Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 41
i MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 41 Þannig var Katrín, einlæg, raunsæ og gefandi persónuleiki. Katrín var glæsileg kona, kvik í hreyfingum og mikill unnandi lista. Snyrtimennska var henni í blóð borin og ég sá hana aldrei öðruvísi en vel til hafða. Hún var náttúrubarn og ræktaði sinn garð í orðsins fyllstu merk- ingu. Hún var höfðingi heim að sækja og hápunktur heimsóknanna var þegar Katrín leiddi gesti sína stolt í gróðurhúsið. Sérhvert barn mætti vera þakklátt ef það fengi slíka umhyggju og athygli sem plönturnar hennar Katrínar fengu. Katrín hafði heilsteypta skapgerð og fór ekki dult með skoðanir sín- ar. Hún var framsóknarkona og vann í anda samvinnuhugsjónarinn- ar af miklum eldmóði og óeigin- gimi. Án efa hefði hinn pólitíski eldhugi, Katrín Oddsdóttir, getað komist lengra á vettvangi stjórn- málanna ef hún hefði viljað, en hún sagði mér á góðri stundu að það hefði aldrei verið hennar draumur að gera pólitík að atvinnu, þótt hún viðurkenndi að henni hefði gefist tækifæri til þess. Katrín er eina konan sem átt hefur sæti í stjórn Framsóknarfé- lags Kópavogs og þegar Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópa- vogi, var stofnað tók hún við for- mennskunni. Katrín hefur frá stofnun Freyju, árið 1963, verið einn af burðarásum félagsins og gegnt ýmsum trúnað- arstörfum, bæði á pólitískum vett- vangi og á sviði líknar- og menning- armála. Sem dæmi um dugnað og ósérhlífni hennar má nefna að hún hefur setið sem fulltrúi Freyju í öllum fastanefndum Kvenfélaga- sambands Kópavogs um lengri eða skemmri tíma. Katrín bar hag þeirra sem minna máttu sín fyrir brjósti. Um það vitna glöggt störf hennar í Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs um árabil. Katrín var velviljuð og úrræða- góð og því var það mér, nýliðanum, dýrmætt að geta leitað til hennar ef í nauðir rak í félagsmálastarfinu. Katrín gat alla jafna gefið holl ráð, ráð sem hægt var að treysta að væru gefin eftir bestu sannfæringu. Þar fór kona sem kunni að starfa að félagsmálum. Þegar ég tók sæti Katrínar í Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi gat ég því óhikað leitað til hennar ef eitthvað gat orkað tvímælis. Mér var það einnig ómetanlegt er ég tók við formennsku í Freyju að finna mig alltaf velkomna í smiðju hennar. Ég met það sem forréttindi að hafa fengið tækifæri til að fræðast hjá svo velviljaðri og lífsreyndri konu sem Katrín var og hef fýrir löngu gert mér grein fyrir því að alltaf lauk samtölum okkar Katrín- ar á þann veg að minn reynsluheim- ur hafði víkkað. Það þarf því engan að undra þótt við sem störfuðum mest með Katrínu og nutum hennar hand- leiðslu finnum fyrir tómleika og trega. Um leið og ég, fyrir hönd Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópa- vogi, þakka Katrínu Oddsdóttur hennar brautiyðjandastarf í þágu félagsins vil ég þakka henni gef- andi samfylgd. Megi minning um heiðarlega, göfuga og hjálpsama konu verða ljós á vegi þeirra sem nutu návistar hennar. Einkasyninum Oddi, Herdísi og börnunum svo og öðrum sem nú sakna vinar í stað bið ég Guðs bless- unar. Mig langar að kveðja þessa ein- stöku samferðakonu með ljóðlínum Jóhannesar úr Kötlum: Ég kvaddi ’ana í síðasta sinni, er sólin skein fegurst á vori. Þá blasti við sumar og sæla, en samt var mér þungt í spori. I rekkjunni hóglát hún hvíldi og horfði út í fjarskann með ró Ég vissi ’ún var þreytt og þjáðist - en þó var hún glöð og hló. Guð blessi minningu Katrínar Oddsdóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. í dag verður kvödd hinstu kveðju Katrín Oddsdóttir, sem lést hinn 28. júni sl. Katrín var hugsjóna- og baráttukona sem tók virkan þátt í störfum Framsóknarflokks- ins. Kynntist ég henni á þeim vett- vangi fyrir allnokkrum árum í starfi Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, í starfi Landssambands framsóknarkvenna, í sveitarstjórn- armálum og í almennu flokksstarfí í Reykjaneskjördæmi. Katrín var mikilvægur hlekkur í flokksstarf- inu, ósérhlífín, alltaf boðin og búin til að leggja hönd á plóg. Af mörgu er að taka þegar litið er um öxl og hugsað til allra þeirra stunda sem eru minnistæðar og tengdar Katrínu. Freyjufundir á Digranesveginum skipa þar stóran sess, en Katrín var