Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ________________LISTIR_____________ Listhátíð á Normandí helg- uð íslenskum verkum Norðurljós á Normandí heitir menningar- og einkum bókmenntahátíð sem í haust verð- * ur helguð Islandi. Þama kynnast Frakkar norrænni menningu og Þórunn Þórsdóttir fékk að vita um þýðingar og málþing, stefnu- mót rithöfunda, tónleika og möguleika. Steinunn Thor Guðbergur Sigurðardóttir Vilhjálmsson Bergsson Ingveldur Ýr Friðrik Þór Hrafnhildur Jónsdóttir Friðriksson Hagalín Áhrifarík heilsuefni Bio-Qinon Q10 eykur orku og uthald Bio-Biloba skerpir athygli og einbeitingarhæfni. Bio-Selen Zink er áhrifaríkt alhliða andoxunarheilsuefni. BIO-CAROTENE, BIO-CHRÓM, BIO-CARCIUM, BIO-GLANDIN-25, BIO-E-VITAM, BIO-FIBER-80. Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. ÍSLENSKAR bækur verða efst á stafla í borginni Caen í Frakklandi í nóvember. Þar verður i fimmta sinn menningarhátíðin Borealis eða Norðurljós á Normandí. Þetta er fyrst og fremst bókmenntahátíð og ísland nýtur þess að hún hefur dafn- að síðan 1992. Þá voru Norðurljós aðeins tveggja daga bókafundur, helgaður Danmörku, en nú verða íslenskar bækur með meiru gaum- gæfðar í tvær vikur. í fyrra voru finnskar bækur kynntar, sænskar í hitteðfyrra og norskar 1993. Sjö íslenskum rithöfundum verður boðið til fundar við franska og sér- fróðir tala á málþingi um íslenskar bókmenntir að fornu og nýju. Þá koma að venju tveir rithöfundar frá hveiju hinna Norðurlandanna. Fleiri efnum verður sinnt en bókum: sýnis- hom gefin af tónlist, myndlist og kvikmyndum frá íslandi og stefnt að sýningu um lífið í landi, nú gegnum aldirnar. Til að huga að öllu þessu verður stofnandi hátíðarinar, Eric Eydoux, á íslandi nú í miðjum júlí, ásamt öðrum forstöðumanni borgar- listasafnsins í Caen og fleirum. Stefnumót Það var annar starfsmanna hátíð- arinnar, Nathalie Pédron, sem sagði Morgunblaðinu frá gangi máli fyrir skömmu. „ísland vekur forvitni hjá Frökkum og við höfum fengið þekkta franska rithöfunda til fundar við þá íslensku. Þeir eiga hver um sig eitthvað sameiginlegt með ís- lenska höfundinum sem þeir iesa með og eflaust verða samfundimir skemmtilegir.“ Thor Vilhjálmsson (Grámosinn glóir kom út hjá Actes Sud) hittir Tahar Ben Jelloun. Álfrún Gunn- laugsdóttir (Hringsól, háskólaút- gáfan í Caen) ræðir við Agotu Kri- stof um endurfundi við æskuna. Steinunn Sigurðardóttir (Tímaþjóf- urinn, Flammarion) hefur eins og Emmanuelle Bernheim skrifað um í BORGINNI Nantes á vesturströnd Frakklands hefur Denis Ballu rekið lítið og nokkuð sérstakt eins manns útgáfufyrirtæki, L’Élan. Hann hef- ur í aldarfjórðung haft gífurlegan áhuga á norrænum bókmenntum og eytt í það öllum sínum frístund- um, en hann er franskur embættis- maður. Ballu gefur út norrænar bókmenntir í franskri þýðingu. Og síðan 1989 hefur útgáfa hans líka gefið út tímaritið Nouvelles du Nord, sem er 10 blaðsíðna „árs- annáll“, þar sem hann hefur tekið saman lista yfir norrænar bækur og kvikmyndir sem sýndar hafa verið í Frakklandi það árið. Nú hefur hann tekið saman og er að gefa út norrænt skáldatal eða ritskrá með dálitlum styrk frá sænsku akademíunni. Það segja Elisabeth Tegelberg og Olof Eriks- son frá rómönsku deildinni við Gautaborgarháskóla að sé braut- ryðjandastarf, sem enginn hafi fyrr tekist á hendur. Megi hafa af þessu skáldatali mikið gagn við rannsókn- arstörf og víðar. Það eigi því heima á öllum bókasöfnum. Ritið taki til alls konar fagurbókmennta, þar með barna- og unglingabóka. Fyrir utan upptalningu á verkum ein- stakra höfunda sé þar heilmikið af safnverkum. Einnig taki ritið til ást og fallvaltleika. Leikkonan Fanny Ardant les úr bók Steinunnar á hátíðinni. Guðbergur Bergsson (Svanurinn, Gallimard) og Zoé Val- des spá í ýöfraraunsæi. Vigdís Grímsdóttir (Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, háskólaúgáfan í Caen) hittir Yann Queffelec. Kristjana Gunnars- dóttir rithöfundur í Kanada (La Maraude, Leméac) á stefnumót við Alain Robbe-Grillet og Ólafur Jó- hann Ólafsson (Fyrirgefning synd- anna, Le Seuil) er sjöundi íslenski rithöfundurinn sem kynntur verður á hátíðinni. Útgefendurnir hafa að sögn Nat- halie Pédron verið afar velviljaðir - allar þýðingarnar eru nýlegar og kaflar