Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI DANÍEL G. EINARSSON Þekktur íslendingur, og vinmarg- ur í Noregi, Daníel G. Einarsson, Sundlaugavegi 18, er 75 ára í dag. Daníel fæddist á Norðurlandi en EVMRUDE UTANBORÐSMÓTORAR Reykjavík: Ármúla 11, s: 568-1500 Akureyri: Lónsbakka, s: 461-1070 hefur verið búsettur í Reykjavík og unnið þar lengst af. Hann var ungur að árum þegar áhugi hans á Noregi vaknaði. Árið 1946 kom Daníel til Bergen og sýndi glímu með glímu- flokki undir stjórn Lárusar Salom- onssonar og séra Eiríks Eiríkssonar, sem þá var formaður Ungmennafé- lags Islands. Daníel kom stuttu síðar aftur til Bergen og hóf nám í Tækni- skólanum en skólastjóri þar var Jacob B. Eide. í Bergen gerðist Daníel félagi í ungmennafélagi bænda og eignaðist þar marga vini. Hann lauk námi í byggingafræði og hefur unnið við fag sitt síðan, bæði í Keflavík og annars staðar. í gegnum árin hef ég átt margar ánægjustundir með Daníel og konu hans, frú Evu Þórsdóttur, bæði á íslandi og í Noregi. Árið sem Daníel varð sextugur, 1981, var ég á ís- landi. Ég fékk góða innsýn í líf hans á afmælisdaginn sem var einn alls- herjar vitnisburður um vinsældir hans. Ég fór í ógleymanlegt ferðalag um stórbrotna náttúru íslands, m.a. heimsótti ég Akureyri og var á Landsmóti ungmennafélaganna þar. Árið 1974 hitti ég svo enn Daníel og Evu þegar íslendingar héldu upp á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar á Þingvöllum. Við fórum í yndislegt ferðalag til Reykholts og heimsótt- um síðan Saurbæ þar sem Hallgrím- ur Pétursson sálmaskáld var sóknar- prestur og er nú grafinn. Daníel G. Einarsson á sér mörg áhugamál, er meðal annars áhuga- maður um sögu og bókmenntir. Eft- ir margra ára vináttu langar mig að senda honum hugheilar árnaðar- óskir í tilefni dagsins. Ludvig Jerdal. 4s# IX Sumarferð Varðar I Landmannalaugar laugardaginn 13. júlí nk. Brottför: Kl. 8.00 frá Valhöll við Háaleitisbraut (mæting kl. 7.45.) Heimkoma: kl. 20.00 (áætluð heimkoma) Leið: Hellisheiði, um Skeiðaveg, Þjórsárdal, um Sigöldu til Landmannalauga. Til baka verður farið um Dómadal, Landssveit, um Holtin og til Reykjavíkur. Miðaverð: 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir börn 5 til 12 ára. Miðasala: í Valhöll milli kl. 9.00 og 18.00 miðviku- og fimmtudag og milli kl. 9.00 og 19.00 á föstudag. Mikilvægt: Þátttakendur taki með sér gott nesti fyrir heilan dag og skjólgóðan fatnað. Ferðanefndin. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakkir til Heimsferða ÉG FÓR til Costa del Sol 11.-26. júní sl. með Heims- ferðum. Ferðin var mjög góð í alla staði. Við höfðum frábærlega góðan farar- stjóra sem heitir Hulda Jósefsdóttir. Það voru allir jafnir í hennar augum, sama hvort um var að ræða sjómann, forstöðju- mann eða verkamann. Ég er virkilega ánægður með þjónustu Heimsferða og vil þakka það. Hafliði Helgason. Engin garðahreinsun SKÚLI hringdi til Velvak- anda og langaði að fá svör við því hvort unglingar í vinnuskólanum muni ekki hreinsa garða hjá ellilífeyr- isþegum í sumar. Hann hefur áður skrifað í Vel- vakanda um þetta efni og fékk svar frá forstöðu- manni unglingavinnunnar þess efnis að málið væri í biðstöðu, en hvatti alla til að hringja í sig og leggja inn pöntun. Skúli er búinn að hringja í hann, en ekk- ert bólar á neinum tii að hreinsa garðinn hjá hon- um. Hann er orðinn nokk- uð þreyttur á biðinni og segir að þetta hafi aldrei verið svo seint á ferðinni eins og núna. Tapað/fundið Úlpa tapaðist SONUR minn tapaði úlp- unni sinni 25. júní sl. Þetta er dökkblá rennd Lecaf- úlpa nr. 10. Einnig er blátt, appelsínugult og grænt í henni. Trúlega tapaðist hún á svæði 101 í Reykja- vík. Ef einhver hefur fund- ið úlpuna er hann vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 552-3842 eða 551-5554. Gullkross fannst LÍTILL gullkross með áletruðu nafni fannst í Grafarvogi í kuringum 17. júní. Upplýsingar í síma 567-5772. Hjólkoppur tapaðist EINN hjólkoppur, sport- felga af Chrysler, tapaðist einhvers staðar á leiðinni frá Miðbæ Reykjavíkur, inn í Kópavog, að Bifreiða- skoðun íslands og síðan að