Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 43 PETUR GUÐMUNDSSON + Pétur Guð- mundsson fædd- ist í Hrólfsskála á Selljarnarnesi 9. október 1916. Hann lést á Landspítalan- um 2. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Elísabet Stef- ánsdóttir og Guð- mundur Pétursson, sjómaður og bóndi í Hrólfsskála. Pétur átti tvo bræður, Stefán, f. 3. október 1918, skipsljóra hjá Eimskip, og Gunnar, f. 9. október 1921, sem lengi var skólasljóri í Kársnesskóla í Kópavogi, d. 1980. Hinn 13. febrúar 1943 kvænt- ist Pétur Sigurdísi Guðjónsdótt- ur. Hófu þau búskap á Vegamót- um á Seltjarnarnesi, en byggðu hús í Hrólfsskálalandi árið 1953 og nefndu það Skálatún. Sonur þeirra er Benóný, f. 16.2. 1947, sjómaður, kvæntur Ester Axels- dóttur og eiga þau þijú börn. Þau eru: 1) Pétur, f. 1965. 2) Ásgeir, f. 1970. Börn hans eru Ing- var Gísli og Bryndís Eir. 3) Sigurdís, f. 1972. Börn hennar eru Eva Rut og María Ósk. Pétur hóf sjó- sókn 14 ára gamall, eins og títt var um unga menn á þeim tíma og var fyrstu átta árin í plássi hjá hinum þekkta afla- manni Jóni í Görð- um. Þá réð hann sig á togara og sigldi öll stríðsárin. Veturinn 1943-44 hóf Pétur nám í Stýrimannaskó- lanum og var eftir það ráðinn á togarann Helgafell sem stýri- maður og síðan skipsljóri í nokkur ár. Árið 1956 varð hann að hætta sjómennsku vegna veikinda og varð þá verkstjóri hjá ísbirninum hf. og síðan opin- ber fiskmatsmaður. Útför Péturs fer fram frá Neskirlqu í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Látinn er vinur minn, Pétur Guð- mundsson sjómaður frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, hann Pétur hennar Dísu, Sigurdísar móðursystur minnar. Ég sat við rúm Péturs nú nýver- ið og strauk andlit hans með rökum klút er hann leit á mig með dökku, djúpu, fallegu augunum sínum og sagði: „Ert þú komin, dísin mín?“ Þessi orð sitja svo fast í huga mér nú vegna þess að allt frá því að ég man eftir mér sem barn hjá Dísu og Pétri kallaði hann okkur nöfn- urnar ávallt dísimar sínar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hljóta nafn Sigurdísar og að verða að vissu leyti sem barn þeirra Péturs. Ég dvaldi oft hjá þeim á Vegamótum og síðar í Skálatúni. Þá var ég stelpan þeirra en Benni strákurinn, sonur þeirra og auga- steinn. Var oft mikið hlegið og mikið spjallað. Pétur var í mínum barnshuga prinsinn í ævintýrinu okkar Dísu. Hann var sjómaður, oft langdvölum að heiman og sigldi þá um heimsins höf. Hann var á togurum sem oft sigldu með afla til hafna í löndum sem voru okkur svo fjarlæg og ævintýraleg. Jafnan var mikil eftir- vænting þegar hans var von úr sigl- ingu og þegar hann kom færði hann okkur systrunum í Efstasundinu ýmislegt sem fá önnur börn, sem við þekktum, höfðu þá tök á að eignast; lítið dúkkuhús með hús- gögnum, dúkkur í fötum, útlent sælgæti og framandi ávexti; perur, appelsínur og epli, eitthvað sem við ekki gátum fengið hjá kaupmannin- um okkar í Kleppsholtinu. Dísa og Pétur áttu bíl og fóru með okkur í beijamó og ferðalög út fyrir bæinn. Pétur dáði börn og kunni að um- gangast þau. Hann var prins þess tíma, allt var svo stórfenglegt við hann í mínum huga. Pétur bar ýmis einkenni sjó- mannsins. Hann gat verið stríðinn nokkuð, hijúfur í orðum og tjáði jafnan hug sinn tæpitungulaust, en alltaf þó svo ljúfur og blíður undir niðri. Samband þeirra Dísu var mjög sérstakt, einkenndist af kær- leika, ást og umhyggju. Eg á í huga mér svo íjölmargar minningar um þann kærleika og ást sem ég varð vitni að. Bæði höfðu skap, en þeim iánaðist á einstakan hátt að láta skapið víkja fyrir kærleikanum. Dæmigert atvik sem lýsir sambandi þeirra er mér mjög minnisstætt. Eitt sinn kom Pétur heim úr grá- sleppukofanum sínum. Eitthvað hafði þar farið úrskeiðis. Pétur kom inn úr dyrunum í Skálatún og bölv- aði ástandinu nokkuð hressilega. „Ég vil ekki þennan mann!“ sagði Dísa þá. „Ég vil hinn, hann Pétur minn!“ Pétri brá eitt augnablik vegna frumhlaups síns, gekk út aftur og lokaði dyrunum á eftir sér. Síðan opnuðust dyrnar á ný, Pétur kom inn í anddyrið brosandi út að eyrum og kallaði glaðlega: „Halló Dísa mín, ég er kominn!“ Dísa hljóp hlæjandi á móti honum: „Ertu kominn, elsku, hjartans vin- urinn minn.