að reka kindina til hans. „Þetta veit á eitthvað," segir Jóhannes og segir að með þessu hafi gimbrin fengið líf, hún fari ekki í sláturhús í haust eftir að hafa gengið ein undir í allt sumar. Að fjárstússinu loknu er sest niður í hvamminn við lendinguna til að borða nestið. Það segir Jóhannes að sé ómiss- andi athöfn fyrir heimferðina og hefur orð á því hvað þetta sé rómantísk stund. sér við þangsláttinn og þeir vinna einnig að bústörfum. Fullt búr motar Aðalannatíminn í eyjabú- skapnum er á vorin. Sauð- burður, fyrri dúnleit, fé flutt í land, selveiðin og seinni dúnleit. Þegar búið er að safna dúninum saman þarf að þurrka hann og hreinsa. Þó dúnninn sé hreinsaður í vélum er það mikið verk. Er unnið að því á sumrin og fram á vetur. Þangsláttur og heyskapur í júlí og ágúst. Þá þarf að taka upp kartöflur og aftur að huga að fénu, smala, flytja f sláturhús og heim og slátra til heimilisins. Á haustin er matarlegt um að litast í búrinu í Skáleyjum enda verður svo að vera þar sem ekki er einfalt að skreppa út í búð þegar eitt- hvað vantar. Mest er þetta heimafenginn matur. Saltað og reykt kindakjöt og sel- kjöt. Fiskur sem veiddur hef- ur verið um sumarið, fugl og egg. Kartöflur og annað heimafengið grænmeti. Svona má áfram telja. Skál- eyingar eru með kýr fyrir heimilið, handmjólka og búa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.