Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ i FRETTIR Sólstöðu- ferð í upp- sveitir Ar- nessýslu SÓLSTÖÐUFERÐ Hins íslenska náttúrufræðifélags verður að þessu sinni farin um uppsveitir Árnessýslu og nærliggjandi heiða- lönd laugardaginn 29. júní og sunnudaginn 30. júní. Áhersla verður lögð á gróðurfar svæðisins, baráttuna við jarðvegs- eyðingu, landgræðslu og skóg- rækt. Einnig verða skoðaðar jökla- minjar frá lokum ísaldar ásamt ýmsum öðrum jarðfræðilegum fyr- irbærum. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni laugardag- inn 29. júní kl. 13. Leiðbeinendur í ferðinni verða Sigurður H. Magnússon, gróður- vistfræðingur, Þorfinnur Guðna- son, kvikmyndatökumaður, auk fararstjórans Freysteins Sigurðs- sonar, jarðfræðings og Guttorms Sigbjarnarsonar, jarðfræðings. Þátttökugjald í ferðinni er 4.000 kr. fyrir fullorðna og hálft far- gjald fyrir börn auk gistigjalds við Geysi. Öllum er heimil þátttaka og eru menn beðnir um að skrá sig í ferðini sem fyrst á skrifstofu HIN. Elliðaárkortið. Morgunblaðið/Sverrir Selsins í Hítará ákaft leitað MINKASKYTTA með þrautþjálf- aða veiðihunda er búin að ganga alla Hítará, frá Húshyl og ofan í ós, án þess að verða vör við selinn sem menn gengu í flasið á á fimmtudagsmorguninn. Minkur einn var þó ekki eins heppinn, varð á vegi veiðimanna og hunda og lét þar lífið. Um helgina verður áin öll gengin á nýjan leik til að ganga úr skugga um að selurinn sé á bak og burt. „Menn sáu boðaföllin af selnum er hann forðaði sér úr Húshylnum og niður strengina þar fyrir neð- ERU ÞEIR AÐ FÁ'ANN? an. Allt verður gert til að tryggja að hann verði flæmdur út í sjó eða drepinn ef hann reynist vera enn á sveimi, en það lítur út fyrir það á þessari stundu að hann sé farinn úr ánni," sagði Bergur Steingríms- son, framkvæmdastjóri SVFR, í samtali við Morgunblaðið og hafði atburðarrásina eftir ráðsmanni SVFR í veiðihúsinu við Hítará. Bætti Bergur við að þótt ekkert hefði veiðst í opnuninni til þessa hefði selurinn ekki fyrr verið horf- inn á braut en menn sáu laxa í Húshyl. Sáu menn auk þess þó nokkra fiska fyrir ofan Brúarfoss. Lundur tekinn í gegn Hið fornfræga veiðihús við Hít- ará, Lundur, sem Jóhannes á Borg byggði fyrr á öldinni hefur verið endursmíðað nánast frá grunni að innan. Að sögn talsmanna SVFR, sem hafa ána á leigu, hafa allir gamlir innviðir haldið sér og stíl hússins verið haldið við þrátt fyrir að nánast hver fjöl á neðri hæð hússins hafi verið endurnýjuð. Neðri hæð hússins er rómuð fyrir innréttingar sínar og fuglasafn Jóhannesar hefur sett svip sinn á stofuna. Allir fuglarnir hafa verið hreinsaðir og lagfærðir af kunn- áttumanni. Alls kostaði aðgerðin öll 14 milljónir. Nýttkort af Elliðaánum Rafmagnsveitur Reykjavíkur hafa í samvinnu við Landmælingar íslands og SVFR gefið út nýtt veiðikort af Elliðaánum og er það í stíl við áðurútkomin kort sem Lí og SVFR hafa gefið út með Norðurá, Hítará og Soginu. Auk nákvæmra korta af einstökum svæðum í Elliðaánum er margvís- legur fróðleikur um veiði í einstök- um hyljum árinnar á tilteknum árabilum, hvaða flugur hafa gefið flesta laxa og fleira í líkum dúr. Kortið mun fást á skrifstofu SVFR og í veiðibúðum Reykjavíkursvæð- isins. Islendinga- félag í Murc- ia á Spáni í MURCIA á Spáni var stofnað í mars sl. „Saga, Asociación Murc- iana de Amigos de Islandia" (Saga, félag íslandsvina í Murcia) og eru stjórnendur þess Mariano González Campo (formaður), mannfræðingur og B.Ph.Isl. í íslensku fyrir erlenda stúdenta, Unnur Pálsdóttir (aðstoð- arformaður), fiðlukennari við Tón- skólann í Murcia, og Berglind Hall Ruíz Marínez (ritari), ritari hjá markaðssetningafyrirtæki. Markmið félagsins er að kynna íslenska menningu í Murcia á Spáni í gegnum tónleika, fyrirlestra, sýn- ingar, þýðingar og önnur menning- arstörf. -----------? » ? Heilsustofnun NLFÍ opnar göngudeild HEILSUSTOFNUN NLFÍ hefur nú opnað göngudeild. Þangað geta sótt þjónustu einstaklingar sem ekki dveljast á stofnuninni. Einnig geta dvalargestir, sem óska eftir meiri þjónustu en fylgir dvöl á HNLFÍ, leitað til göngudeildar. Á göngudeildinni er hægt að fá sjúkranudd og sogæðanudd, vatns- nudd, heilsuböð og leirböð. Einnig leirbakstra. Fljótlega verður þjón- ustan aukin og tekur þá til fleiri þátta endurhæfingar. Yfirmaður göngudeildarinnar er Wolfgang Roling, sjúkranuddari. %, Velkomin v* Dagskrá í aöalsal: Ávörp, tónlist, leiklist. Líf og fjör í anddyri og utanhúss. Utigrill Húsiö opnar klukkan 16.30, Dagskrá iiefst kiukkan 17.00 og lvkur klukkan 19.00 á Jónsmessuhátíð í Borgarleikhúsinu í dagkl. 17.00 Líf og fjör úti og inni fyrir alla fjölskylduna Ávörp: Guörún Agnarsdóttir og Helgi Valdimarsson • Páll Skúlason, prófessor • Tónlist: Signý Sæmundsdóttir, Þóra Fríða Sæmundsdóttir • Steinunn Olína, Jóhann G. Jóhannsson og Kristján Eldjárn • Árstíöakvartettinn • Jóhanna Þórhallsdóttir, Tvlargrét Pálmadóttir, Björk Jónsdóttir • Arna, Birta og Elín • Leiklist: Úr Hinu ijósa mani: Hanna lVlaría Karlsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir • tJr Sölku Völku: Lilja Guörún Þorvaldsdóttir • Eurouleikhúsio • Edda Björgvinsdóttir • Hrefna Hallgrímsdóttir • Sigrún Sól og Katrín Þorkelsdóttir • Selma Björnsdóttir og Markús Þór Andrésson úr „Óinu" • Fimleikar • Lína langsokkur • Spákonur • Trúöar • Grillveisla, leiktæki og fleira • Kynnir er Arnar Jónsson Allir velkomnir Guðrún Agnarsdóttir^#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.