Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR23.JÚNÍ1996 B 11 KÍNVERSK stúlka með Down-heilkenni við saumaskap. GREINARHÖFUNDUR með gestgjöfum sínum úr skólanum. Skólastjórinn er annar frá hægri en frú Zhang, starfsmaður íslenska sendiráðsins í Peking, lengst til hægri. mennt séð, svo vikið sé að lang- vinnri, hugmyndafræðilegri deilu. Þar eru valkostir þegar hentar, þar eru menntasetur sérkennara og dýrmætur þekkingarbrunnur. Hvað sem líður ólíkum aðstæðum var í senn forvitnilegt og ánægjulegt að heyra og finna að viðhorf og við- leitni eru þau hin sömu í þessum efnum svo langt í austurvegi og hér uppi á þessari makalausu grjóthrúgu við norðurheimskautsbaug. Tónlist og tölvuver Eftir gott spjall og tedrykkju var boðið í skoðunarferð um skólann. Okkur var vísað um myndarlega byggingu með þeirri elskulegu kurt- eisi og reisn sem einkenndi allt við- mót gestgjafa minna. Fyrst varð fyrir tónlistarstofan þar sem fram fór hreyfiþjálfun 10-12 nemenda eftir píanóleik og klappi kennarans. Og þarna voru málmgjöll og fleiri ásláttarhljóðfæri eins og vera ber. Það sem vakti sérstaka athygli þarna, eins og reyndar víðar í stuttri viðkynningu minni við kínverskt þjóðlíf, var sam- stillingin, samhljómurinn, sam..., - það er erfitt að finna rétta orðið. Ef til vill er rétta hugtakið ekki til í tungu fámenns samfélags á norð- urhjara þar sem allir eru konungar og drottningar, prinsar og prinsess- ur, hver á sinn hátt vegna rýmis og velmegunar, - miðað við óhjá- kvæmilega tilhliðrunarsemi fj'öl- mennisins þar eystra. En það segir sitt að þarna hljómaði nemendahóp- urinn eins og ein rödd, hvort sem var í söng ellegar þegar heilsað var og kvatt í tónlistarstofunni, sem öðrum stofum. Og röddin hljómaði sjálfkrafa og ótilkvödd. Ugglaust er það mikilvægur þáttur í námi kennara í svo fjölmennu landi að efla sjálfsstjórn nemenda og ná aga meðal þeirra með því að þjálfa sam- stillingu hópsins. Og ekki fór hjá því að slíkur samhljómur fjöldans einkenndi mannlífið víðar þar sem ég fór um þessa miklu borg. Ég varð dálítið hvumsa þegar við litum inn í næstu stofu. Víst var mér ljóst að Kínverjar kunna margt fyrir sér í flókinni tækni og víða sjást þess merki, en borgarlífið í Peking einkennist ekki síður af frumstæðum aðferðum í samgöng- um, vinnuaðferðum og verslun. Eg hafði vitaskuld tekið eftir þeim fjölda manna sem hafa til reiðu fótstigna „leigubíla", eins konar þríhjól með þægindasæti aftan við „bílstjórann", og ég hafði séð fimmtán manna skófluher jafna úr malarhlassi sem sturtað var af vörubíl - engin jarðýta nálæg - og sem bílaáhugamanni varð mér einatt starsýnt á vörubíla og stræt- isvagna sem hefðu þótt gamaldags hérlendis fyrir 30 árum- Ég átti því frekar von á að tækn- in væri með frumstæðara móti í skólakerfinu líka. En það gerði mig hvumsa að þarna blasti við tölvu- ver; afar nútímaleg kennslustofa þar sem hver og einn nemandi stungumeðferð, allir með nálar í höfðinu. Sumir voru með nálarnar einar, aðrir með nálar tengdar raf- rænni örvun úr þar til gerðum tækj- um. Þarna voru skólalæknirinn og annar til, sérfræðingur í greininni, sem og hjúkrunarfræðingur. Eg verð að játa að fyrsta hugsun var: Ég er í Kína, hér er beitt nálarstungumeð- ferð, þetta er sögulegt, má ég taka myndir? Það var velkomið. Svo ég tók myndir af nokkrum börnum, og síst höfðu þau á móti því. Vildu endilega að ég tæki fleiri. Ég hlaut að spyrja: Við hverju er þessi meðferð? Læknarnir sögðu að margt mætti bæta með þessum hætti og nefndu dæmi um að minnka mætti slef, sem er algengt vanda- mál hjá þroskaheftum börnum með slaka