Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 35 engu skilað í peningum. • VM var í leiguhúsnæði og hafði ekki greitt húsaleigu um alllangan tíma. Eigandi húsnæðisins gerði kröfu til þess að húsnæðið yrði tafarlaust rýmt. Ef þrotabúið hefði ætlað að efna til útsölu eða annarr- ar sölustarfsemi í húsinu hefði að sjálfsögðu þurft að greiða áfallna húsaleiguskuld, sem var veruleg. • Þið feðgar voruð búnir að ráð- stafa Grattan-vörulistaumboðinu út úr fyrirtækinu á greiðslustöðv- unartímanum. Það hefði við þessar aðstæður verið fáránleg ákvörðun að efna til verslunarstarfsemi á vegum þrotabús VM. Allar forsendur að baki þeirri ákvörðun minni að gera slíkt ekki voru kynntar fulltrúum helstu kröfuhafa og gerði enginn þeirra nokkru sinni athugasemdir við hana. 6. í blaðagreininni segir þú að ég hafi haft skyldu til að greiða þá kröfu lífeyrissjóðsins sem leiddi til útgáfu ákæru á hendur ykkur feðgum. Þetta er rangt. Skiptaráð- andi hafði ekki heimiid til að greiða af eignum búsins kröfur sem ekki var lýst í þrotabúið. 7. Ég leyfi mér svo að minna þig á þrennt, sem beinlínis sneri að þér sjálfum og ég gekk í sjálfur til að milda nokkuð áhrifin af þessu gjajdþroti: • Ég ákvað að þú skyldir eiga þess kost að búa áfram í húsinu að Hólastekk 6 í 12 mánuði eftir upphaf skipta án þess að nokkur leiga kæmi fyrir. Þessa ákvörðun tók ég án þess að bera hana upp við fulltrúa kröfuhafa, en þeir gerðu aldrei athugasemd vegna þessa. • Ég fékk samþykki skiptafundar fyrir því að ekki yrði hróflað við innbúi á heimili þínu, en lögum samkvæmt hefði andvirði þess að öðrum kosti komið til skipta með öðrum eignum. • Ég fékk samþykki allra helstu kröfuhafa við skiptin fyrir því að þeir tækju úthlutunina úr þrotabú- unum sem fullnaðargreiðslu á kröfum sínum gagnvart þér per- sónulega. Af því leiddi að ógreidd- ar kröfur féllu niður gagnvart þér en hefðu annars fylgt þér næstu 10 árin eftir lok skiptanna. Eins og þú getur ráðið af fram- angreindu er ég afar ósáttur við þá framsetningu þína í umræddri blaðagrein að ég hafi níðst á þér eða ykkur feðgum við þessi skipti, og raunar er mér hún óskiljanleg í ljósi þeirra samskipta sem við áttum meðan þau stóðu yfir og einnig eftir að þeim lauk. Mér finnst sjálfum að ég eigi það inni hjá þér að þú biðjir mig afsökunar á umfjöllun þinni um störf mín í þessari blaðagrein. Með kveðju, Höfundur er fyrrverandi skiptarádandi í Reykjavík. Biddu um Banana Boat sólmargfaldarann el þú vilt verða sólbrún/n á mettíma i skýjaveíri. □ Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, -olía,-gela,-úða,-salva og -stifta m/sólvöm írá I til 150, eða um tvöfatt öflugri en aðrar atgengar sólarvörur. Banana Boat sólarlinan er Iram- leidd úr Aloa Vera, kollageni og elastini, jojoba, minkoliu, banönum, möndlum, kókos, A, B, D og E vítamínum □ Sértiönnuð sólkrem tyrir íþróttamenn. Banana Boat Sport m/sólv, <15 og <30. □ 99,7% hreint Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlitra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr? Eða tvöfatt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr? An spírullnu, tilbúinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæst lika hjá Samtökum psoríasis og exemsjúklin- 9a. Heilsuval - Barónsstíg 20 w 562 6275 SAGAN um faríse- ann og tollheimtumann- inn í helgidóminum er ein þekktasta dæmisag- an í Nýja testamennt- inu. Jesús segir þannig frá, Lúkas 18:11-12: „Faríseinn stóð og