Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 M MORGUNBLAÐIÐ + H Hamingjusöm eftir Gunnar Hersvein og Þröst Helgason LÖÐRANDI sviti og tónlist í lík- amanum. Ljósin flæða um mann- fjöldann. A sviðinu standa græn tré sem teygja naktar greinarnar upp í loftið. Fólkið lyftir höndum og klappar: Björk: „Það eru ul- gjörlega engin rök fyrir mann- legri hegðun." Hljómsveitin Plaid hefur hitað Laugardalshöllina upp og Björk er byrjuð að syngja á íslensku: „Efþú kvartar færðu her af mér." Bak við hana rís tungl og marglit ljós lýsa upp tjöld sem hreyfast milli trjánna. Hún hleypur um sviðið með hárið í hanakamb. Aheyrendur á gólfinu fagna örugglega; fólkið næst sviðinu hreyfir sig þó eins og það skemmti sér betur en aðrir. Stillt- ari áhorfendur eru í sætum í stúkunni, samt má sjá einn og einn rísa á fætur baðaða n fjólu- bláum geislum og veifa höndun um í takt við söng Bjarkar um strákinn Venus, sem trúir á feg urð. „Hér er allt sem ég vildi sjá," segir einn. „Góðir tónlistarmenn, gott ljósasjó og flott sviðsmynd." Það er rétt, í flöktandi ljós- unum er eins og Björk sé göldrótt vera í skóginum. Tónlistin dynur úr hljóðkerfinu og áhorfendur finna bylgjurnar leika um skinnið. Þeim líður vel. „Hamingjusöm sprengja," lendir í hjartanu og springur, „það er stemmning innra með mér," segir ein, „því ég elska þig." Morgunblaðið/Sverrir „Takk," segir Björk, en er klöppuð aftur upp á sviðið og leikurinn heldur áfram. „Huss, huss," er kveðjan í lok- in og allt verður rólegt um stund eftir að ljósin í saln- um eru kveikt: „Ég sakna þín, en við höfum aldrei hist." Goldie iðar af spilagleði Vanur maður snýr plötum, en brátt stígnr Goldie vs. Metalheadz á svið og leikur í frumskóginum. Tónlistin er svo áhrifamikil að fáir ráða við löngun líkamans til að dansa. Söngkona sem dansar um svið- ið kallar fólkið úr stúkunni niður á gólf til að koma að dansa. Andartak tek ég um eyrun til að verja heyrnina, og sé unga stúlku benda á mig með hæðni. Svo lem- ur hún hnúum út í loftið og legg- ur allt í dansinn: Líf ið og sálina. „Heyrnartólin, þau björguðu mér." Þannig halda tónleikarnir áfram, Goldie virðist iða í skinn- inu að spila áfram, og allt virðist heppnast vel. „Einn daggerist það, einn dagkemurþað fram." Lengsta deginum lokið Dyrnar opnast, tónleikar á lengsta degi ársins á íslandi, 21. júní, hafa endað, og fólkið streymir út, margt löðrandi sveitt eftir dans og veislu gerða úr frumlegum tónum, borgin dregur það til sín. Skemmtileg ljósadýrð og göldrótt ÁGÆT RÖÐ var fyrir utan Laugardalshöllina áður en tónleikar Bjarkar hófust. Flestir voruá aldrinum 15til20 ára, en einnig var nokkuð um eldra f ólk. Þór Halldórsson læknír stóð í rððinni um liáll' átta leytið. Hvaðdrífurþigá tónleikana? „Ég hef gaman af músík, og hef fylgst með Björk frá því hun var krakki," svarar hann, „Krakkarnir minir voru með henni bæðí í barnamúsikskóla og menntaskóla. Björk er org- ínal." Hann segist hafa flogið með finnsku flugfélagi um daginn og fengið flugrit til að skoða, á forsíðunni var að sjálfsögðu Bjttrk. Þór segist I Ika fara á tónleikana til að sjá hvern- ig rokk tónleikar fari fram. Æðisleg sýning Björk hefur rétt nýlokið viðlagið um Venus- arstrákinn sem trúirá fegurð, sýningin hefur náð hámarki. Silli sem virðist skemmta sér kon- unglega segist þó hafa búist við meiri krafti í Björk, meiri hávaða: „Þetta er bara lágvaði, að minnsta kosti miðað við það sem ég heyrði á tón- leikum Bowies í gær. I Jm- gjðrðin hjá Björk er hins vegar 811 miklu flottari, þetta er æðisleg sýning." Sviðsmyndin virkar vel Sóley Ragnarsdóttir stendur fremur ró- leg aftar- lega klukk- an tíu mín- úturítíu. „Mér finnst tónleikarnir mjög góðir," segir hún, „sviðsmyndin og Morgunblaðið/Goili umgjðrðin er betri en síð- ast þegar hún lék hérna. Ég hefði samt vi 1 jað heyra eitthvað af nýjum lögum." Sáum Pál Óskar! „Við höl'um faríðá nokkra tónleika áðuren þessir eru langbest- ir, það er ógeðslega gaman hérna," hrópuðu þær Dísa, Harpa, Steinunn Maria og Marta Rós í kór, spurðar um stemmninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.