einn af braut- ryðjendum í því öfluga starfi sem Freyja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, hefur staðið fyrir. Það félagssstarf sem Freyjukonur hafa innt af hendi innan Framsóknar- flokksins verður seint fullþakkað. Katrín var þar í fremstu röð bæði í undirbúningi hverskonar og hörðu málefnastarfi. Ein samverustund með Katrínu er mér sérstaklega minnisstæð. Það var fyrir rúmum tveimur árum er nokkrir kvenframbjóðendur Fram- sóknarflokksins sóttu námskeið í fjölmiðlaframkomu. Katrín af sín- um alkunna rausnarskap bauð fram heimili sitt undir námskeiðið. Nám- skeiðið tókst vel. Fylgdumst við konurnar með hvor annarri og kom- um með ýmsar ábendingar til hver annarar frá eigin hjarta. Katrín átti þar margar góðar ábendingar eins og venjulega. Þá var mikið skrafað og hlegið í eldhúsi Katrínar þegar við tókum okkur kaffihlé frá upptökum og leiðbeiningum. Það var alltaf gustur og fjör í kringum Katrínu hvort sem var í eldhúsinu eða á hápólitískum fundum. Katrín var mikill jafnréttissinni. Hún bar jafnréttisbaráttu kvenna mjög fyrir bijósti og hvatti okkur konurnar áfram í pólitíkinni. Slík hvatning er afar mikilvæg og það skynjaði Katrín. Konurnar í Freyju hafa látið sig jafnréttismál mikið varða og stutt við framgang kvennamálefna í þjóðfélaginu. Katrín og aðrar Freyjukonur hafa með eljusemi sinni og baráttu þokað málefnum kvenna fram á veginn. Það er hlutverk okkar yngri að taka við og bera hugsjónir kvenna eins og Katrínar áfram. Er ég henni afar þakklát fýrir það hve vel hún studdi jafnréttisbaráttu kvenna sem og allt flokksstarf framsóknar- manna. Ég mun sakna Katrínar og henn- ar hlýja viðmóts og minnast hennar sem merkrar konu. Fjölskyldu allri votta ég einlæga samúð á sorgar- stund. Siv Friðleifsdóttir. Heita eining huga og máls hjarta gulls og vilji stáls ljósið trúar, ljósið vona lífs þíns minning yfír brenni. Þú sem unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu fijáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni. Dána! Þú varst íslensk kona. (Einar Benediktsson) Katrín Ólafía Oddsdóttir er farin heim. Þannig taka skátar um alla veröld til orða um þá sem eru látn- ir. Ekki er okkur kunnugt um að Katrín hafí nokkurn tíma vígst sem skáti. En verk hennar á mörgum stöðum voru sannarlega í anda skátahreyfíngarinnar. Skátafélag- inu Kópum vann hún af hollustu í fjölmörg ár ekki aðeins sem ein af skátamömmunum Urtunum heldur einnig sem einstaklingur. Fyrir þetta skal nú þakkað. Katrín gat stundum verið hvöss á brún en undir skelinni leyndist sannarlega hlýja og viðkvæmni. Það fengu margir sem minna máttu sín að reyna. Það eru t.d. ekki allir sem gerast ömmur heils leikskóla. Um skeið hafði haustið sótt að í lífi Katrínar. Því var það sérstakt fagnaðarefni er hún, ein í 19 manna hópi, tók við gullheiðursmerki Kópa fyrir frábær störf í þágu félagsins, í febrúar sl. á 50 ára afmæli Kópa. Þar átti Katrín ánægjulegan dag með fjölskyldu og gömlum vinum. Hún kvaddi þennan heim á björt- um sumardegi eins og þeir gerast fegurstir á Islandi. Megi hún lifa áfram í sumrinu. Það gerir hún sannarlega í hugum gamalla vina úr Kópum. Elsku Oddur, Herdís og börn, ykkur eru færðar innilegar samúð- arkveðjur. F.h. skátafélagsins Kópa, Þorvaldur J. Sigmarsson, • Elín Richards. Katrín Oddsdóttir, Álfhólsvegi 8a í Kópavogi, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 28. júní síðastlið- inn, eftir erfíða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hennar er sárt saknað af öllum sem hana þekktu. Ég ætla ekki í þessum fáu orðum að fjalla um æviferil Katrínar, ættir og uppruna þar sem aðrir munu gera því skil á þessum vettvangi. Ég er aðeins að reyna að kveðja góðan og traustan vin og félaga með nokkrum fátæklegum orðum og senda samúðarkveðjur til að- standenda og vina hennar. Katrín var framsóknarmaður af hugsjón og lífsskoðun sem mótaðist af því að samvinna, vinarþel og samhjálp væri hið eðlilega og sjálf- sagða í samskiptum manna. Þetta einkenndi störf hennar að félags- málum okkar hér í Kópavogi. Hún gat verið einörð og fylgin sér ætti hún málstað að veija, en mildin sjálf uppmáluð í samskiptum við börnin í bænum og ýmsa þá sem minna máttu sín, en málefni þessara hópa lét hún sig miklu varða í félagsmála- störfum sínum fyrir Kópavogsbúa. Katrín