baðst þannig fyrir með sjálf- um sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningj- ar, ranglætismenn, hór- karlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast" Á aðalfundi prestafélagsins, 28. júní, síðastliðinn, var m.a. fjallað um deilur í Langholtssókn og greidd atkvæði um það hvort taka ætti af- stöðu með sóknarprestinum. Morg- unblaðið segir þannig frá, laugar- daginn 29. júní 1996, bls. 35, hvern- ig prestur: „bað starfsfélaga sína um stuðning." „Ég er ekki hommi, ég er ekki hórdómsmaður, ég er ekki þjófur, ég er ekki fyllibytta. Mér hefur ekki orðið á í störfum mínum svo varðaði embættismissi. Ég er prestur sem hef reynt að rækja störf mín af þeim heiðarleika sem guð hefur gefið mér. Ég fer fram á að þið sýnið mér þá virðingu að ég sé einn úr ykkar hópi, og þið getið lýst því yfir að þið styðjið mig sem prest og félaga ykkar.“ Aðalfundur kvittaði fyrir þessi orð með því að samþykkja stuðn- ingsyfirlýsingu við prest með 26 atkvæð- um á móti 6. í sama Morgunblaði er greint frá því að formaður prestafélagsins hafi verið endurkjörinn með 59 atkvæðum gegn 55, þannig að þar tóku minnst 114 þátt í at- kvæðagreiðslunni. Sumir gætu freistast til þess að álykta, að sá prestur, sem fyrir stuttu taldi það ekki marktæka and- stöðu við sig að 40% sóknarbarna hans skrifuðu undir ósk um að hann yrði látin víkja, teldi svona atkvæða- greiðslu að litlu hafandi. Ég hef þó ekki séð neinar slíkar yfirlýsingar. Það er því líklegra að prestur telji að atkvæðagreiðslan sýni að prestar landsins styðji hann. Ekki skal ég efna til deilu um það. Samþykkt aðalfundar prestafélagsins hlýtur að skoðast sem skoðun prestafélagsins, þangað til önnur samþykkt er gerð. Þótt mér sé það þvert um geð, verð ég því að taka það trúanlegt að prestar landsins standi með prestin- um gegn okkur sóknarbörnum hans og að þeir séu sammála honum um það að hommar, hórdómsmenn, þjóf- ar og fyllibyttur séu réttrækir úr embætti. Því skyldi ég, sem ekki tek neina af framangreindum ávirðingum til mín, taka til andsvara? Er það ekki í lagi að prestar landsins telji rétt að taka af hörku á fólki með aðra kynhneigð en við flest? Það var rík- ið en ekki kirkjan sem gaf fyrstu hommana á íslandi í hjónaband sömu dagana og prestastefna stóð. Er það ekki líka í lagi að prestar landsins telji að taka skuli hart á þeim sem misstíga sig? Nei. Það er ekki í lagi. Það er ekki heldur í lagi að prestar telji sjálfsagt að standa með presti gegn söfnuði hans, óháð málavöxtum. Við kristnir menn eigum kirkjuna sam- Prestur sem getur ekki unnið með söfnuði sín- um, getur ekki, að mati Asmimdar Stefáns- sonar verið virkur þjónn kirkjunnar. an. Kirkjan er ekki eign prestanna og hún á að vera samfélag hinna umburðarlyndu. Prestur sem getur ekki unnið með söfnuði sínum, getur ekki verið virk- ur þjónn kirkjunnar. Prestafélag sem stillir sér upp í helgidóminum eins og faríseinn, þarf að skoða hug sinn. Við sem erum í þjóðkirkjunni hljót- um að gera þá kröfu til þeirra sem starfa fyrir okkur að þeir vilji vinna með okkur og þeir gangi ekki fram af hroka og fyrirlitningu. Höfundur er framkvæmdastjóri íslandsbanka. AÐSENDAR GREINAR Farísear o g tollheimtumenn Ásmundur Stefánsson í Verið hagsýn og komið tíí okkar Blldshðlða 20-112 Reykjavík - Síml 587 1410 Eigum til góðar og ódýrar töskur fyrir sportið, sundið o.þ.h. Fleiri litir til Marqir litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.