úr bókunum verða birtir í handbók hátíðarinnar ásamt grein um hvern höfund. Verk tveggja höf- unda koma í fyrsta sinn út á frönsku í tilefni hátíðarinnar, ísbjörg Vigdís- ar og Hringsól Álfrúnar og háskóla- útgáfan í Caen, sem stendur að þess- um þýðingum, sendir einnig frá sér úrval ljóða Stefáns Harðar Gríms- sonar og Skugga Marts eftir Svíann Stig Dagerman. Kannski Björk Rætt hefur verið við Mál og menn- ingu um útgáfu yfirlitsbókar á frönsku með textum 20-30 ís- lenskra höfunda, meðal annars þeirra sem boðið er á hátíðina. Enn er óljóst hvort úr þessu verður og fleira á eftir að skýrast fyrir hátíðina í nóvember. Til dæmis tónlistin, sí- gild og ný. Björk hefur verið boðið að halda tónleika á hátíðinni og seg- ir Nathalie frábært ef úr yrði. „At- hygli miklu fleira fólks yrði þá vakin og gestir yrðu af skemmtilega ólíku tagi. Björk passar örugglega vel við bækurnar." Kvikmyndir Friðriks Þórs Frið- rikssonar verða sýndar á hátíðinni og sömuleiðis myndir eftir Arto Pa- astilinna og Peter Madsen. Djasstón- leikar eru fyrirhugaðir og hljóm- alls þess sem gefið hefur verið út á frönsku um norrænar bókmenntir og einstaka norræna höfunda. Út- sveitin Unun spilar í tengslum við hátíðina 4. og 15. nóvember. Opnun- artónleikarnir verða síðan 22. nóv- ember með Ingveldi Ýr Jónsdóttur mezzosópran og Ásthildi Haralds- dóttur flautuleikara. Þeim verður útvarpað á France Culture undir heitinu L’echappe belle. Fleiri út- sendingar eru í athugun á fyrr- nefndri stöð og svo France Musique. Samstarf við þessar virtu stöðvar skiptir miklu og síðan skrif sem ákveðin hafa verið í dagblaðið Le Monde og vikuritið Telerama. Loks mun bókabúðakeðjan Cléf eða Lyk- ill dreifa 70 þúsund eintökum af blaði, sem helgað er hátíðinni, um landið þvert og endilangt. Leiklist og myndir, bæði Ijós- myndir og málaðar, verða líka á hátíðinni í Caen. Leikarar lesa Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Haga- lín 25. nóvember og sami háttur verður hafður með verk Per Olof Enquist og Stig Dagerman. Listsýn- ing Valgerðar Hauksdóttur hefur gefandinn er L’Elan, 9 rue Stephen- son, 4000 Nantes, og kostar eintak- ið 180 franska. verið ákveðin og ljósmyndasýning Italans Marco Paoluzzo sem farið hefur með vélar sínar um ísland. Mikils virði Nathalie Pecron segir íslenska sendiráðið hafa greitt götuna svo um muni, „Þar er fólki ljóst hvað þetta er mikilvæg kynning á menn- ingu þjóðarinnar.“ Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, sem oft hefur komið til Caen síðustu mán- uði, segir hátíðina í haust lang- stærsta íslenska menningarviðburð- inn í Frakklandi um árabil. Með þessari Norðurljósahátíð á Normandí lýkur eiginlegri kynningu á bók- menntum Norðurlandanna fimm í Frakklandi. Við taka, næstu árin, hátíðir sem hafa ákveðið efni til umfjöllunar frekar en land. Saka- málasögur, barnabækur eða leikhús- verk. Normandí, með sín sögulegu tengsl við víkinga og norrænu, verð- ur varnarþing þessara menningar- funda áfram. í greinargerð fyrir þessu riti seg- ir m.a. að í nútímanum verði líftími bóka og kvikmynda æ styttri. Hver muni nú eftir norrænum metsölu- höfundum frá 18. öld eins og Johan Oxenstierna, sem bókin hefst á. Og hver muni eftir nokkra áratugi muna eftir Jostein Gaarder með Veröld Sofíu, sem þó seldist í Frakklandi í 700.000 eintökum 1995? En þarna séu fram talin 3.655 verk eftir höfunda á borð við Andersen, Strindberg, Ibsen, Lag- erlöf og líka fjölda minna þekktra höfunda. Í sýnisbæklingi sem við höfum undir höndum er getið þriggja ís- lenskra höfunda í upptalningu eftir þjóðerni. Þeir eru Gestur Pálsson, Bjarni Thorarensen og Davíð Þor- valdsson. Er þar birt ljóðið ísland eftir Bjarna Thorarensen í franskri þýðingu sem Xavier Marmier, sem kom hér með Gaimard-leiðangrin- um, hefur þýtt fyrir útgáfu á nor- rænum ljóðum 1842. Saga Gests „Grímur kaupmaður deyr“ er í þýð- ingu Charles Simonds meðal bóka forlagsins á árinu 1993. En 1994 hefur hjá forlaginu komið út bókin Dreyfus eftir Davíð Þorvaldsson frá Akureyri í franskri þýðingu hans sjálfs, en hann las jarðfræði við Sorbonne-háskóla í París 1929. Norrænar bók- menntir á frönsku frá 1720 til 1995 Bjarni Davíð Gestur Thorarensen Þorvaldsson Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.