Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR23.JÚNÍ1996 B 9 MANNLIFSSTRAUMAR þó tvívegis ályktað að rétt sé að leyfa þessar breytingar án lyftunn- ar. Hvernig jafngreindum manni og ég hef alltaf talið nafna minn vera, tekst að komast að jafnfár- ánlegri niðurstöðu er að ég held allri alþýðu manna gjörsamlega ómögulegt að skilja. Getur það verið að ráðherra sé svo hræddur við ráðamenn í kjördæmi sínu að hann skirrist ekki við að niður- lægja þá sem hann heldur að séu minni máttar til að bjarga sjálfum sér eða flokksbræðrum sínum úr klípu? Sjálfsagt hefur ráðherrann fengið stuðning lögfræðings ráðu- neytisins til að koma sér úr þess- ari klípu, en þeir (hinir löglærðu) eru oft einstaklega iðnir við að hártoga þær reglur, sem þeir hafa sjálfir verið með í að sníða sem skýrastar svo áreiðanlega verði ekki hægt að misskilja þar nokk- urn stafkrók. Ég get ekki séð að Guðmundur Bjarnason hafi um annað að velja en að taka aftur þennan úrskúrð og viðurkenna að honum hafi orð- ið á mistök. Þá þætti mér líka nafni minn maður að meiri, sem vert væri að sæti áfram á ráðher- rastóli. Forsetakosningar Já, það er að æra óstöðugan að ergja sig yfir því hvernig opin- berir aðilar sveigja framhjá þeim lögum og reglugerðum sem þeim ber að framfylgja. Nú eru forseta- kosningar á næsta leiti og nýr bústaður býður eftir komandi for- seta. EN, er þessi nýi bústaður aðgengilegur fólki í hjólastól eða mjög hreyfihömluðu á annan hátt? Það verður að segjast eins^ og er, það eru ekki allir jafnir á íslandi, hafa ekki sömu möguleika, ekki sama rétt! Hvað, ef forsetinn fót- brotnar að ekki sé talað um að hann lamist, skal hann þá segja af sér af því að hann kemst ekki lengur hjálparlaust á klósettið eða í svefnherbergið? Hugsum nú í alvöru um þessar spurningar og veltum því fyrir okkur hvort við viljum lifa í landi sem ekki lítur jafnt á alla þegna sína, þrátt fyrir stjórnarskrá, lög og reglur, eða viljum við gera eitt- hvað í málunum. yfirlýsingu í viðbót við það píslar- vætti sem það óneitanlega er að neita sér um margskonar góðan mat og allt sælgæti, leggja auk þess á sig margra klukkutíma púl í heilsuræktarstöðvum í hverri viku og liggja svo í annan tíma graf- kyrr í sjóðheitum sólbekkjum. Ég segi fyrir mig, ég vildi gjarn- an að þetta mál skýrðist almenni- lega. Eg er viss um að ég tala fyrir munn margra kynsystra minna þegar ég segi að það væri sannarlega gott að þurfa ekki framar að þjást af nagandi sam- viskubiti yfir sukksömu áti sínu, né heldur þurfa að þjást í leynum hjarta sín vegna sístækkandi bak- hluta. Ef rétt reynist að karlmenn hafi því meiri áhuga á konum sem þær eru holdugri, mýkri og hvítari þá rennur sannarlega upp betri tíð með blóm í haga fyrir íslenskar konur, sem flestar ættu auðveld- lega að geta náð slíku útliti á skömmum tíma. Ef fyrir liggur að áhugi karl- mannanna á slíkum konum verði yfirfljotárilegur þá er -hægt að sannreyna þá staðhæfingu manns- ins, sem flutti ræðuna sem ég fyrst greindi frá, að konur séu að halda sér til hver fyrir annarri. Ef ís- lenskar konur halda áfram að neita sér um mat, púla í heilsurækt og liggja í sólbekkjum þrátt fyrir vitn- eskju um að slíkt sé karlmönnum síður en svo þóknanlegt er ljóst að þær eru ekki að halda sér til fyrir þeim heldur hver fyrir ann- arri. Sannist að þannig sé í pottinn búið væri kannski mál að fara að endurskoða kvennabaráttuna. MHTliRLIST/£r lárperan hollfyrirhúbjafntsem magaf Lárperukrem og lárperuhlaup AVOCADO, eða lárpera á íslensku, þessi græni viðkvæmi ávöxtur avókadótrésins, sem svo aftur er af lárviðarætt, hefur margt til brunns að bera. Fitumikið aldinkjöt hans er til margra hluta brúklegt. Einfaldasta leiðin til að gæða sér á lárperukjötinu er að skera lárper- una í tvennt, taka steininn úr og borða kjötið með skeið úr hýðinu og gott er að hafa salt, sítrónu og jafnvel smjör við höndina. Flestir kannast við hið mexíkóska guaca- mole og frekar algengt er að lárper- an sé notuð í ýmiss konar salöt og forrétti. Hér á eftir ætla ég að koma með nokkrar fleiri hugmyndir að lárperunotkun, en fyrst nokkrir fróðleiksmolar um lárperuna. Helstu