vöðvaspennu, og hjálpa þeim sem hætti til að pissa undir á nótt- unni. Og þeir voru ekki í nokkrum vafa um að meðferðin virkaði vel. Ég gat ekki annað en hrifist með, en hafði ekki forsendur til þess að meðtaka hinn fræðilega grundvöll aðferðarinnar. Ljóst er að þroska- hömluninni sem slíkri verður ekki breytt á þennan hátt, en rökrétt er að hugsa sem svo að hafa megi áhrif á þá þætti sem lúta beinlínis að stoð- og hreyfikerfi líkamans, svo sem örvun taugaboða til vöðva. Eitthvað mun vera um nálar- stungumeðferð hérlendis og vissu- lega væri forvitnilegt _____ að þeir sem gerst til þekkja í þeim efnum könnuðu frekar hvað þama er á ferðinni. Víst er að þessi al- dagömlu reynsluvís- indi eru allrar at- hygli verð. skygndist um skjá og lék sér við lyklaborðið. Þarna undu sér ein fimmtán börn vel við sitt. Tíu ára gömul stúlka sem ég fylgdist með um stund var niðursokkin í kennslu- forrit sem æfði hana í frádrætti: Fimm bangsar mínus þrír bangsar, það gerir tvo bangsa. Ekki vafðist það fyrir henni, frekar en níu kanín- ur mínus fjórar. Á nokkrum tölvum var skilti þar sem stóð að þær væru gjöf frá bandarískri styrktarstofnun. Það kom enda á daginn að Pei Zhi-skól- inn á sér bandamenn austan megin hafsins, m.a. tvo hliðstæða skóla i Bandaríkjunum. Hjörtum mann- anna svipar augljóslega einnig sam- an beggja vegna Kyrrahafsins. Saumavélar og nálarstungumeðferð Okkur var heilsað með jafn sam- stilltri röddu í næstu stofu, enn sem fyrr líkastri ósjálfráðu viðbragði, þar sem nokkrir eldri nemendur, 13-16 ára, grúfðu sig yfir sauma- vélar af miklum áhuga. Þeir voru mislangt á veg komnir í sauma- skapnum, sumir æfðu sig á pappír, aðrir földuðu dúka af mikilli list. Saumavélarnar voru fótstignar. Það var engin tilviljun og réð þar hvorki skortur á tækni né raf- magni. Ég minntist þess sem Lun skólastjóri sagði í spjalli okkar fyrr um morguninn um að skólinn legði sérstaka áherslu á starfsþjálfun svo nemendur gætu unnið hagnýt störf að námi loknu. Það kom ekki á óvart, né heldur það sem hann lét i ljós um mikilvægi saumavéla í því sambandi. Þar færi saman þjálfun fín- og grófhreyfinga, ásamt með samhæfingu við sjónina. Hinar fínni hreyfingar birtust í saumsporinu - í samvinnu við augað - þær gróf- ari í fótstiginu. Og samhæfingin á milli sjónar og hreyfinga væri afar mikilvæg þroskanum. Mér varð hugsað til þess að vinnufélagar mínir við Greiningar- og ráðgjafar- stöðina hefðu tekið heilshugar und- ir þessi sjónarmið. Þegar mér varð ljóst í upphafi Peking-dvalarinnar að ég ætti þess kost að hitta að máli samstarfsfólk í málefnum fatlaðra kom að sjálf- sögðu upp í hugann: Hvað gera þeir í Kína sem við gerum ekki heima? Hvað getum við lært af þeim? Ég spurði sérkennslumála- stjórann, frú Zhu, þessarar spurn- ingar daginn áður, og nefndi sér- staklega hvort fornar kínverskar aðferðir væru á einhvern hátt við- hafðar. Þá hafði ég vitaskuld í huga nálarstungumeðferð og viðlíka reynslu aldanna. Frú Zhu gerði lítið úr því, ef til vill fannst henni aðferð- ir þeirra of sjálfsagðar til að nefna þær sérstaklega. Þeim mun meira kom mér næsta stofa í opna skjöldu. Vestrænum hugvísindamanni - mettaður af raunvísindahyggju en forvitinn um allt annað.