“ Þau féllust í faðma og kysstust, eins og þau gerðu svo oft og mér fannst svo gott að sjá. Allt varð svo gott, allir svo góðir og kvöldið varð skemmtilegt. Það var alltaf hátíð hjá Dísu og Pétri. Ég á margar góðar minningar um Pétur. Hann var ávallt á sínum stað, við hliðina á henni Dísu sinni, staðfastur, hjálpsamur, föðurlegur og blíður. Nokkur síðustu árin átti hann við vanheilsu að stríða, lungun störfuðu ekki sem skyldi og var hann háður súrefnistæki sem hann hafði á heimilinu. Hann lét það þó ekki aftra sér frá því að fara á skak með Hafsteini, mági sínum og besta vini, á trillunni þeirra hve- nær sem færi gafst og var hann þá jafnan með súrefniskút meðferð- is. Það kom alltaf sérstakur glampi í augu hans þegar Pétur, eiginmað- ur minn, spurði hann um sjóferðirn- ar með Hafsteini, aflabrögð og veð- ur. Við kveðjum Pétur Guðmundsson með söknuði, minnumst hans með hlýjum hug og virðingu. Guð styrki þig, Dísa mín, Benna og fjölskyldu hans í sorginni. Þið eigið minningar um góðan mann. Sigurdís Sigurbergsdóttir. Ég var 15 ára þegar Pétur gift- ist systur minni Sigurdísi og með okkur tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Hann reyndist alla tíð góður félagi og var samband okkar mikið og náið. Við Pétur stóðum saman að stofnun Kiwanisklúbbsins Nes, þar sem við ásamt eiginkonum okkar höfum átt fjölmargar skemmtilegar samverustundir. Pét- ur var ávallt mjög virkur meðlimur og starfaði af mikilli alúð fyrir klúbbinn. Aðaláhugamál Péturs var þó alla tíð sjómennskan. Hafið, með alla sína leyndardóma heillaði hann og dró til sín. Þetta birtist best í því að á seinni árum gerði hann út sína eigin trillu. Þar kom, að ég gerðist fylgisveinn hans í útgerðinni, sem var mér sérlega lærdómsríkt og gefandi. Pétur var með hugann allan við trilluna. Hin seinni ár geymdum við hana á veturna á verkstæði mínu og kom Pétur nær daglega til þess að huga að henni, dytta að og útbúa fyrir komandi vor og sumar. Áttum við þar oft góðar stundir saman vinirnir. Okkar síðasta sjóferð var sl. sum- ar en vaxandi heilsuleysi hans hamlaði því að ferðirnar yrðu fleiri. Nú er Pétur lagður af stað í sína hinstu ferð og fær vonandi að kynn- ast því hvað „er bak við ystu sjónar- rönd“ og fyrir stafni er áreiðanlega haf og heiður himinn. Við munum minnast Péturs sem góðs drengs, sem ekki mátti vamm sitt vita og lagði sig fram um að láta gott af sér leiða. Hugur okkar er hjá Dísu, Benna og hans fjöl- skyldu og sendum við Ingibjörg þeim okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við söknum vinar í stað. Hafsteinn Guðjónsson. Súöurlandsbraut 10 Opið öll kvöld Mismunandi mynsfi . Siml 883 5989 og 883 8738 OpiOi kl. 13-18 alla virka tlaga Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555. GUÐRÍÐUR BERGSDÓTTIR + Guðríður Bergs- dóttir fæddist í Reykjavík 31. des- ember 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 10. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey frá kapeliu Fossvogs- kirkju 20. júní. Hún Gauja frænka er dáin. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom fyrst til Skagastrandar. Sennilega ekki nema þriggja ára eða svo. Þau voru mörg sporin sem Gauja þurfti að hlaupa á eftir mér, ég var aldrei þar sem ég átti að vera. Oft sauð á Dodda þegar ég var búin að gera eitthvað af mér. Sennilega gekk ég fram af þeim báðum þeg- ar ég datt niður í síldarþró og var ekki í húsum hæf í marga daga. En aldrei man ég eft- ir að frænka skipti skapi, alveg sama hvað á gekk. Hjá þeim hjónum var allt- af margt um mann- inn á sumrin, allir að fara í veiði. Doddi fór þá oft með til að sýna hvar best væri að veiða og voru það bæði innlendir og út- lendir veiðimenn. Gestrisni þeirra hjóna var landsfræg að mínu mati. Móðir mín hafði orð á því ekki fyrir löngu að húnmundi ekki eftir að þeim systrum hefði nokk- urn tíma orðið sundurorða. Gauju verður sárt saknað. Mig langar að þakka henni fyrir öll árin á Skagaströnd með þessum fátæklegu línum. Guð blessi þig, Doddi minn. Björg Thorberg. t Öllum þeim, sem heiðruðu minningu okkar kæra bróðu og mágs, ÁSGEIRS SIGURJÓNSSONAR, Víðimel 21, þökkum við vináttu og hlýhug við frá- fall og útför hans. Einstakar þakkir fyrir góða umönnun færum við læknum og hjúkrunarfólki deildar 1A í Landakotsspítala. Ágúst Sigurjónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Hilmar Grímsson, Stefania Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason, Víglundur Sigurjónsson, Ragnheiður H. Hannesdóttir. t Alúðarþakkir fyrir hlýju og samúð við fráfall og útför FILIPPÍU KRISTJÁNSDÓTTUR (Hugrúnar). Sérstaklega þökkum við starfsfólki Seljahlíðar. Einar Eiríksson, Helgi Valdimarsson, Guðrún Agnarsdóttir, Ingveldur Valdimarsdóttir, Ágúst Eiríksson, Svanfríður Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Lilja Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, LILJU VIGDÍSAR BJARNADÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigmundur Bjarnason, Magnús Bjarnason. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SÆUNNAR ÁRNADÓTTUR, Heiðargerði 24, Akranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki Sjúkrahúss Akranes. Aðstandendur hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.