ræktunarlönd eru Bandarík- ^^,^^ in, Mexíkó, Suður- Afríka, ísrael og Astralía. Aðdá- endum lárperunn- ar fjölgar stöðugt, þannig að ræktun- in eykst jafnt og þétt, þess má geta að eitt lárperutré getur gefið af sér allt að 500 lárper- ur. Margt bendir til þess, að lár- perutréð hafi vaxið fyrir um 50 milljónum ára þar sem Kalifornía er nú. Eins er það ekki óhugsandi, að lárperan hafi verið fæða risaeðl- anna fyrir um 136 milljón árum. Ekki er vitað með vissu hvenær effir Álfheiði Hó'nnu Friðriksdóttur menn fóru að rækta lárperutré, en Astekar sóttu sér fræ til Ekvador og fóru með til Mexíkó og Inkarnir fluttu plöntuna inn til Perú um miðbik 15. aldar. Spánverjar voru fyrstu Evrópubúarnir til að bragða á herlegheitunum, en þeir voru samt mun spenntari fyrir gullinu í El Dorado, en hinum suðræna ávexti. Engu að síður fluttu þeir inn lárper- uplöntur til Spánar, þær fyrstu árið 1601 og síðan þá hefur ávöxturinn átt miklum vinsældum að fagna í Evrópu jafnt sem annars staðar. Lárperan er stútfull af jafnt víta- mínum sem steinefnum og hefur hæsta prótíninnihald allra ávaxta, eða yfir 2%. Meðalstór lárpera inni- heldur aðeins um 240 kaloríur og hér er það besta; lárperan inniheld- ur ekkert kólesteról. Þið þjótið nátt- úrlega beint út í búð eftir að hafa lesið þessa lofgjörð. Verið ekki smeyk við að kaupa óþroskaðar lár- perur, það tekur einungfis 2-3 daga fyrir þær að ná fullum þroska ef þið leggið þær t.a.m. á sólríkan stað eða inn í skáp. Varist hins vegar að leggja þær á heita ofna. Lárperur þroskast best við 15-21 gráðu hita. Lárperan hefur löngum verið tengd við húðkrem, enda er hún mjög E-vítamínrík og kjöt hennar olíumikið og feitt, en þetta tvennt saman er talið vera fyrirtaks blanda tii að halda húð heilbrigðri og ung- legri. Asteka- og Maya-konur upp- götvuðu þennan eiginleika lárper- unnar fyrir löngu, en þær notuðu olíuna sem vörn gegn hinum þurru vindum Mið-Ameríku. Hér fylgir ein uppskrift að kremi sem upplagt er að splæsa á húðina í sumarfríinu, þegar oft mæðir mikið á henni, sökum sólar (eða a.m.k. vinds)! Sumarfrískrem ______lh lárpera,______ 1 tsk. tært hunang, Notkun Hreinsið andlit og háls vel og vand- lega. Berið kremið varlega á með fíng- urgómunum, berið mjög lítið á nef og kinnbein. Látið kremið vera á í 20 mínútur og takið það síðan af með bómull og ylvolgu vatni. Þerrið andlit- ið. Stappað lárperukjöt er einnig frá- - bær fæða fyrir lítið fólk sem er að byrja að láta ofan í sig fasta fæðu. Það er bæði auðvelt að borða það og melta. Lárperukjötið er nógu mjúkt til að smábörn geti borðað það hrátt, þannig að engin vítamín fara til spill- is við suðu. Lárperan er einnig mjög mild á bragðið og passar þannig smá- barnabragðlaukum vel, því flest smá- börn fúlsa við sterku bragði. Frábær og fljótlegur morgunmatur fyrir alla er soðið egg sem sett er í holuna á hálfri lárperu. Gegn timburmönnum er gott að blanda saman mörðu lár- perukjöti, 1 tsk. af hunangi, appelsínu- bitum og skella í sig. Hér kemur hug- mynd að nesti í lautarferð: harðsjóðið 6 egg og látið kólna. Takið skurnið af, skerið þau í tvennt og takið rauðurn- ar varlega úr. Hrærið rauðunum saman við hálfa lárperu og 1 tsk. af fínskom- um lauk. Setjið blönduna aftur í hvít- urnar og kryddið pent með cayenne- pipar. Að lokum kemur ein dúndurupp- skrift að einum þeim mest frískandi eftirrétti sem ég hef smakkað. Lárperu- og sítrónuhlaup ____________1 lárpera____________ 1 pakki sitrónuhlaup blandað með Vi 1 af vatni og kælt þar til það er orðið frekar stíft, appelsínusneiðar uppskrift fyrir 6 1 tsk. kaffírjómi Skafið lárperukjötið úr hýðinu og merjið vel, þannig að engir kekkir séu. Blandið þá hunanginu og rjóman- um saman við og hrærið saman þar til maukið er jafnt í gegn. Skerið lárperuna í tvennt og fjar- lægið steininn. Skerið kjötið í bita. Merjið kjötið í blandara, eða sigtið það, ef þið merjið það í höndunum. Hrærið lárperukjötið í smáskömmtum saman við sítrónuhlaupið þar til mass- inn er orðinn jafn. Hellið öllu saman í fallegt form og kælið í 1 klst., eða þar til blandan er orðin vel stíf. Skreyt- ið með appelsínusneiðum. LÆKNISFRÆÐI/Gí?