- fannst eins þar væru helg vé: Átta nemendur í nálar- Þau biðja að heilsa „Atta nemendur í nálarstungumeð- ferð, allir meö nálar í höfðinu. Sumir voru með nálarnar einar, aðrir með nálar tengdar rafrænni orvun. Einn morgunn var fljótur að líða við svo forvitni- legar aðstæður. Ekki vegna þess eins að þær væru svo framandi, heldur einnig fyrir það hve líkar þær voru heimaslóð, þrátt fyrir fjar- lægðina og gjörólíka menningar- heima. Fyrr en varði var komið að kveðjustund. Við gengum út í mars- sólina; það var svalt í veðri, rétt eins og í hægri norðangolu í Reykja- vík á sama árstíma. Gestgjafar mínir báðu fyrir kveðjur til kollega sinna á íslandi og buðu mig hjartan- lega velkominn aftur, ef ég ætti leið um. Ég svaraði í sama dúr. Það var ekki eins fráleitt og ætla mætti í fljótu bragði; samskipti okkar við Kínverja fara sífellt vaxandi. Við eigum orðið öflugan sendiherra og sendiráð í höfuðborginni Peking, samningur um menningarsamskipti landanna mun vera í burðarliðnum og nú í framhaldi af þessari heim- sókn okkar er fyrirsjáanleg menn- ingarhelgi í Peking að ári undir stjórn Guðmundar Emilssonar og Hjálmars W. Hannessonar. Og hver veit nema kínversk sérkennarasveit bregði sér til íslands við hentug- leika. Mér þætti vænt um að mega fylgja Lun skólastjóra og samstarfs- fólki hans um sviðið hér heima, sýna þeim systurskólann, Öskjuhlíðar- skóla, og aðra skóla þar sem fatlað- ir nemendur stunda nám. Þegar ég var að lokum beðinn að skrifa nokkur orð í gestabók Pei Zhi-skólans varð mér fyrst fyrir að minnast þess sem fyrr er nefnt um hve viðhorfum og viðleitni svipar saman þar eystra og hér á klakanum þegar kemur að málefnum fatlaðra. Það kemur vitaskuld ekki á óvart þegar til þess er litið að vandinn er hinn sami, en ég leyfði mér að full- yrða í gestabókinni að hjörtu okkar slægju í takt. Song bílstjóri var til reiðu með bílinn, frú Zhang túlkaði síðustu þakklætisorð mín til þessa elskulega fólks sem hafði sýnt mér svo mikla vinsemd, og okkur var vinkað úr hlaði. Það hafði hægst um á hraðbraut- inni, slangur af bílum dólaði á öllum akreinum. Song hélt sig alveg á veginum að þessu sinni en gaf dug- lega í sem fyrr. Það kom í Ijós að mínum góða túlki, frú Zhang, hafði ekki þótt heimsóknin síður forvitni- legt. Hún er kennari að mennt, vann sem slík áður og kynntist þá vita- ^^^^ skuld einnig nem- endum sem áttu við námsörðugleika að stríða. Eftir því sem við nálguðumst mið- borgina urðu ný- byggingamar fleiri og stærri; alls stað- ar er verið að byggja. Við þutum framhjá stórbygg- ^^¦i ingu í smíðum sem ég hafði tekið eftir tveimur dögum áður og ég er nærri viss um að það hafði bæst við ein hæð síðan. Það mátti nánast sjá húsin spretta, enda her bygginga- manna að störfum dag og nótt. Eitt kvöldið var á að líta eins og hundrað sjúkrabílar með blá, blikkandi ljós stæðu á efstu hæðinni; það reyndist vera fjölmennur hópur rafsuðu- manna að sjóða saman stálbitana í næstu hæð. Gróskan blasir alls stað- ar við í þessu mikla og áhugaverða landi þar sem saman fer dafnandi markaðsbúskapur og afar auðug menning og saga. Sá sem hefur litið augum þó ekki sé nema örlítinn hluta Kínamúrsins mikla - steini lostinn - gerir sér ljóst að þessari þjóð er ekkert ómögulegt. Spurningin er nærtæk: Verður Kína helsta stórveldi 21. aldarinnar? Höfundur er framkvæmdastjóri Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Afmælistilboð 23«-30, júní 1 ór er síððö við fluttum af LaugaveQi T Hörhínð 6. HeHsárskápa með foðrt sem hægt er að hneppa úr. Áður Nú p??8b.- 15.900.- Unglingajakkar, hellsárs, regnbéttlr. Áður X^OO.- NÚ 7.900. Ullarjakkar, yfirstœðlr Áður Nú ljst$00.- 4.900.- Stuttkápur Áður Nú 12^00,- 7.900.- Sumarkáimr Aður 19.00(1- Nú 9.900.- MörQ önnur spennanúi tilboð • Sumafjahhar 05 stutthápur. Öpíö fi Lðugardogtmi T sornar hl. 1|>—M PÓSTSENDUM %f^Hl/l5ID Mörhín G - sími S8B SS18 (v/hliðina á Teppalandi]* lastsðivið búðarveoginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.