Elliðavatni. Þetta er mjög sérstakur hjólkoppur og ekki hægt að fá nýjan. Hafi einhver fundið þenn- an hjólkopp er hann beðinn að hringja í síma 553-5194. Gallajakki tapaðist LJÓSBLÁR gallajakki datt af hjóli á leiðinni á milli Skeijaijarðar, Umferðar- miðstöðvarinnar og Hótel Loftleiða. Finnandi vin- samlega hringi í síma 552-0494. Barnaarmband fannst LÍTIÐ barnaarmband úr silfri fannst á Strandgötu í Hafnarfirði. Eigandi get- ur vitjað armbandsins hjá afgreiðslu bæjarverkfræð- ings í Hafnarfirði, Strand- götu 6, 3. hæð. Leðurjakki tapaðist SÁ SEM tók í misgripum brúnan karlmannsleður- jakka á Hótel Sögu á kosn- ingavöku Ólafs Ragnars er vinsamlega beðinn að skila honum í afgreiðslu Hótei Sögu eða hringja í síma 552-0601. Grettir er týndur GRETTIR, 5 ára, hvarf frá Baldursgötu 29, 2. júlí sl. Hann er svartur með hvíta sokka, bringu og maga. Þetta hefur aldrei gerst áður. Því biðjum við Þing- holtsíbúa að kíkja í geymslur, kjallara og „úti- hús“ hjá sér. Grettir er eymamerktur, R-2207, og með svart/hvíta ól. Allar fréttir eru vel þegnar, óvissan er verst. Ása og Friðrik, hs. 562-1216, vs. 581-1221. Farsi UJAISé>LACS/cóÚCTUA(rr 12-15 O 1992 Faicus CanoonvDtstnbuled by UnNenal Pres* Syndcele „ FyrirgeAéu mkrFahúr, þul eg ■farto i'LUX meéfjárfnunC fyrir tðtkisins ■“ Víkveiji skrifar... ERKIBISKUPINN af Kantara- borg gagnrýndi Breta í ræðu sl. föstudag fyrir þá siðferðishnign- un, sem hann taldi að hefði orðið í landinu og sagði að fólk þekkti ekki lengur mun á réttu og röngu. Orðrétt sagði erkibiskupinn m.a.: „Það væru mistök, ef út úr skólum landsins kæmi fólk, sem hefði kunn- áttu og vilja til þess að takast á við efnahagslega keppinauta okkar en gæti ekki komið saman heillegri setningu um merkingu og tilgang lífsins eða hefði ekki hugmynd um hvað það merkir að vera góður þegn og siðaður einstaklingur. Áþekk afstaða kemur fram í nýrri bók eftir hinn heimskunna brezka sagnfræðing Paul Johnson, sem segir að siðferðilegt öngþveiti ríki á Vesturlöndum nú á tímum. Þessum aðvörunarorðum eiga menn ekki að vísa frá umhugsunar- laust. Á sama tíma og velmegun eykst, er ekki fráleitt að halda því fram að mjög hafi dregið úr þeim kröfum, sem samfélagið gerir til þegna sinna í siðferðilegum efnum. Áhrif hinnar svonefndu ’68 kynslóð- ar voru ekki sízt þau, að slakað var á margvíslegum einstrengingsleg- um sjónarmiðum, sem mótuðu sam- skipti fólks. Vel má vera, að sú þróun hafi gengið of langt og að á næstu árum og áratugum leiti sam- félög Vesturlandaþjóða meira jafn- vægis í þessum efnum. xxx ÓTT það hafi tæpast nokkuð með siðferðilega hnignun að gera kann Víkverji ekki að meta þann hátt, sem ryður sér til rúms í vaxandi mæli, bæði í auglýsingum og annars staðar, að einungis er gefið upp nafn eða fornafn þess, sem hafa á samband við en ekki fullt nafn. Hafið samband við Sig- ríði eða Margréti, kann að standa í auglýsingu en ekki t.d. Sigríði Jónsdóttur eða Margréti Guð- mundsdóttur svo að dæmi sé nefnt. Þetta er leiðinlegur siður. Hvað veldur? Hvers vegna er fullt nafn fólks ekki gefið upp í auglýsingum t.d. frá fyrirtækjum eða stofnunum? Allir þeir aðilar, sem senda frá sér auglýsingar eða tilkynningar af ein- hverju tagi, ættu að taka höndum saman um að útrýma þessari leiðin- legu venju. xxx AYNGRl árum Víkveija tíðkuð- ust þéringar og alveg fram yfir 1970. Smátt og smátt hurfu þær alveg. Á síðustu 25 ár gizkar Víkveiji á að hafa fengið svo sem fimm símhringingar, þar sem við- komandi þéraði viðmælanda sinn. Þéringar voru ekki af hinu vonda. Þær stuðluðu að því að fólk sýndi ákveðnum aðilum, t.d. kennurum sínum, ákveðna virðingu. Þær stuðl- uðu að vissri fjarlægð á milli fólks, sem getur oft verið góð og jákvæð fyrir alla aðila. Nú má velta því fyrir sér, hvort þéringar eru að ryðja sér til rúms á nýjan leik. Fyrir nokkrum dögum fékk Víkveiji bréf, þar sem bréfrit- ari þéraði viðmælanda sinn og það er ekki eina slíka bréfið, sem Vík- veija hefur borizt á síðustu misser- um. Er hugsanlegt að ’68 kynslóðin hafi ekki gengið að þéringum dauð- um?!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.