///^// vib hindrab ab hundaæbi berist tillandsinsf Hundaæði HUNDAÆÐI er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af og orsak- ast af veiru. Sjúkdómurinn lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra talað um vatn. Af þessum ástæðum hefur sjúkdómurinn stundum verið kallaður vatnsfælni. Annað einkenni er mynd- un á miklu magni af seigfljótandi munnvatni. Nafnið hundaæði stafar af því að oft er um hunda að ræða og sjúkdómurinn gerir þá hrædda, óró- lega, slefandi og árásargjarna, sem lýsa má með æði. Hægt er að bólu- setja við hundaæði en þeir sem veikjast af sjúkdómnum deyja næstum allir eftir um viku veikindi með miklum þjáningum. Hundaæði er landlægt í stórum hluta heimsins. Þau svæði sem eru laus við þessa plágu eru Suðurskautslandið, Ástralía, flest- ar eyjar í Kyrrahafi, Japan, Tæ- van, Bretlandseyjar, Skandinavíu- skaginn, Færeyj- ar og ísland. 011 þessi lönd reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að sjúk- dómurinn berist til þeirra en helstu hætturnar eru fluthingur gælu- dýra og húsdýra milli landa en auk þess ferðir villtra dýra sem erfitt er að hamla. Á eyjum eins og ís- landi er tiltölulega auðvelt að koma í veg fyrir hundaæði með ströngu eftirliti með innflutningi lifandi dýra en slíkt eftirlit er einnig nauð- synlegt vegna annarra sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki. Ekki er vitað með vissu hve margir smitast af þessum hræðilega sjúk- dómi, einstaka tilfelli koma upp í Evrópu og Norður-Ameríku en eftir Magnús Jóhuimsson hundaæði er verulegt vandamál í Rómönsku-Ameríku, Asíu og Afr- íku. Sjúkdómurinn smitast venju- lega með biti sjúks dýrs en veiran getur einnig komist í gegnum slím- húðir í munni og augum ef t.d. munnvatn úr sjúku dýri berst þangað. Veiran kemst í taugar á smitstað og berst síðan eftir taug- unum til miðtaugakerfisins en það tekur oftast 3-10 vikur en getur stöku sinnum tekið mun lengri tíma. Eins og áður sagði geta lík- lega öll spendýr smitast af hunda- æði en algengast er að menn smit- ist eftir hundsbit, sjaldnar eiga í hlut kettir, refir, apar eða blóðsug- ur (,vampírur", skyldar leðurblök- um). Öll þessi dýr deyja að lokum úr sjúkdómnum að blóðsugunum undanskildum. I Evrópu eru það einkum refir sem bera sjúkdóminn en í S-Ameríku eru það blóðsug- urnar. Blóðsugurnar lifa m.a. á því að bíta á sársaukalausan hátt sár á lappir nautgripa og lepja síðan blóðið. Þær valda umtalsverðu tjóni með því að smita nautgripi og annan búpening með hundaæði. Mörg dæmi eru um það að blóðsug- ur hafi smitað menn með hunda- æði. Gangur sjúkdómsins er þannig að fyrstu einkennin eru höfuðverk- ur, sótthiti, lystarleysi, svefnleysi og dofi umhverfis staðinn þar sem bitið var. Eftir fáeina daga fer sjúklingurinn að verða órólegur, kvíðinn og ruglaður. Fyrstu merki um hræðslu við vatn koma fram á þessu stigi og þau þróast oft hratt yfir í algera vatnsfælni með krömpum í öndunar- og kynging- arvöðvum, sem að lokum verður svo alvarleg að sjúklingurinn getur ekki einu sinni kyngt eigin munn- vatni heldur spýtir því og slefar. Flestir deyja eftir 1-2 vikna veik- indi úr öndunariömun og hjart- sláttartruflunum. Mörgum er hægt að bjarga ef gripið er til viðeigandi ráðstafana strax eftir bitið. Mikilvægt er að þvo og hreinsa bitsárið mjög vand- lega og síðan baða það upp úr sótthreinsiefnum sem drepa veirur. Ef hægt er að ná dýrinu sem beit, má aflífa það og rannsaka hvort merki um hundaæði eru í heilanum en einnig er hægt að fylgjast með dýrinu í 10 daga eða svo og ef það er heilbrigt allan þann tíma er tæpast um hundaæði að ræða. Ef grunur leikur á að einhver hafí verið bitinn af óðum hundi eða öðru smituðu dýri er þar að auki hægt að grípa til meðferðar með... bóluefni og mótefni (oft blóðvatn úr hestum) en aukaverkanir af þessari meðferð eru tíðar og geta verið alvarlegar. Það mun reynast erfitt að út- rýma hundaæði en mikilvægt er að halda útbreiðslu sjúkdómsins i skefjum. Á svæðum þar sem hundaæði er landlægt er einnig mikilvægt að bólusetja heimilis- hunda og ketti og að aflífa flæk- ingshunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.