sat í ýmsum nefndum á veg- um bæjarins í gegn um árin og tengdust þær gjarnan þessum hóp- um, auk nefnda sem snertu menn- ingarmál, eins og lista- og menning- arráð. I örfáum kveðjuorðum sem ég skrifaði þegar Grímur Runólfsson, eiginmaður Katrínar, lést fyrir tæp- ur þremum árum komst ég þannig að orði. „í starfi sínu fyrir Framsóknar- flokkinn voru þau hjónin Katrín og Grímur einstaklega ósérhlífín, at- hafnasöm og virt, enda hefur enginn orðið þess var, fyrr né síðar, að þau ætluðu sé nokkum tíma umbun eða upphefð fyrir störf sín. Raunar voru þau svo samrýnd í þessu sem öðru, að vart verður talað um störf ann- ars í félagstnálum án þess að hitt komi þar við sögu og skilin verði því stundum óljós í hugum okkar. Fyrir þetta vil ég sérstaklega þakka, sem einn úr hópnum." Þessi orð eiga jafn vel við nú og þá, en störf Katr- ínar í þágu framsóknarfélaganna í Kópavogi em nánast óteljandi. Hún var m.a. fyrsti formaður Freyju, félags framsóknarkvenna, sem stofnað var í apríl 1963. Katrín var sú manngerð sem mönnum þótti gott að leita ráða hjá, vinmörg og holl sínum. í okkar samskiptum var ég í hlutverki þess sem þáði, þess sem spurði og þess sem naut góðs af samstarfínu og vináttunni. Maður spyr sjálfan sig stundum, hvað það er sem fær fólk til að vera svona gefandi, fómfúst og ábyrgt í því samfélagi sem það lifir í. Er það meðfætt, mótast það af uppeldi eða þroskast bara sumir af sjálfum sér á þennan jákvæða hátt gagnvart samferðamönnum sínum á lífsleiðinni? Ég kann ekkert svar við þessum spurningum, enda óvíst að svarið í sjálfu sér skipti nokkm máli. Við vitum bara að svona voru þau Grímur og Katrín og við hin nutum góðs af. Hafðu þökk, Katrín, fyrir samfylgd þína, vináttu og leiðsögn. Við hjónin sendum Oddi og Her- dísi og bömum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Geirdal. • Fleirí minningargreinar um Katrínu Ólafíu Oddsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR TORFADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, laugardaginn 6. júlí. Jarðsett verður frá Akraneskirkju föstu- daginn 12. júlí kl. 14.00. Birgir Hannesson, Laufey Kristjánsdóttir, Jón Hannesson, Birna Kristjánsdóttir, Svala ívarsdóttir, börn og barnabörn. / t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON vélstjóri, Álfaskeiði 24, Hafnarfirði, sem andaðist 1. júlí sl., verður jarðsung- inn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mið- vikudaginn 10. júlí kl. 13.30. Guðmundur Brynjólfsson, Ósk Kristinsdóttir, Einar Brynjólfsson, Sigrún Ingólfsdóttir, Birgir Brynjólfsson, Viktoría Vilhjálmsdóttir, Árni Brynjólfsson, Herdís Guðmundsdóttir, Sigurður Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalang- amma, GUÐNÝ BRYNHILDUR JÖAKIMSDÓTTIR frá ísafirði Skúlagötu 78, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reýkjavík. Rósa Jónsdóttir, Hallgrímur Þorsteinsson, Ásta Jónsdóttir, Valur S. Franksson, Magnea Jónsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Álfheiður E. Jónsdóttir, Jón Jónsson, Anna Jónsdóttir, Þórður Bjarnason, Örn Stefánsson, systkini, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. + Ástkaer faðir okkar, sonur og bróðir, JAKOB BENEDIKTSSON, Meðalholti 19 sem lést 1. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknar- stofnanir njóta þess. Jóhanna, Benedikt og Júlíus Jakobsbörn, Svandís Guðmundsdóttir, Benedikt Þ. Jakobsson, Bergur Benediktsson, Helgi Benediktsson, Sigurbjörn Benediktsson. Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓNÍNA HJARTARDÓTTIR, Brimnesvegi 16, Flateyri, sem andaöist í Fjórðungssjúkrahúsi ísa- fjarðarbaejar föstudaginn 5. júlí, verður jarðsungin frá Flateyrarkirkju laugar- daginn 13. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru vinsamlega beðnir að láta það renna til uppbyggingar Flateyrarkirkjugarðs og hafa sam- band við Sparisjóðinn í síma 456 7676. Kristján Hálfdansson, Guðmundur H. Kristjánsson, Bergþóra Kr. Ásgeirsdóttir, Hinrik Kristjánsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hálfdan Kristjánsson, Hugborg Linda Gunnarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir, Birgir Laxdal, Ragnar H. Kristjánsson, Þórunn ísfeld Jónsdóttir, Guðríður R. Kristjánsdóttir, Matthfas A. Matthfasson og barnbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.